Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 30

Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hver nóta er eins og perla Edda Erlendsdóttir píanóleikari brá sér heim frá París til þess að leika píanó- konsert nr. 27 K 595 eftir Mozart á tónleik- ---------------------------y,--------------- um Sinfóníuhljómsveitar Islands í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti Eddu að lokinni æfíngu í Háskólabíói og fékk að heyra undan og ofan af konsertinum og fjölbreyttum verkefnum einleikarans. EG VILDI spila Mozart- konsert en var reyndar upphaflega með annan í huga. Núna er ég mjög þakklát þeim hjá Sinfóníunni, sem lögðu til að ég spilaði þennan,“ segir Edda þegar hún er spurð um verk- efni kvöldsins, síðasta píanókonsert tónskáldsins, sem frumflutti hann reyndar í eigin persónu á veitinga- húsi í Vínarborg í marsmánuði 1791. Það voru jafnframt síðustu tónleikar Mozarts á píanóið. „Mér fannst einhvern veginn að ég væri ekki orðin alveg nógu gömul til þess að spila þennan konsert, en ég vona það nú samt. Þetta er mjög þroskað verk, þó að Mozart hafí ekki verið nema tæplega 35 ára þegar hann samdi það. Mér finnst hann vera búinn að sameina alla sína hæfileika í þessu verki. Þetta er líka eitt af hans allra síðustu verkum, samið síðasta árið sem hann lifði. Það er svo margt í bréfum hans sem bendir til þess að hann hafí fundið fyrir því að dauðinn væri að nálgast, og það er líka greinilegt í þessu verki, hann er orðinn svo innilega sáttur við sjálfan sig og lífíð,“ segir hún. „Það er mikil birta yfir þessu verki, það eru kannski ekki svo margar nótur, en hver nóta fínnst mér vera eins og perla. Þessi konsert er ekki eins hlaðinn og konsertarnir sem hann skrifaði áð- ur, þeir voru meiri virtúósaverk og stærri, en þama er hann kominn inn á aðra braut. Hann þarf ekki lengur að nota svo mörg orð. Einfaldleikinn er gegnumgangandi í öllum köflun- um, syngjandi, og líka í raun og veru léttleiki. Hann er sáttur, maður fínnur ekki fyrir hugarangri hans lengur, en um leið er þetta alvarlegt verk,“ segir Edda. Hún segist hafa fengist töluvert við að spila verk frá þessum tíma. „Þetta er tímabil sem ég á auðvelt með að nálgast,“ segir hún og heldur áfram: „Eg hef til dæmis spilað Ha- ydn og Carl Philipp Emanuel Bach, en sá síðarnefndi er talinn hafa haft mikil áhrif á þá félaga Mozart og Haydn. Ég spilaði t.d. verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach inn á geisladisk fyrir einum átta árum og vonandi verður næsti einleiksdiskur- inn minn með verkum eftir Haydn.“ Kennir í næsta húsi við höllina Edda er búsett í París og gegnir nú prófessorsstöðu við tónlistarskól- ann í Versölum. Þar hefur hún verið síðan 1996. „Ég kenni í næsta húsi við höllina," segir hún. Aður kenndi hún í Lyon í 11 ár. ,Annars eru verk- efnin mjög fjölbreytt og ég vil gjarn- an hafa það þannig. Ég geri mikið af því að spila kammermúsík og er alltaf öðru hverju með einleikstón- leika. Ég verð t.d. með einleikstón- leika í París í júní, á árlegri listahátíð í Sorbonne-háskólanum, þar sem að þessu sinni verður eingöngu leikin norræn píanótónlist. Þar verð ég með þrjú íslensk verk; eftir Jón Leifs, Sveinbjöm Sveinbjömsson og Pál ís- ólfsson. Svo spila ég á tónlistarhátíð í Frakklandi í maí. í vor kem ég heim og tek þátt í tónlistarhátíðinni Bjartar sumarnæt- ur í Hveragerði og svo er ég auðvitað á kafi í að undirbúa og setja saman efnisskrá íyrir mína eigin kammer- tónlistarhátíð sem verður á Kirkju- bæjarklaustri 13.