Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 52

Morgunblaðið - 04.03.1999, Page 52
4 52 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ÓLAFSSON + Guðmundur Ólafsson læknir fæddist að Bíldsfelli, Grafningi, 21. nóvem- ber 1944. Hann lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Tómasson við- skiptafræðingur, f. 25.9. 1921, d. 11.10. 1996 og kona hans Þóra Guðmundsdótt- ir húsmóðir. Bróðir Guðmundar er Ottó Tómas Ólafsson, f. 4.9. 1953, hans kona er Amheiður Bjöms- dóttir, Ottó á eina dóttur, Þóm Kristínu, og tvö fósturböm, 1) Brí- eti Konráðsdóttur, sambýlismaður hennar er Birgir Guðmundsson og eiga þau eina dóttur, Birtu. 2) Breka Konráðsson. Af fyrra hjónabandi átti Guðmundur þijá syni og eina fósturdóttur, 1) Olaf- ur, f. 27.3.1966, hans kona er Lára M. Jónsdóttir og eiga þau þijú böm, Guðmund Andra, Stefaníu Lám og Glódísi Erlu. 2) Þórarinn Gísli, f. 13.6. 1968, hans kona er Svanhvít Gunnarsdóttir og eiga þau tvö böm, Sunnu Rún, og Gunnar Tómas. 3) Guðmundur Tómas, f. 8.5. 1971, d. 10.8. 1998. 4) Guðleif Þómnn Stefánsdóttir, f. Kveðja frá eiginkonu Hugsun mín öU, sem andvari þýður, yfír þér vakir í nótt, ljóð mitt er lækurinn silfurtæri, og lindin sem gefur þér þrótt, þorsta þinn seður, á sorg þína breiðir, sefandi kyrrð sína rótt, og gefur þann unað sem ástin þér vefur, ogéghefíþögnina sótt. Hönd mín þér stiýkur um herðar og vanga, huggun þér veitir og skjól, von þinni lyftir á vængjum til hæða, úr veröld sem gleðina kól, ást okkar lýsir um lífsbrautir allar, ljós sem er bjartara sól, í kærleika þínum er alsæla ofin, í unaði þínum mig fól. (Höf. Siguijón Ari Sigurjónsson.) Birna Vilhjálmsdóttir Mig langar til þess að kveðja kæran tengdason minn með nokkrum fátæklegum orðum. Um þessar mundir eru tæp tíu ár síðan ég fyrst kynntist Guðmundi Ólafssyni lækni, en dóttir mín Birna hafði kynnst honum á Spáni. Þau komu í heimsókn til okkar hjónanna og eins og feðra er eflaust vani, þegar dætur þeirra eiga í hlut, tók ég þessum unga manni með nokkrum íyrirvara, en öll fram- koma hans og fas varð til þess að við hjónin buðum hann velkominn inn í fjölskyldu okkar. Sýnilegt var að þau höfðu ákveðið að rugla sam- an reytum og í beinu framhaldi festu þau kaup á íbúð í Stigahlíð 41 þar sem þau hófu sambúð og gengu síðan í hjónaband 20. mars 1993. Dugnaður Guðmundar kom vel í ljós þann tíma sem verið var að standsetja íbúðina og þrátt fyrir erfíða daga í starfi sínu lagði hann nótt við dag til að koma íbúðinni í viðunandi ástand. Fljótlega komst ég að því að hann átti sumarbústað austur við Bíldsfell í Grafningi, en þaðan var hann ættaður. Sé dugn- aður rétta orðið á framlagi hans við standsetningu íbúðarinnar þá verð- ur að kallast að hann hafi farið hamfórum þegar kom að breyting- um og gróðursetningu í sumarbú- ■ staðalandinu. Næsta ómögulegt var að koma í heimsókn til þeirra í sumarbústaðinn og ætla sér að taka lífinu með ró, því engin leið var að vera bara áhorfandi að því sem var að gerast og gera þurfti, maður hreifst af framkvæmdagleði hans og fann sig knúinn til að taka til , hendi. ^ Þegar hér er komið sögu fara 1.3. 