Morgunblaðið - 07.03.1999, Page 34

Morgunblaðið - 07.03.1999, Page 34
34 SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ♦ VAR OFVEIÐI1983? VAR OFVEIÐI orsök minnkunar þorskstofnsins 1983? Geta ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar rökstutt of- veiði? Er veiðiráðgjöf, um að draga úr veiði þegar þorskstofn minnkar vegna fallandi vaxtarhraða, (fæðu- skortur) - hættuleg ráðgjöf? Hér á . eftir koma tvö dæmi um mis- heppnaða veiðiráðgjöf, óvænta stækkun stofnsins ‘75-’80 og óvænta minnkun hans strax í kjölfarið. Eg hef farið yfir hvað ráðgjafar sögðu - og hvað svo gerðist. Tölur um stofn- stærðir, veiði og vaxtarhraða hef ég fengið úr skýrslum frá Haf- rar.nsóknastofnun, Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu og Fisheries of Oceans í Kanada. Rannsóknir og gagnasöfnun ráðgjafa tel ég góða. Veiðiráðgjöf virðist hins vegar fela í sér áhættu á hruni þorskstofnsins, þegar niðursveifla verður óvænt í umhverfisskilyrðum. Þetta virðist reynslan hérlendis og annars staðar í N-Atlantshafi. Óvænt stækkun þorskstofnsins „Svarta skýrslan" vai- nefnd veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar í október 1975. Nafnið varð til vegna þess hve ráðgjafar töldu út- litið svart varðandi þorskstofninn. Veiðiálag á þorskstofninn árin 1972-1976 var 43% af stofnstærð. Reynslan sýndi að þetta mikla veiðiálag virtist auka veiði. (Mörg dæmi eru til!) Ráðgjöf í svörtu skýrslu kvað á um að minnka yrði veiði úr 360 þús. tonn í 230 þús. tonn 1976. Þorskstofninn stækkaði eftirfarandi við meinta ofveiði: Stækkun stofnsins vai'ð 657 þús. tonn eftir fimm ára „ofveiði“. Grænlandsganga kom 1980, en það breytir ekki þeim staði-eynd að stofninn stækkaði við „ofveiðina". Veiðiálag hafði lækkað úr 43% ‘72-’75, niður í 28% 1980 og ráðgjafar hresstust og spáðu þá mikilli veiði. Nú skyldi stofninn líka „byggður upp“. Útgerðarmenn tráðu (ég líka!) og fjárfest var í fiskiskipum á forsendum ráðgjafai'. Islandsmet varð í mælingu þorskseiða sumarið 1976 og spáð var því miklum afla upp úr 1980 úr þeim árgangi en sú spá stóðst ekki. Óvænt minnkun þorskstofnsins Frá 1980 fór þorskstofninn óvænt að minnka öfugt við spár ráðgjafa: Frávikið varð í reynd meira en þetta, (sjá skýrslur) ráðgjafar höfðu reiknað með mun meiri „raunvöxt- um“ af sparaðri veiði úr hafinu. Eink- um úr árganginum 1976 en hann týndist! Hvað um þann árgang varð er á huldu. Veiðistofn þorsks minn- kaði óvænt úr 1.547 tonnum 1980 í 795 þús. tonn 1983, þvert ofan í spár ráðgjafa. Þá hrópuðu ráðgjafar „of- veiði“ og stjórnmálamenn og hags- munaaðilai' voru í fyrsta sinn hrædd- ir til hlýðni! Alþingi samþykkti svo lög um stjórnun fiskveiða 1983 byggð 1 á því að ofveiði væri staðreynd. Var minnkunin ofveiði? Ef við lítum í skýrslur Haf- rannsóknastofnunar, kemur í ljós að vaxtarhraði þorskstofnsins féll um 40% 1980-1983. Minnkun þorsk- stofnsins í tonnum vegna minnkandi vaxtarhraða er því sömu 40%, sem við getum kallað skekkju nr 1. (Hvers vegna skýrðu ráðgjafar ekki rétt frá þessu?) Ætla má að aukin affóll vegna fæðuskorts á þessum árum sé mjög líkleg skýring skekkja nr 2. (Fallandi vaxtarhraði er sönnun á fæðuskorti). Einnig er líklegt að sjálfát hafi vaxið vegna fæðuskorts. Skekkja nr. 3. Samheiti yfir skekkjur 1,2 og 3 virðist, niðursveifla í umhverfisskil- yrðum á þessum árum. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú að ráðgjafar hafi vanmetið aðstæður. ■. Skilyrði til „uppbyggingar" stofnsins virðast ekki hafa verið fyrir hendi. Hrun í vaxtarhraða og ofveiði ffetur ekki farið saman, segir Kristinn Pétursson. Þessu grundvallaratriði í fískilíffræði hafa ráðgjafar og talsmenn þeirra alltaf hafnað. Fall í vaxtarhraða gefur sterklega til kynna hvað vanmat ráðgjafa á fæðu- framboði var alvarlegt vanmat á aðstæðum. Loðnustofninn og aðrir uppsjávarstofnar sem þorskur lifir á voru í lægð. Ekki getur niður- sveifla sjávarskilyrða verið fiskimönnum að kenna? Hvernig er fiski- hagfræði um „of stóran flota“ sem orsök að minnkun fiestra fiski- stofna á þessum árum rökstudd á vitrænan hátt? Verða fiskarnir þá Kristinn svo hræddir við „stóran Pétursson flota“ að þeir hætta að vaxa vegna hræðslu? Er ekki líklegra að fæðu hafi skort og mistökin séu því röng veiðiráðgjöf. Tilraunir ráðgjafa til að þvinga fram stækkun i þorskstofninum með „uppbyggingu“ - virðast alltaf hafa leitt til sömu nið- m-stöðu; - fallandi vaxtarhraða, - aflataps og minnkunar viðkomandi stofns í nýtt lágmark! Meira veiðiálag á þorskstofninn með meiri veiði eins og áður var, virðist hafa verið langtum betri nýtingarstefna, því vaxtarhraði var mun meiri í stofninum þá. „Sjálfbær nýting fiski- stofna“ getur varla falist í að svelta fiska til hlýðni við misheppnaða töl- fræði. Hvað varð um ofveiðina? Ef ráðgjafar ætla að standa fast á fyrri skýringum um „ofveiði" verða þeir að upplýsa nákvæmlega hvað varð um áðurnefnd 846 + 120 = 966 þúsund tonn af ofveiddum þorski ár- in 1981, 1982 og 1983. Orðið „ofveiði" merkir að þorskurinn sem týndist - hafi verið veiddur! Hvar var þessu landað til viðbótar þeim afla sem vitað er að var veiddur þessi ár? Verðgildi 966 þúsund tonna upp úr sjó er um 100 milljarðar. Hafi þessu verið landað fram hjá vigt og fram- leiddar afurðir eru verðmætin 150 milljarðar! Var þessi ofveiði líka svik- in undan skatti? Ráðgjafar verða annaðhvort - að upplýsa hvað varð um fiskinn og verðmætin - eða koma út úr skápnum og viðurkenna að „of- veiði“ hafi verið röng skýring 1983! Við verðum að gera hreint í fortíðinni ef við eigum að komast á rétt spor í framtíðinni. Það eiga engir að geta týnt verðmætum fyrh- 150 milljarða án þess að gefa skiljanlegar skýring- ar. Sé ofveiði röng skýring hefur löggjöfin um stjórn fiskveiða frá 1983 (með síðari breytingum) verið sett á fólskum forsendum. Atvinnufrelsi er stjórnai'skrárvarin grundvallar- mannréttindi (75. gr. stjórnarskrár). Atvinnufrelsi má einungis takmarka með lögum (ekki reglugerð). Laga- setning sem takmarkar atvinnufrelsi í mikilvægustu atvinnugrein