Morgunblaðið - 07.03.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 07.03.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 55 I ! I í : I ( FOLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin og Háskólabíó hafa tekið til sýniriga mynd- ina Babe in the City, framhald myndarinnar um grísinn Babe, sem til- nefnd var til 7 Oskarsverðlauna árið 1995. Grísinn leggur land undir fót Frumsýning MYNDIN um Babe í borg- inni er framhald myndar- innar um grísinn Babe, sem vildi vera fjárhundur. Sem kunnugt er var myndin sú tilnefnd til Oskarsverðlauna fyrir nokkrum ár- um. { framhaldsmyndinni leggur Babe land undir fót, fer úr sveitinni og í borgina til jjess að reyna að hjálpa fólkinu. A leiðinni kynnist hann ótrúlegu samansafni dýra og kemst að því að góðgjarnt og ótta- laust hjarta getur læknað mörg ver- aldarmeinin. I framhaldsmyndinni er grísinn Babe á sínum stað, svo og bónda- hjónin Esme (Magda Szubanski) og Arthur Hoggett (James Cromwell). Þarna koma líka syngjandi mýsnar og fleiri söguhetjur úr fyrri mynd- inni en það eru líka komnir nýliðar í hópinn. Meðal þeirra eru Mary Stein og gamla stjarnan Mickey Rooney en þau leika íbúa á hóteli sem Babe leggur leið sína tfl. Við sögu koma líka fjölmörg ný dýr, t.d. api og lamaður hundur, sem grísinn eignast að vinum. Maðurinn á bak við Babe-mynd- irnar heitir George Miller. Hann kynntist grísnum, sem vildi vera fjárhundur, þegar hann var í flugvél á milli London og Ástralíu og heyrði í útvarpi þegar verið var að tala um bók sem hét Sauðsvínið. Hún var 72. bókin með sögum sem rithöf- undur að nafni Dick King-Smith hafði skrifað um ýmiss konar dýr. Miller varð fyrsti maðurinn til að kaupa kvikmyndarétt af þessum rit- höfundi, sem er bóndi að aðalstarfí, og svo beið hann í tæpan áratug, þangað til tölvutæknin var komin á það stig að það var hægt að fara að búa til trúverðuga kvikmynd um söguhetjuna. Hann segir að sagan hafí verið ævintýri eins og þau gerast best. „Hún fjallaði um virðingu, dauða, örlög, hugrekki og fordóma. Þetta var lítil saga sem tókst á við stórar spurningar. Einhver sagði að Babe höfðaði til barnsins í hinum full- orðnu og til hins fullorðna í börnun- um. Það er hárrétt." Fyrri myndin gekk svo jafnvel og allir vita og strax 1996 fór Miller að leggja drög að framhaldsmynd. Hann skrifar handrit og framleiðir myndina ásamt öðrum og hann lagði líka hönd á plóginn við að velja aðalleikendur, ferfætta jafnt sem tvífætta. Ur fyrri myndinni koma aftur við sögu Collie-hundarnir Jessie og Ben og kýrin Whisky. Babe: Pig in the City var fest á filmu í Ástralíu, heimalandi Millers. Victoria orðin léttari KRYDDPÍAN Victoria Ad- ams fæddi sveinbarn sfðast- liðinn fimmtudag og hefur snáðanum verið gefið nafnið Brooklyn Joseph að sðgn föðurins og fótboltahetjunn- ar Davids Beckams. „Við erum bæði í sjöunda himni,“ sagði Beckham fréttamönnum í gær fyrir ut- an sjúkrahúsið í London. Fyrra nafn drengsins mun vera til komið vegna þess að foreldrarnir voru í New York þegar þau fengu vit- Nti eru þau orðin mamma og pabbi. neslqu um að kryddpían væri ófrísk. Seinna nafnið er aftur millinafn Davids og komið frá afa hans. ADAM FRUMSÝND 12. MARS í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA OG LAUGARÁSBÍÓI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.