Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 40

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 40
-*40 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ arnir og efna hagslífið Um ranga spádóma hagfrœðinga (sérstaklega eins þeirra), fjölmiðla og eðlisbreytingar í hagkerfinu. Maðurinn sem skrifaði bókina er kominn á stjá á ný. Morgunblaðið kallaði hann til að segja álit sitt á þjóðarbúskapn- um. Það var eins og við var að búast, allt kolsvart framundan. Ætla mætti að fjölmiðlar treystu varlega spádómum Þorvaldar Gylfasonar eftir að hann skrifaði bókina frægu, Síðustu forvöð. Þar hélt Þorvaldur því m.a. fram að allt stefndi á versta veg fyrir íslenskum þjóðarbúskap, ef hans ráðum væri ekki fylgt, hengiflug- vmnnnF ið eitt væri ymnUHr framundan og Eftir Jakob F. það væru „síð- Ásgeirsson ustu forvöð" að grípa í taumana. Nú, ráðum hans var ekki fylgt - og sícían hefur allt staðið í blóma á Islandi. Hver al- þjóðastofnunin á fætur annarri hefur lokið lofsorði á stjórn ís- lenskra efnahagsmála. En Þorvaldur er ekki einn um það nú um stundir að spá svart. Ymsir hagfræðingar hafa spáð ofþenslu í efnahagslífmu með reglulegu millibili á þriðja ár og verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar hefur reynst of há tvö ár í röð. En verðbólgan lætur á sér standa. Þjóðhagsstofustjóri við- urkennir að „hingað til hefur efnahagslífíð staðið sig betur en við reiknuðum með“. Eftirtektar- vert er hvernig íslenskir fjölmiðl- ar bregðast við röngum spádóm- um hagspekinga. Morgunblaðið hefur tekið undir aðvaranir þeirra og fullyrti í nýlegri fyrir- sögn: „Þenslan ógnar verðstöðug- leika.“ Samt kemur fram í viðtali blaðsins við Má Guðmundsson, hagfræðing Seðlabankans, að þrátt fyrir hættumerki sé ekki hægt að fullyrða að „hér á landi sé ofþensla sem ógni verðstöðug- leika“! í DV hefur Jónas Krist- jánsson (sem bíður í ofvæni eftir kreppu) atyrt Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka fyrh- að spá ekki nógu svart! Fremstu dagblöð heims hafa brugðist þveröfugt við röngum svartsýnispám hagfræðinga í Bandaríkjunum. Þar era hagfræð- ingamir atyrtir íyrir að vera ekki með á nótunum. The New York Times segir í ritstjórnargrein að flestir hagfræðingar hafí verið óhóflega svai'tsýnir í nokkur ár og bandarískir neytendur hafi sýni- lega ákveðið að trúa fremur eigin augum en að hlíta ráðum skeikulla sérfræðinga. The Financial Times segir að merkin sem nú berist frá verðbréfamörkuðum gefí til kynna að helstu seðlabankastjórai- heimsins hafí verið sofandi i vinn- unni. A ferðalagi um Bandaríkin er ánægjulegt að fylgjast með þeim gífurlega uppgangi sem ríkir í efnahagslífí landsins. Hagvöxtur hefur verið þar stöðugur og mik- ill í átta ár samfleytt og hvorki kreppan í Asíu eða Suður-Amer- íku né stöðnunin í Evrópusam- bandsríkjum hefur slegið á út- þensluna og vöxtinn. Alan Greenspan, seðlabankastjóri, við- urkenndi nýlega í vitnisburði sín- um fyrir Bandaríkjaþingi að hag- fræðingar ættu erfítt með að átta sig á því hvað væri að gerast í efnahagslífinu. „Við erum að vissu leyti að læra um leið og við framkvæmum," sagði hann. „Það er engin kennslubók í hagfræði sem leiðbeinir okkur um það sem er nú að gerast. Við erum að lík- indum að skrifa slíka bók með aðgerðum okkar, en við eigum hana ekki ennþá til þess að lesa hana.