Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 29 LISTIR Á ögurbrún hraðans TÖIVLIST Kirkjulivol I í Garðabæ KAMMERTÓNLEIKAR Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Gunnar Kvaran og Gerrit Schuil fluttu verk eftir Mozart og Brahms. Laugardagurinn 27. febrúar 1999. PÍANÓKVARTETTARNIR eftir Mozart voru nýjung á sínum tíma, bæði hvað varðar hljóðfæraskipan- ina, svo og vinnuaðferð meistarans, þar sem meira jafnræði ríkti á milli hljóðfæranna en gerst hafði fram að þessu. Mozart hafði samið við Franz Anton Hoffmeister að skrifa þrjá pí- anókvartetta og þar sem útgáfa kammertónverka byggist að miklu leyti á flutningi slíkrar tónlistar í heimahúsum, var ekki furða að Hoff- meister gerði þá athugasemd, að fyrsta verkið (K. 478) væri of erfitt fyrir markaðinn, enda er það sannar- lega ekki hvers manns leikfang, t.d píanóhlutverkið, sem á köflum er sérlega kreíjandi. það sem þó skiptir mestu máli og er enn í dag undrun- arefni, er tónmálið sjálft, þar sem allt leikur á „lukkuhjólum“, þungbú- in dramatíkin í fyrsta kaflanum, ljóð- ræn elskan í hæga kaflanum og und- ursamleg gleðin í lokaþættinum, allt gjört með þeim hætti, að hvergi ber á skugga en snilldin hefur orðið og tónmál verksins er eins og eitt sam- fellt ljóð án orða. Flutningurinn í heild var frábærlega vel mótaður og flytjendur áttu margar glæsilega leiknar tónhendingar, svo lítið ein- staklingsbundnar en þó í lifandi sam- ræmi við samleikarana. I fyi’sta kafl- anum náðist oft sterk túlkun en í honum er að heyra margt, sem kalla mætti forspá um tónmál Beethovens og sem kammertónlist er Mozart í raun að færa hana úr sínu félagslega hlutverki upp á plan sinfónískrar vinnu. Fyrir smekk undirritaðs hefði mátt vera meiri ró yfir hæga þættin- um.I hinum glaðlega lokakafla var leikurinn aldeilis glæsilegur, tær og fallega mótaður þó tempóið væri í það mesta. Seinna verk tónleikanna var fyrri píanókvartettinn op. 25, eftir Bra- hms. Líklega má segja að með tilkomu píanósins í samspili við strengjatríó hjá Mozart, verði til það sem nefna mætti „konserterandi" tónverk, er kalli á viðameira tónmál en gerðist í kammerverkum, þar sem fyrrum var oft aðeins um að ræða píanó- sónötur með undirleik strengjahljóð- færa. Píanókvartettamir efth' Bra- hms eru merktir sömu táknum og pí- anókvartettar Mozai-ts, eni sem sagt stórbrotin tónlist, sinfónisk að gerð og eins og í lokakaflanum, í op. 25, þar sem vinnuaðferðin er orðin meira „orkestral" en gerist að vera í kammertónlist og má segja, að sá kafli sé í raun glæsilegur píanó- konsert. það má og segja það sama um þetta verk og sagt var um píanó- kvartettinn eftir Mozart, að verkið væri allt of erfitt, enda tóku jafnvel vandlátir hlutsendur seint og dræm- lega við þessu mikla listaverki. Það er skemmst frá því að segja, að flutningurinn á Brahms var hreint út sagt ótrúlegur. Fyrsti kafl- inn var alvarlegur, krafmikill og auð- heyrt að Brahms var þarna mikið niðri fyi'ir er á köflum braust fram í átaksmiklum leik. Intermessóið er samfelldur ljóðrænn leikur, þar sem gleðin er hamin en leitað sérkenni- legra blæbrigða, sem voru mjög fag- urlega mótuð og sama má segja um hæga þáttinn, sem þó er ofinn sterk- um átökum. I lokin var það hinn villti sinfóníski dansþáttur, sem