Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 17

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 17 Læknisleysi harð- lega mótmælt Ólafsvík- Nú stendur yfír söfnun undirskrifta í Snæfellsbæ þar sem mótmælt er harðlega viðvarandi læknisleysi á Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs, en þar eru tvö stöðugildi lækna, sem ekki hafa verið mönnuð í rúm tvö ár. Er þeirri áskorun beint til heil- brigðisráðherra og landlæknis að framtíðarlausn þessa vanda verði fundin hið snarasta, en mikils ör- yggisleysis er farið að gæta meðal íbúanna af þessum sökum og margir þreyttir á að rekja sjúkra- sögu sína í hvert sinn sem til lækn- is er leitað. Fjöldamargir læknar og læknanemar hafa þjónað hér eftir bestu getu í stuttan tíma í senn á nefndu tímabili. Að vetri til geta vegir til og frá Ólafsvík lokast og skemmst er að minnast óveðurs í síðustu viku sem hindraði öll ferðalög til og frá staðnum. Þátttaka í undirskrifta- söfnuninni er almenn, en undir- skriftalistarnir verða afhentir heilbrigðisráðherra á næstu dög- um. Fundur um „Þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri“ ¥■ ••1 Nú ætlum við að koma fiskiþjóðinni á óvart með ótal góm- sætum fiskréttum. Sturla Birgisson einn af 5 bestu matreiðslumeisturum í heimsmeistarakeppninni Bocuse d'Or 99 er höfundurinn að fiskréttunum. Húsavík - Framkvæmdastjóm ,Árs aldraðra" og félag eldri borgara á Húsavík boðuðu Þingeyinga nýlega til fundar á Hótel Húsavík og mættu þar eldri borgarar bæði úr Suður- og N orður-Þingeyj arsýslum. Formaður eldri borgara á Húsa- vík, Ásmundur Bjarnason, setti fundinn með ávarpi og stjómaði honum. Fyrsti frummælandi var Jón Helgason, fyrrverandi alþingismað- ur, formaður framkvæmdastjórnar Árs aldraðra, sem heilbrigðisráð- herra skipaði á síðasta ári. Hann ræddi um markmið og stefnumið á Ári aldraðra. Gat um ýmis verkefni sem þegar hefði verið unnið að og framkvæmd eða væm í úrvinnslu. Asgeir Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri, ræddi um efnahagsmál aldraðra í víðu samhengi. Hann Hlynur íþróttamað- ur ársins í Eyjum Vestmannaeyjum - HLYNUR Stefánsson, knattspyrnumaður og fyrirliði íslands- og bikar- meistara IBV, var um helgina út- nefndur iþróttamaður Vest- mannaeyja 1998. Sérstök val- nefnd á vegum IBV sér um val íþróttamanns ársins en Hlynur var nú útnefndur annað árið í röð. Þorsteinn Gunnarsson og Þór I. Vilhjálmsson, fulltrúar val- nefndarinnar, gerðu grein fyrir valinu og afhentu Hlyni síðan viðurkenningu sem fylgir sæmd- arheitinu. Auk þess að útnefna íþrótta- mann Vestmannaeyja var nú eins og undanfarin ár einstaklingur heiðraður fyrir framlag sitt til íþróttamála í Vestmannaeyjum. skýrði ráðstöfunartekjur aldraðra og rakti launatekjur þeirra undanfarin ár, sem sýndu sérkennOega niður- stöðu á ýmsan hátt Benti á mismun ráðstöfunartekna íbúa á höfuðborg- arsvæðinu og úti á landsbyggðinni og margt fleira, sem athyglisvert var. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HLYNUR Stefánsson, íþrótta- maður ársins í Eyjum. Að þessu sinni hlaut þá viður- kenningu Sigurlás Þorleifsson, sem um árabil lék bæði knatt- spyrnu og handknattleik auk þess sem hann hefur í áraraðir fengist við þjálfun hjá ÍBV. Þá veitti IBV nú í fyrsta sinn viður- kenningar til íþróttamanns árs- ins innan hvers sérsambands inn- an ÍBV. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar HEILSUGÆSLUSTÖÐIN í Ólafsvík. Undirskriftasöfnun í Snæfellsbæ Furðuheimur fiskréttanna í Perlunni kemur þér vissulega á óvart! § ff Borðapantanir | í síma 5620200 Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar HUGMYNDARIKIR foreldrar útbjuggu leiktæki við grunnskólann. Sóknaráætlun í Grunnskólanum í Ólafsvík Soffía Gísladóttir, félagsmála- stjóri Félagsþjónustu Þingeyinga, ræddi um stöðu aldraðra í Þingeyj- arsýslu og þá þjónustu, sem þeir fengju nú en ekki hefði verið á boðstólum fyrir fáum árum. Verði virkari þátttakendur í þjóðfélaginu Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, taldi að eldri borgarar ættu að vera virk- ari þátttakendur í þjóðfélaginu en þeir hefðu verið, þótt þeir væru ekki í baráttu við stjórnvöld ættu þeir að vekja athygli þeirra á mál- efnum aldraðra og að þeir vildu samstarf við stjómvöld. Að framsöguræðum loknum voru frjálsar umræður og fyrirspumir gerðar til fmmmælenda og var þeim skilmerkilega svarað. Langur og góður fundur. Stofnaður ný- sköpunarsjóður Ólafsvík - Hmndið hefur verið af stað sérstakri sóknaráætlun í Grannskólanum í Ólafsvík. Felur hún meðal annars í sér markvissa þróunarvinnu og er gerð í þeim til- gangi að bæta og efla skólastarfið. Hluti af þessari vinnu er fólginn í sérstöku leiðbeinendanámskeiði fyrir alla skólana í Snæfellsbæ, en það er skipulagt af Skólaskrifstofu Vesturlands. Nú hefur einnig verið stofnaður sérstakur nýsköpunarsjóður við skólann, en honum er einkum ætl- að að vinna að endurnýjun og upp- byggingu á tölvu- og upplýsinga- tæknibúnaði skólans, en sam- kvæmt ákvæðum nýrrar aðalnáms- skrár grunnskóla sem tekur gildi síðar á árinu em þau tæki sem skólinn býr við í dag löngu úrelt og svara ekki þeim kröfum sem gerð- ar em í tæknivæddu nútímasamfé- lagi. Beint hefur verið þeirri ósk til fyrirtækja, félagasamtaka og styrktaraðila skólans, eins og for- eldraráði og fleiram, að styrkja skólann með framlögum í þennan sjóð. I þessum tilgangi hafa verið opnaðir reikningar í innlánsstofnun- um. Reikningamir era nr. 2000 í Sparisjóði Ólafsvíkur og nr. 60884 í Landsbanka íslands í Ólafsvík. Bindur skólinn vonir við jákvæðar undirtektir og að þetta og fleira verði til þess að efla hag allra nem- enda skólans og starfsfólks hans. /I S> K m É Tí W M 4 i § $ O R Ð Þar sem allt snýst umfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.