“ Með þessum orðum er hann í raun að viðurkenna að spár stofnunar hans hafi tekið mið af hagkerfínu eins og það var fremur en eins og það er. Sumir hagfræðingar eni þeirr- ar skoðunar að ástæðan fyrir því að þenslan í bandarísku efnahags- lífi hefur ekki kynt undir verð- bólguþróun sé gífurleg fram- leiðniaukning sem hlotist hefur af mikilli fjái’festingu í nýrri tækni. Telja sumir að það hafí átt sér stað grundvallar-framleiðnibreyt- ing í landinu. E.t.v. hefur það sama gerst hér á landi. Og rétt eins og í Bandaiíkjunum hefur hagvöxturinn hér verið drifinn áfram af mikilli einkaneyslu. Þá hefur hátt atvinnustig í báðum löndum ekki ýtt undir verðbólgu- þróun eins og búast hefði mátt við samkvæmt fræðunum. Ennfrem- ur hefur samkeppni stórharðnað sem hefur haldið niðri verðlagi. Mikilvægar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði í Bandaríkjunum á undanfómum misserum og kunna þær að eiga sér hliðstæðu á Islandi. Hörð samkeppni hefur gert það að verkum að framleið- endur hafa ekki lengur sömu stjórn á verðlagningu vöru sinnar og því standa þeir óvenju fast gegn kauphækkunum sem ríkj- andi söluverð á framleiðslu þeirra rís ekki undir. Lægri verðbólga hefur einnig leitt til þess að laun- þegar em hættir að gera ráð fyrir henni í kaupkröfum sínum og við- varandi ótti við atvinnumissi hef- ur einnig dregið úr óraunhæfum kaupkröfum. Smám saman hefur því myndast einskonar sjálfvirk verðstjóm. Hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum dæmum, en það segir sitt um umræðuna hér á landi að ekki skuli vera fjallað um efna- hagsmál á þessum nótum í ís- lenskum fjölmiðlum. Það vantar á fjölmiðlana hagfræðinga (sem hafa brennandi áhuga á þjóðfé- lagsmálum) til að stýra umræð- unni. Almennt séð er það einn meginvandi íslenskrar blaða- mennsku hversu sérhæfíng er þar lítil. I nútíma blaðamennsku verða blaðamenn að vera í stakk búnir að ræða við hina ýmsu sér- fræðinga á jafnréttisgrundvelli. Víst er að það fást engar nýjar fréttir með því að leita til manns- ins sem skrifaði bókina. Úr þeirri smiðju berast sömu gömlu svart- sýnisspárnar og engin þeirra hefur ennþá ræst. Hvers vegna skyldu Þorvaldi Gylfasyni vera svo mislagðar hendur í spádóm- um? Það skyldi þó ekki vera af því að hann beiti sömu hunda- kúnstum í fræðum sínum og í sjónvarpinu um jólin er hann þóttist sýna fram á að þegar Halldór Laxness barðist sem ákafast fyrir sovétkommún- ismann og Stalín hafi það í raun vakað fyrir honum að stuðla að afnámi hafta á íslandi og gangi Halldór næstur Jóni Sigurðssyni í íslandssögunni sem boðberi frjálsrar verslunar! Forsendur vantar til að helja hvalveiðar Afstaða íslands til hvalveiða HVALVEIÐAR eru árvisst umræðuefni hérlendjs. Þar er á ferðinni mikið alvöru- mál. Islendingar mót- mæltu ekki samþykkt Alþj óðahvalveiðiráðs- ins 1982 um tíma- bundið bann við hval- veiðum frá 1986 að telja. Island tók þátt í viðamiklum rannsókn- um á hvalastofnum 1986-89. Þótt vísinda- nefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins féllist á það 1990 að tilteknir hvalastofnar þyldu veiðar hefur ekki verið á slíkar veiðar fallist af meirihluta ríkja í ráðinu. Island