Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 49

Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 49 »• HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson TVEIR hárprúðir stóðhestar, þeir Alskær frá Skálmholtshrauni og Dynur frá Hvammi, voru teymdir inn í hryssusalinn og forkólfarnir Jón Vilmundarson, Kristinn Guðnason og dýralæknarnir Páll Stefánsson og Lars Hansen stilltu sér upp á þessum miklu tímamótum. geyma sæðið eða dreifa því í frystu formi. Þá segir í lok tilkynningar- innar að ef menn nýti sér þessa þjónustu í einhverjum mæli sé nokkuð öruggt að kostnaður vegna starfseminnar verði síst meiri en verið hefur undir hefðbundnum kringumstæðum. Þeir hestar sem tekið verður sæði úr í mars eru Óður frá Brún, Orri frá Þúfu, Feykir frá Haf- steinsstöðum, Hrynjandi frá Hrepphólum, Otur frá Sauðárkróki og Toppur frá Eyjólfsstöðum. Einnig þykir líklegt að tekið verði sæði úr Gusti frá Hóli og Andvara frá Ey og ef til vill bætast fleiri hestar í hópinn þegar nær dregur vori. Þá verður tekið sæði úr Ljós- vaka frá Akureyri til sæðingar með fersku sæði í vor auk flestra þeirra er áður var getið. Ahugamenn um hrossarækt fjöl- menntu í Gunnarsholt við vígslu sæðingastöðvarinnar og voru menn almennt sammála um að þar væri stigið eitt mikilvægasta skref til framfara í íslenskri hrossarækt þótt fyljunarprósentan úr sæðing- um sé lægri en við hefðbundna tímgun. Það má svo fylgja með að Hrossaræktarsamtök Suðurlands eru að leggja lokahönd á útgáfu ritsins Stóðhestai- íslands 1999 og sagði ritstjórinn Jón Vilmundarson að síðustu forvöð væru að koma kynningum á hestum í blaðið nú í vikunni. VINNUAÐSTAÐAN hjá þeim Páli og Lars breytist mjög með til- komu hússins og tækjabúnaðarins. Að fara úr 20 feta gámi í 200 fer- metra hús er mikil bragarbót en hér standa þeir hjá djúpfrystibún- aðinum á borðinu og geymslukútnum sem í eru 140 skammtar af sæði sem búið er að frysta. 2,6 milljóna króna halli á LH FJÁRMÁL Landssambands hesta- mannafélaga voru til umræðu á for- mannafundi sem haldinn var á föstudag. í bráðabirgðauppgjöri kemur fram 2,6 milljóna króna halli á rekstri sambandsins á síðasta ári. Þetta er mun lakari útkoma en kom fram í átta mánaða uppgjöri sem kynnt var á ársþinginu sem haldið var í endaðan október. Gjaldkeri sambandsins, Sigrún Ólafsdóttir, segir uppsetningu uppgjörsins byggða á röngum forsendum, þar hafí einungis verið tekið með það sem jákvætt var en ekki teknir með ýmsir útistandandi reikningar. Þess má geta að Sigrún tók við gjald- kerastöðunni að afloknu þinginu. Um ástæður erfiðrar fjárhags- stöðu sagði Sigrún að ekki hefði verið haldið nógu vel um ýmsa þætti í starfí samtakanna og nefndi hún þar m.a. Æskulýðsmót FEIF (Al- þjóðasamband eigenda íslenskra hesta), þar hefði kostnaður farið fram úr áætlun. Þar væri fyrst og fremst um að ræða að greidd voru laun til umsjónarmanna mótsins sem ekki hafði verið gert ráð fyrir. Þá nefndi Sigrún einnig að kostnað- ur við erlend samskipti væri stöðugt að aukast. LH er aðili að FEIF og FEI (Alþjóðasamband hestamannafélaga) og til þessara sambanda væri greitt á þriðja hundrað þúsund króna í árgjöld. Sagði Sigrún það spurningu hverju það skilaði að vera aðili að FEI. Einnig hefði þátttaka í Norður- landamótinu í Danmörku farið úr böndum. Þá sagði Sigrún að Skógarhólar hefðu verið reknir með tapi á arinu öfugt við það sem fram kom í áður- nefndu uppgjöri í haust. Taldi hún að reikningar undanfarinna ára hefðu aldrei sýnt rétta rekstraraf- komu Skógarhóla. Til dæmis hefði lagning i-afstrengs þangað aldrei Heldur þú að 5 Kalk sé Tióg ? § NATEN I _____- er nóg /_£ verið færð sem kostnaður við