1963, hennar maður er Kristján I. Kristjánsson og eiga þau þrjár dætur, Cilia Marianne, Sunnu, og Höllu. Eftirlifandi maki Guðmundar er Bima Þóra Vil- hjálmsdóttir, f. 26.12. 1948. Hennar börn eru: 1) Vilhjálmur Sigurðsson, f. 11.8. 1971, hans kona er Guðrún Benný Svans- dóttir og eiga þau einn son, Viktor Frey. 2) Hjördís Sóley Sigurðardóttir, f. 22.3. 1976, hennar sambýlismaður er Kári Gminarsson. Guðmundur ólst upp í Reykja- vík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, og prófi frá læknadeild Há- skóla íslands 1972. Hann hlaut al- mennt lækningaleyfi vorið 1977 og starfaði víða um land sem læknir. Hann stundaði sérnám í Svíþjóð frá 1977-1982 og kom þá heim og starfaði um tíma á Akur- eyri, en lengst af sein sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavik. Utför Guðmundar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. óheillaskýin að hrannast upp. Birna greindist með illvígan gigtarsjúk- dóm í október 1995. Faðir Guð- mundar lést í október 1996 og um svipað leyti greindist hann sjálfur með krabbamein í lunga og fór í framhaldi af því í aðgerð í janúar 1997. Aðgerðin virtist hafa borið ár- angur, en greinilegt var að hann var ekki sami maður þótt hann sýndi ótrúlega hörku og vilja til að sigrast á þessu böli. I apríl 1998 fórum við hjónin með Birnu og Guðmundi í dásamlegt þriggja vikna frí til Mallorka. Þar fór hann á kostum og virtist hitinn og róleg- heitin efla hann á allan hátt. Stuttu eftir heimkomuna kom enn eitt reiðarslagið, þegar hann missti yngsta son sinn. Enn var ekki öllu lokið því í júlíbyrjun 1998 greindist kona mín með krabba- mein í vélinda, sem dró hana til dauða í byrjun september. Aðstoð hans við okkur Hjördísi meðan hennar dauðastríð stóð yfir verður aldrei nógsamlega þökkuð og sýndi hann okkur einstaka ræktarsemi og nutum við þekkingar hans og kunnáttu. Hafa verður í huga að á þessum tíma var hann orðinn fár- sjúkur maður og tæplega aflögufær að veita öðrum stuðning. Engu að síður var hann eins og áður segir ávallt tilbúinn að veita aðstoð sína. Eg kveð með söknuði góðan vin og tengdason. Elsku Birna mín, ég vona að góð- ur guð gefi þér, Þóru, Otto, Óla, Badda og fjölskyldum þeirra, styrk til að komast yfir þetta erfiða tíma- bil. Vilhjálmur Ólafsson. Elsku Guðmundur minn. Þú varst svo góður og hlýr og einstak- ur maður að það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa því. Eg veit þú ert nú kominn á góðan stað og laus við allar kvalir. Þú varst búinn að standa í löngu stríði við erfið veikindi og allan tímann varstu já- kvæður, sterkur og ákveðinn í að vinna þetta stríð. Þú kvartaðir aldrei og þú varst alltaf hress og kátur og með húmorinn og stríðn- ina á sínum stað. Þín er sárt saknað og það er erfitt að sætta sig við blákaldan raunveruleikann, en þegar æðri máttarvöld taka við stjóm er lítið hægt að gera annað en að hugga sig við allar góðu minningarnar sem við eigum og þær verða vel geymdar. Ég er svo þakklát fyrir að þið mamma funduð hvort annað og átt- uð saman yndisleg tíu ár. Þið vorað svo ástfangin og góð hvort við ann- að. Þið hafið áorkað ótrúlega miklu á þessum tíu áram. Þið hafið eign- ast glæsilegt heimili, ferðast út um allan heim og notið dásamlegra stunda í