Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 30
30 . SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís FLAGA TEKUR FLUGIÐ VIÐSHPriAIVINNULÍF ÁSUNMUDEGI ► Helgi Kristbjarnarson fæddist 25. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk læknaprófí frá Háskóla íslands 1975, doktorsprófí í taugalífeðlisfræði frá Karolínsku stofnuninni í Stokkhólmi 1983 og varð sérfræðingur í geðlækningum árið 1985. Allt fram í ársbyrjun 1997 vann Helgi við svefnrannsóknir á Geð- deild Landspítalans en þá sneri hann sér alfarið að fyrirtæki sínu, Flögu hf., sem var stofnað 1992. Eiginleg starfsemi hófst 1994 en þá flutti fyrirtækið í eigið húsnæði og ráðnir voru fyrstu starfsmennirnir. Eiginkona Helga er Sigríður Sigurðar- dóttir, frarnkvæmdastjóri Flögu, og eiga þau íjögur börn. HJÁ Flögu hf. hefur verið lögð áhersla á fjölskylduvænt andrúms- loft, þar sem vinnutími er frjáls og ekki er hvatt til yfirvinnu, en fastráðnir starfsmenn eru allir hluthafar í fyrirtækinu. eftir Hildi Friðriksdóttur LAGA hf. hefur á tæpri viku hlotið tvær viður- kenningar fyrir verkefni sín á sviði svefnrann- sókna. Annars vegar úr Verðlauna- sjóði iðnaðarins hinn 26. febrúar sl. fyrir frumkvöðulsstarf á sviði iðn- aðar, en sjóðurinn var stofnaður af Kristjáni Friðrikssyni forstjóra Ul- tímu, sem fannst aldrei nógsam- lega vakin athygli á hinum fjöl- mörgu íslensku uppfínningamönn- um sem til eru. Hins vegar hlaut Flaga 3. mars sl. Nýsköpunarverð- laun Rannsóknarráðs Islands og Utflutningsráðs Islands fyrir glæsilegt framlag til nýsköpunar á sviði hátækniiðnaðar og heilbrigð- ismála. Eru verðlaunin veitt til að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli verð- mætasköpunar og vísinda- og rannsóknastarfsemi. Flaga er um margt merkilegt fyrirtæki, ekki einungis vegna hins framúrskarandi sýnilega árangurs, heldur er það ekki síður athyglis- vert fyrir uppbyggingu sína og þann stjórnunarstíl og einhug sem þar ríkir. Þegar gengið er um fyr- irtækið fínnur maður í bland heim- ilislegt andrúmsloft en einnig eftir- væntingarfullan samkeppnisanda, sem oft einkennir nýsköpunarfyr- irtæki. I hádeginu má sjá starfsmenn í eldhúsinu að smyrja sér brauð með fjölbreyttu áleggi, sem iyrirtækið leggur til, og narta í ávexti. Helgi Kristbjamarson segir að meðvitað sé reynt að byggja upp heimilis- brag og þetta fyrirkomulag sé hluti af því. Einyrki sem hittir naglann á höfuðið Upphaf fyrirtækisins má rekja til þess að samhliða svefnrann- sóknum, sem Helgi hefur stundað í tæpa tvo áratugi, fór hann að velta fyrir sér sjálfum rannsókn- artækjunum. Segja má að hann sé skólabókardæmi um einyrkja, sem grúskar í áhugamálum sínum, hittir naglann á höfuðið, býr til svefnrannsóknartækið Emblu og tekst að gera viðfangsefnið svo vel úr garði, að á fímm árum hefur fímm manna fyrirtæki sjöfaldað sig. „Já, þetta er að breytast frá því að vera hálfgerð heimasmíði yfir í að verða fyrirtæki. Við það breytist margt í hugsunarháttum og vinnu- brögðum. Til dæmis vorum við í upphafí ekki með neitt gæðakerfi, en nú hefur Evrópusambandið sett strangar reglur