Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 22

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT * Mannræningja í Uganda enn leitað Morðin sögð skilaboð til þjóða heims r Kampala, Washington. Reuters. SKÆRULIÐANNA sem urðu átta ferðamönnum að bana á hrottaleg- an hátt í Bwindi-þjóðgarðinum í Úganda á mánudag er enn leitað. Skæruliðamir tóku fjórtán ferða- menn í gíshngu, en sex komust lífs af. Alls voru ferðamennirnir 31 sem gistu í þjóðgarðinum, þar sem fínna i má um helming allra górilla í heimi, en sautján voru ýmist látnir lausir eða tókst að flýja. Fómarlömbin vom frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og Nýja-Sjá- landi. SkæmHðarnir era sagðir með ódæðinu hafa viljað koma boðum til þjóða heims um að láta stjómmál í Rúanda afskiptalaus. Ódæðin hafa vakið mikla reiði og hét forseti Úg- anda, Yoweri Museveni, því í gær að haft yrði uppi á mannræningjun- ‘ um „lífs eða liðnum“. Skæruliðanna leitað Umfangsmikil leit að skæmliðun- um stendur nú yfir, en rúandískar og úgandískar hersveitir sameinuðu krafta sína í gær og héldu inn í Kongó, þar sem skæraliðamir era taldir halda sig. Talsmaður úg- andísku hersveitarinnar sagði ætl- unina að umkringja ódæðismennina í Kongó. Hópur rannsóknarlögreglumanna á vegum Alríkislögreglu Bandaríkj- anna (FBI) er í Úganda og hefur hafið rannsókn á málinu, að sögn Virgils Bodeens, fréttaritara banda- ríska sendiráðsins í Kampala. Borin hafa verið kennsl á lík allra fómar- lambanna. Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannræningjanna, sem era Hútúmenn úr hópi Inter- hamwe-skæraliða. Interhamwe er hópur vopnaðra sveita sem tóku þátt í þjóðarmorðinu á Tútsum í Rúanda fyrir nokkram áram. Um milljón manns beið þá bana á u.þ.b. mánuði. Hútúmenn vora við stjóm er þjóðarmorðin vora framin, en vora hraktir frá völdum árið 1994 og tóku Tútsar, sem verið höfðu í út- legð, við stjórntaumunum. Yoweri Museveni, forseti Úganda, studdi núverandi stjóm Tútsa til valda. Við stjómarskiptin flúði stærsti hluti hersveita Interhamwe inn í skóglendið við landamæri Úganda, Kongó og Rúanda ásamt tveimur milljónum óbreyttra borgara. Skæraliðamir héldu áfram að herja yfir landamærin til Rúanda, og not- uðu erlent fjármagn sem ætlað var til að hjálpa flóttamönnunum til að fjármagna árásir sínar. Arið 1996 þótti Rúandastjóm nóg komið og hrakti Hútúmenn af svæð- inu. Um hálf milljón Hútúmanna lét lífíð í árásum Tútsa á leið hinna fyrrnefndu í leit að nýjum sama- stað. Skilaboð til alþjóðar Með mannránunum segist Inter- hamwe vera að refsa ríkisstjóm Úg- anda fyrir stuðning hennar við Tútsa. Einnig vildu þeir refsa enskumælandi ferðamönnum, því ósigur Hútúmanna fyrir Tútsum eigi rætur að rekja til þess að enskumælandi þjóðir vilji taka yfir frönskumælandi lönd Mið-Afríku. Skæraliðamir skildu eftir skila- boð á illa leiknum líkunum svohljóð- andi: „Bandaríkjamenn og Bretar, nærvera ykkar er ekki óskað í landi okkar. Þið styðjið óvininn." Mark Ross er Bandaríkjamaður og einn af sex ferðamönnum sem komust lífs af úr höndum mannræn- ingjanna. Honum var gert að koma boðum áleiðis frá Interhamwe. „Skæraliðamir sögðust vilja valda efnahagslegum skaða í Úganda og láta alþjóð vita að þarna ætti sér stað stríð,“ sagði Ross í samtali við AP-fréttastofuna. Skipulögð atlaga Skæraliðamir, um 150 talsins, réðust inn í tjaldbúðimar í þjóð- garðinum snemma á mánudags- morgun. íbúar búðanna vöknuðu við byssuskot og öskur, er skæralið- amir réðust inn í þjóðgarðinn. Urðu þeir fjóram úgandískum þjóðgarðs- vörðum að bana er þeir reyndu að hindra áhlaupið. Að sögn vitna skiptu skærahð- Morgunblaðið/Ásdís I BWINDI-þjóðgarðinum í suðvesturhluta Úganda má flnna um helming allra górilla í heiminum. Átta ferðamenn vom myrtir þar á mánudag. amir sér upp í lið og hernámu tjald- búðirnar á örfáum mínútum og reyndu þannig að koma í veg fyrir að nokkur kæmist undan. Ollu steini léttara var stolið og annað brennt. Ferðamennimir, sem voru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Nýja- Sjálandi, Ástralíu, Kanada og Frakklandi, vora dregnir úr tjöld- um sínum og gistihúsum, lítt klædd- ir, og eldur var borinn að jeppum þeirra. Ferðafólkinu var skipað að standa í röð þar sem allt verðmætt var tekið af því og þeim sem vora frá Bandaríkjunum og Bretlandi var gert að fara með skæruliðunum. Hrottalegur dauðdagi Fjórtán ferðamenn vora valdir af handahófí til að fara með skærulið- unum í átt að fjallshMðunum. Sumir gíslanna gátu vart gengið vegna sársauka í fótum, þar sem þeir voru ekki í skóm. Eftir að hafa gengið í u.