sumarhúsi ykkar við Sogið, þar sem handverk þitt og smekk- vísi nutu sín svo vel. Þar varst þú í essinu þínu Guðmundur minn, ef þú varst ekki að smíða eða vinna eitt- hvað í bústaðnum varstu að gróður- setja og vinna í garðinum. Þú hafðir sérstaka hæfileika til að hjálpa fólki. Fyrir utan að vera frábær læknir gafstu líka svo mikið af sjálfum þér. Þú elskaðir að hjálpa öðram, enda tókst þér það líka vel. Ég sá það nú bara best sjálf þegar ég vann hjá þér um tíma. Hvernig þú hugsaðir um sjúk- lingana þína og sýndir þeim sér- staka umhyggju. Síðustu mánuðina kvalinn og handlama, eftir eyðandi meðferð krabbameinslyfjanna, reyndir þú meira af þrjósku en getu að mæta á stofu þína. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, alla þá ást og umhyggju sem þú hefur gefið mér og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég elska þig alltaf og minningin um þig, elsku fósturpabbi, verður ávallt björt í huga mér. Ég veit þú vakir yfir mömmu og passar hana vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrii' liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Hjördís Sóley. Elsku bróðir, með þessum ljóð- línum kveð ég þig og þakka þér fyr- ir allar samverastundirnar. En þú hvarfst mér eins og draumur, eins og sól í djúpin blá, eins og blóm, sem bylgja og straumur bera nauðugt landi frá. Eins og svanur sólarfjalla, er særður inn á heiðar fer, með sumar mitt og sælu alla syeifst burt frá mér. Ur húminu ég hrópa og kalla í himininn - á eftir þér. (Davíð Stefánsson) Minningin um þig lifir. Þinn Ottó. Það var sumarið 1989 að Birna systir mín fór í sólarlandaferð. Það leyndi sér ekki þegar hún kom heim að eitthvað hafði gerst í þess- ari ferð. Hún var ástfangin upp fyr- ir haus. Hver var hann þessi maður sem átti ást hennar alla, jú það var enginn annar en Guðmundur Ólafs- son læknir, sá hinn sami og við kveðjum í dag. Mér verður hugsað til þeirrar stundar þegar ég hitti Guðmund fyrst. Ég horfði á hann gagnrýnum augum og vó það og mat með sjálfri mér hvort hann væri rétti maður- inn fyrir hana systur mína. Mér leist strax vel á Guðmund og fann þá hlýju og þann kærleik sem hann bjó yfir auk ómældrar ástar á henni systur minni. Já, hugsaði ég, þetta gengur upp. Birna og Guðmundur hófu fljót- lega sambúð. Þau gengu síðan í hjónaband 20. mars 1993. Þau festu kaup á íbúð að Stigahlíð 41, þar var hafist handa að breyta og bæta svo hægt væri að hýsa börn þeirra beggja frá fyrri hjónaböndum. Þau reistu sér og börnunum glæsilegt heimili í Stigahlíðinni. Tíminn leið, bömin urðu eldri og flugu að heim- an eitt af öðra. Guðmundur og Birna hafa ferð- ast út um allan heim og eiga fjár- sjóð minninga úr þeim ferðum. Guðmundur átti sinn sælureit við Bíldsfell í Grafningi. Þar hafði hann reist sumarbústað og undi sér hvergi betur en þar við smíðar og gróðursetningu. Það var einstak- lega ljúft að heimsækja Guðmund og Birnu í sumarbústaðinn, maður gat ekki annað en dáðst að allri þeirri vinnu sem þau höfðu lagt í bústaðinn og umhverfi hans. Þarna áttum við hjónin og börnin okkar með þeim dýrmætar stundir. Eins og fyrr segir bjó Guðmund- ur yfir einstakri hlýju og kærleik sem hann auðsýndi öllum hvort