Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
ÓSKAR Ásgeirsson og Sigrún Davíðsdóttir fyrir utan Hótel Ilvols-
völl og má þar sjá nýju hóteibygginguna í baksýn.
Ný hótelálma við
Hótel Hvolsvöll
Hvolsvelli - Ný hótelálma við Hótel
Hvolsvöll verður tekin í notkun í
byrjun maí. í hinni nýju byggingu
verða 24 fullbúin 2 manna herbergi
og að sögn eigenda hótelsins, þeirra
Óskars Ásgeirssonar og Sigrúnar
Davíðsdóttur eykst gistirými hót-
elsins um meira en helming.
Hin nýju herbergi verða rúmgóð
eða 26 fermetrar að stærð. Fjögur
herbergi verða sniðin að þörfum
fatlaðra og einnig verða tvær svít-
ur á hótelinu. „Þetta verður alger
bylting á gistiaðstöðu hér á Hvols-
velli. Nú munum við geta tekið á
móti mun stærri hópum en áður og
boðið miklu betri gistingu sem
samrýmist þeim kröfum sem gerð-
ar eru í dag. Þá munum við einnig
bráðlega breyta matsal hótelsins
og færa eldhúsið þannig að betri
aðstaða skapast bæði fyrir starfs-
fólk og gesti,“ sagði Óskar hótel-
stjóri þar sem hann gaf sér tíma til
að líta uppúr málningarvinnunni í
hinni nýju hótelbyggingu, en sjálf-
ur sér hann um alla málningar-
vinnu.
Þau hjónin, Óskar og Sigrún,
segja að bókanir fyrir sumarið lofi
góðu og ljóst sé að um mikla aukn-
ingu sé að ræða hjá þeim. Sex til sjö
manns starfa á hótelinu í sumar.
Fyrsti hópurinn sem gistir á nýja
hótelinu er væntanlegur 9. maí.
Það er byggingarfélagið Krappi
ehf. sem séð hefur um byggingar-
framkvæmdimar en allar innrétt-
ingar eru íslenskar, smíðaðar hjá
Ingvari og Gylfa.
Reykskynjari bjargar hjónum og fjórum börnum
Sluppu
með
skrekkinn
Höfn - Hjón ásamt fjórum börnum
sínum sluppu með skrekkinn að-
faranótt sunnudags þegar reyk-
skynjari vakti heimilisfólkið eftir
að eldur hafði kviknað í kerta-
stjaka út frá kerti á neðri hæð
hússins, sem er tvílyft timburhús.
Var þá neðri hæðin orðin full að
reyk en eldur ekki mikill.
Eiginmaðurinn, Þorsteinn Guð-
mundsson, hófst handa við að
slökkva eldinn á meðan eiginkona
hans, Bára Baldvinsdóttir, forðaði
börnunum út út húsinu og hringdi
á lögreglu og slökkvilið. Þegar
slökkviliðið mætti á staðinn fáein-
um mínútum síðar hafði Þorsteini
að mestu tekist að ráða niðurlög-
um eldsins, enda vildi til happs að
lítill eldsmatur var nálægt kerta-
stjakanum. Stjakinn var gerður úr
tré og plasti sem bráðnaði í eldin-
um og gaf frá sér mikinn reyk.
Nokkrar skemmdir urðu á borð-
stofuskáp og sót barst víða um
húsið.
Húsráðendur voru samdóma um
að reykskynjarinn hefði bjargað
fjöldskyidunni, enda aðeins tíma-
spursmál hvenær eldurinn næði að
breiða úr sér og þá vart að sökum
að spyrja. Bára segist strax hafa
munað eftir að hafa gleymt að
slökkva á kertinu þegar hún vakn-
aði við reykskynjarann. Kei’ta-
stjakann hafði dóttir þeirra hjóna
smíðað í skólanum og töldu þau að
margir slíkir væru á heimilum á
Morgunblaðið/Eíríkur P. Jörundsson
ÞORSTEINN Guðmundsson, húsráðandi, stendur við upptök eldsins.
Fyrir miðri mynd má sjá brunarústir kertastjakans sem kviknaði í.
Höfn. Þorsteinn og Bára vildu Slökkviliðs Hornafjarðar fyrii' að
koma á framfæri þakklæti til hafa brugðist ótrúlega skjótt við.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
KOLBRÚN Þóra Oddsdóttir afhendir Stefáni Gíslasyni fyrstu skýrsluna í gerð Staðardagskrár 21.
Úttekt fyrir Staðardag-
skrá 21 lokið í Hveragerði
Hveragerði - Hveragerðisbær varð
fyrst íslenskra sveitarfélaga til að
ljúka fyrsta áfanga í vinnu við Stað-
ardagskrá 21. Sá áfangi felst í út-
tekt á núverandi stöðu umhverfis-
mála hjá bæjarfélaginu. 31 sveitar-
félag tekur þátt í verkefninu sem
ætlað er að standa í átján mánuði,
þ.e. til marsloka árið 2000. Fyrir
þann tíma er ætlunin að öll þátt-
tökusveitarfélögin hafi búið til og
staðfest fyrstu útgáfuna af Staðar-
dagskrá 21.
