Morgunblaðið - 07.03.1999, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.03.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 49 FRÉTTIR Ný fjórð- ungskort af Islandi MÁL og menning hefur gefið út þrjú ný fjórðungskort af Islandi í mæli- kvarða 1:300.000. Kortin ná yfir Norðvesturland, Norðausturland og Suðausturland. Aður útkomið kort af Suðvesturlandi hefur nú verið end- urskoðað og leiðrétt. Eitt aðaleinkenni kortanna er hæðarlíkan í náttúrulegum litum þar sem sérstök áhersla er lögð á gróð- urlendur landsins og myndræna skyggingu hálendisins. Öll fjórð- ungskortin skarast þannig að Snæ- fellsnes er t.d. bæði á kortinu yfir suðvesturfjórðung og norðvestur- fjórðung. A kortunum eru nýjustu upplýs- ingar um vegakei'fi landsins, tjald- stæði, sundlaugar, söfn og annað það sem gagnast ferðamönnum. A bak- hlið þeii'ra eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum fjórðung- anna, þar sem bent er á ýmis ein- kenni viðkomandi staða og er allur texti á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Þar er einnig að fmna ítarlega vegalengda- töflu. Hægt er að skeyta fjórðungunum saman í stórt veggkort (180x130 cm) sem meðal annars hentar vel fyrir skrifstofur og skóla. Fjórð- ungskortin, ásamt ferðakorti Máls og menningar, verða einnig fáanleg í vatnsheldri möppu sem er sérstak- lega hentug til notkunar á ferðlög- um. --------------- Gestir frá Færeyjum HER á landi eru staddir fjórir Færeyingar í tengslum við aðalfund færeyska sjómannaheimilisins. Þeirra á meðal er Jóhann Olsen, en hann og kona hans veittu gömlu sjó- mannastofunni við Skúlagötu for- stöðu um árabil. Havsteinn Ellingsgaard frá Runa- vík í Færeyjum er einnig hér nú, en hann mun dvelja hér á landi í þrjár vikur við störf í tengslum við sjó- mannaheimilið. Gestimir frá Færeyjum munu halda almenna samkomu í færeyska sjómannaheim- ilinu á sunnudag kl. 14 og eru allir velkomnir. BAKSKOLI - BAKLEIKFIMI Sjúkraþjálfunin Törn, Sjúlcraþjálfun Péturs, World Class Kennd verður rétt Iíkamsbeiting, líkamsstaða og styrktaræfingar íyrir bak og kvið. Einnig verður boðið upp á ýmsa fræðslu. Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur. Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum frákl. 11 - 12. Nánari upplýsingar fást í síma 553 0070 eða 568 9606. Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa verið með viðtalstíma í hverfúm borgarinnar á mánudögum Á morgun verða Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi °g Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður í Valhöll, kl. 17-19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa S j álfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast, og þetta er síðasti mánudagsspjallfundur að sinni. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK Vilt þú gerg< skiPtinemi í 1 ár eða 4-6 vikur? Sumardvöl í ensku l °S .. I frönskumaelandi Kanada Umsóknarfrestur fyrir ársdvöl 1999-2000 rennur út í mars É Ingólfsstræti 3, 2. hæð sími 552 5450 www.itn.is/afs AFS a Islandi Námstefna um nytsamlegar ábendingar fyrir alla stjórnendur ÁRANGURSRÍK STJÓRNUN ENN BETRIYFIRSÝN Miðvikudagur. 17. mars Kl. 09:00-13:00 Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1 Samkeppnishæfni fyrirtækja byggist að miklu leyti á þekkingu stjórnenda, viðhorfi þeirra til starfsfólks, yfirsýn og viðbragðs- flýti. Á þessari námstefnu fá stofnar árangursríkrar stjórnunar nýja nálgun, sem ber með sér mikilvæga stjórnunarreynslu verkfræöings og markaðsmanns. Úr verður „5x5“ stjórnun, sem þarf að vera Ijós hverjum yfirstjórnanda og millistjórnanda. Yfirsýnin verður skýrari. Hugmyndir að lausnum verða fleiri. Á 4 klst. verður fjallað um 5 atriði sem eru: 1. Framtíðin - og hvernig fyrirtækið er búið undir breytingarnar sem eru framundan. 2. Ferlar - í öllum fyrirtækjum skipta vinnuferlarnir miklu máli - en allt of fáir gera sér grein fyrir því að ferlarnir eru samkeþpnistæki sem verða að vera í lagi, skráð á blað og undir eftirliti. 3. Frammistaða - Árangursstjórnun er mest umtalaða stjórnunaraðferð nútímans...Mæling frammistöðu er lykilatriðið. 4. Fyrirtækið - Dagleg stjórnun þarf að vera jafnvægi milli agaðra vinnubragða og uppörvandi samskipta. Aðaleign tyrirtækisins þegar öilu er á botninn hvolft er fólgin í þekkingu, ímynd og stjórnunar“kúltur“. 5. Fólk - er það sem allt snýst um. Þekkir starfsmaðurinn markmið fyrirtækisins, forgangsraðar hann sínum verkefnum rétt, skipuleggur hann tíma sinn þannig að hámarksárangur næst. Þessi námstefna er fyrir stjórnendur sem vilja ná enn betri árangri, vilja fá betri yfirsýn yfir stefnur og strauma í stjórnun eða vilja endurhæfa þætti í stjórnun sinni! Markmiðið er að þátttakendur fái staðfestingu á því sem vel er gert og tugi hugmynda til að breyta stjórnun og starfsháttum í fyrirtækjum/stofnunum sínum. Um 2000 manns hafa hlýtt á stjórnunarefni Thomasar Möller, sem hann hefur stöðugt unnið við að þróa og er hér í fyrsta sinn tekið saman í heildstæða nálgun um aðalatriði í umhverfi stjórnandans. Enginn stjórnandi lætur þessar fjórar stundir fram hjá sér fara. Höfundur og leiðbeinandi er Thomas Möller, hagverkfræðingur. Hann hefur 17 ára stjórnunarreynslu. Thomas er framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís hf. og var áður í stjórnunarstörfum hjá Eimskip hf. Hann er höfundur metsölubókar um stjórnun og hefur verið eftirsóttur fyrirlesari í fyrirtækjaumhverfi. Thomas er stjórnarformaður Stjórnunarfélags íslands. Skráning og nánari uplýsingar í síma: 533 4567 og www.stjornun.is Stjórpunarfélag Islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.