Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÖRGENSSON kennari, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, áður til heimilis í Grænumýri 15, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi föstudaginn 26. febrúar. Jarðsungið verður frá Glerárkirkju á Akureyri mánudaginn 8. mars kl. 14.00. Ingibjörg Björgvinsdóttir, Steindór Haraldsson, Böðvar Björgvinsson, Ástríður Andresdóttir, Margrét Björgvinsdóttir, Sigurvin Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ERLA VÍDALÍN HELGADÓTTIR fyrrum kaupkona, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. mars kl. 15.00. Ragnheiður Óskarsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Lára Bjarnadóttir, Theódór Kárason, Elín Bjarney Bjarnadóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Bjarni Bjarnason, barnabörn og systkini hinnar látnu. GISLI JÓNSSON + Gísli Jónsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 22. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Guðnason, tré- srniður og síðar bif- reiðasmiður, f. 2.1. 1896 á Kolviðarhóli, d. 28.7. 1974, og Elín Gísladóttir, f. 30.11. 1900 í Holti í Kjalarneshreppi, d. 24.8. 1966. Gísli átti eina systur, Aðalheiði Jónsdótt- ur, f. 11.5. 1927. Gísli kvæntist 23. júlí 1953 Margréti Guðnadóttur frá Kirkjulækjarkoti, f. 9.1. 1930. Foreldrar hennar voru Guðni Markússon, bóndi og trésmiður, og Ingigerður Guðjónsdóttir, húsmóðir. Börn Gísla og Mar- grétar eru: 1) Elín, kennari, f. 19.2. 1956. Hún er gift Gunnari Linnet, tölvunarfræðingi, f. 1955, og eru börn þeirra: Eyrún, f. 1979, Margrét, f. 1982, Ingvar, f. 1987, Fríða Rakel, f. 1990, Agnes, f. 1992 og Hans Adolf, f. 1996. 2) Guðni, hús- gagna- og innanhússarkitekt, f. 16.10. 1957. Hann er kvæntur Kristjönu Þórdísi Ás- geirsdóttir, tón- menntakennara, f. 1957. Börn þeirra eru: Gísli, f. 1979, Krislján, f. 1981, Jak- ob, f. 1986, Smári, f. 1988 og Jón, f. 1996. 3) Ingunn, f. 26.6. 1967. Hún er gift Halldóri J. Ágústs- syni, rafeindavirkja, f. 14.3. 1968. Börn þeirra eru: Hafdís, f. 1988, og Helena, f. 1994. Gísli varð stúdent frá MR 1950, lauk fyrrihluta- prófi í verkfræði frá HÍ 1953, M.Sc.-prófi frá DTH í Kaup- mannahöfn 1956 og lauk prófí í ljósmyndun frá New York Institute of Photography 1995. Gísli starfaði hjá áætlunar- og mælingardeild Raforkumála- skrifstofunnar 1956-58. For- stöðumaður raffangaprófunar Rafmagnseftirlits ríkisins 1958-60. Starfrækti eigin verk- fræðistofu 1960-61, var rafveitu- sljóri Rafveitu Hafnarfjarðar 1961-69 og jafnframt slökkvi- liðsstjóri í Hafnarfírði 1961-65. Hann var framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna 1969-75, prófessor í raforku- verkfræði við HÍ 1975-95, pro- fessor emiritus frá 1996 og sneri sér síðan að ljósmyndun. Gísli gegndi fjölda trúnaðar- starfa, sat m.a. í stjórn Sam- bands íslenskra rafveitna, var formaður Félags rafveitustjóra sveitarfélaga, sat í Hitaveitu- nefnd Hafnarfjarðar, var for- maður rafmagnsverkfræðinga- deildar Verkfræðingafélags ís- lands, forseti Rótaryklúbbs HafnarQarðar, formaður verk- fræðiskorar HI, forinaður raf- magnsverkfræðiskorar HI, varaforseti verkfræðideildar HÍ, í stjórn Verkfræðistofnun- ar HÍ og formaður heimar, í yf- irkjörstjórn Hafnarfjarðar um árabil og sat í stjórn Neytenda- samtakanna. Til dauðadags var Gísli í stjórn Frikirkjusafnað- arins í Hafnarfírði, í Osoniags- nefnd Landlæknisembættisins, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, formaður Námssjóðs J.C. Möller, formað- ur Ljóstæknifélags íslands, for- seti Landsnefndar íslands í CIE og forseti Evrósku sam- takanna LUX Europa. Gísli var kjörinn Paul Harrisfélagi Rót- aryhreyfingarinnar 1988. Gísli vann að rannsóknum á notkun rafbfla á fslandi og var frum- kvöðull á því sviði hér á landi. Hann starfaði einnig mikið að ýmsum