Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 13.04.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 82. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tíu manns bíða bana í árás á serbneska farþegalest Washington, Belgrad, Brussel. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær að árásum NATO á Júgóslavíu yrði haldið áfram þar til Slobodan Milos- evic, forseti sambandsríkisins, yrði við öllum kröfum bandalagsins. Ser- bnesk stjórnvöld létu þó engan bilbug á sér finna, kröfðust þess að árás- unum yrði hætt án tafar og sögðust ekki vilja ræða við tengslahóp Vesturveldanna þótt bandalagið léti af hemaðaraðgerðum sínum. Utanrfkisráðherrar NATO-ríkjanna árétta kröfurnar á hendur Serbum Arásunum haldið áfram uns Milosevic g’efur eftir Vilja í banda- lag Rússa og Hvít-Rússa ÞING Júgóslavíu samþykkti með öllum greiddum atkvæðum í gær að sambandsríkið ætti að ganga í laustengt bandalag Rússlands og Hvíta-Rússlands. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að Rússar gætu stutt þá hugmynd en gaf til kynna að bið yrði á því að henni yrði komið í framkvæmd. Um 2.000 Serbar komu sam- an við þinghúsið í Belgrad tii að fagna tillögu þingsins og héldu á myndum af Slobodan Milos- evic, forseta Júgóslavíu, og Voj- islav Seselj, leiðtoga flokks þjóðemissinnaðra Serba, Rót- tæka flokksins. Reuters Varað við valdaráni í Svartfjallalandi Hætta sögð á borgarastyrj öld London. Tlie Daily Telegraph. MILO Djukanovic, for- seti Svartfjallalands, hef- ur varað Slobodan Milo- sevic, forseta Júgóslavíu, við því að borgarastyrj- öld geti blossað upp í landinu ef reynt yrði að steypa stjórn landsins. Djukanovic sagði í við- tali við The Daily Tele- graph að Milosevic hefði reynt að þröngva hernum Djukanovic sveitir stjórnarinnar en valdaránstilraun myndi ekki aðeins leiða til átaka milli þeirra, heldur einnig blóðugi-ar borgarastyrj- aldar. Hefur gagnrýnt stefnu Milosevic Stjóm Svartfjalla- lands, sem er í júgóslav- neska sambandsríkinu í Svartfjallalandi til að taka völdin í sínar hendur. Hann sagði að það væri „barnalegt" af Milosevic að halda að slíkt valdarán gæti orðið án blóðsúthellinga. Sveitir Júgó- slavíuhers í Svartfjallaiandi væra að vísu mun öflugri en lögreglu- með Serbíu, hefur oft gagnrýnt þjóðemisstefnu Milosevic og for- dæmt grimmdarverk Serba í Kosovo. Leiðtogar NATO-ríkja vöraðu við því fyrir hálfum mánuði að Júgóslavíuher væri að búa sig undir að steypa Djukanovic. Þýsk svif- brautarlest hrapar ÞRÍR menn biðu bana og 47 slös- uðust í gær þegar lest á sögu- frægri svifbraut í þýska bænum Wuppertal féll tíu metra og lenti í ánni Wupper. Að sögn þýskra yfirvalda Ieik- ur grunur á að slysið hafi orðið vegna króks sem viðgerðarmenn skildu eftir um helgina á teini svifbrautarinnar, sem er einteina og var tekin í notkun árið 1901. Ráðist var í viðhaldsframkvæmd- ir á svifbrautinni vegna aldaraf- mælis hennar á næsta ári. Vegfarendur í grennd við svif- brautina sögðust hafa heyrt mikla sprengingu þegar eimreið og tveir lestarvagnar losnuðu af teininuin og hröpuðu á svert vatnsrör og í ána. „Síðan heyrði ég fólkið í lestinni hrópa og það reyndi að brjóta rúðurnar til að komast út,“ sagði einn þeirra. og ítrekuðu kröfur bandalagsins: Serbar yrðu að hætta öllum hem- aðaraðgerðum sínum, flytja örygg- issveitir sínar frá Kosovo, hleypa flóttafólki aftur til héraðsins og heimila alþjóðlegu herliði að fara þangað til að koma á friði. „Engin málamiðlun kemur til greina hvað varðar hernaðarmark- mið NATO,“ sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. „Við verðum að halda áfram þar til hvert einasta markmið hefur verið tryggt að fullu.“ Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sat fundinn og sagði í samtali við Morgunblaðið að fram hefði komið „mikil samstaða“ um að halda loftárásunum áfram og minnka möguleika Milosevic á því að ráðast gegn Kosovo-búum. Fréttaritarar í Brassel sögðu að komið hefði fram á fundinum að ekki væri stefnt að innrás í Kosovo. Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf þó til kynna í fyrsta sinn í gær að svo gæti farið að NATO sæi sig knúið til að senda hermenn til hér- aðsins án þess að samkomulag næðist við Serba um frið í Kosovo. Talsmaður ráðuneytisins sagði að hershöfðingjar NATO væra að íhuga þann möguleika og talsmað- ur breska varnarmálaráðuneytisins staðfesti það, að sögn breska út- varpsins BBC. Herlið til Kosovo undir merkjuin SÞ? Þrátt fyrir yfírlýsingu ráðherr- anna um að hvergi yrði hvikað frá kröfum bandalagsins benti ýmis- legt til þess að NATO væri tilbúið að slaka á afstöðu sinni til skilmála hugsanlegs friðarsamkomulags. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að NATO ætti að gegna „lykilhlut- verki“ í hugsanlegum aðgerðum al- þjóðlegra hersveita til að fram- fylgja samkomulagi um frið í Kosovo en væri tilbúið að deila verkefninu með Sameinuðu þjóð- unum eða Öryggjs- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE). Leiðtogar NATO höfðu áður krafist þess að herliðið, sem sent yrði til Kosovo, yrði undir stjórn hershöfðingja bandalagsins, þótt Rússar og fleiri þjóðir utan NATO gætu tekið þátt í aðgerðunum. Milosevic hefur ekki léð máls á því að herlið undir stjórn NATO verði sent til Kosovo og nokkur aðildar- ríki bandalagsins eru hlynnt þeirri málamiðlunarlausn að herliðið verði undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Fregnir hermdu í gærkvöldi að serbneskar öryggissveitir hefðu kveikt í þremur mannlausum þorp- um Kosovo-Albana við landamærin að Albaníu, að því er virtist til að koma í veg fyrir að íbúarnir gætu snúið þangað aftur. ■ Árásir NATO/25-27 ■ Samstaða/4 NATO hélt sprengju- og flug- skeytaárásum sínum áfram í gær, 20. daginn í röð. Embættismenn í Júgóslavíu sögðu að a.m.k. tíu manns hefðu beðið bana og sextán særst þegar flugskeyti hefði lent á farþegalest á brú í suðausturhluta Serbíu. Þá skýrði júgóslavneska fréttastofan Tanjug frá því að þrír menn hefðu látið lífið þegar bíll þeirra hefði orðið fyrir flugskeyti á vegi nálægt Pristina, höfuðstað Kosovo. Embættismaður hjá NATO lagði áherslu á að bandalagið hefði ekki ætlað að ráðast á lestina. „Því mið- ur getum við þó ekki útilokað að mannfall hafi orðið í þessu tilviki." Hafna viðræðum við tengslahópinn Borislav Milosevic, bróðir forset- ans í Belgrad og sendiherra Júgó- slavíu í Moskvu, sagði að júgóslav- nesk stjómvöld vildu að Rússar gegndu veigamiklu hlutverki í frið- aramleitunum. „Hættið sprengju- árásunum og þá verður hægt að finna leiðir til að hefja samingavið- ræður að nýju.“ Sendiherrann sagði að Serbar myndu þó ekki ræða við tengsla- hópinn svokallaða, sem stóð fyrir árangurslausum friðarviðræðum í Frakklandi áður en árásir NATO hófust. Ráðherrar NATO-ríkjanna gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir skoraðu á Milosevic að hlífa um 250.000 Kosovo-búum, sem hafast við matarlausir undir beram himni í skógum og fjalla- hlíðum Kosovo. Ráðhemarnir sök- uðu Milosevic um að hafa valdið íbúum Kosovo miklum hörmungum Reuters Þeir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús. 54 voru í lestinni, aðallega fólk á leið til vinnu. Slysið varð tæpu ári eftir mannskæðasta lestarslys Þýska- lands í bænum Eschede þegar 101 fórst í ICE-hraðlest sem fór út af sporinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.