Morgunblaðið - 04.03.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 04.03.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ________________LISTIR______ Að víkka út vitundina Útisetur. Samband geðlækninga, bók- mennta og siðmenningar nefnist bók sem geymir ritdeilu frönsku heimspekinganna Michels Foucault og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vesturlanda. Matthías Viðar Sæmundsson er ritstjóri verksins og skrifar ítarlegan eftirmála þess. Þröstur Helgason bað hann að segja frá þessari hnýsilegu bók. DÁRAFLEYIÐ eftir Bosch. Skip hinna vitfirrtu er tákn sturlunarinnar sem fór allt í einu að ásækja evrópska menningu undir lok miðalda, að mati Foucaults. RITIÐ Sturlun og óskynsemi. Saga sturlunar á skynsemis- öld, eftir franska heimspek- inginn Michel Foucault, kom út árið 1961 en í því er rakin saga sturlunar á Vesturlöndum frá tímum síðmið- alda og endurreisnar til okkar daga. Bókin hefur vakið þversagnakennd viðbrögð allt frá upphafi. í nýútkominni bók, Útisetur. Sam- band geðlækninga, bókmennta og siðmenningar, era birtir þrír kaflar úr bókinni og ritdeila sem spratt af efni hennar milli höfundarins og starfsbróður hans og landa, Japques Derrida, í íslenskri þýðingu Olafar Pétursdóttur og Garðars Baldvins- sonar. Einnig eru í ritinu grein eftir Shoshana Felman um deiluna og kafli úr Hugleiðingunum eftir René Descartes. Matthías Viðar Sæ- mundsson, ritstjóri bókarinnar, skrifar svo ítarlegan eftirmála þar sem fjallað er um heimspeki Foucaults í ljósi ritdeilunnar við Derrida. Matthías hefur lengi glímt við heimspeki Foucaults sem þykir oft flókin og þversagnakennd. Sumir spyrja kannski hvað það sé sem heilli. ^ „Einkum tvennt,“ segir Matthías. „í fyrsta lagi reynir hann stöðugt á mörk í reynslu og hugsun, hann þor- ir að vita og orða spumingar um efni sem hafa oftsinnis verið kæfð eða borin út. Rit Foucaults búa yfir ástríðufullri þekkingarþrá sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum í tím- ans rás. Sjálfur lýsti hann því ágæt- lega í viðtali um geðlækningar. ,Af hverju skyldu læknar halda að ég sé á móti geðlækningum?" sagði hann; „það er af því að þeir geta ekki horfst í augu við sögu eigin fræði- greinar sem bendir auðvitað til að geðlækningar séu gervivísindi; því raunveruleg vísindi geta tekist á við upptök sín hversu hraksmánarleg sem þau era.“ Þá er það stíllinn, tungutak Foueaults, hvernig hann sameinar í mögnuðum texta sagn- fræðilega nákvæmni, skáldlega Ijóð- rænu og heimspekilegar rökfærsl- ur.“ Tær og dularfull tilvistarreynsla Matthías segir að nafn bókarinnar sé sótt í Jónsbók. „Þar er talað um óbótamenn sem létu líf sitt „fyrir fordæðu ok forneskjuskap ok spáfar- ir allar ok útisetur at vekja tröll upp eðr fremja heiðni“. Utisetur munu hafa farið fram á krossgötum að næturlagi, á mörkum mannlegs sam- félags, reynt var að víkka út vitund- ina, virkja dulin sálarlífsöfl og sam- eina þau öflum hins heimsins, vekja tröll upp: máttarvöld óskynsemi og náttúra. Þeir sem lesa ritið sjá fljótt skyldleikann." Af hverju er gerður greinarmunur á sturlun og geðveiki í bókinni? „Mig langar til að byrja á dálítilli sögu sem margir kannast við en sagt er að Einar skáld Benedikts- son hafi verið myrkfælinn svo jaðr- aði við geggjun. Kvöld eitt mun hann hafa vafið rekkjuvoð um höfuð sér svo hann líktist hálfdauðum manni en sagði síðan við rekkjunaut sinn: „Nú er mér sama þótt stofan sé full af djöflum." Eftir það tók hann að segja magnaðar draugasög- ur, hverja af annarri, en þegar þeim kraftmestu lauk sofnaði hann og svaf vært til