Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 48

Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR POVL HILMER • BOVIEN HANSEN + Povl Hilmer Bovien Hansen fæddist í Kaup- mannahöfn 7. nóv- ember 1927. Hann lést á Landspítalan- um 17. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hans Thorvald Henry Hansen yfirþjónn og Jóhanna Mar- grét Sigríður Ein- arsdóttir Hansen, húsmóðir. Hinn 30. aprfl 1954 kvæntist Povl Brynhildi Guðjóndóttur Hansen sem er fædd 18.10. 1934. Börn þeirra eru: Henry Kristján, f. 9.9. 1954, og Jóhanna, f. 4.2. 1956. Dóttir hennar er Bryn- hildur, f. 8.3. 1984. Fóstursonur Povls, sonur Brynhildar er Guð- jón Jóhannsson, f. 31.5. 1952. Kona hans er Auður Inga Ingvarsdóttir, f. 24.6. 1953. Börn þeirra eru Ingvar, f. 4.1. 1975, Jóhann, f. 30.11. 1976, og Rebekka Brynhild- ur, f. 11.12.1988. Povl stundaði nám í Verslunarskóla ís- lands og verslunar- skóla í Kaupmanna- höfn. A sínum yngri árum vann hann ým- is störf, var t.d. flug- þjónn hjá Loftleið- um og skrifstofu- maður hjá Varnarliðinu og síðan ýmis verslunarstörf. Frá árinu 1970 hefur hann ásamt konu sinni rekið verslun í miðborg Reykjavíkur. ÍJtför Povls fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi, við skemmtum okkur alltaf vel saman, en nú er það allt búið. Það sem lifir samt enn eru , minningarnar. '*tr Amma sagði mér að þegar ég var ungbarn hafir þú alltaf verið að bjóðast til að kaupa inn fyrir mömmu, aðeins til. þess að geta komið að sjá mig. Eg man þegar ég var lítil að oft á laugardögum fórum við saman í Kolaportið, oft keyptir þú eitthvert dót handa mér og okk- ur fannst svo gaman að sjá allt fólk- ið. Hvað okkur fannst gaman að stríða ömmu og mömmu, þegar við sögðum að maturinn hennar mömmu væri vondur um jólin, þeg- —-ar hann varð betri með hverju ár- inu. Þú varst svo gjafmildur, alltaf þegar við hittumst vildirðu gefa mér eitthvað og ef ég vildi ekki þiggja það sagðirðu að ég væri leið- inleg. Þú varst alltaf að kaupa eitt- hvað sem þú vissir að mér þætti gott og koma með það heim. Þegar þú og amma áttuð 40 ára brúðkaupsafmæli fórum við öll sam- an til Kaupmannahafnar. Þú sýndir okkur húsið þar sem þú fæddist og við fórum að heimsækja skyldfólk þitt. Mér þótti gaman að hlusta á ykkur tala dönsku þótt ég skildi ekkert þá. Við fórum oft í Tívolí og ég skemmti mér alltaf jafn vel. Við fórum líka á Bakken og þar vannstu mikið af tuskudýrum og leikföngum sem þú gafst mér síðan. Þú hafðir verið veikur í nokkur ár, en það er rúmur mánuður síðan þú greindist með krabbamein. Þú lagð- ist strax inn á spítala og fórst í með- ferð og þér var byrjað að líða betur á fyrstu vikunni. Hvað þér fannst maturinn á spít- alanum vondur, svo amma þurfti að koma með heitan mat á hverjum degi og það fannst þér góður matur, þér fannst maturinn sem amma eld- aði alltaf bestur. Þú komst heim aftur og allt virt- ist í lagi einhvem tíma en í seinna skiptið sem þú fórst á spítalann varstu orðinn það veikur að þú sagðir að þú myndir ekki koma heim aftur, en við létum sem við heyrðum það ekki, því við lifðum alltaf í voninni að meðferðin gæti hjálpað þér. Ég kom oft að heim- sækja þig á spítalann en ég kom ekki þriðjudaginn 16. febrúar og daginn eftir þegar ég kom á spítal- ann þá var komið að lokastundinni en ég vona að þú vitir að ég var hjá þér. Elsku afi, mér þykir svo vaent um þig að ég get ekki lýst því. Ég get ekki ímyndað mér lífið án þín. Ég á allar þessar minningar sem aldrei hverfa og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og nú veit ég að þér líður vel. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín afastelpa, Hildur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför frænda míns og vinar okkar, JÓNS INGVARS JÓHANNSSONAR frá Norðurgarði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima, Selfossi. Jóhann Hjaltason, Eíríkur Valdimarsson, Rósa Pétursdóttir og fjölskylda. + 1 Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur stuðning, samúð og vináttu í veikindum og við andlát og útför litla drengsins okkar, ARNARS ÞÓRS. Sérstakar þakkir til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna og starfsfólks á barnadeild 12-E. Ólafía Guðbergsdóttir, Guðbjartur S. Franzson, Ragnhildur Gísladóttir, Guðbergur Sígurðsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Franz Guðbjartsson og aðrir aðstandendur. Sæðingastöðin í Gunnarsholti vígð Nýjar víddir opnast í íslenskri hrossarækt MARGT manna var samankomið í sæðingarstöðinni og meðal þeirra voru Gunnar Marteinsson, Óli P. Gunnarsson, Ólafur Stefánsson, Þórður Þorgeirsson og Sigmundur Jóhannessson og hundurinn Búi gægist milli fóta þeirra. Tímamót urðu í ís- lenskri hrossarækt á föstudag þegar Hrossa- ræktarsamtök Suður- lands vígðu nýja sæð- ingastöð á stóðhesta- stöðinni í Gunnarsholti. Verður þar framhaldið sæðistökum úr úrvals stóðhestum en nú með nýjum tækjabúnaði verður hægt að djúp- frysta sæðið sem ger- breytir möguleikum í hrossaræktinni. Valdi- mar Kristinsson brá sér austur og skoðaði þar herlegheitin. FYRIR tveimur árum hófst sam- starf Hrossaræktarsamtaka Suð- urlands og Dýralæknaþjónustu Suðurlands um sæðistöku úr nokkrum þekktum stóðhestum. Með vígslu á þessu nýja 200 fer- metra húsi og þeim tækjabúnaði sem í því er verða straumhvörf í þessari starfsemi sem hefur fram að þessu verið á tilraunastigi. I ráði er að þessir aðilar stofni rekstrar- félag um Sæðingastöðina í Gunn- arsholti en sæðistökur munu hefj- ast um miðjan mars úr nokkrum þekktum hestum og verður sæðið djúpfryst. Um miðjan maí hefjast sæðingar með fersku sæði. Ætlun- in er að sæða hryssur víðar en í Gunnarsholti og hefur verið ákveð- ið að það verði gert í Hestamið- stöðinni Dal og dýralæknastofunni að Stuðlum við Selfoss. Einnig stendur hryssueigendum víða um land til boða að fá sent djúpfryst sæði þar sem möguleikar til sæð- inga verða fyrir hendi. Húsið sem mun hýsa starfsem- ina er staðsett norðan við hús stóð- hestastöðvarinnar og er því skipt í þrjá hluta, í syðsta hlutanum er rúmgóður salur til sæðinga og skoðunar á hryssum. Við hlið hans er salur fyrir sæðistöku úr stóð- hestunum og í norðurhlutanum er aðstaða og tækjabúnaður til skoð- unar á sæðinu, djúpfrystingar og skrifstofa og hreinlætisaðstaða. Húsið hefm- verið á annað ár í byggingu og er heildarkostnaður kringum 15 milljónir króna. Kostn- aður við tækjabúnað er þar af um 3,5 milljónir króna. Djúpfrystibún- aðurinn kostaði um 1.200 þúsund krónur. Við hönnun hússins var höfð hliðsjón af kröfum bæði íslenskra og erlendra aðila um starfsemi sæðingastöðva og því er gert ráð fyrir að hægt verði innan tíðar að selja sæði úr landi þegar tilskilin leyfi hafa fengist. Mikil eftirspurn er eftir sæði frá Islandi í þeim löndum þar sem ræktun íslenskra hesta er vel á veg komin. Helsti