Morgunblaðið - 13.04.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 7
Það er bæði fólki og fyrirtækjum í hag að velferðarþjónustan geri sem flestum kleift að samrýma
fjölskyldulíf og virka þátttöku á vinnumarkaðnum. Þess vegna vill Samfylkingin:
Lengra fæðingarorlof
Samfylkingin vilL lengja fæðingarorlof í tólf mánuði og samræma
rétt foreldra tiL fæðingarorLofs á fuLLum launum, óháð starfsgreinum.
Fyrirkomulag fæðingarorlofs á að vera sveigjanlegt þannig að bæði
mæður og feður geti nýtt sér það, tekió það allt í einu eða hLuta
þess hálfan daginn eóa með hléum og unnið þess á milLi.
Foreldraorlof
Börnin okkar eru fjársjóður framtiðarinnar. Samfylkingin viLl að fólk
fái rétt tiL að nýta sér foreldraorLof sem er vióbót við fæðingar-
orlofið og feLst i rétti til aukinna fjarvista frá vinnu til að sinna
börnum upp að ákveðnum aLdri.
Stuðning við barnafólk
SamfýLkingin vilL bæta stöóu barnafólks, meðal annars með því
að hækka ótekjutengdar barnabætur og heimila foreldrum aó
nota ónýttan persónuafsLátt barna aó 18 ára aldri. Þetta er
mikiLvægt hagsmunamál foreldra um land aLlt, ekki síst þeirra
sem eiga börn i skóla fjarri heimilum sinum.
Burt með misréttið
Samfylkingin vilL búa öldruðum öruggt ævikvöld. Það á meðal annars
að afnema tengingu örorkubóta og elLilífeyris við tekjur maka og láta
bætur aLmannatrygginga fylgja almennum launabreytingum. Annað er
óréttLátt. Samfylkingin vill tryggja stuðning við fjöLskyldur sem eiga á
brattan að sækja vegna sjúkdóma eða fötlunar. SamhLiða endurskoðun
á velferðarþjónustunni á að gera nýjan samning um afkomutryggingu
þannig að enginn þurfi að una fátækt og óvissu um kjör sín.
Fjölskyldustefnu
í samráói við samtök Launafólks og atvinnurekenda ætLar
Samfylkingin að marka opinbera fjölskyldustefnu um styttan
vinnutima og aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði. í henni fælist
líka aukinn réttur til fjarvista vegna veikinda barna og bætt
réttarstaða gagnvart uppsögnum af fjöLskylduástæðum.
Fyrirtækin hafa það fínt. Það er gott. En nú er komið að fólki.
Breytum rétt
www.samfylking.is