sagði sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu 1992, en ekki hafa fleiri ríki fylgt því for- dæmi. Ásamt Noregi beitti ísland sér fyrir stofnun Norður-Atlants- hafs-sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) 1992, en aðilar að því eru auk þess Færeyjar og Græn- land. Engar hvalveiðar hafa verið stundaðar af Islands hálfu eftir að veiðum í rannsóknaskyni lauk 1989. Nefndir á vegum sjávarútvegsráðuneytis Vorið 1994 skilaði nefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytis, skipuð fullti'úum þingflokka, áhti um stefnu Islendinga í hvalamálum. I álitinu var meðal annars talið að halda beri fast við það sjónarmið að allar auðlindir sjávar séu nýtanleg- ar, enda séu veiðar stundaðar á sjálfbæran hátt þannig að ekki sé farið fram úr langtímaafrakstri hvers stofns fyrir sig. Nefndin taldi eðlilegt að íslendingar stefni að því að hefja á ný hvalveiðar í at- vinnuskyni, þó þannig að farið sé að öllu með gát við endurupptöku veiða með tilliti til stöðu á alþjóðavett- vangi, markaða fyrir hvalaafm’ðir og áhrifa hvalveiða á aðra út- flutningsmarkaði. Nefndin taldi skyn- samlegt að leyfa í fyrstu aðeins takmark- aðar veiðar á hrefnu og miða í upphafi við sölu afurðanna innan- lands á meðan kannað- ir væru möguleikar á sölu hvalaaf- urða erlendis. I lok tillagna nefnd- arinnar sagði: „Nefndin hvetur til Hvalveiðar Pað er reginmunur á því hvort menn eru að tala um að veiddar verði fáeinar hrefnur, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, eða hvort hér eigi að hefja stór- hvalaveiðar. samstöðu þjóðara'nnar um réttinn til nýtingar á sjávarauðlindum. Ohjá- kvæmilegt er að ríkisstjóm á hverj- um tíma tali einum rómi út á við um slíka hagsmuni og ekki er ráðlegt að hefja hvalveiðar nema samræmd og einörð afstaða liggi fyrir hjá framkvæmdavaldinu." Annar starfshópur þingmanna og embættismanna var settm- nið- ur á vegum sjávarútvegsráðuneytis í júlí 1996 og skilaði hann ráðu- neytinu áliti 26. febrúar 1997. Komst þessi hópur um margt að svipaðri niðurstöðu og nefndin þremur áram áður. Meðál þess sem starfshópurinn- ályktaði um var að kanna hvaða möguleika end- urnýjuð aðild Islands að Alþjóða- hvalveiðiráðinu kunni að bjóða upp á.“ Starfshópurinn lagði einnig áherslu á kynningarstarf og sam- ráð við aðila innanlands sem mik- illa viðskiptahagsmuna eiga að gæta. Umdeild tillaga á Alþingi Oft þegar dregur að þinglokum á Alþingi hefjast umræður um hvort Islendingar eigi ekki hið fyrsta að hefja hvalveiðar á ný. Tilefnið nú og í fyrra var tillaga flutt af ellefu þingmönnum úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki auk eins þing- manns frá Samfylkingu. Þessi til- laga hljóðar svo: „Alþingi ályktar að hvalveiðar skuli leyfðar frá og með árinu 1999 á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrannsóknastofnun- in hefur lagt til. Sjávarútvegsráð- hen-a er falin framkvæmd veiði- stjómar á grandvelli gildandi laga.