þjóðar- innar verður að byggjast á ótvíræð- um staðreyndum! Sé ofveiði röng forsenda 1983 er löggjöfin fúsk. Löggjöfin verður jafn sterk og for- sendurnar. Þeir sem vilja að lögin standi, ættu að hugleiða þetta. Það verður engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn sbr. nýfallinn Hæstréttardóm! Reynsla annars staðar Aðdi-agandi að hruni þorskstofna í Norður-Atlantshafi hefur yfirleitt orðið með eftirfarandi hætti: Friðun og smáfiskavernd hafin samkvæmt tillögum ráðgjafa „um að byggja upp stofninn", veiði jókst fyrst - vaxtarhraði féll svo - reiknilíkan ráðgjafa túlkaði minnkun stofns vegna fallandi vaxtar- hraða sem „ofveiði“. - Aftur var „dregið úr veiði til að byggja upp stofninn“. Þegar um- hverfisaðstæður voru slakar féll vaxtarhraði áfram og - aftur túlkað „ofveiði“ o.s.frv.! Dæm- in frá Kanada og Græn- landi eru talandi tæmi um svona þróun, þar sem afrakstur þorsk- stofna er enginn orðinn! I Barentshafi hafa orðið tvær hrikalegar niður- sveiflur í vaxtarhraða sem rekja má að öllum líkindum til rangrar veiðiráðgjafar um „að draga úr veiði til að byggja upp stofninn". Við Færeyjai' féll vaxtarhraði um helming. A íslandi Endurskoðun? Flest virðist því benda til þess að almættið hafi afstýi't hruni þorsk- stofnsins á Islandsmiðum síðustu ár með, óvæntri uppsveiflu sjávarskil- yrða. Með þeiiri uppsveiflu virðist hafa skapast rými til tímabundinnar stækkunar þorskstofnsins vegna aukins fæðuframboðs. En - stæiri þorskstofn þarf enn meiri fæðu og þar virðist vanmetinn áhættuþáttur. Túlkun ráðgjafa og talsmanna þeh-ra um að „ábyrg fiskveiðistjóm sé að skila árangri“ virðist á mörkum þess hæpnasta sem fagmenn hafa látið frá sér fara. Geta örfáir menn eignað sér uppsveiflú sjávarskilyrða? Er um að ræða nýja gerð af göldrum? Þorsk- stofninn hér við land er að skila 50-60% af þeirri veiði sem áður var hérlendis. Að fagmenn mæli slíkt sem „árangur" er nýtt innlegg í merkingu þess orðs! Hvað hefði gerst hefði niðursveifla orðið í um- hverfisskilyrðum? Vill nokkur hugsa það til enda? Veiði í Norður-Atlantshafi er nú minni en þriðjungur (á niðurleið) af því sem veiðin var þegar veiðar voru frjálsar (stjómlausar) og ekki hrundu fiskistofnar þá. Þegar fært var út í 200 mílur fullyrtu ráðgjafar Töflur meðnr.: 5300, Var i? Höfundur Pétursson. Tafla 1 Stækkun stofns Ár Veiði Veiðistofn þús tonn '75-'80 þús. tonn þús. tonn 1975 370 890 60 1976 350 950 264 1977 340 1214 - 9 1978 330 1205 85 1979 370 1290 257 1980 434 1547 657 þús tonn Tafla 2 Óvænt minnkun stofns Ár Veiði Veiðistofn þús. tonn þús. tonn þús. tonn 1980 434 1547 374 1981 468 1267 288 1982 388 979 184 1983 300 795 846 (minnkun stofns) Samtals + 120 ( veiddist ekki ) 966 (þús. tonn) féll vaxtarhraði um 40% eins og áður sagði 1980-1983. Vaxtarhraði náðist ekki upp hérlendis samfara vaxandi friðun, möskvastækkun og svæðalok- unum. Ráðgjöfin mistókst og veiðin minnkaði sífellt! Vaxtarhraði hér- lendis náði svo sögulegu lágmarki 1991. Þetta túlkuðu ráðgjafar sem