í því sambandi. Eg sá fyrirtækið alltaf fyrir mér sem nokkurra manna, sem framleiddi nokkur tæki, en nú stefnum við á mikla framleiðslu. Arið 1997 seld- um við um tíu tæki, en nú er pönt- un upp á 25 tæki aðeins frá einu fyrirtæki,“ segir hann og bætir við, að ekki sé alltaf auðvelt að stækka svona hratt. Allir „handvaldir" og engin yfírvinna Þrátt fyrir að starfsmenn séu nú orðnir um 35 hefur fyrirtækið aldrei auglýst eftir starfsfólki held- ur eru allir „handvaldir“ eins og Helgi lýsir því. „Allir sem vinna hér hafa verið ráðnir vegna þess að þeir eru vinir, makar eða skyldir öðrum innan fyrirtækisins. Þetta byrjaði með því að ég stofnaði fyrirtækið með tengdasyni mínum, Rögnvaldi Sæmundssyni verkfræðingi, síðan fengum við til liðs við okkur vin hans, Sigurjón Kristjánsson yfír- verkfræðing og þannig hefur þetta undið upp á sig. Með þessu tryggj- um við að við séum að ráða rétta fólkið, enda er það ekki í anda fyrir- tækisins að reka fólk sem á annað borð er komið hingað inn. Einkenni margra nýsköpunar- fyrirtækja er, að þar vinnur starfs- fólkið myrkanna á milli. Hér höfum við aftur á móti tekið upp fjöl- skylduvæna afstöðu, enda eru langflestir um eða yfír þrítugt og margir með ung börn. Þess vegna ætlumst við ekki til að unnin sé yf- irvinna. Sumir eru hér að vísu um helgar, en þeir fá ekkert borgað fyrir það og það er ekki hvatt til þess. Hér er líka frjáls vinnutími, sem gerir kröfu um að fólk sýni mikla ábyrgð, skili vinnutíma sín- um og góðri vinnu, en á því byggj- um við. Þess vegna ráðum við ekki nema afburðafólk og þá sem við vitum nægilega mikið um og treystum." Áralangur undirbúningur Það að fyrirtækið hafi náð veru- legum árangri nú er engin tilviljun heldur eru menn að uppskera eftir þrotlausa undirbúningsvinnu und- anfarinna ára. „Það er samspil ákaflega margra hluta sem skapar þennan árangur en ekkert eitt. Fyrst og fremst skiptir máli að varan sé algjörlega pottþétt að öllu leyti en einnig er mikilvægt að vinna vel og gera allt rétt,“ segir Helgi og tekur fram, að allt unga fólkið sem vinni hjá Flögu sé vand- virkara og duglegra en hans kyn- slóð hafí verið. „Við vorum göslara- kynslóð. Vinna sem þessi hentar ekki göslurum heldur verður fólk að vera vandvirkt," bætir hann við. Hann segir að ekki sé hægt að tala um að orðið hafí kúvending á rekstrinum, nema hægt sé að tala um frá degi til dags. „Við ætluðum okkur í rauninni að fara þessa leið. Samt hafði ég ekki mikinn skilning á markaðssetningu, gæðakerfum eða fjármálum þegar ég byrjaði, en ég hef lært það á ferlinum. Einnig er mikilvægt að skapa traust, þannig að fyrirtækið verði nægilega trúverðugt til þess að fólk vilji kaupa vörurnar og eins til að bankar og fjárfestar treysti okk- ur. Oneitanlega er ákveðinn línu- dans að gera alla hluti rétt, en eitt af því, sem ég held að við höfum gert mjög rétt, er að vera með öll fjármál alveg á hreinu frá upphafi. Við lögðum okkur fram um að velja gott endurskoðunarfyrirtæki og höfum gætt þess að ekkert orkaði tvímælis." ResMed ætlar sér stóra hluti Bandaríska fyi'irtækið ResMed, sem framleiðir