-15. ágúst. Mér finnst líka afskaplega gaman að spila EDDA Erlendsdóttir lítur sem snöggvast upp frá hljóðfærinu. Morgunblaðið/Golli með söngvurum, ég mun t.d. spila með Signýju Sæmundsdóttur í Hveragerði í sumar og með Sólrúnu Bragadóttur á Klaustri. Svo er ég ný- búin að taka upp geisladisk með Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur með íslenskum einsöngslögum, en hann kemur út í ágúst. Þátttakendur í hátíðinni á Kirkju- bæjarklaustri í ágúst era, auk Eddu, Sólrún Bragadóttir sópransöngkona, Gerrit Schuil píanóleikari, Guðni Franzson klarinettuleikari, fiðluleik- ararnir Sigrún og Sigurlaug Eðvalds- dætur, Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari og belgíski sellóleikarinn Luc Toten. Hátíðin er nú haldin í níunda sinn og skipar orðið fastan sess í tón- listarlífí sumarsins. Edda fagnar mjög þeirri grósku sem orðin er í tónlistarhátíðum hér á landi. „Aheyr- endahópurinn breikkar og það sem mér fínnst sérstaklega mikilvægt er að þetta er atvinnuskapandi fyrir tónlistarmenn yfir sumartímann, sem Sinfóníur kenndar við París og Skotland Á EFNISSKRÁ tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvöld eru, auk píanókonsertsins, sinfónía nr. 31 K 297 eftir Mozart, sem einnig hefur verið nefnd Parísarsinfónían, og sinfónía nr. 3 í a-moll eftir Mendelssohn, einnig nefnd Skoska sinfónían. I tónleikaskrá segir að vart sé hægrt að hugsa sér tvö tónskáld sem hafi átt ólíkari ævi en þá Moz- art og Mendelssohn, þó að báðir hafi þeir verið undrabörn á tóniist- arsviðinu. Ævi Mozarts hafi verið stormasöm og oft þyrnum stráð en Mendelssohn hafi aíla tíð verið lukkunnar pamffll; virtur, vinsæll og sterkefnaður. Parísarsinfóníuna skrifaði Moz- art eins og nafnið gefur til kynna á Parísarárum si'num 1777-1778. Hún er í þremur köflum. Sá fyrsti, Allegro assai, er hraður og (jör- legur og greinilega saminn undir áhrifum frá Mannheim. Annar kafiinn, Andante, er frekar hægur og angurvær. Sinfóman er óvenju- leg að því leyti að í hana vantar hefðbundinn menúett. Orstuttur lokakafiinn, Allegro, er glaðlegur og tilþrifamikill og þar nýtur strengjasveitin sín í ríkum mæli. Mozart samdi fáein verk í París á þessu tímabili en aðeins eitt þeirra jók á hróður hans hjá París- araðlinum, sinfónían K 297, sem frumflutt var 18. júní 1778. í tón- Ieikaskránni segir að fiutningur þessa verks hafi sennilega verið það eina jákvæða sem fyrir tón- skáldið kom meðan á Parísardvöl- inni stóð en í bréfi til föður síns skrifaði hann um sinfóm'una: „... hún mun vafalaust falla þeim örfáu greindu Frökkum sem hana heyra í geð og jafnvel hálfvitarnir munu finna þar eitthvað við sitt hæfi.“ Gönguferð um skosku hálöndin Sinfóm'a nr. 3 í a-moll eftir Mendelssohn, sem einnig hefur ver- ið nefnd Skoska sinfónían, er síð- asta sinfónía tónskáldsins, sem lauk við að skrifa hana árið 1842. Um verkið segir m.a. í tónleikaskrá: „Sumarið 1829 kom Mendelssohn í fyrsta sinn til Bretlandseyja. Ferð- inni lauk með gönguferð um skosku hálöndin. Hann heimsótti Sir Walter Scott, fór til Invemess, Perth, loch Lomond og skoðaði hafa þá jafnvel meii'a næði til þess að æfa kammertónlist," segir hún. Eins og sjá má af ofantöldu þarf Edda Erlendsdóttir síst að kvíða verkefnaleysi og enn síður tilbreyt- ingaleysi. Eitt er þó enn ótalið, sem hún grípur í inn á milli annarra verk- efna. „Mér til upplyftingar er ég svo að spila tangó - með því móti fæ ég súrefni," segir hún. meðal annars rústir kapellu Maríu Stuart. Sú upplifun varð kveikjan að hátíðlegu upphafsstefi fyrsta kafia (Allegro con moto - Állegro un poco agitato - Assai animato). Aðalstef kaflans byrjar hljóðlega og er náskylt upphafsstefinu en þriðja stefið birtist svo fljótlega. Niðurlag kaflans er viðamikið og stormasamt. Það er líkt og vindur- inn gnauði um rústir