morguns. Þetta athæfi kann að flokkast undir taugaveiklun og afkáraleika, einhvers konar brjálsemi eða draum, í augum margra, en það má skoða það í öðru samhengi. Rit Foucaults snýst um „folie“ sem þýða má með orðinu sturlun en bæði þessi hugtök eiga við geðræna reynslu sem flokkast yfirleitt undir geggjun eða geðveiki, kjörlendi læknisvísinda og lyfjafyrirtækja nú á dögum. Þegar að er gætt kemur hins vegar í ljós margræð og mótsagna- kennd saga því sjúkdómstengslin era óljós og ný af nálinni. Sturlun merkir þannig í gömlum heimildum að ragla, trufla, koma á ringulreið, enda er það tengt nafnorðinu styr sem merkt gat ófrið, bardaga, há- vaða og ólæti. Orðið býr því yfir söng og styrjöld í óeiginlegum skilningi, líkt og franska orðið folie, en upp- ranaleg merking þeirra virðist vera skortur á skynsemi, öfgar, hófleysi, ragl og ofgnótt. Þessi merking hefur haldist við í mæltu máli og er senni- lega reist á eldgamalli reynslu, frá- vikum sem geðlæknisfræði nútímans hefur tengt sjúklegu atferli, en vora kannski hluti af eðlilegu mannlífi fyrr á tímum. Sturlunarlýsing Foucaults er á þessu reist því folie er fyrst og fremst tær og dularfull til- vistarreynsla í augum hans, reynsla sem getur grafið undan, vefengt og kollvarpað skilningi okkar á veröld- inni.“ Ágreiningur Foucaults og Derrida I stuttum formála að bókinni seg- ir Matthías að á yfirborðinu hafí deila þeirra Foucaults og Derrida snúist um læriföður vestrænnar rökhyggju, René Descartes, en í raun og veru hafi verið tekist á um „eðli“ vestrænnar hugsunar. „Þessi ágreiningur kann að þykja óljós og flókinn en í raun er hann ofurein- faldur,“ segir Matthías. „Foucault hafði tvennt í huga þegar hann rit- aði þessa bók: að „segja sturlunina sjálfa“, eins og það er orðað, og að rekja sögu niðurþöggunar og sam- ræðuslita. Hann hafði í huga rit sem sameinaði eðliskosti fræða og skáld- skapar, rit sem tjáði reynslu hinna sturluðu, „öll þessi orð svipt máli“, upphaflegt eða ósnortið sálarástand sem ekki hefur ver- ið skilgreint og fært í fræðilegan búning. Hann vildi sem sagt komast undan máli og hugtökum heim- spekinnar, sálar- fræðinnar og sagn- fræðinnar: tungu- taki sem hefur að dómi hans útilokað og hlutgert reynslu brjálaðs fólks frá sautjándu öld til okkar tíma. En að tjá sturlun- ina sjálfa! Þessi ásetningur gerir rit Foucaults áræðið, heillandi og spenn- andi að mati margra, en jafn- framt hljóta ýmsar efasemdir að vakna: Geta æði og tungu- mál hugsanlega átt samleið, er hægt að tjá sturlun með því að tala um hana eða er verkefnið kannski bijálæðis- legt í sjálfu sér? Getur Foucault komist framhjá rök- víslegu tungutaki sem hefur fangað og lamað sturlunina, tungutaki sem mót- ar heimssýn okkar og sjálfsmynd að mestu eða öllu leyti? Svo er alls ekki að dómi Derrida, mál- svara skynsemi og raunsæis, við getum ekki fangað sturlað geð með orðfæri okkar fremur en unglingur fær end- urheimt sakleysi æskunnar. Ástæð- an er einfaldlega sú að tungumálið er gegnsýrt hugsunum sem við komumst ekki undan, skynsemi sem hefur mótað málið á öllum stigum þess, hvort sem um er að ræða myndun og tengsl orða, setningar eða merkingarrík hugtök. Réttar- hald Foucaults yfir vestrænni skyn- semi er því fáránlegt, taldi Derrida, hann ræðst gegn meintum glæp, úti- lokun sturlunar, en staðfestir glæp- inn um leið með því að taka til máls og lýsa honum, eða með öðru móti sagt: sturlunin hverfur jafnóðum og byrjað er að tala um hana rétt eins og draughræðsla Einars Benedikts- sonar; skáldið kjaftaði frá sér órök- víslegan óttann við myrkrið eins og landar