sem það vora fjölskyldumeðlimir, vinir eða sjúklingarnir hans. Hann var einstaklega bóngóður og það var gott að eiga hann að sem lækni. Þegar sumri tók að halla á síð- asta ári fóra ósköpin að dynja yfir. Guðmundur Tómas yngsti sonur Guðmundar féll frá í ágústmánuði. Móðir mín Hjördís féll frá í septem- ber eftir mjög skammvinn veikindi. Guðmundur minn, ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem þú sýndir henni í veikindunum. Stuðn- ingur þinn var okkur öllum ómetan- legur. Guðmundur greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Hann barðist hetjulegri baráttu og þvflíkt æðraleysi sem hann sýndi í veikindum sínum. Birna var hans stoð og stytta og vék ekki frá hon- um, hann vildi helst alltaf hafa hana í augsýn þó fársjúkur væri. Þrátt fyrir hetjulega baráttu varð hann að lokum að láta undan. Blessuð sé minning Guðmundar Ólafssonar. Guð gefi Birnu, bömum ykkar, móður, bróður og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við erfið- ar stundir. Elsku mágur, það er með sáram söknuði að ég kveð þig. Þín mágkona, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir. Nú er horfinn af sjónarsviðinu kær vinur og frændi Guðmundur Ólafsson læknir. Hann lést að morgni hins 24. febrúar sl. á Land- spítalanum eftir langa og harða báráttu við þá veiki sem að lokum varð honum ofjarl. Guðmundur fæddist 21. nóvem- ber 1944 að Bíldsfelli í Grímsnesi. Foreldrar hans eru Ólafur Tómas- son, sem nú er látinn og Þóra Guð- mundsdóttir eftirlifandi kona hans. Ólafur og Þóra áttu tvo syni, Guð- mund og Ottó sem er rafvirki í Reykjavík. Einnig ólu þau að mestu upp elsta son Guðmundar: Ólaf Guðmundsson. Guðmundur var tvigiftur. Fyrri kona hans var Kristín Þórarins- dóttir. Og með henni átti hann syn- ina Ólaf, Guðmund Tómas sem lést á síðasta ári og Þórarin. Ólafur og Þórarinn era fjölskyldumenn. Seinni og eftirlifandi kona Guð- mundar er Bima Vilhjálmsdóttir. Guðmundur nam læknisfræði og valdi sér sem sérgrein heimilis- lækningar, en sem slíkur átti hann sér fáa jafna. Ég sem þessar fátæklegu línur skrifa átti því láni að fagna að kynnast Guðmundi í gegnum móð- ur mína sem lést árið 1988, Guð- jónu Jakobsdóttur, en þau störfuðu saman um árabil á Læknavakt Reykjavíkurborgar. Þessi kynni okkar Guðmundar byrjuðu fyrir um 16 áram og hafa verið órofin síðan. Hann var mér sá besti trúnaðarvin- ur, læknir og einstakur frændi. Guðmundur var einstakt prúð- menni, framkoma hans einkenndist af glaðværð og lífsgleði. Auk þess var hann orðvar og gætinn og lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann var sannkallaður mannasættir og ég hygg það vera mikla gæfu að hafa fengið að eignast hann að vini. Ég vil trúa því að við Guðmundur eigum eftir að hittast handan þess- ara landamæra sem skilja okkur nú að. En þangað til vil ég biðja þann sem öllu ræður, aldrei spyr og allt skilur, að vera hans kæru ástvinum styrk stoð í söknuði þeirra yfir horfnum ástvini og að þeir megi minnast þessa: Þegar æfiröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér. Hræðstu eigi. Hel er fortjald. Hinum megin birtan er. (Sigurður Kr. Pétursson) Guði geymi ykkur öll. Kristján B. Þórarinsson. Atakanlegt er