kapellunnar og endar kaflinn óvænt á upphafs- stefinu. Stuttur annar kaflinn (Vi- vace non troppo) er leifturhratt og hugvitssamlegt skersó. Klarínettan kynnir þar aðalstefið sem er ef til vill það í verkinu sem helst má telja skoskt í anda. Þetta er ekki þjóð- lag, enda hafði Mendelssohn Iítinn áhuga á þeim og hafði að sögn megnustu andúð á sekkjapípuleik. Þriðji kafli (Adagio) er blíðlegur og Ijóðrænn söngur sem nokkrum sinnum er rofinn af hátíðlegu her- göngustefi. Lokakaflann (Allegro vivacissimo - Allegro maestoso assai) nefndi Mendelssohn fyrst Al- legro guerriero, þ.e. „hemaðar-al- legro“, og ekki er erfitt að ímynda sér ættflokkaeijur fyrri alda þegar hlýtt er á kaflann." Island-Orkn- eyjar, báðar leiðir BÆKUR Skáldsögur LANGSKAILL eftir Gregor Lamb, Birgisey, Orkneyjum, 1998, 326 bls. GREGOR Lamb er Skotum að góðu kunnur, ekki síst Orkney- ingum, en hann hefur skiáfað margt um þjóðleg og sagnfræði- leg efni, ritað orðabók orkneyskrar mállýsku og lagt stund á rannsóknir á örnefnum Orkneyja og uppruna manna- nafna, svo eitthvað sé nefnt. Orkneyinga saga er að sönnu (bókmenntalegi) þráðurinn sem tengir Island og Orkneyjar frá fornu fari, en reyndar má geta þess að nýverið komu út þýðing- ar Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar á ljóðum orkneyska skálds- ins George MaeKay Brown; Veg- urinn blái nefnist bókin. Og Langskaill, sem er fyrsta skáld- saga Lambs, er uppfull af ís- lenskum þráðum: raunar má sjá glitta í íslenska orðið „Langskáli" í titlinum. Langskaill er rómansa, ekki á alveg ósvipuðum slóðum og sögu- legar skáldsögur Torfhildar Hólm eða sveitasögur Guðrúnai- frá Lundi. Söguleg skáldsaga úr orkneyskri sveit á 15. öld. I for- mála og eftirmála er notuð kunn- ugleg brella þeirrar bókmennta- greinar: handrit kemur í leitimar (á íslandi). Handritið skrifar ís- lendingurinn Erlendur Erlends- son, sögumaður verksins. Hann segir frá því er hann kemur að bænum Langskála í grennd við Marwick á Birsay til fundar við gamlan vopnabróður sinn, Har- ald af Moar-ætt. Örlögin haga því svo til að Erlendur sest að á bæn- um og tengist Moar-fjölskyld- unni. Við tekur fjölskyldusaga sem er víðfeðm: fjölskyldumeð- limir leggjast í víking eða lenda í deilum við nábúa, lifa, elska og deyja. Samfélagsskipan byggist á lögréttumönnum og þingum og afskiptalausum nýlenduherrum en sjá má eins konar leifar af lög- málum fæðardeilunnar auk þess sem Skotar seilast jafnt og síg- andi til yfirráða. Sagan er látin líða áreynslulaust um einkasvið og opinber mál. þetta er við- burðarík saga („Saga“ eins og enskan skilur það orð), uppfull af hættum og óvæntum frásagnar- legum snúningum og missir því aldrei dampinn. Leiðarljós verks- ins er listin að segja sögu („sögu“ eins og íslenskan skilur það orð). I formála segir höfundur það til- gang verksins að endurskapa daglegt líf dæmigerðrar bænda- fjölskyldu á Orkneyjum miðalda með siðum sínum og átrúnaði. Orðskýringar í þessum dúr fylgja hverjum kafla, skýringar á venj- um og siðum annars vegar (lúta að þjóðháttafræði fremur en þjóðfræði) og upprana og merk- ingu orða hins vegar. Sumar síð- arnefndu skýringanna eru óþarf- ar fyrir íslenskan lesanda, orð eins og „bondi“, „skyr“, „noust“ og „horse-gokk“ era gagnsæ en gaman og orðsifjafræðilega fróð- legt að sjá í þessu samhengi. LangskaUI er vel heppnuð æv- intýrasaga í hefðbundnum og raunsæislegum stíl, fróðleg fyrir þær sakir að hún á sér stað á menningarlegum mörkum, bæði í tungumáli, sögu, hugmyndaheimi og þjóðskipulagsmálum. Ekki þarf að vera íslendingur til að njóta hennar - en það sakar ekki. Hermann Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.