of- veiði hérlendis 1992. Fjölmiðlaáróður ráðgjafa um meinta ofveiði hérlendis 1992 var ótrúlega vel skipulagður - og stjórnmálamenn - enn hræddir til hlýðni! Snemma árs kom Alþjóðahaf- rannsóknaráðið með vikusenu í fjölmiðlum um „ofveiði". Þetta kom ein og köld vatnsgusa yfir þjóðina. (Hver bað um þessa innrás?) Ráðgjafar á Skúlagötu 4 kváðust ætla að „endurreikna“ útreikninga Alþjóðahafi'annsóknaráðsins. Niður- staðan í sama forritinu varð sú sama, - merkilegt nokk! Svo var fenginn kennari í reiknilíkanafræðum (John Pope) til að endurskoða hvort forritið reiknaði rétt! En enginn endur- skoðaði hvort fæðu hefði skort til að framkvæma áætlanir ráðgjafa. Þegar saman fer friðun þorsk- stofns - og niðursveifla í umhverfis- skilyrðum - (eða slök sjávai'skilyrði) virðist sem þorskstofnar geti minn- kað mikið, - eða hnmið langt niður sbr. reynslu alls staðar. Stefna ráðgjafa um að „draga úr veiði“ þótt vaxtarhraði sé fallandi virðist því hættuleg fískistofnum. að áhætta af veiðum myndi minnka og veiði aukast. Aætlanir ráðgjafa mistókust. Nýjasta dæmið er þessa dagana úr Barentshafi þar sem gamla lumman um „ofveiði“ er enn og aftur sett á fóninn, þótt ráðgjafar eigi að vita að vaxtarhraði þorsks í Barentshafi hefur fallið um helming frá 1992 og sjálfát hefur farið vax- andi! (Sömu mistökin). Seiðamæling 1992-1996 voru metár í Barents- hafi! Árið 1996 voru ráðgjafar að springa af monti yfir „árangrinum“ í Barnetshafi (eins og 1980 og 1998 hérlendis). Ráðgjafar hafa alltaf hafnað því grundvallai'atriði, að það þurfi meiri fæðu til að mögulegt sé að stækka viðkomandi þorskstofn með minnkuðu veiðiólagi! Þar sem ekki hefur fundist leið til að auka fæðu- framboð í náttúrunni, vh'ðist eðli- legra að veiða hærra hlutfall veiði- stofns, en taka áhættu á fæðuskorti, með því að spara veiði. Þarna virðast mistök ráðgjafa liggja. Það virðist hvergi til fæða til að framkvæma „uppbyggingu“ - nema í reiknilíkani ráðgjafa. Reiknilíkariið virðist heilag- ara en kýmar á Indlandi. Hrun í vaxtarhraða og ofveiði getur ekki farið saman. Þessu grundvallaratriði í fiskilíffræði hafa ráðgjafar og tals- menn þeirra alltaf hafnað. Ráðgjafar nefna þetta grundvallaratriði „vatna- líffræði“ og telst mesta skammaryi'ði sem finnst á Skúlagötu 4. Þetta atriði vh'ðist kjarni málsins í þeim stór- felldu mistökum sem virðast hafa orðið við fiskveiðiráðgjöf og stjórnun þorskveiða í Norður-Atlantshafi. Þessi mistök ráðgjafa og þeirra sem trúa þeim er sífellt verið að reyna að fela. Endurskoðun á þessum grund- vallaratriðum sem hér hafa verið nefnd virðist ekki mega gera. Fram- kvæmdaraðili endurskoðunai’ ætti að vera íslenskt ráðgjafai-fyrh'tæki t.d. eftir umboði sjávarútvegsnefndar Alþingis, starfandi auðlindanefndar eða Ríkisendurskoðunar. Starfshóp- m- þriggja manna; t.d. löggiltur end- urskoðendi, rekstrarverkfræðingur, og reyndur skipstjóri gætu hjálpað til við slíka endurskoðun. Vanhirtir eldisfiskar Fyrir einhverjum misserum fund- ust horaðir, vanhh-th' eldisfiskar