var hreint ótrúlega glæsilega fluttur, þó tónmálinu væri stefnt fram á ögur- brún hraðans. Þetta margslungna tónverk var ótrúlega vel flutt og verður flutningur þess lengi í minn- um hafður og væri vel, ef þeir lista- menn sem hér áttust við, tækju upp nánara samstarf til frekari fágunar og samstillingar. Jón Asgeirsson Kvenréttindakonan Germaine Greer gefur út nýja bók Segir tíma til kominn að veita reiðinni útrás á ný London. Reuters. ÞRJÁTÍU árum eftir að kven- réttindakonan Germaine Greer gaf út áhrifamikla bók sína Tlie Female Eunuch, sem olli straumhvörfum í lífi margra kvenna, fínnst henni vera kom- inn tími til að ausa úr skálum reiði sinnar á ný. I nýrri bók dregur Greer dár að bæði femínistum og þeim konum sem stunda hjúskapar- brot, ekki síður en hinum svo- kallaða „nýja manni“, í því augnamiði að sýna fram á að baráttuniú fyrir réttindum kvenna sé langt frá því lokið. The Whole Woman verður gefín út í mars en Greer segist hafa ritað bókina af því að henni fannst tími til kominn að leggja til atlögu við þær staðhæfíngar margra kvenkyns samtímahöf- unda hennar að femínisminn hafí gengið of Iangt. Greer, sem er sextug og barnlaus, á að baki eitt mis- heppnað hjónaband. Hún stað- hæfir að líf kvenna sé bæði göf- ugri og meira spennandi en fyr- ir þrjátíu árum en segir að það sé , jafnframt miklum mun erf- iðara en þá“. „Hvert sem við beinum sjón- um okkar sjáum við konur í vanda, örmagna, einmana, full- ar sektarkenndar og fínnist sem frami örfárra kvenna geri lítið úr árangri þeirra sjálfra,“ segir Greer. Full sannfæringar lýsir hún því yfir að nú sé aft- ur kominn tími til að vera „reið“. Vortón- leikar Tón- listarskóla Kópavogs VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Kópavogs, sem að þessu sinni verða haldnir í Sainum, hefjast miðvikudaginn 3. mars. Fram koma píanónemendur á ýmsum stigum. Tónleikar blást- urs- og strengjanemenda verða þann 10. mars og 17. mars eru svo kammermúsíktónleikar. Söngnemendur verða með sína tónleika 24. mars. Allir þessir tónleikar hefjast kl. 18. I apríl verða burtfararprófs- tónleikar í píanóleik og í maí tónleikar tölvuversins og hljóm- sveita skólans. Umdeildur fræðimaður Næsta víst er að The Whole Woman mun varpa Greer aftur fram í kastljós Ijölmiðlanna svo um munar, þótt reyndar hafí alltaf farið mikið fyrir henni. I nýrri ævisögu, sem einnig kem- ur út í mars, er henni lýst sem konu er mótaði róttækar femínistahugsjónir sínar á sama tíma og hún lokkaði til sín fjölda karlmanna einungis til þess að kasta þeim frá sér aftur. Greer, sem kemur frá Ástral- íu, hefur lengi kennt við Cambridge-háskóla og þykir hafa veitt heilli kynslóð kvenna innblástur með kenningum sín- um í gegnum tíðina, en þær grundvölluðust á þeirri kröfu að konur ættu rétt á öllu því sem karlar nytu. Hún hefur hins vegar alltaf neitað þeim ásökun- um að hún sé skapari frjálslynd- issamfélagsins svokallaða, þar sem flest er látið óátalið. Gerir hún jafnvel að umtalsefni í bók- inni sinni nýju það sem hún kall- ar „stöðugan þrýsting" frá nú- tímasamfélaginu um að konan sé kynferðislega virk. „Hlustaðu á þennan femínista segja þér enn og aftur; „ekkert kynlíf er betra en slæmt kyn- Iíf“. Slæmt kynlíf er slæmt heilsu þinni. Að leita eftir kyn- lífí