Skóg- arhóla heldur sett í rekstrarkostnað samtakanna. Formaður samtak- anna, Jón Albert Sigurbjörnsson, segir að rafvæðingin hafi reynst þyngri baggi en reiknað hafi verið með og Ijóst að fjármagna þyrfti þá framkvæmd með lengri lánum. Þá nefndi Sigrún að starfsmanna- skipti við sameiningu gamla LH og HÍS hefðu verið kostnaðarsöm og sömuleiðis væri árlegt þinghald samtakanna afar kostnaðarsamt. Fram komu á formannafundinum spurningar um hvort þessi slæma staða væri árangurinn af hagræð- ingu við sameiningu samtakanna og sagði Sigrún alls ekki hægt að skella skuldinni á sameininguna. Sumir útgjaldaliðir hefðu lækkað vegna sameiningar og nefndi hún þar sem dæmi kostnað vegna húsa- leigu. Ljóst hefði verið að sjálf sam- einingin hefði í för með sér ein- hverja útgjaldaaukningu en núlíð- andi ár yrði fyrsta marktæka árið til að meta hvað sparast við samein- ingu. í slíku mati verður að taka með í reikninginn að umsvif sam- taka hestamanna eru að aukast ár frá ári. Strax þegar ljóst var hver fjárhagsstaða samtakanna væri hefðu fjármálin verið tekin í gjör- gæslu eins og Sigrún orðaði það og kvaðst hún mjög bjartsýn á að hægt verði að koma hlutunum í viðunandi horf á þessu ári. Sigrún sagði það ljóst að ef ekki tækist að koma skikki á hlutina myndu einhverjir stjómarmanna skoða sinn gang varðandi áfram- haldandi stjórnarsetu. Valdimar Kristinsson flsruns SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleilisbraut 68 L . Austurver Sími 568 4240 1 V Sókaðu í sólina fww.urvalutsyn.is ~osfm Sorption Technics purrhoror 1 s. 568 3536 | Lofl j www.velaverk.is ■ Eb LYFJA ':;3f Lyf á lágmarksverði |H Frumkvöðull í lækkun lyfjaverðs á íslandi Vantar þig ekki öruggt húsnæði? Umsóknarfrestiir íil 9. niars 2ja herb. Miðholt 5, Mosfellsbæ 70m2 íbúð, 202 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.101.697 Búsetugjald kr. 29.469 ja herb. Miðholt 13, Mosfellsbæ 82m2 íbúð,ioi Almenn lán Búseturéttur kr. 1.293.963 Búsetugjald kr. 48.817 Arnarsmári 4, Kópavogi 80m2 íbúð, 301 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 875.034 Búsetugjald kr. 32.799 Berjarimi 3, Reykjavík 78m2 íbúð, 202 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.358.909 Búsetugjald kr. 40.134 4ra herb. Berjarimi 1, Reykjavík* 87m2 íbúð, 202 Leig./ Alm.lán Búseturéttur kr. 1.508.871 Búsetugjald kr. 44.502/64.540 Suðurhvammur 13, Hafnarf. 102m2 íbúð, íoi Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.659.291 Búsetugjald kr. 46.120 Miðholt 5, Mosfellsbæ 95m2íbúð, 303 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.489.885 Búsetugjald kr. 39.882 Ný hús! 4ra herb. Holtabyggð 6, Hafnarfirði* 105m2 íbúðir Almenn lán Búseturéttur kr. 1.028.962 Búsetugjald kr. 55.201 Aðeins 2 hús eftir. Afhent í april. Leiguíb.lán = húsaleigubætur Almenn lán = vaxtabætur Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8.30 til 15.30. nema niiðvikudaga frá 8.30-12.00. Með tunsóknum uin íbúðir með Ieiguíb.lán. þarf að skila skattframtölum síðustu 3ja ára, en síðustu skattskýrslu með uinsóknum uin íbúðir með alnienuin lánum. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 10. mars kl. 12.00 að Skeifunni 19. Umsatkjendur verða að inæta og staðfesta úthlutuu sína. Ibúðir merktar með * geta allir félagsmenn sótt um, óháð tekjumörkum. Vekjum athygli á haírri tekjutnörkum, hærri húsaleigubótum og hærri vaxtabótum. Búseti er gúður kostur i frjálsum félagasaintökum. Nýir félagsnienn velkoinnir B ú s e t i h s f. S k eifunni 19 s í m i 52 0-5788 w w w.buseti.is Lyfja Láymula í Reykjavík - Lyfja Setberyi i HafnarfirÖÍ - Lyfja Hamrabory í Kópavoyi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.