hans hafa kannski gert um aldaraðir. Foucault gerði sér grein fyrir vandanum sem sjá má af því að hann tengir sturlun margsinnis við þögn. En hvers konar þögn er átt við, spurði Derrida, ef ekki mælsku- þrangna þögn, talandi þögn, og hvernig fáum við vitað að þögn hins sturlaða sé merkingarrík hafi full- komin samræðuslit átt sér stað eins og gert er ráð fyrir? Þögnin hlýtur að eiga sér farvegi, hafi Foucault lög að mæla, hún hlýtur að birtast okkur, til dæmis í hljóðum eða myndum sem lesa má merkingu úr, sem hægt er að breyta í rökvíslega orðræðu jafnóð- um. Og sé sú raunin þá era fullyrð- ingar um útilokandi mótsögn skyn- semi og sturlunar rangar; öll merk- ingarrík boðskipti hljóta eðli málsins samkvæmt að vera skynsamleg. Derrida hafnar af þessum sökum hugmyndum um stórfelld umskipti hugaríarsins á sautjándu öld, að skynsemisöldin hafi rekið önnur skilningsform út í ystu myrkur, að virk og lifandi samræða ólíkra reynsluheima hafi slitnað’ í tvö eintöl þar sem hvoragur skildi eða heyrði annan. Enda er skynsemin óhjá- kvæmilegt skilyrði allrar merkingar- sköpunar að hans dómi. Niðurrif skynseminnar getur því ekki birst með öðra móti en sem ólga eða rask innan marka hennar því það að hugsa og tala óskynsamlega er í sjálfu sér útilokað. Hugsunin getur kannski skírskotað til sturlunar á máli skáld- skapar, með líkingum eða geðríki, paþosi, en slíkt er samt tvíbent því sá sem talar/skrifar verst raunverulegri sturlun með skrafi sínu eða skáld- skap, hann býr til fjarlægð, býr um sig í skjóli, reisir virkisgarða, jafnvel þótt hann lofsyngi og vilji tjá frelsi eða andríki hinna brjáluðu.“ Snertir grundvallar- viðhorf okkar En hver er skoðun þín sjálfs? „Andmæli Derrida kunna að þykja óljós en þau spegla að mínum dómi reynslu fjölda fólks, skrifta- hefðir, sálgreiningu og meðferðar- tækni nútímans þar sem fólk talar burt sturlun sína (djöfulinn, synd- ina, fíknina eða sýkina), þar sem ekkert stendur á milli nema áhrifa- máttur orðanna, gegnsætt skæni tungumálsins. Tungumálið er í ljósi þessa „rof‘ gegn sturlun, gegn óskynsemi fíkna og freistinga - tjáningin sem slík heldur hættunni í skefjum: eftir því sem lýsing þín fyllist og verður mælskari þeim mun fjarlægari verður háskinn eins og í dæmi Einars Benediktssonar; hann hratt slæðingnum frá sér með draugasögum. Sé þetta haft í huga er erfitt að hafna röksemdum Derrida." Hvaða gildi hafa þessar rökræður spekinganna tveggja? „Röki-æða heimspekinganna er kannski fáfengileg í augum þeirra sem vanist hafa hversdagslegri átakamálum en hún snertir samt gi'undvallarviðhorf okkar og ákvarð- anir frá degi til dags: hvað okkur þykir rökrétt, heilbrigt og skynsam- legt, stöðu innsæis, tilfinninga og listar, hvernig og hvers vegna við mótum líf okkar og samfélag á einn veg en ekki annan. Hér er tO dæmis reynt að skilgreina hugtök sem fólk notar oft efasemdalaust eins og um sjálfgefin sannindi sé að ræða en eru í raun merkingarþrungin og stórpóli- tísk, orð eins og skynsemi, vit, til- finningar, óskynsemi, óvit og brjál- semi eða sturlun." Þegar kvötda tekur er notalegt að ylja sér vjð heitan tebolla. Á sfikum stundum er brýnt að teid sé ekki einungis Ijuffengt og hollt heldur þarf það lika að hafa róandi áhrif. Celestial Seasonings hefur fehgi sérhæft sig í tegundum tes i sem ínriihatda engin örvandi efni, svo sem koffin. Slfkt te frá Celestiat Seasonings er tilvalið rétt fyrir svefninn og líka fyrir sem starfa f streituv'aldandl umhverfi, Njóttu vel - f rölegheitum. (Tiishm §easoning§

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.