Það var Kolbrún Þóra Oddsdótt-
ir, garðyrkjustjóri Hveragerðisbæj-
ar, sem afhenti Stefáni Gíslasyni
verkefnisstjóra útttekt Hveragerð-
isbæjar. Að sögn Kolbrúnar er
margt í gangi varðandi umhverfis-
mál í Hveragerði.
„Úttekt eins og slík sem við af-
hendum hér hjálpar okkur við að
skilja þau vandamál sem við okkur
blasa og einnig gleður það okkur að
sjá að hér er margt til fyrirmyndar.
Má þar meðal annars nefna virkt
innra gæðaeftirlit vatnsveitunnar.
Heilsustofnun NLFÍ hefur hlotið
viðurkennda vottun frá Vottunar-
stofu Túns fyrir ræktun á lífrænu
grænmeti. Og einnig hefur mikið
starf verið unnið bæði í leikskólum
og grunnskólanum varðandi um-
hverfismál og margt spennandi er í
bígerð þar,“ sagði Kolbrún Þóra.
Að sögn Stefáns Gíslasonar er
Staðardagskrá 21 ætlað að móta
heildaráætlun um þróun hvers sam-
félags, þ.e. áætlun um þróun sem
gerir okkur kleift að mæta þörfum
okkar án þess að stefna í voða
möguleikum komandi kynslóða á að
mæta sínum þörfum.
„Með öðrum orðum Staðardag-
skrá 21 er áætlun um sjálfbæra þró-
un. Nú þegar fyrsta áfanga vinn-
unnar hér í Hveragerði er lokið, er
næst að setja fram markmið sem
samfélagið hyggst stefna að á
næstu öld og lokaáfanginn er síðan
framkvæmdaáætlun sem lýsir því
hvernig Hvergerðingar hyggjast ná
þessum markmiðum," sagði Stefán
Gíslason.
I máli Stefáns kom einnig fram
að sveitarfélögin 31 eru mjög mis-
langt komin með sína vinnu við
Staðardagskrána. En hann vonast
til að sem flest sveitarfélög muni ná
að halda áætlun.
Allir nemendur
skólans með hlut-
verk á sviðinu
Reykholti - Fyrir ýmsa flnía í
Borgarfjarðarsveit hófst páskafrí-
ið með árshátíð grunnskólans á
Kleppjárnsreykjum á fimmtudegi
fyrir pálmasunnudag. Þar fluttu
nemendur leikþætti og má það
teljast sérstakt að allir nemendur
skólans fá hlutverk á sviðinu á árs-
hátíðum skólans. Fullt var út úr
dyrum í félagsheimilinu Logalandi
og mættu þar fiestir þeir sem á
einhvern hátt tengjast skólanum.
Kvöldið fyrir skírdag var svo
kaffihúsastemnming á sama stað,
en þá skemmtu KK og Magnús Ei-
ríksson með sínum alþekkta ís-
lenska seið um óbyggðir,
ómissandi fólk o.fl. Þar með var
páskahátíðin gengin í garð og íbú-
ar höfuðborgarinnar tóku að
streyma í sveitakyrrðina.
Eins og víðast hvar á landinu var
veður stillt og bjart yfir páskana og
fallegt að horfa eftir glampandi
hvítum fjallahringnum. Umferðin
var mikil, eins og veðrið gaf tilefni
til og sagði vanur jeppafari af
Langjökli að þar hefði verið mikill
ijöldi jeppa á föstudaginn langa.
í Húsafelli er á annað hundrað
sumarbústaða og var fólk í þeim
flestum og hefur sundlaugin þar
mikið aðdráttarafl í sólbjörtu veðri.
Forráðamenn Ferðaþjónustunnar
þar segja að aukning á notkun bú-
staðanna frá því í fyrra sé umtals-
verð og álíta helst að það sé Hval-
fjarðargöngumnn að þakka. Mildur
vetur hefur auðvitað ekki skemmt
fyrir, en aðsókn í bústaðina hefur
verið vaxandi undanfarin ár.
Messað var í öllum sóknum og
var messusókn almennt góð. Á
annan dag páska var friðsælt að
vera við messu í gömlu kirkjunni á
Gilsbakka sem stendur hátt yfir
sjávarmáli með mjög fallegt út-
sýni. Nú er Borgarfjarðarsveit að
losna við síðustu skammdegis-
skuggana, og upp úr þessu má svo
fara að búast við lömbum með
hlýnandi vormánuðum.
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
MAGNÚS Eiríksson og KK í Logalandi.