ávinningurinn með til- komu sæðingastöðvarinnar og möguleika á djúpfrystingu er sá að afköst hestanna aukast. Fleirum gefst kostur á að halda undir betri hesta landsins. Með útflutningi á sæði eykst sá arður sem hestamir skila eigendum sínum og má ætla að í það minnsta betri hestamir hækki í verði af þeim sökum. Hægt verður að rækta út af stóðhestum löngu eftir að þeir era gengnir á vit feðranna því eigendm- einstakra hesta geta birgt sig upp af sæði áð- ur en hestamir era felldir. Og þá er ónefndur sá kostur að hryssu- eigendur þurfa ekki að keyra hryssur sínar um langan veg til að fá fang frá einhverjum drauma- hesti í hryssuna sína. I fréttatil- kynningu frá rekstraraðilum segir að eigendum góðra stóðhesta standi til boða sú þjónusta sæð- ingastöðvarinnar að taka sæði úr hestum þeirra og djúpfrysta og Viðunandi fyljunarpró- senta tryggir framfarir NIÐURSTAÐA úr þeim sæðing- um sem framkvæmdar voru á síð- asta ári með fersku sæði þykja all- þokkalegar. Fangprósentan var 58,6% hjá 87 hryssum þar sem vit- að er um niðurstöðu en alls voru 103 hryssur sæddar. Þetta er 10% betri árangur en náðist 1997. Tíu hryssur sem komið var með til sæðingar á síðasta ári vora ekki sæddar af ýmsum ástæðum, tvær þeirra vora með stóru fyli og nokkrar þeirra með ófrjósemis- ’slim-line" dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 vandamál og aðrar komu í lok tímabilsins og náðist ekki að sæða þær. Af þeim 87 hryssum þar sem vitað var um niðurstöðu héldu 51 en 36 héldu ekki. Alls voru níu hestar notaðir við fersksæðingarn- ar á síðasta ári og reyndust þrír þeirra með lélegt sæði, tveir með meðalgott sæði og fjórir hestanna með gott eða mjög gott sæði. Þá segir að fangprósenta hestanna hafi verið í fullu samræmi við sæð- isgæðin. En útkoma hestanna var sem hér segir: Um miðbik september á liðnu ári var tekið sæði úr tólf hestum til frystingar í tilraunaskyni og af því tilefni kom til landsins þýskur sérfræðingur, dr. Harald Sieme, frá ræktunarstöðinni Celle í Þýskalandi. Misjafnlega gekk að frysta sæðið fyrstu dagana en þar spiluðu árstíminn og sæðisgæði hestanna stærsta þáttinn. Reynsl- an erlendis hefur sýnt að sé sæði tekið utan hefðbundins fengitíma hrossanna sé sæðið lélegt eða ónýtt í hestunum fyrstu tvær vik- urnar sem tekið er úr þeim. Sýnt þykir að hægt sé að taka sæði úr hestum allan ársins hring á tveggja til þriggja daga fresti, svo fremi sem ekki sé gert hlé á sæðistökum. Sæðistökurnar stóðu yfir í tíu daga og kom í ljós að sæðið var orðið gott í flestum hestanna undir lokin. Nú eru til 140 skammtar af djúpfrystu sæði úr þessum tíu hestum sem reynd- ist unnt að frysta úr, en þeir era Sörli frá Búlandi, sem nú er farinn úr landi, Feykir frá Hafsteinsstöð- um, óður frá Brún, Kveikur frá Miðsitju, sem Hklega er á leið úr landi, Orri frá Þúfu, Hrynjandi frá Hrepphólum, Loki frá Hofi, Dyn- ur frá Hvammi, Hilmir frá Sauð- árkróki og ónefndur foli frá Skarði. Niðurstaðan úr þeim tilrauna- sæðingum sem gerðar hafa verið hérlendis á undanfórnum árum sýna að þarna er um mjög álitleg- an kost í hrossaræktinni að ræða. Ymsir annmarkar og vandamál sem fylgja hefðbundinni tímgun leysast og dreifíng afkomenda ein- stakra stóðhesta um landið eykst. Sérstaklega gæti þetta komið sér vel í landshlutum þar sem stóð- hestaval er takmarkað og um langan veg að sækja í aðra hesta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.