getur verið niðuiiægjandi lífsreynsla, hún getur valdið vonbrigðum og jafnvel verið hættuleg [...] ekkeit kynlíf er hins vegar skaðlaust," segir Greer. Gagnrýnir Fay Weldon Greer er harðorð í garð kvenna sem eiga í samböndum við gifta karla og sem - þrátt fyrir að þær kalli sig femínista - „eru fyllilega reiðubúnar til að gift- ast manni sem þegar hefur valdið einni eða tveimur eigin- konum óhamingju." í viðtali sem The Daily Tele- graph tók við Greer í tilefni út- komu The Whole Woman lætur hún breska rithöfundinn og femínistann Fay Weldon hafa það óþvegið, enda telur hún að Weldon hafí brugðist vænting- um annarra kvenfrelsiskvenna. „Hún var í fararbroddi þeirra femínista sem þorðu að láta til sín taka í upphafi. Hún skildi út á livað þetta gekk þá en mér sýnist sem hún hafi núna gleymt því [...] Ég veit að hún hefur farið í andlitslyft- ingu og að hún hefur farið í hormónameðferð en getur ver- ið að það hafi haft svona mikil áhrif á heilastarfsemi henn- ar?“ En þrátt fyrir harðorð um- mæli í garð kynsystra sinna þarf enginn að velkjast í vafa um hvar Greer stendur í því einvígi kynjanna sem átt hefur hug hennar allan um árabil. „Ég hef enga ástæðu til að vera ósátt við nokkurn skapaðan hlut. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að konur væru alveg sérdeilis frábærar. Ég er alltaf jafn undrandi og ánægð með framgöngu kvenna.“ Ný bók eftir bandaríska rithöfund- inn Bret Easton Ellis Segir bækur sínar ekki við allra hæfí BANDARÍSKI rithöfundurinn Bret Easton Ellis hefur að und- anförnu verið á þeytingi til að kynna nýja bók sína Glamorama. Bókin hefur fengið afar misjafna dóma en Ellis lætur sér fátt um finnast. „Bækur mínar eru ekki allra,“ segir hann í samtali við The Irish Times. Ellis sló rækilega í gegn aðeins 21 árs að aldri þegar fyrsta bók hans Less than Zero kom út árið 1986. í kjölfarið tilnefndu útgef- endur Ellis sem „talsmann kyn- slóðar sinnar" en í bókinni, sem hefur verið kvikmynduð, lýsti Ellis glansveröld unga og ríka fólksins í Bandai-íkjunum, þar sem margir kusu að flýja raun- veruleikann með neyslu eitur- lyfja og ýmsum ólifnaði, á meðan aðrir gerðu sér seint og um síðir gi-ein fyrir því að lífshamingja fæst ekki keypt fyrir peninga. Ellis gekk erfiðlega að fylgja velgengni Less than Zero eftir og gagnrýnendur hökkuðu í sig næstu bók hans, The Rules of Attraction, sem út kom tveimur árum síðar. American Psycho, sem kom út 1991, varpaði Ellis hins vegar fram í sviðsljósið á ný, svo um munaði, en ekki endi- lega af því að fólki þætti bókin svo geðsleg. Afar umdeild sýn á hið siðblinda samfélag Ekki er fráleitt að halda því fram að American Psycho sé ein af umdeildari bókum síðari ára í Bandaríkjunum en í henni veitir Ellis súrrealíska innsýn í líf sið- blinds raðmorðingja. Bókin vakti mikla hneykslan enda dregur Ellis ekkert undan í lýs- ingum sínum á algerlega til- gangslausum glæpum söguhetj- unnar. Bók þessi eignaðist hins vegar fljótt afar tryggan aðdá- endahóp lesenda og hafa kvik- myndaframleiðendur að undan- förnu gert sig líklega til að festa söguna á filmu. Glamorama tekur að mörgu leyti upp þráðinn þar sem frá var horfið í American Psycho, þótt Ellis gangi ekki eins langt í lýsingum sínum á siðlausu sam- félagi nútímans. Sem fyrr