Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 60

Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 60
- ' 60 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Catherine Zeta-Jones Leikkona í ætt við Sophiu Loren ÞEGAR fyrstu myndirnar af Catherine Zeta-Jones fóru að birtast í bandarískum blöðum þegai' kynn- ingin á Giimu Zorrós var að hefjast spurði hver annan: Hver er þessi ótrúlega fallega kona? Er hún ítölsk og skyld Sophiu Loren? Er hún fyrr- verandi fyrirsæta? Var hún búin til á ókunnri plánetu? Hver er þessi Catherine Zeta-Jones? Kona með fortíð Svarið við þessari spurningu er ekki einhlítt, því Zeta-Jones hafði átt blómlegan leiklistarferil í Bretlandi þótt Bandaríkjamenn vissu ekkert af því að hún væri til. Eins hafði hún átt lítil hlutverk í nokkrum bandarískum myndum eins og The Phantom, The Return of the Native og sjónvarps- mynd CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um Titanic. Það var einmitt hlutverk hennar í Titanic sem vakti áhuga leikstjórans Steven Spielbergs á henni, en hann benti Martin Camp- beil, leikstjóra Grímu Zorrós, á hana. Zeta-Jones fæddist í Swansea í Wales fyrir 29 árum, sama bæ og ól > ljóðskáldið Dylan Thomas og leikar- ann Anthony Hopkins. Hún var að- eins 11 ára þegar hún fékk hlutverk í Annie og þrettán ára lék hún í Bugsy Malone á West End. Sextán ára hlaut hún aðalhlutverkið í West End- söngleiknum 42nd Street sem sló í gegn. En mestu frægð sína í Bret- landi hlaut Zeta-Jones þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum The Darling Buds sem voru gífurlega vinsælir. En eins og hún átti eftir að kynnast var það ekki tekið út með sældinni að vera frægur í Bretlandi. Fylgifískar frægðarinnar Hún var aðeins tvítug þegar ljós- myndai-ar eltu hana á röndum og slúðurblöðin gerðu sér efni úr henni nánast daglega. Hún segist engan veginn hafa kunnað á þessa athygli og það hafi endað með því að breska pressan hafi snúið við henni baki. Þegar hún var 24 ára gömul voru blöðin farin að tala um hana í þátíð. Árið 1995 ákvað hún að færa sig um set, freista gæfunnar í kvikmynda- borg Bandaríkjanna, Los Angeles. Eftir nokkur lítil hlutverk hneppti Zeta-Jones hlutverkið í Zorró eins og Nokkur hlutverk Catherine Zeta-Jones I Darling Bud of May. í Christopher Columbus: The Discovery. í Splitting Heirs. I Blue Juice. Og í The Mask ofZorro. frægt er orðið og í dag blasir heimur- inn við þessari ungu leikkonu sem margir telja að eigi meira skylt með kvikmyndastjömum eldri tíma, eins og Sophiu Loren, Claudiu Cardinale og Natalie Wood, en nútímakvik- myndastjörnum. Væntanlegar myndir með Zeta-Jo- nes eru Entrapment þar sem hún leikur á móti Sean Connei'y og The Haunting of Hill House þar sem hún leikur á móti þeim Liam Neeson, Lili Taylor og Owen Wilson. Zeta-Jones segir að aidursmunur- inn á henni og Connery hafi ekkert trafiað hana. „Ef maður hugsar um kvikmyndapör fyrri tíma var maður- inn alltaf miklu eldri en konan, eins og Bogart og Bacall, Spencer Tracy og Katharine Hepburn, Cary Grant og Grace Kelly. En það sem var áhugavert við þessi sambönd var að konan var alltaf jafnoki mannsins. Það var akkúrat það sem ég vildi ná fram með Connery. Hann er fjörutíu árum eldri en hún veit samt jafnmik- ið og hann, bara fjöratíu árum fyrr!“ BÍÓIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaidui- Indriðason/ Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Pöddulif ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteikni- mynd frá höfundum Leikfanga- sögu; fjörug, litrík og skemmti- leg. You’ve Got Mail ★!/& Það er því miður ekkert nýtt að sjá í þessari langdregnu og gjör- samlega fyrirsjáanlegu róman- tísku gamanmynd. Fear and Loathing in Las Vegas ★ Sýrusull og eintómt bull frá upp- hafi til enda. Johnny Depp og Benicio del Toro eru samt býsna góðir í aðalhlutverkunum. Hamilton HÁSKÓLABÍÓ Shakespeare in Love ★★★Vá Snillingurinn William Shakespe- are lifnar við á kraftmikinn hátt í þessari bráðskemmtilegu og fal- legu kvikmynd. Ánægjubær ★★Ví> Frumleg og falleg ævintýramynd um yndislegheit lifsins, sem verð- ur heldur tuðgjörn undir lokin. Egypski prinsinn ★★% Laglega gerð en litlaus teikni- mynd um flóttann frá Egypta- landi. Líður fyrir alltof mörg, iöng og tilþrifalítil lög og söngat- riði. Elizabeth ★★★ Vönduð og falleg mynd um stór- merkilega drottningu og konu. Cate Blanchett er framúrskar- andi í aðalhlutverkinu. Festen ★★★ Dönsk dogma-mynd um sifjaspell sem nær að hreyfa við áhorfend- 1 um. Björgun óbreytts Ryan ★★★★ Hrikaleg andstríðsmynd með trú- verðugustu hernaðarátökum kvikmyndasögunnar. Mannlegi þátturinn að sama skapi jafn áhrifaríkur. Ein langbesta mynd Spielbergs. Dansinn ★★★ Nett og notaleg kvikmyndagerð smásögu eftir Heinesen um af- drifaríka brúðkaupsveislu í Fær- eyjum á öndverðri öldinni. Skilur við mann sáttan. BÍÓHÖLLIN, ÁLFABAKKA Thin Red Line ★★★★ Metnaðarfullt og áhrifaríkt meistaraverk um andstæðurnar mikli - fegurð og ljótleika. Aðrir kvikmyndagerðarmenn gera ekki betur. Vatnsberinn ★★V2 Eins konar þrjúbíó sem sækir talsvert í heimskramyndahúmor Faraelly-bræðra og segir frá vatnsbera sem verður hetja. Ronin ★★ Gamaldags og ópersónuleg glæpamynd með stórum nöfnum og fínum bílaeltingaleikjum. Stjörnustrákurinn ★Ví2 Leiðinleg barna- og unglinga- mynd um Spencer sem fínnur geimverabúning. You’ve Got Mail ★V2 Það vantar kjöt utan á gömul bein sem fengin eru að láni í þess- ari langdregnu mynd. Pöddulíf ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteikni- mynd frá höfundum Leikfanga- sögu, fjörug, litrík og skemmti- leg. KRINGLUBÍÓ Seinustu dagar diskósins ★V2 Mynd um leiðinlegt, sjálfselskt og fordómafullt ungt fólk undir lok diskóæðisins. You’ve Got Mail ★Vá Klisjusúpa soðin upp úr gömlu hráefni svo allan ferskieika vant- ar. Myglubragð. Wishmaster ★ Hryllingsmeistarinn Wes Craven stendur á bak við þennan slaka, sataníska trylli um baráttu góðs og ills. Pöddulíf ★★★ Ágætlega heppnuð tölvuteikni- mjmd frá höfundum Leikfanga- sögu, fjörug, litrík og skemmti- leg. LAUGARÁSBÍÓ I still know what you did last summer A Night