baráttumálum neyt- enda allt til dauðadags. títför Gisla fer fram frá Víði- staðakirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, SIGURÐUR RÚNAR BERGDAL INGVARSSON, Hafnargötu 17, Sandgerði, lést fimmtudaginn 25. febrúar. Bjarney Finnbogadóttir, Óskar F. Jóhannsson, Óskar Ingi Óskarsson, Ingvar Már Pálsson, Ásta Sigríður Ingvarsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Jóhann Þorkelsson, Fanney Sæbjörnsdóttir, Ásta Maríusdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR, Ásvegi 12, Dalvík, er lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar miðviku- daginn 24. febrúar, veröur jarðsungin frá Dal- víkurkirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.00. Helgi Jónsson, Þóra Rósa Geirsdóttir, Ingvar Kristinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Elín Gísladóttir, Hermann Guðmundsson, Magnea Kristín Helgadóttir, Haildór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug samúð, vináttu og hlýhug sem okkur var auðsýndur við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, afa, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, JÓNS ÁRNASONAR. Sérstakar þakkir til sr. Pálma Matthíassonar. Guðrún Harðardóttir, Árni Jónsson, Hörður Jónsson, Saika Ósk Árnadóttir, Gísela Schulze, Árni Jónsson, Björn Árnason, Guðrún Haraldsdóttir, Ingunn Guðrún Árnadóttir, Stefán Pétursson, Jórunn Erla Bjarnadóttir, Hörður Valdimarsson. Elsku afí, af hveiju þú? Þótt allir viti að einhvern tímann verða allir menn að deyja, þá er það alltaf sárt þegar nákominn ástvinur deyr. Þegar söknuðurinn er mikill er það vegna þess að sá sem dó var manni mjög kær eins og var með Gísla afa. Eg átti allra síst von á að þurfa að kveðja Gísla afa svona fljótt. Ég trúði því alltaf að hann myndi ná sér upp úr veikindum sín- um og ég vildi ekki trúa því að svona gæti farið. Hann tók veikind- um sínum með miklu æðruleysi og trúði því svo sannarlega að hann ætti fleiri ár eftir ólifuð. Afi var alltaf svo hraustur, stund- aði sundlaugamar á hverjum degi. Hann var alltaf svo góður við okkur barnabörnin, hvort sem við komum til að gista, í mat eða kíktum bara í heimsókn. Þegar við gistum hjá afa og ömmu í Brekkuhvammi fannst okkur alveg ómissandi að borða morgunmat með afa, hafragraut, lýsi og egg. Það var svo gott að fá að halda utan um afa, hann átti alltaf næga hlýju að gefa, líka eftir að hann veiktist. Á síðustu önn þurfti ég að taka einn eðlisfræðiáfanga í fjarnámi og þar sem það gekk ekki of vel í byrj- un var afí boðinn og búinn að hjálpa bæði mér og öðrum nemendum úr áfanganum. Þótt afi lægi fárveikur á spítala vildi hann samt fá að fylgj- ast með hvernig gengi og hafði áhyggjur af því að geta ekki hjálp- að okkur meir. Hann bauð mér meira að segja að koma upp á spít- ala með námsbækurnar. Fyrir nokkrum árum ákváðum við að halda saman upp á afmæli okkar þegar hann yrði 100 ára og ég fímmtug. Þar sem ég fæddist dag- inn eftir að hann varð fimmtugur fannst okkur tilvalið að slá þessum stórafmælum saman, sem okkur fannst svo sjálfsagt að við myndum bæði lifa. Áhugi afa á ljósmyndun fór ekki framhjá neinum sem honum kynnt- ist, hann var nánast alltaf með myndavélina á lofti. Nú um áramót- in síðustu kenndi hann mér nokkur atriði í ljósmyndun. Það verður til þess að ég minnist afa í hvert sinn er ég tek myndir. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að eyða fyrstu tuttugu árum ævi minnar með þér, afi, og ég veit að þú átt eftir að taka vel á móti þinni ástkæru fjölskyldu þegar okkar tími er kominn. Þín dótturdóttir Eyrún Linnet. Elsku besti afi. Okkur þykir svo vænt um þig. Það verður tómlegt að fara upp á Brekkuhvamm og enginn Gísli afi. Enginn afi til að taka af okkur myndir, laga fyrir okkur það sem bilar eða bara svara ótal spurning- um. Það var sama hvað við spurð- um, yfirleitt hafðir þú svör á reið- um höndum en ef ekki þá flettir þú því bara upp. Okkur fannst þú vita og geta allt. Meira að segja ætlaði eitt af okkur að biðja þig að sauma hausinn á bangsann en það var nokkuð sem mamma gat svo vel gert. Okkur fannst líka svo gaman að fara með þér út í bílskúr og vinna. Elsku afi, við söknum þín af öllu hjarta. Margrét, Ingvar, Fríða Rakel, Agnes og Hans Adolf. Nú er afí farinn heim. Við bræð- umir söknum hans svo mikið. Það var svo gaman að koma til afa, hann tók alltaf svo hlýlega á móti okkur. Oft hjálpaði afi okkur, því hann gat gert svo marga hluti. Hann var mjög vandvirkur og allt sem hann gerði þurfti að vera svo nákvæmt. Einu sinni þegar þurfti að laga skrúfgang á hjólabrettinu mínu og ég sagði að það þyrfti bara einhverja stærð, sagði hann að auð- vitað þyrfti að nota rétta stærð, annars eyðilegðist þetta bara aftur. Það var líka gaman að hjálpa afa, slá blettinn og moka snjó af stétt- inni, hann var svo þakklátur fyrir það. Afi átti alltaf eitthvað handa okkur og í Benzanum var hann alltaf með kaffibrjóstsykur sem hann gaf okkur af. Álltaf þegar við gistum hjá afa fór hann með okkur í sund sem hann gerði á hverjum degi og við fórum með honum í úti- klefa sem hann gerði allt árið. Mér fannst afi vera svo sterkur á spítalanum og hann var alltaf kát- ur. Á afmælisdegi mínum fyrir mánuði síðan heimsótti ég hann og hann gekk með mér um spítalann og við fórum til sjúkraþjálfarans og hann sýndi mér salinn með öllum tækjunum. Hann hafði farið í mörg þeirra og sagði mér að hann hafí hjólað einn km um morguninn. Við bræðurnir vorum svo glaðir þegar afi kom heim eftir síðustu meðferðina og hann var svo hress þegar við komum heim til hans. En nokkrum dögum seinna veiktist hann skyndilega og dó svo viku seinna. Nú er afi farinn heim. Nú heyr- um við ekki Jón bróður kalla: Áfi, afi, afi, eins og hann gerði þegar hann kom heim til afa og hljóp til hans. Nú segir Jón að afi sé hjá Guði. Því trúum við líka. Hafðu það gott, afi minn, og takk fyrir allt. Jakob Guðnason. Kveðja frá sljóm Krabbameins- félags Hafnarfjarðar í dag kveðjum við okkar kæra formann, Gísla Jónsson. Það varð hans hlutskipti að lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem félag okk- ar berst gegn með fræðslu og for- vörnum. Árið 1989 var Krabbameinsfé- lag Hafnarfjarðar vakið af þyrni- rósarsvefni sem hafði staðið í um 25 ár, og var Gísli kjörinn formað- ur þess þá og var það síðan, eða í rétt 10 ár. Við sem störfuðum með honum í stjórninni munum sakna hans mjög. Gísli var svo sannar- lega góður vinur, félagi og leið- togi, sem hvatti okkur til dáða og var mikill brunnur hugmynda um vöxt og viðgang félagsins. Reynd- in varð einnig sú að félagið er nú ein öflugasta félagsdeildin innan vébanda Krabbameinsfélags Is- lands. Gísli var mjög skipulagður í starfi sínu sem formaður, enda var hann þannig gerður, að hann vildi sinna vel og vandlega því sem hann tók sér fyrir hendur, og það voru fjölmörg trúnaðarstörf sem honum voru falin um ævina. Við minnumst með hlýhug síð- asta stjórnarfundar okkar með Gísla, en hann var haldinn við sjúkrabeð hans á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í desember sl. Gísli var þá andlega hress að vanda og vongóður um að ná bata, enda vant- aði ekki lífskraftinn og sigui'viljann. Við vottum Margréti eiginkonu Gísla, börnum þeirra og öllum ætt- ingjum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Gísla Jónsson- ar. Fyrir réttum tíu árum var mikill hugur í stjórnendum og starfs- mönnum Krabbameinsfélags Is- lands að efla starf félagsdeilda víðs vegar um landið til að standa sem best að vígi í fyrirhuguðu þjóðar- átaki gegn krabbameini. I Hafnar- firði hafði verið starfandi krabba-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.