gerist hún þó í heimi eiturlyfja og kyn- lífs, þar sem söguhetjan lifir fyrir popptónlist og mynd- skreytt ofbeldi og firringin er gengin út yfir allan þjófabálk. Misjafnir dómar gagn- rýnenda vekja enga undrun hjá Ellis og hann gerir ekki einu sinni tilraun til að halda uppi vörnum fyrir bók sína. „Fullt af fólki hatar bækurnar mínar. Mest ber á þessu í Bandaríkj- unum, þeim líkar illa við mig, flatan tón bóka minna. Þeim lík- ar ekki við það sem ég skrifa, punktur." „Skáldskapur hefur svo mikið með smekk fólks að gera,“ bætir Ellis við, „og mínar bækur eru einfaldlega ekki við allra hæfi.“ TONLIST • • KúOliitsinu STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Stórsveit Reykjavíkur: Einar Jóns- son, Jóhann Stefánsson, Birkir Freyr Matthíasson og Andrés Björnsson trompetar; Oddur Björnsson, Edward Frederiksen, Björn R. Einarsson og David Bobroff básúnur; Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólaf- ur Jónsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson saxófónar; Ástvaldur Traustason pianó, Eðvard Lárusson gítar, Birgir Bragason bassa og Jó- hann Hjörleifsson trommur. Söng- kona Kristjana Stefánsdóttir og stjórnandi Sæbjörn Jónsson. Verk eftir Neal Hefti og fleiri. Laugardag- inn 27.2. 1999. SJO ARA STÓRSVEIT ÞAÐ VAR söguleg stund í Ráð- húsinu sl. laugardag er Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og Sæbjörn Jónsson, stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur, ski'ifuðu undir sam- starfssamning borgar og sveitar og er þetta fyrsti vísir þess að stór- sveitin komist á atvinnumannastig- ið. Síðan upphófust tónleikar. Efnis- skráin var tvíþætt, annars vegar verk eftir Neal Hefti sem hann skrifaði fyrir eilífðarvél sveiflunnar, stórsveit meistara Count Basies, hins vegar standardar er Natalie Cole hefur sungið. Hefti-ópusarnir voru flestir ski'ifaðir fyiir tíma- mótaskífuna The Atomic Mr. Basie og er ekki heiglum hent að leika þau verk. Það verður að segjast að Stór- sveitin hefur ekki burði til að leika þessi verk af þeim krafti sem þarf, þó margt væri vel gert - satt að segja held ég að ekkert band geti leikið þessi verk á fullnægjandi hátt eftir að Basie leið. Minningin um túlkun Basies er of ofarlega í huga þeirra sem þekkja. Einn rosalegasti svíngari sem hljóðritaður hefur ver- ið, The kid from Red Bank, kýldi mann ekki rammfastan í sætið einsog þegar Basiebandið flutti það. Annars voru margir ágætir sólóar í Hefti-verkunum - ég nefni aðeins tenórsóló Ólafs Jónssonar í Splanky og altósóló Sigurðar Flosasonar í Fantail. Það tókst betur upp í standörd- unum sem Kristjana Stefánsdóttir söng af prýði. Eðvard Lárusson lék listilegan gítarsóló í Route 66 af blúsaðri tilfinningu. Birkir Freyr blés með eldridgeískum blæ í Love. Kannski lært það af Roy Hardgrove einsog Cristian Cudurrufo. Bandið og Kristjana fóru vel með Almost like being in love, sem Elly söng svo meistaralega með sveitinni. Orange coloured sky var frábærlega flutt af sveit og söngkonu og tenórsóló Jó- els Pálssonar í That Sunday that summer var ljóðræn perla. Að lokum vil ég óska Sæbirni og piltunum til hamingju með sjö ára afmælið og megi Stórsveit Reykja- víkur halda áfram að þroskast og dafna. Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.