í eldiskörum nálægt Ölfusi. Þetta kom í fréttum (hneyksli!) Fylgdi fréttinni að þetta væri svo hroðalega ljótt að meira að segja fiskamir hefðu lifað hver á öðmm. Málið var kært til lög- reglunnar eða dýravemdar - var það ekki? Ergo: Að láta fiska éta hvern ann- an vegna hungurs fyrir ofan yfirborð sjávar er lögreglu- og dýraverndar- mál. En - að láta þorska drepast úr hungri og „Iifa hvern á öðrum“ neðansjávar er - „vísindi“ - í tísku - og æðstu ráðgjafar fá medalíur. Svona er ísland í dag. Nokkrir fræðimenn við Háskóla Islands gera betm' og selja uppski'ift- ina - „ábyrga fiskveiðistjórn" - á alþjóðavettvangi. Á að fara að keppa um Nóbelsverðlaunin í plati? Miklu var logið á Einar Ben. En er hægt að ljúga upp á þá sem geta selt svona „árangur" með allar tölur í stómm mínus í botnlægum fiskistofnum? Spurningar: Hafa Islendingar efni á því að mik- ilvægasti fiskistofn þjóðarinnar, þorskstofninn, sé vannýttur og hafð- ur í tilraunastarfsemi sem virðist hafa leitt til þess að afrakstur stofnsins hefur minnkað um helming og þorsk- stofnar annars staðar í N-Atlantshafi hafa hmnið? Er ekki líklegt, miðað við reynslu, að þegar niðm'sveifla kemur næst í umhverfisskilyrði hér- lendis (enginn veit hvenær) sé þorsk- stofninn í meiri hættu óþarflega stór? Er ekki líklegt, að fæða í hafinu sé takmörkuð og vemleg áhætta felist því að þvinga fram óþarfa stækkun þorskstofnsins og tapa jafnframt afla? Er ekki reynsla fyrir því að ekki virðist áhætta að veiða um 100 þúsund tonnum meh-i þorsk við sam- bærilegar aðstæðm-. (‘75-’80). Eru reynsludæmi ekki vísindi? Er það misskilningur að vísindi þróist, með faglegum rannsóknum sem leiði til niðurstöðu með endurteknum dæm- um, reynsluprófum sem sýni svipaðar niðurstöður? Em það vísindi og fag- mennska að hafna reynsludæmum og berja höfðinu við steininn með mis- heppnuðu reiknilíkani? Er ekki reynsla fyrir því að fyrir 300 ámm héldu menn því fram að jörðin væri flöt - „samkvæmt bestu vísindalegu þekkingu sem til væri“. Er dæmisag- an um „flötu jörðina“ til fyrirmyndar? Hvaða skynsemi er í því að láta hvert 1 kg af óveiddum þorski við Norðurland að verðgildi 100 kr. éta rækju fyrir 200 kr. ái'lega (2 kg) til þess að þorskkílóið hækki í verði um 50 kr.? Er ekki tapið 300 kr. á óveitt þorskkíló, fyrir utan affóll þorsksins og áhættuna af því að hann éti eigin seiði þegar rækjan er búin? Væri ekki nær að auka þorskveiði eitthvað? Niðurstaða I upphafi voru nefnd tvö dæmi um óvæntar sveifiur í þorskstofninum og hvemig veiðiráðgjöf reyndist mark- laus í báðum tilfellum. Dæmin em táknræn fyrir misheppnaða veiðiráðgjöf frá þeim tíma sem dæm- in sýna. Stærstu mistök veiðiráðgjafa virðast vera vanmat á fæðuforða til að „byggja upp“ fiskistofna í stað meira veiðiálags. Því er afar brýn nauðsyn til utanaðkomandi endur- skoðunar á veiðiráðgjöf og vanmetn- um áhættuþáttum. Leita þarf einnig svara við mörgum spurningum auk þeirra sem hér hafa verið nefndai'. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.