öndunarvélar fyrir hrotusjúklinga og er metið á um 500 milljónir dollara, keypti 10% hlut í Flögu fyrr á þessu ári. Helgi segir ResMed hafa mikla trú á fyr- irtækinu, sem endurspeglist í því að þeir senda út tilkynningar um að þeir styðji vörur þess og kynna hana fyrir sölumönnum sínum. „Þeir myndu ekki gera það, nema þeir ætluðu sér stóra hluti með okkur. Þetta samstarf heftir okkur þó ekki í því að eiga viðskipti við aðra. Til dæmis framleiðum við tæki fyrir bandaríska fyrirtækið Nicolate Biomedical undir þeirra vörumerki. Nicolate, sem er virt í heilarannsóknum, framleiddi með- al annars eigin tæki til heilaritun- ar, sem þeir voru þó ekki fyllilega ánægðir með. Hins vegar hafa þeir lýst yfir mikilli ánægju með okkar tæki,“ segir Helgi. Sú stefna hefur verið hjá Flögu, að fastráðnum starfsmönnum gefst kostur á að kaupa hlut í fyrirtæk- inu og hafa allir nýtt sér það. Meirihluti fyrirtækisins eða 60% er í eigu þeirra sem vinna í fyrirtæk- inu, ResMed á 10%, íslenskir og er- lendir fjárfestar 30%. Flaga rekur einnig dótturfyrir- tæki í Bandaríkjunum, Embla Medical Inc., sem mun á næstunni ganga inn í ResMed og munu starfsmennirnir þrír flytjast þang- að yfir. Einnig mun ResMed taka að sér að sjá um söluna í Frakk- landi, þannig að starfsmenn útibús- ins þar, Flaga France, verða starfsmenn ResMed. Tæki til að mæla öndun nýbura Eins og fyrr segir má rekja upp- haf fyrirtækisins til tækisins Emblu, sem notað er við svefn- rannsóknir. Ut frá sömu hugmynd hafa önnur tæki verið að þróast, svo sem tæki til að mæla heilarit, hjartarit og aðrar læknisfræðilegar rannsóknir. Yfirleitt eru samsvar- andi tæki til á markaðnum, en starfsmenn Flögu leggja sig fram um að gera sín tæki fullkomnari og fýrirferðarminni. „Nú erum við til dæmis að velta fyrir okkur tækjum vegna þvagfæravandamála og öðr- um til að mæla astma hjá börnum og öndun hjá nýburum til að koma í veg fyrir ungbarnadauða," segir Helgi. - Ert þú hugsuðurinn á bak við vörvrnar? „Nei, þetta er ekki á færi eins manns. Svona starf getur ekki orð- ið nema ákveðin gerjun eigi sér stað í stærri hópi. Einn maður ger- ir alltof mikið af vitleysum, hann getur komið með eina uppfínningu eða eitt lítið fýrirtæki, en hann þarf líka að fá hugmyndir frá öðr- um. Einnig þarf að vera ákveðið lýðræði á vinnustaðnum og mikil- vægt er að treysta öðrum mönnum til að gera hlutina. Þess vegna þarf maður að hafa afburðafólk í vinnu og hvert rúm þarf að vera mjög vel skipað. Hann tekur ennft’emur fram, að geysileg þróun sé í hugbúnaðar- gerðinni enda sé flottur hugbúnað- ur það sem selji tækin. „Við erum með grunnforrit þar sem rásirnar eru skoðaðar, hvort sem um er að ræða heila- eða hjartarit. Hægt er að sjá 10 sekúndur í einu og skoða alls kyns upplausnir. Við þetta er síðan tengt greiningarforrit, sem getur flokkað svefninn niður í svefnstig, og eins er hægt að sjá hvort um hrotur er að ræða eða venjulegan svefn. Síðan skrifar tækið út nákvæma skýrslu um hversu oft viðkomandi hætti að anda, hvemig súrefnið féll og svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.