Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 23

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 23 ERLENT ,-r -- '-Jl. I Lr l i; Reuters Endurnýjun þinghússins í Berlín að ljúka HIÐ endurnýjaða ríkisþinghús Þýskalands, Reichstag, í Berlín verður brátt tekið í notkun. Fyrsti fundur Sambandsþingsins eftir niiklar breytingar á húsinu verður haldinn þar í næsta mánuði, nánar tiltekið 19. apríl. Þingið flytur aðsetur sitt alfarið frá Bonn til Berlínar í sumar. Hér má sjá gesti á gangi í nýrri glerhvelfingu þinghússins, sem er mikilfengleg á að líta. „Bananadeilan“ enn í hnút Fundi WTO um refsi- tollahótanir aflýst Genf. Reuters. BANDARISK stjórnvöld aflýstu í gær fundi hjá Heimsviðskiptastofn- uninni (WTO) í Genf, þar sem ætlun- in hafði verið að fjalla um réttmæti hótana Bandaríkjamanna um að setja á 100% refsitolla á nokkrar vör- ur frá Evrópusambandinu (ESB) vegna meintrar mismununar sem bandarísk bananasölufyrirtæki telja sig verða fyrir með þeim reglum sem gilda hjá Evrópusambandinu um innflutning á banönum. Bandaríkjamenn höfðu áður kraf- izt þess að WTO gæfi sjálfkrafa sam- þykki við hinum fyrirhuguðu refsi- tollum, á þeim forsendum að ESB hefði ítrekað skirrst við að hlíta sem skyldi úrskurði WTO um bananainn- flutningsreglurnar. Stjómarerind- rekar í Genf töldu víst, að ástæðan fyrir afboðun fundarins í gær lægi í því, að Bandaríkjamenn hefðu gert sér grein fyrir að þeir fengju enga fljótafgreidda blessun WTO yfir refsitollaáformin. Bandaríkjamenn halda því fram, að innflutningsreglur ESB, sem veita bananaframleiðslu þróunar- landa sem áður voru nýlendur Evr- ópuríkja forgangsaðgang að Evrópu- markaðnum, skerði viðskiptahags- muni fyrirtækja á borð við Dole og Chiquita, sem selja banana úr mið- amersískri framleiðslu, um sem nemur yfir 520 milljónum Banda- ríkjadollara, sem samsvarar um 3,6 milljörðum króna. Þeir vildu að WTO gæfi þeim heimild til að leggja 100% refsitolla á evrópskar vörur sem myndi skaða útflutning frá ESB um sömu upp- hæð. Sendierindrekar í Genf sögðu í gær að hygðust Bandaríkjamenn hrinda refsitollunum í framkvæmd án þess að leita heimildar til þess hjá WTO myndi það skaða mjög það kerfi sem komið hefur verið á innan stofnunarinnar til að leysa deilumál sem þetta. í kvöld verður leitað svara við þessari spurningu en þá verður sýnd í sjónvarpinu myndin: Feður í fæðingarorlofi Þetta er einstaklega athyglisverð íslensk heimildarmynd sem Nýja bíó hf. gerði. Nokkrir karlar sem vinna hjá Reykjavíkurborg fengu fæðingarorlof í þrjá mánuði í tilraunaskyni og í myndinni lýsa þeir reynslu sinni. Fylgst er á einstæðan hátt með einni fjölskyldu og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga um feður, fæðingarorlof og ný hlutverk karla. Myndin verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 23.20 í kvöld. Einnig er komið út rit um íslenska karla í fæðingarorlofi sem ber heitið: Gegnum súrt og sætt Þetta er viðtalsrannsókn sem dr. Þorgerður Einarsdóttir annaðist en rannsóknin brýtur blað í sögu fjölskyldurannsókna hér á landi. Rannsóknin var ásamt gerð myndarinnar liður í verkefninu „Karlar í fæðingarorlofi". Háskólaútgáfan sér um dreifingu ritsins. Það hefur einnig komið út á ensku undir heitinu „Through Thick and Thin". Feður orlof eða hvað? Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar fjármagnaði verkefnið með styrk frá Evrópusambandinu en samstarfsaðilar voru Karlanefnd Jafnréttisráðs, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Kvenfélagasamband íslands. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar Maria dagar í Nettó Mjódd og á Akureyri Kynningar á mexikóskri matargerð 4. og’ 5. mars. Úrvals nautakjöt frá Kjötbankanuni Nautahakk: 598 kr. kQóið Nautastrimlar: 998 kr. kílóið $ rn & ^ Santa Maria Ttex Mex vörur á tilboösveröi Nýrkostur!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.