Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 2

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gerðir verði þjónustu- samningar við grunn- skóla BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins leggja til að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að hefja hið fyrsta undirbúning að rekstrar- og þjónustusamningum við grunnskóla borgarinnar. Jafnframt að borgar- ráði verði falið að setja á laggh’nar- starfshóp til að vinna að undirbún- ingi samninga við a.m.k. fjóra grunn- skóla borgarinnar með það í huga að þeir geti tekið gildi frá og með næsta skólaári. I greinargerð með tillögunni segir m.a. að með þessu vilji borgarfulltrú- amir stíga mikilvægt skref til að tryggja aukið sjálfstæði gi-unnskól- anna. Sjálfstæði þeirra sé þýðingai’- mikill þáttur í að efla kennslu og sjá nemendum fyrir eins góðri menntun og kostur er. Til að skólastarf geti blómstrað þurfí frumkvæði og at- orka skólastjórnenda, kennara og annars starfsliðs skólanna að fá að njóta sín. Bent er á að fyrir þremur árum hafí sjálfstæðismenn flutt sambæri- lega tillögu en þá hafí staðið fyrir dyrum flutningur grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga. Tillögunni hafi þá verið hafnað af R-listanum, þar sem ekki þótti tímabært að gera samninga um rekstur skóla fyrr en yfirfærsla til borgarinnar væri um garð gengin. Nú væri sú reynsla fengin og því eðlilegt að fyrri afstaða væri endurskoðuð. Borgarstjórn kemur saman til fundar í dag. Gjald eftirlitsskyldra aðila til Fjármálaeftirlitsins standi undir rekstri þess Eftirlitsgjöld nema 198 milljónum króna á árinu VÁTRYGGINGAFÉLÖG, innlánsstofnanir, lífeyrissjóðir, verðbréfa- fyrirtæki, verðbréfasjóðir og fleiri aðilar sem eru undir eftirliti Fjár- málaeftirlitsins þurfa að greiða alls um 198 milljónir króna í eftirlits- gjöld á árinu. Fjármálaeftirlitið tók til starfa í ársbyrjun og tók við hlutverki Bankaeftirlits Seðlabankans og Vátryggingaeftirlitsins. Morgunblaðið/Gunnar Hallgrímsson Skógarsnípa við Lund STÖK skógarsnípa hefur sést í skurðum neðan við Lund í Kópa- vogi undanfarna daga. Skógarsm'p- ur eni evrópskir flækingsfuglar sem teljast til snípuættarinnar og eru afar sjaldgæfar hérlendis. Þær finnast helst þegar jörð er hulin. Erfitt getur reynst að greina skóg- arsm'pu þar sem hún fellur inn í dökka jörðina. Skógarsnípan við Lund er í félagsskap hrossagauka, sem eru af snípuætt, og keldusvín, sem einnig er flækingur hérlendis, en verpti hér áður. Þessum eftirlitsskyldu aðilum er gert að standa undir rekstri Fjár- málaeftirlitsins sem starfar á grundvelli laga sem sett voru á síð- asta ári. Samráðsnefnd sem full- trúar eftirlitsskyldu aðilanna eiga sæti í fékk rekstraráætlun Fjár- málaeftirlitsins til skoðunar áður en hún var samþykkt af fjármála- ráðuneytinu og í kjölfar þess aug- lýsti viðskiptaráðuneytið í ársbyrj- un álagningu eftirlitsgjalda. Var rekstraráætlunin lækkuð nokkuð en hún hljóðar upp á 198 milljónir fyrir yfirstandandi ár. Tryggingafélögin greiddu áður samsvarandi gjöld til Vátrygginga- eftirlitsins en þeir aðilar sem heyrðu undir Bankaeftirlit Seðla- bankans þurftu ekki að greiða gjöld. Stærstan hluta gjaldsins greiða lánastofnanir, þ.e. viðskipta- bankar, sparisjóðir og aðrar inn- lánsstofnanir, alls 94 milljónir króna. Vátryggingafélögin eru næststærstu greiðendurnir með 44 milljónir króna og lífeyrissjóðir greiða 33 milljónir ki-óna. Þá greiða verðbréfafyrirtækin tæpar 19 milljónir og aðrir aðilar þær 8 milljónir sem á vantar. Fjármálaeftirlitinu er ætlað að hafa eftirlit með viðskiptabönkum og sparisjóðum, öðrum lánastofnun- um, vátryggingafélögum, verð- bréfafyiirtækjum og -sjóðum, kaup- höllum, lífeyrissjóðum og fleiri aðil- um. Það á einnig að annast efth'lit með húsbréfadeild íbúðalánasjóðs