Morgunblaðið - 04.03.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.03.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 21 Kínverskt efnahagslíf vex um 7% á þessu ári Há ríkisútgjöld knýja hagvöxtinn áfram Peking. Reuters. I KINA stefnir í að fjárlagahallinn slái öll met á þessu ári, ekki síst vegna mikilla ríkisútgjalda. Áætl- aður hagvöxtur er 7% og þykir at- hyglisverður í ljósi hinnar miklu efnahagskreppu er gengið hefur yfir Asíu á liðnum misserum. Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, heldur ræðu um stöðu efnahags- mála í kínverska þinginu á morgun, föstudag. Samkvæmt heimildum Reuters mun hann leggja til að gætt verði aðhalds í ríkisfjáiTnálum og jafnframt ítreka að ekki komi til greina að fella gengi kínverska júansins tO þess að auka útflutn- ing. Gert er ráð fyrir að hallinn á rík- issjóði verði jafnvirði 1.320 millj- arða íslenskra króna, eða um 2% af landsframleiðslu, sem þykir ekki mikið á alþjóðlegan mælikvarða. Hann hefur hins vegar vaxið um 56% á milli ára. í fyrra óx hagkerfi Kína um 7,8%, aðallega vegna mik- illar fjárfestingar innanlands. Útgjöld kín- verska ríkisins til fjarskiptamála, samgangna og vatnsveitna, munu ráða mestu um vöxtinn í efna- hagslífinu á þessu ári, að því er kem- ur fram í ræðu forsætisráðherrans. Lítil von er hins vegar talin til þess að einka- neysla, viðskipti og erlendar fjár- festingar vaxi og auki þar með hag- vöxtinn. „Það verður ekki auðvelt að ná markinu um 7% hagvöxt" en með átaki er það þó hægt,“ segir Zhu Rongji forsætisráðherra. „En hinir gífurlegu efnahagserfiðleikar sem steðja að allt í kringum okkur hafa mikil áhrif og litlar líkur til þess að einkaneysla aukist.“ Kín- verskir ráðamenn heita því einnig að ekki verði gengið á gjaldeyris- forða þjóðarinnar þrátt fyrir erfið- leika í efnahagslífinu. Útflutningur og einkaneysla aukast ekki Sérfræðingar telja nokkrar lík- ur til þess að markmið um 7% hagvöxt náist og segja hallann á kínverska ríkissjóðnum ekki mikið áhyggjuefni. Þeir benda þó á að máli skipti hvaða geiri efnahags- og atvinnulífs stuðli að mestum vexti. „Útflutningur eykst ekki og einkaneysla ekki heldur, þannig að vöxturinn er allur í umsvifum og auknum útgjöldum ríkisins," segir Alexandra Conroy, sérfræð- ingur hjá ING Barings í Shanghai. Þá hafa vestrænir stjórnarerind- rekar í Peking lýst áhyggjum sín- um af því að eyðsla ríkisins muni koma Kínverjum í koll og ekki stuðla að nauðsynlegum umbótum á bankakerfinu. Hingað til hefur kínverska ríkið vegið upp á móti hallanum á fjár- lögum með útgáfu ríkisskulda- bréfa. Zhu Rongji „Eins og óhrein sprautunál" „Vindlingurinn er eins og óhrein sprautunál, sem notuð er við nikótínneysluna, en nú vitum við, að tóbaksfyrirtækin hefðu getað gert hana þrifa- legri,“ sagði dr. Martin Jarvis, einn skýrsluhöfundanna. „Nú- verandi framleiðsia veldur ótímabærum dauða helmings þeirra, sem reykja í langan tíma, og því hefði jafnvel smá- vægileg endurbót getað bjarg- að lífí þúsunda manna.“ I vindlingareyknum eni meira en 4.000 efni en sem dæmi um einkaleyfin má nefna aðferð til að draga úr magni kolsýrings og nituroxíðs. Með efnasíum má fjarlægja mikið af blásýruvetni, brennisteinsvetni og asetaldehýði og það hefði getað dregið úr sjúkdómum í öndunarvegi. Minnisblað frá 1986 í skýrslunni er birt minnisblað frá 1986 en þar segir Patrick Sheehy, fyrrverandi aðalfram- Tóbaksiðnaðurinn getur framleitt hættuminni vindlinga Aðgerðaleysið hefur valdið dauða þúsunda London. Reuters. TÓBAKSFYRIRTÆKIN hefðu getað framleitt vindlinga, sem hefðu ekki verið jafn óhollir heilsu manna og þeir, sem nú eru á boðstólunum, og komið með því í veg fyrir dauða þús- unda manna. Kemur þetta fram í skýrslu frá breska krabba- meinsrannsóknasjóðnum og samtökum, sem berjast gegn reykingum. I skýrslunni segir, að tó- baksiðnaðurinn hafi fengið 57 bandarisk einkaleyfi samþykkt á síðustu áratugum en þau snúast um aðferðir til að draga úr magni ýmissa efna, sem valda krabbameini, hjartasjúkdómum og lungna- þembu. Fyrirtækin gerðu þó ekkert í málinu vegna þess, að þá hefði framleiðslan orðið dýrari og um leið hefðu þau verið að viðurkenna, að vind- lingarnir væri óhollir. kvæmdasljóri British American Tobacco: „Ef við reynum að framleiða „hættulausan“ vindling er hætt við, að það verði túlkað þannig, að núverandi framleiðsla sé „hættuleg" og við ættum ekki að koma okkur í þá stöðu.“ Var þetta minnsiblað lagt fram í nýlegum réttarhöldum gegn tóbaksfyrirtækjunum í Bandaríkjunum. Gullsmári 8 — Kópavogi Opið hús í dag fimmtudag milli kl. 17 og 19 (íbúð 302) Mf * Um er að ræða stórglæsilega 4ra her- bergja íbúð á 3. hæð í þessu fallega lyftuhúsi. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar úr kirsuberjaviði, gegn- heilt Merbau-parket á öllum gólfum. Suðursvalir. Sérlega vönduð og glæsileg íbúð á frábærum stað. Gjörið svo vel að líta inn! íbúð 302. Sjón er sögu ríkari. Verð 11,3 millj. Áhv. húsbréf 6,0 millj. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.