þ.b. tíu klukkustundir hófu mannræningj- arnir að deila sín á milli og brátt höfðu átta ferðamenn látið lífið eftir að hafa verið barðir og höggnir með sveðjum. Skömmu síðar fundu úg- andískar hersveitir sex ferðamenn sem eftir vora. Hörmungarnar hafa vakið óhug meðal fólks um allan heim, og hefur ferðamönnum verið ráðlagt að leggja ekki leið sína til Bwindi-þjóð- garðsins. Museveni forseti viður- kenndi að öryggi ferðamanna hefði ekki verið nægilega tryggt á svæð- inu, en hét því jafnframt að her- sveitir myndu ná skæruliðunum, lífs eða Mðnum. Bandarísk og bresk stjórnvöld hvöttu til þess í gær að rannsókn málsins yrði sem fljótast leidd til lykta. Ennfremur sagði James Foley, talsmaður bandarísku ríkis- stjórnarinnar, í gær, að Bandaríkin myndu leggja þeim stjómvöldum Mð sem fyndu mennina og leiddu þá fyrir rétt. Hefði mátt sjá hörmungarnar fyrir? Bwindi-þjóðgarðurinn hefur verið aðalaðdráttarafl ferðamanna til Úg- anda og ljóst þykir að ódæðisverkið kemur til með að hafa neikvæð áhrif á straum ferðamanna til landsins. Því hefur verið haldið á lofti að atburðinn hefði mátt sjá fyrir, þar sem ástandið hafí farið versnandi á þessum slóðum. Bresk dagblöð skýrðu frá því í gær að stjórnvöld- um í Úganda hefðu fyrir tveimur vikum borist hótanir um -að rú- andískir skæraliðar ætluðu að drepa bandaríska og breska ferða- menn. Þessar staðhæfingar hafa ekki fengist staðfestar hjá úgandískum stjómvöldum, en utanríkisráðherra Bretlands sagðist í gær ætla að leita eftir því hjá Museveni forseta hvort þær ættu við rök að styðjast. Að sögn AP-fréttastofunnar kom fram í gær, að íslendingar hefðu verið meðal þeirra sem gistu þjóð- garðinn er skæraliðarnir réðust inn. I kjölfarið hafði Morgunblaðið samband við Islendinga í Austur- Afríku og_ danska sendiráðið í Kampala. í sendiráðinu var fyrir- spumum beint til utanríkisráðu- neytisins í Danmörku. Aðspurð sagði Nina Leck ráðuneytisfulltrúi ekkert hafa frést af Islendingum í þjóðgarðinum. „Ef íslendingar hefðu verið þar hefðum við án efa heyrt af því,“ sagði Nina. Þjóðgarðurinn fallegur og friðsæll Ásdís Ásgeirsdóttir Ijósmyndari og Svanur Þorsteinsson ferðuðust saman til Bwindi-þjóðgarðsins fyrir tæpum tveimur áram og fengu að sjá górillur sem búa þar. í samtali við Morgunblaðið sögðu þau Bwindi vera einn fallegasta og friðsælasta stað sem þau hefðu heimsótt. „Bwindi-þjóðgarðurinn er frum- skógur með litlu tjaldstæði, í mesta lagi fyrir 30 manns. Hann er í dal í skóginum og þama er ákaflega frið- sælt.“ Ásdís sagðist fyrst og fremst hafa ferðast til Úganda til að fara í þjóðgarðinn. Svanur hefur starfað sem leið- sögumaður í Úganda, og í septem- ber í fyrra skipulagði hann ferð fyr- ir Islendinga í þjóðgarðinn, sem hann þurfti að afboða. „Fjóram ferðamönnum var rænt þar í ágúst af skæruliðum og þriggja þeirra, sem era Svíar, er enn saknað." Svanur segist undrast að ferðamenn hafi ekki verið varað- ir við því að fara í þjóðgarðinn þar sem ástandið hafi verið ótryggt sl. mánuði. Kapp- hlaup um- hverfis hnöttinn FERÐIR LOFTBELGJANNA TVEGGJA ÞRUMUVEÐUR skók loftbelg Bretanna Andys Elsons og Col- ins Prescots yfír Taflandi á mið- vikudag. Allt fór þó vel að lok- um og þeim félögum tókst að halda belgnum fjarri kínverskri lofthelgi, sem þeim hefur verið bannað að fljúga inn í. „Við söknum ekki þægindanna heima en ég myndi alveg þiggja kaldan bjór,“ sagði Prescot í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina. Flugleið Bretanna liggur frá Taflandi yf- ir Kambódíu og Víetnam, og svo út á Kyrrahafið. Svissnesk samkeppni Svisslendingurinn Bertrand Piccard og Bretinn Brian Jones hófu sig á loft í loftbelg frá Chateau d’Oex í Sviss á mánu- dag og etja nú kappi við Bret- ana tvo um að verða fyrstir til þess að fljúga í loftbelg um- hverfís hnöttinn. Þeir félagar voru yfír Alsír og Máritaníu á miðvikudag og gekk allt að ósk- um skv. fregnum frá þeim félög- um. Hyggjast þeir reyna að krælga sér í hagstæða vinda til að auka hraðann á ferð austur á bóginn. BBC greindi frá því að Piccard og Jones hefðu fengið leyfí frá kínverskum yfirvöldum til þess að fljúga í lofthelgi landsins, en það gæti komið þeim til góða í keppninni við El- son og Prescot. Neyðast Elson og Prescot nefnilega til að fljúga suður fyrir Kína þar sem þeir hafa ekki hlotið leyfi frá kínverskum stjórnvöldum. Á myndinni má sjá loftbelg Bretanna Elsons og Prescots á flugi yfír Taflandi í tunglskini. Reuters i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.