at the Roxbury ★★ Tveir Bakkabræður næturllfsins reyna að slá í gegn en verður lítið ágengt vegna heimsku sinnar. The Truman Show ★★★★ Jim Caraey fer á kostum í frá- bæm ádeilu á bandaríska sjón- varpsveröld. Ein af frumlegustu og bestu myndum seinasta árs. REGNBOGINN Thin Red Line ★★★★ Metnaðarfullt og áhrifaríkt meistaraverk um andstæðurnar miklu - fegurð og ljótleika. Aðrir kvikmyndagerðarmenn gera ekki betur. Thunderbolt Studio 54 ★★ Diskódans, dóp og djörf hegðun eru aðal Studio 54. Vantar sögu. The Siege ★★ Alríkislögreglan í útistöðum við hryðjuverkamenn og eigin her. Gott útlit, tónlist og átök en líður fyrir meingallað handrit. Köflótt. There’s Something About Mary ★★★ Ferskasta gamanmyndin í mjög langan tíma sem allir verða að sjá. STJÖRNUBÍÓ I still know what you did last summer Chairman of the Board ★ Endaleysa um brimbrettakappa sem verður forstjóri stórfyrir- tækis. Stjúpa ★★ Tragikómedía um fráskilið fólk, börnin þess og nýju konuna. Gæti heitið „Táraflóð". Bjargvætturinn ★★!4 Grimmileg lýsing á stríðinu í Bosníu, séð með augum banda- rísks málaliða. Ekki fyrir við- kvæma. VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN A ISLANDH i" Nr.; vor; vikur; Mynd Útgefondi Tegund 1. ; 1. : 2 i Perfect Murder 2. i NÝ i 1 i MaskofZorro 3. i NÝ i 1 i Odd Couple II Worner myndir Skífon CIC myndbönd Spenna Spenna Gaman 4. : 11.* 2 ; Palmetto 5. i 2. I 3 ! X-files Movie, The Warner myndir Skífan Spenna Spenna 6. i 7. ! 2 i Kissing A Fool Myndform Gamon 7. i 3. i 3 i Deep Rising Myndform Spenna 8. i NÝ i 1 i Sporlaust Hóskólabíó Spenna 9. i 4. i 3 i Avengers 10. ; 5. : 7 ; Six Days Seven Nights Warner myndir Sam myndbönd Gaman Gaman 11.: 10.: 2 : Disturbing Behavior Skífan Spenna 12. : 6. | 4 : Mafia! 13. : 8. ; 6 i Senseless Sam myndbönd Skífan Gaman Gaman 14. i 9. i 8 i Sliding Doors Myndform Gaman 15. i 15. i 9 i RedCorner Warner myndir Spenna 16. i NÝ i 1 i When the Bough Breaks 2 17. i 14.; 11 i Mercury Rising 18. : 19.; 10 i Lethal Weapon 4 Myndform CIC myndbönd Warner myndir Spenna Spenna Spenna 19.: 12.; 5 : Hope Floats Skífan Drama 20.: 16.j 4 : 1 Got The Hook-up Skífan Gaman I íslenski myndbandalistinn Zorró fellir grímuna FULLKOMIÐ Morð eða „Perfect Murder“ heldur sæti sínu í efsta sæti íslenska myndbandalistans aðra vikuna í röð. Gríma Zorrós er í öðru sæti með leikurum á borð við Anthony Hopkins og Antonio Banderas að ógleymdum senuþjófnum Catherine Zeta- Jones sem þykir geisla af kynþokka í myndinni. Odd Couple II heimtir þriðja sæti listans og Palmetto rís úr öskustónni í íjórða sæti. Annars ber það helst til tíðinda að íslenska myndin Sporlaust fer í áttunda sæti sína fyrstu viku á lista sem verður að teljast viðunandi árangur. I þessari viku má búast við harðri samkeppni frá nýjum myndum á borð við Blade með hörkutólinu Wesley Snipes, Smáum hermönnum úr smiðju Spielbergs og Vesalingum danska Ieikstjórans Bille August. Þá er sígilda myndin American Graffíti endurútgefin með bættum gæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.