og með Nýsköpunarsjóði atvinnu- lífsins. Ný gjaldtaka „Þetta er ný gjaldtaka og talsvert há fjárhæð en við þurfum að greiða um 2,5 milljónir króna á árinu,“ sagði Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, er hann var inntur álits á gjaldi Fjármálaeftirlitsins. Þorgeir sagði að með nýjum lög- um um lífeyrissjóði væri gert ráð fyrir innri endurskoðun samfara ytri endurskoðun sem hefði einnig aukinn kostnað í för með sér. Hann sagði að vissulega munaði um gjaldtöku sem þessa en hann kvaðst vona að Fjármálaeftirlitið hefði eitthvað fram að færa og haldi áfram því ágæta starfi sem unnið hafi verið hjá Bankaeftirlit- inu og Vátryggingaeftirlitinu. „Ég vona að það verði ákveðin hagræðing í þessum eftirlitsiðnaði samfara samnma þessara stofn- ana. Gjaldið er lagt á samkvæmt ýtrustu heimildum nú en ég hef þá trú að eftir eitt eða tvö ár muni menn sjá lægra gjald í kjölfar hag- ræðingar.“ Framleiðsluráð lagt niður um næstu áramót SAMKOMULAG hefur tekist innan framleiðsluráðs landbúnaðarins og Bændasamtakanna um að leggja niður framleiðsluráðið um næstu áramót og starfsemi ráðsins flytjist til Bændasamtakanna. Rekstrar- kostnaður ráðsins hefur verið um 80 milljónir króna á ári og segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, að stefnt sé að því að lækka þann kostnað um 30 milljónir króna á ári. Með þessu er ætlunin að einfalda starfsemina, forðast tvíverknað og spara útgjöld. Framleiðsluráð land- búnaðarins hefur ýmis lögbundin hlutverk. Það hefur t.a.m. haldið ut- an um framleiðslustýi-ingu í land- búnaði, greiðslumarkskerfi í sauð- fjárbúskap og mjólkurframleiðslu og haft á hendi gagnasöfnun og skýrsluhald um sölu og birgðir. Einnig heldur ráðið utan um ýmsa sjóði landbúnaðarins. Hlutverk þess hefur verið að dragast saman und- anfarin ár og segir Ari það mat manna að of kostnaðarsamt sé að halda ráðinu úti. Spara má 30 milljónir á ári í stjórn framleiðsluráðs er fimmt- án manna stjórn og tíu starfsmenn. „Við reiknum með að þau verkefni sem eftir eru verði að meginhluta til færð til Bændasamtakanna og að stór hluti starfsmanna framleiðslu- ráðs flytjist til Bændasamtakanna en þó ekki allir. Við höfum talið að þama mætti spara um 30 milljónir króna á ári í rekstur," segir Ari. Framleiðsluráð á rétt á á þriðja hundrað milljóna króna í eigin fé. Ari segir að sá hængur sé á að starfsmenn ráðsins hafi lengi verið í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Þeir hafi sumir safnað upp lífeyris- skuldbindingum sem hvfli á viðkom- andi stofnunum. Hluti af eigin fé ráðsins fari því í það að mæta þeim skuldbindingum. Ari segir að ekki sé vitað með vissu hve miklar þær eru. Morgunblaðið/Finnur Bætur greiddar 31. mars FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að greiða út allar bætur til elli- og örorkulífeyris- þega 31. mars nk. þar sem 1. apríl ber upp á skírdag í ár. Venju samkvæmt eru bætur greiddar út á fyrsta virka degi í mánuði en vegna páskahelgar- innar verða þær greiddar út síðasta virka daginn í mars, að sögn fjármálaráðherra. Vænar eldis- bleikjur Tálknafirði. Morgunblaðið. ÞAU eru nokkur tonnin af eldis- fiski sem hafa farið um hendur Árna O. Sigurðssonar, starfs- manns Eyraeldis ehf. á Tálkna- firði. Hann er fyrsti íbúinn á staðnum sem gerir fiskeldisstörf að aðalatvinnu og hefur tæplega 15 ára starfsreynslu í greininni. Hér heldur hann á tveimur bleikjum, sem vógu um 9 pund svo notaður sé mælikvarði stang- veiðimanna. Stærstur hluti af- urðanna fer til Bandaríkjanna. 12 síduh viDSimn AIVINNULÍF FLAGA Nýsköp- un „Fjölhæfír frumkvöðlar/B1 FJARMAL Umskipti í Asíu Áhyggjur í Þýskalandi/B6 Möguleikar hjá Völu og Þóreyju Eddu í Japan / C1 Viggó Sigurðsson hefur gefið FH-ingum loforð / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.