Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 47

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 47 MINNINGAR ERLA VIDALIN HELGADÓTTIR + Erla Vídalín Ás- dís Guðmunda Helgadóttir fæddist 11. september 1928. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 26. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar Erlu voru Helgi Jónsson, kaupmað- ur í Reykjavík og síðar vörumatsmað- ur, f. 11.4. 1893, d. 20.1. 1969, og eigin- kona hans, Lára Valdadóttir, hús- móðir, f. 28.10. 1901, d. 19.11. 1989. Böm þeirra em, auk Erlu, Rafn, f. 2.6. 1930; Þórdís, f. 12.3. 1940, d. 14.10. 1996; Jón, f. 15.7. 1941; Tómas, f. 2.11. 1942; Guðrún, f. 27.1. 1946. Barn Lám og Sæmundar Gísla- sonar er Rakel, f. 13.8. 1926. Fyrri eiginmaður Erlu er Óskar Guðmundsson, f. 8.7. 1920. Barn þeirra er Ragnheið- ur Óskarsdóttir f. 14.2. 1957, eiginmaður hennar er Hall- grímur Thorsteinsson. Barn þeirra er Vera Elísabet, og börn Ragnheiðar __ frá fyrra hjóna- bandi eru Ásta Ólafsdóttir og Victor Pétur Ólafsson. Barn Hallgríms er Hiidigunnur H. Thorsteinsson. Síðari eiginmað- ur Erlu var Bjami Guðbrandur Bjarnason, f. 12.4. 1922, d. 26.10. 1982. Börn þeirra eru: 1) Lára, f. 2.1. 1960, eiginmaður hennar er Theódór Kára- son. Barn þeirra er Erla Thelma. Barn Theódórs er Tryggvi Theódórs- son. 2) Bjarni, f. 6.2. 1963. 3. Elín Bjarn- ey, f. 28.4. 1968. Eiginmaður hennar er Brynjólfur Sig- urðsson. Börn þeirra em Erik og Jóhanna Selma. Erla fæddist og ólst upp í miðborg Reykjavíkur. Hún nam hattasaum við Iðnskólann í Reykjavík. Að loknu námi þar starfaði hún um skeið í Hatta- búð Reykjavíkur en hélt síðan til Kaupmannahafnar í sérnám í sömu grein og dvaldist þar í tvö ár. Eftir heimkomuna vann Erla við hattagerð og verslun- arstörf í versluninni Hjá Bám, en stofnaði síðan og rak eigin verslun, Hattabúðina Huld í Kirkjuhvoli, um 20 ára skeið. Erla bjó alla tíð í Reykjavík, en hin síðari ár á Sóivangi í Hafn- arfirði. Útför Erlu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Erla Vídalín Helgadóttir hattadama er látin. Erla var Reykvíkingur, fædd þar og uppalin. Fyrst þegar Tómas maðurinn minn man eftir sér átti fjölskyldan heima á Skúlagötunni, þar var líf og fjör og margir krakkar. Erla systir hans, sem þá var orðin fín dama, passaði hann og fór með hann á myndastofur og lét mynda þau sam- an, það má sjá í myndaalbúmi fjöl- skyldunnar. Erla lærði hattasaum í Iðnskól- anum í Reykjavík og rak lengi Hattabúðina Huld í Kirkjuhvoli. Erla var tvígift og eignaðist fjögur böm. Erla hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, en heilsa hennar versnaði mikið fyrir nokkrum árum. Síðustu árin dvaldi hún á Sólvangi í Hafnar- fírði og naut þar einstaklega góðrar umönnunar. Gott er að minnast þess þegar hún hélt upp á 70 ára af- mælið sitt nú í haust. Þá var fyrst haldið kaffíboð á Sólvangi en síðan var veisla á veitingahúsinu Nætur- galanum, því eins og Erla sagði „vildi hún skála í tilefni afmælisins, alls ekki hafa tómar kökur“. Þangað fjölmennti m.a. starfsfólk Sólvangs til þess að samfagna henni. Erla var afskaplega þakklát starfsfólkinu á Sólvangi og öllum sem heimsóttu hana þakkaði hún innilega fyrir komuna. Erla tók vel eftir fólki og vildi vita deili á því og bar yfirleitt öllum vel söguna. Fjölskyldu Erlu sendi ég samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Steinunn Eysteinsdóttir. Elsku Erla amma, nú ert þú farin. Og nú rifjast upp minning- arnar og stundirnar sem við systkinin áttum með þér þegar við vomm lítil og þú varst við betri heilsu. Það var ekki leiðinlegt hjá Erlu ömmu. Okkur fannst þú skemmtileg amma. Við munum ferðirnar með þér og mömmu og frænkum okkar, sem við kölluðum sólbaðsferðirnar í Nauthólsvíkina á sumrin. Þar áttum við okkar sérstaka stað við sjóinn, sem var sko okkar pláss. Þú passað- ir okkur svo vel þegar við vorum að leika okkur í fjörunni. Við fengum oft að gista hjá þér, stundum í marga daga í einu. Þá sváfum við með þér í stóra rúminu og þú keyptir cocoa puffs og nammi í poka. Þú vildir alltaf vera fín og vorum við stundum hissa á hvað amma var með marga hringa og hálsfestar. Okkur fannst amma eiga svo mikið af „puntudóti". Við lituðum með þér og horfðum á sjónvarpið og voru Nágrannar lengi uppáhaldsþátturinn. Þú varst með allar persónur þar á hreinu, enda undirðu þér mest við sjónvarp, útvarp og handavinnu eftir að þú varðst veik. Við misstum svolítið samband við þig seinustu árin en alltaf varstu að senda og gefa okkur ýmislegt sem þú hafðir búið til handa okkur bamabömunum. Við verðum alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig síðustu dagana sem þú lifðir, og við þökkum þér elsku amma íyrir góðu stundimar sem við áttum með þér og allar gjaf- irnar sem þú bjóst til handa okkur. Það segir mikið um hvar hugur þinn var. Guð veri alltaf með þér. Leiddu mína litlu hendi. Ljúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu. Blíði Jesú að mér gáðu. Ásta og Victor Pétur. Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allt með þessu litla ljóði: Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég tíl þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú. Engu ég unna má öðru en þér. Erla Thelma. Erla systir er látin. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 26. febrúar síðastliðinn. Erla er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í bamaskóla Austurbæjar og hóf svo nám í hattasaumi í Hattabúð Reykjavíkur hjá Filippíu Blöndal og Önnu Oddsdóttur. Hún lauk prófi í iðn sinni frá Iðnskólanum 1947 og lá þá leið hennar til Kaupmannahafn- ar þar sem hún stundaði iðn sína um nokkurt skeið. Eftir að hún kom heim aftur fór hún að vinna í Hatta- búð Isafoldar sem síðar varð versl- unin Hjá Bára. Hún stofnaði sína eigin verslun, Hattabúðina Huld í Kirkjuhvoli, 1. maí 1953 og rak um 20 ára skeið. Á þeim árum kom Erla upp sinni fjöl- skyldu, en hún var tvígift. Fyrri maður Erlu var Óskar Guðmunds- son. Þau eignuðust saman eina dótt- ur, Ragnheiði. Síðari maður Erlu var Bjarni G. Bjarnason og áttu þau þrjú börn saman, Lám, Bjama og Elínu. Erla bjó lengst af á Grensás- vegi 58 en síðustu árin dvaldi hún að Sólvangi í Hafnarfírði við mjög góða umönnun og þökkum við systkinin starfsfólki Sólvangs fyiúr þá hlýju sem henni var sýnd á þessum árum. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við samúð okkar. Við látum hugann reika til bemsku okkar á uppvaxtarámnum hér í Reykjavík. Minningarnar sækja að og söknuður er í hjarta okkar er við kveðjum Erlu. Guð blessi minningu hennar. Systkinin. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir okkar, systir, mágkona og tengdadóttir, GUÐRÚN JÓNA IPSEN, Blönduhlíð 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 5. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða styrktarfélag hjartveikra barna, Neistann. (ris Ósk, Einar Werner Ipsen, Jón Rúnar Ipsen, Halldór Bjarki Ipsen, Guðrún Valgeirsdóttir, Víðir Valgeirsson, Ingólfur Snær, (ris Þórarinsdóttir, Karl Ágúst Ipsen, Birna Valgeirsdóttir, Auður Valgeirsdóttir, Unnur Runólfsdóttir. t Faðir minn, afi, bróðir og vinur okkar, SVEINN FRÍMANN ÁGÚST BÆRINGSSON, Hólmgarði 39, síðast til heimilis á Elliheimiiinu Grund, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Birgir Sveinsson og synir, Helga Bæríngsdóttir, Elísabet Brynjólfsdóttir, Reynir Ásmundsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, KRISTÍN KATRÍN GUNNLAUGSDÓTTIR, Stigahlíð 53, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Erlendur Guðmundsson, Kristín Vala Erlendsdóttir, Karl Thoroddsen, Gunnlaugur Pétur Erlendsson, Guðmundur Kristinn Erlendsson, Kristín Bernhöft Pétursson og aðstandendur. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okk- ar, tengdafaðir, bróðir og afi, BENEDIKT JÓNSSON frá Höfnum, Fífumóa 8, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 5. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Grensásdeild. Guðrún Blöndal, Jón Benediktsson, Elínborg B. Benediktsdóttir, Jóhann Guðni Reynisson, Benedikta S. Benediktsdóttir, Björgvin Magnússon, Steinunn Ó. Benediktsdóttir, Jón G. Benediktsson, Helga M. Sigurbjörnsdóttir, Birna Jónsdóttir, Lára Bjarnadóttir og barnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG JÓHANNA ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 5. mars kl. 13.30. Finnbogi Finnbogason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Mörður Finnbogason, Freyja Dögg Finnbogadóttir. t Ástkær systir, frænka og móðir, HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Sléttuvegi 15, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 5. mars kl. 13.30. Aðstandendur. t Elsku móðir okkar, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 20. febrúar, verður jarðsung- in frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 4. mars, kl. 13.30. Anna Hatlemark, Hulda Hatlemark, Lyndís Hatlemark, Erla Hatlemark. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, STEFÁN KARL JÓNSSON, Skarðshlíð 26E, Akureyri, lést föstudaginn 26. febrúar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Regína Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Helga María Stefánsdóttir, Ásmundur Guðjónsson, Regína Hákonardóttir, Gunnar Sveinarsson, Ingibjörg Hákonardóttir, Óli Rúnar Ólafsson, systur, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.