Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 55

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 55
$8 U IZ u Kl SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www. suzukibilar. is FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 55 Lifandi stærðfræði í Setbergsskóla f SETBERGSSKÓLA í Hafnarfirði verða haldnir fræðslu- og kynning- arfundir um stærðfræði fyrir kenn- ara og almenning næstkomandi föstudag og laugardag. Dagski-á föstudagsins er eingöngu ætluð kennurum í Hafnarfirði en á laugar- deginum er húsið opið öllu áhugafólki um stærðfræði, segir í fréttatilkynningu. Að morgni föstudagsins 5. mars, kl. 8.15, er gert ráð fyrir að allir kennarar í Hafnarfirði verði viðstaddir þegar bæjarstjórinn í Hafnai'firði, Magnús Gunnarsson, setur Stærðfræðidaga. Kennararnir munu síðan sækja kynningar og fyrirlestra fram til kl. 16:15 þann dag. Laugardaginn 6. mars verða fyr- irlestrar og kynningar milli 9.30-13 fyrir kennara, foreldra og aðra sem áhuga hafa fyrir stærðfræði. frimerk I aag koma ut ný frímerki með íslenskum sjávarspendýrum. J ituiUutatynnbiminnH*. ÍSLAND í . i i<iMrftBn ii ii ÍSLAND^* iftuvtwnöi ? £ 35 « MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mátnetið Síminn Internet og Skáksam- band íslands kynntu um síðustu helgi nýtt samstarfsverkefni, Mát- netið, skákþjón opinn öllum not- endum Netsins án endurgjalds. Tilgangur samstarfsins er að efla skákíþróttina á Islandi og opna skákáhugamönnum nýjar dyr að Netinu og öllum þeim möguleikum, sem það hefur að bjóða. Heimasíða Mátnetsins er matnet.simnet.is og slóðin inn á skákþjóninn er hin sama. Samstaif Landssímans við Skáksamband íslands er kjörið til að ná til stórs hóps áhugamanna um vinsæla íþrótt og efla þannig bæði Netið og skákíþróttina Pað eru líklega ekki margir sem vita hvaðan þetta ágæta nafn, Mátnetið, er komið. Pað var Jón L. Árnason, stórmeistari, sem stakk upp á þessu nafni á sínum tíma þegar heimasíða Taflfélags- ins Hellis var á umræðustigi. Það var svo Gunnar Björnsson sem rifjaði þessa tillögu Jóns L. upp á nýlegum stjórnarfundi Skáksam- bands íslands þar sem samvinnan við Landssímann var til umræðu. Pað er full ástæða til að hvetja íslenska skákmenn til að tefla á þessum nýja skákþjóni og stuðla þannig að áframhaldandi uppbygg- ingu hans. Eins og áður segir kost- ar ekkert að tefla á Mátnetinu. Nánar verður fjallað um Mát- netið í skákþætti Morgunblaðsins á næstunni. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson AFS býður unglingum dvöl í öðrum löndum AFS á íslandi hélt nýlega aðalfund sinn og urðu þá formannsskipti. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlög- maður tók við formennsku af Kristni Guðjónssyni. AFS eru alþjóðleg samtök sem bjóða ungu fólki alþjóð- lega menntun í gegnum dvöl erlendis í lengri eða skemmri tíma. Á vegum AFS á Islandi fara ár- lega um 100 íslensk ungmenni til ársdvalar í öðrum löndum. Ungling- arnh' sem eru á aldrinum 15-18 ára, stunda framhaldsskóla í dvalai’land- inu, búa hjá þarlendum fjölskyldum og kynnast þannig vel menningu og tungumáli viðkomandi lands. Næstu brottfarir eru á tímabilinu júlí - september til allmargra landa í Suð- ur-Ameríku og Evrópu auk Band- arikjanna, Nýja-Sjálands og Taílands. Ennþá er möguleiki á dvöl í nokkrum þessara landa, en frestur til að leggja inn svokallaða frumum- sókn rennur út á tímabilinu 15.-25. mars, allt eftir hvaða lönd sótt er um. í ár býður AFS á Islandi einnig upp á sumardvöl í Kanada fyrir ung- linga á aldrinum 15-17 ára. Um er að ræða fjögúrra vikna dvöl í enskumælandi Kanada eða sex vikna dvöl í frönskumælandi Kanada. Þátt- takendur, sem eru víðsvegar að úr heiminum, búa hjá þarlendum fóst- Dorgveiði í Vatnshlíðar- vatni mfjölskyldum og fá námskeið í ensku eða frönsku auk þess sem margskonar dagski'á verður í boði fyi-ir þau. Frestur til að skila inn um- sókn er 25. apríl nk. Á vegum ÁFS koma einnig árlega til dvalar á Islandi erlendir nemar víða að úr heiminum og dvelja hjá ís- lenskum fjölskyldum um 10 mánaða skeið og ganga í framhaldsskóla. Áhugi nema á að koma tO Islands hefur aukist ár frá ári og þetta árið eru nemarnir 40 talsins og bendir allt til þess að sami fjöldi komi hingað í ágúst nk. Við erum nú þegar byrjuð að leita að fjölskyldum fyrir nemana sem koma hingað í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að að fara sem skiptinemar eða opna heimili sitt fyrir erlendum nemum geta haft samband við skrifstofu AFS, Ingólfs- stræti 3, Reykjavík, www.itn.is/afs/ eða við tengiliði AFS víða um land. ------------------ Fyrirlestur um börn og sorg FIMMTUDAGINN 4. marskl. 20 flytur sr. Sigurður Pálsson fyrir- lestur um böm og sorg í safnaðar- heimili Háteigskirkju. Ný dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð standa að fyrirlestr- inum. Hann er öllum opinn. FERÐAMÁLABRAUT Hólaskóla stendur fyrir dorgveiðikeppni á Vatnshlíðai-vatni í Vatnsskarði laug- ardaginn 6. mars. Skráning á staðn- um frá kl. 13, keppnin hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 17. Keppnin er ætluð allri fjölskyld- unni og verða holur boraðar í ísinn fyrir þátttakendur. Verðlaun eru veitt fyrir stærstu fiska, þyngstan afla, flesta fiska og minnsta fiski. Veiðarfæri verða til leigu á staðnum og hægt að fá ókeypis beitu. Þátt- tökugjald er 500 ki'ónur. Nemendur ferðamálabrautar hafa haft veg og vanda af undirbún- ingi keppninnar og er það liður í námi þeirra á Hólum. Fyrstadagsumslög fást stimptuðá pösthúsum um tand allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Fnmerkjasötunm. | PÓSTURINN jirTlu. OöU i UOU i DUU S UU/ Heimasiða: www.postur.is/postphit fjórhjóladrifinn -eWBBKtK Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS • Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur Fasteignir á Netinu vÁ>mbl.is _ALLTAf= G/TTH\SA£} NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.