“ I fyrra afgreiddi sjávarútvegs- nefnd þingsins tillöguna ekki frá sér og nú stendur yfir vandræða- legt þóf innan nefndarinnar. Er ljóst af viðbrögðum ráðhema að ríkisstjórnin er engan veginn undir það búin að taka við slíkum boð- skap frá Alþingi. Margt er við þennan tillögu- flutning að athuga. Tillögur Haf- rannsóknastofnunar sem vísað er til gera ráð fyrir að veiddar séu Hjörleifur Guttormsson Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Jóhann er leiðtoginn Sveinn Krístinsson forseti bæjarstjórn- ar Akraness skrífar: I próflqöri Sam- fylkingarinnar á Vesturlandi er valið í þijú efstu sætin. Þar gefur Jóhann Ársælsson kost á sér í fyrsta sætið. Ég hef unnið með Jóhanni Ársælssyni lengi á vettvangi Al- þýðubandalagsins. Þar hefur hann gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum, bæði sem bæjarfull- trúi og þingmaður. Þá hefur Jóhann verið náinn samverkamaður í bæjar- málum á Akranesi mörg undanfarin ár. Vegna þessarar reynslu af samstarfí við hann legg ég áherslu á að hann leiði lista Samfylkingarinnar í vor. Eg tel að hann sé einmitt rétti maðurinn til þessa vandasama hlutverks. Samfylkingin er á sigurbraut. For- ystumaðurinn í kjördæminu þarf að vera málefnalegur og traustur tals- maður okkar sjónarmiða. Hann þarf að hafa víðsýni, sanngirni og vilja til að laða fólk til samstarfs og sameig- inlegrar málafylgju. Okkar forystumaður þarf að vera ódrepandi í baráttunni fyrir hugsjón- um félagshyggju og jafnréttis. Kjósum því Jóhann Ársælsson í fyrsta sæti Samfylkingarinnar. Sam- fylkingin þarf á því að halda. Styðjum Jóhann Ársælsson Karí V. Matthíasson, Grundar- Jóhann Ársæls- son hefur gefið kost á sér í 1. sæti Samfylkingarlist- ans á Vesturlandi. Eg fagna því að hann hefur tekið þessa ákvörðun og Karl V mUn ®g g,'eiða Matthfasson honum atkvæði mitt á laugardag- inn. Á síðasta kjörtímabili var Jó- hann þingmaður Vesturlands. Þar lét hann að sér kveða í sjávarútvegs- málum og hefur hann réttlátar skoð- anir á þeim vettvangi. Jóhann hefur einnig verið í samgöngunefnd Al- þingis og var hann þar góður málsvari landsbyggðarinnar. Reynsla Jóhanns og þekking er mik- il og mun nýtast Samfylkingunni vel. En það sem mestu máli skiptir er að Jóhann er einlægur félags- hyggjumaður og vill stuðla að sam- félagi þar sem jöfnuður ríkir og rétt- læti. Slíka menn er nauðsynlegt að hafa með í för þegar við leggum á brattann til 21. aldarinnar. Ég skora á alla einlæga félagshyggjumenn að greið veg Jóhanns í þessum máli og velja hann í 1. sæti listans. Sveinn Kristinsson firði, sknfar: Auðvitað Jóhann Ingunn Anna Jónasdóttir, kennarí, skrifar: I mínum huga er engin spurning um að Jóhann Ár- sælsson er rétti maðurinn til að leiða lista Sam- fylkingarinnar á Vesturlandi.Vest- lendingar þekkja mannkosti Jó- hanns. Pólitískt innsæi, dugnaður, heiðarleiki og skilningur hans á þeim málaflokk- um sem hann hefur lagt áherslu á hafa unnið honum aðdáun og virð- ingu. Hann þekkir vel til í kjör- dæminu öllu og ber hag þess sem heildar sér fyrir brjósti. Jóhann hefur verið mikill tals- maður samfylkingar félagshyggju- aflanna alveg frá því að sú um- ræða hófst. Hann hefur verið ein- lægur og unnið að heilindum að því að tryggja sameiginlegum framboðum félagshyggjufólks til alþingiskosninga framgang. Hann er réttur leiðtogi Samfylkingar- innar á Vesturlandi. Það verður hann ekki nema að við sem treyst- um honum fjölmennum og tökum þátt í prófkjörinu næstkomandi laugardag. mbl.is Ingunn Annn Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.