að Guðmundur, læknir, góðvinur minn og systm'- sonur eiginkonu minnar, Þórdísar Toddu Guðmundsdóttur, skyldi veikjast af illvígum sjúkdómi og deyja svo ungur. Hann syrgir svo mikill fjöldi fólks að það liggur við að segja megi að þjóðarsorg ríki. Guðmundur hefur verið tæplega árs gamall þegar ég hóf störf hér í borg í sérgrein minni, háls-, nef- og eyrnalækningum, og opnaði lækn- ingastofu að Sóleyjargötu 5, þann 1. september árið 1945. Nokkuð langt er orðið síðan við sáumst fyrst, því Þóra móðir hans kom fyrst með hann til mín á stofuna þegar hann var á þriðja ári. Síðan hafði ég hann mjög oft til meðferðar vegna þrá- láts eyrnasjúkdóms og þá einkum fram til tíu ára aldurs. Mér vitan- lega hefur hann og fjölskyldan ekki oft leitað til annarra sérfræðinga í minni grein og þykir mér mjög vænt um það traust sem þau sýndu mér. Arið 1985 hóf Guðmundur heimilislækningastörf í Reykjavík og opnaði þá lækningastofu að Há- teigsvegi 1 í húsi Austurbæjarapó- teks, sem ég geri ráð fyrir að flestir borgarbúar þekki. Auðvitað vildu allir vinir hans og vandamenn fá hann sem heimilislækni, enda vissu þeir og fjölmargir aðrir hvern mann hann hafði að geyma. Hann var þá þegar orðinn kunnur sem framúrskarandi læknir og þeir sem honum höfðu kynnst vissu hve elskulegur, ljúfur, glaðvær og hjálpsamur hann var. Marga sjúk- linga sendi ég til hans og oft kom ég sjálfur á stofuna hans og var þá stundum nóg að sjá hann og hans blíða bros til þess að bæta eða lækna það sem að var. Fjölmargir, kunnugir mér og ókunnugir, hafa tjáð mér hryggð sína vegna láts Guðmundar - hann dó svo langt um aldur fram. Allir hafa einnig svip- aða sögu að segja um hann sem góðan lækni, glaðværan og ljúfan. Allir þeir sem kynnst hafa Guð- mundi Ólafssyni lækni sakna hans mjög og harma lát hans - þar með er svo sannarlega talinn undirritað- ur og fjölskylda hans. Við sendum ástvinum Guðmund- ar innilegar samúðarkveðjur og biðjum honum guðsblessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans. Erlingur Þorsteinsson. Ég vil í byrjun þessarrar minn- ingargreinar votta mína dýpstu samúð ástvinum Guðmundar ðlafs- sonar, sérstaklega eftirlifandi eig- inkonu hans, móður, sonum, fóstur- dóttur og barnabörnum. Guðmundur Ólafsson frændi og besti vinur mannsins míns er fall- inn frá langt fyrir aldur fram. Hann reyndist mér alla tíð sem besti bróðir eða mágur. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessum manni og njóta nærvera hans og skapgerðar- styrks sem aldrei brást. Hann var læknir af guðs náð, þannig að lækn- irinn og maðurinn bættu hvor ann- an upp. Návist hans hafði læknandi og sefandi áhrif á hvern þann sem leitaði til hans. Hann var alltaf hlýr og léttur á manninn, þrátt fyrir þá miklu erfið- leika sem hann varð sjálfur alla tíð að takast á við í sínu einkalífi. En hann æðraðist aldrei, kvartaði aldrei, heldur var alltaf reiðubúinn að rétta náunganum hjálparhönd sem vinur og sem læknir. Það er eitt enn sem ég verð að nefna í fari Guðmundar, sem ég hef alltaf metið mikils og það er hvað hann var ger- samlega laus við hroka og hræsni, en það ber eingöngu merki þess

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.