Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vífflundur Þorsteinsson um fjárfestingar lífeyrissjóðanna í hlutabréfum Höft ganga þvert á hagsmuni sjóðfélaga Morgunblaðið/Jón Svavarsson „ÞAÐ er úr takti við alþjóðlegt umhverfi að setja takmarkanir á hluta- bréfaeign íslenskra lífeyrissjóða,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á aðaifundi sjóðsins. VÍGLUNDUR Þorsteinsson stjóm- arformaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna gerði þann fjárfest- ingarramma sem lífeyrissjóðunum í landinu er settur í lögum að umfjöll- unarefni í ræðu sinni á aðalfundi sjóðsins í gær. Hann sagði að tak- markanir sem í lögunum eru séu þegar farnar að hafa óheppileg áhrif á fjárfestingar sumra lífeyris- sjóða þar sem hámark þess sem þeir mega eiga í hlutabréfum, inn- íendum og erlendum samtals, sé 35% af heildareignum. Þetta á þó ekki ennþá við Lífeyrissjóð verslun- armanna þar sem samtala hluta- bréfa hans nú er 21% af eignum. „Til eru lífeyrissjóðir sem eru þegar komnir að eignartakmörkum hlutafjáreignar. Þannig eru erlend hlutabréf í eignasöfnum nokkurra sjóða orðin 25% af heildareignum og standa þeir sjóðir illa að vígi með nýfjárfestingar í innlendum hluta- bréfum. Þetta er slæm staða sem dregur úr ávöxtun lífeyrissjóðanna og gengur þannig þvert á hagsmuni sjóðfélaganna. Staða sem gæti haft neikvæð áhrif á þróun hagvaxtar á íslandi á næstu árum. Því er hér breytinga þörf,“ sagði Víglundur í ræðu sinni. ísland úr takti Hann sagði að þar sem rauná- vöxtun innlendra hlutabréfa sjóðs- ins hefði verið 18,3% og erlendra verðbréfa 10,9% miðað við t.d. 6,4% ávöxtun skuldabréfa sjóðsins á síð- asta ári, væri virk og aukin fjárfest- ing í hlutabréfum nauðsynleg til að lífeyrissjóðurinn gæti haldið áfram góðum árangri í ávöxtun, en á síð- asta ári og árið þar áður var rauná- vöxtun sjóðsins 7,7%. Víglundur bar ísland saman við útlönd í þessu samhengi. Hann sagði að í Bandaríkjunum væri hlut- fall hlutabréfa af eignum sjóðanna um 60% og á Bretlandseyjum væri hlutfallið um 80%. „Af þessu má sjá að það er úr takti við alþjóðlegt um- hverfi að setja takmarkanir á hluta- bréfaeign íslenskra lífeyrissjóða," sagði Víglundur og bætti við: „Við endurskoðun laganna sem fram á að fara á næstu árum tel ég nauðsyn- legt að rýmka þessar reglur frá því sem nú er og í því sambandi er rétt að hafa að leiðarljósi meira traust á skyldum stjórna lífeyrssjóða til mótunar fjárfestingarstefnu sjóð- anna en nú er.“ Aukin eftirlaunaréttindi árið 2001 Meðal annars sem Víglundur skýrði frá í ræðu sinni voru breyt- ingar á hluthafastefnu sjóðsins en frá síðasta aðalfundi hefur áherslum verið breytt og inn í stefnuna bætt möguleika á að ábendingum um rekstur og stefnu félags sé komið á framfæri á hluthafafundum auk þess sem atkvæði sjóðsins geti nýst til þess að taka þar afstöðu til mála í þeim tilgangi að hafa farsæl áhrif á rekstur og framgang þeirra fyrir- tækja sem sjóðurinn á hlut í, eins og það er orðað í stefnu sjóðsins. Þetta atriði gerði Víglundur einnig að umræðu á aðalfundi Eim- skips í síðasta mánuði þar sem hann sagði að auka þyrfti hluthafalýðræði í almenningshlutafélögum á Islandi. Á fundinum greindi Víglundur einnig frá því að makalífeyrisrétt- indi sjóðsfélaga hafi verið aukin um 1.300 m.kr., með því að lengja tíma óskerts makalífeyiis úr 24 mánuð- um í 36 mánuði. Um frekari rétt- indaaukningu sagði Víglundur: „Næstu aðgerðir til réttindaaukn- ingar verða til aukningar eftirlauna- réttinda og er þess að vænta að óbreyttu, ef tekst að ávaxta sjóðinn áfram um 7-8% að raungildi á ári, eins og á liðnum árum, að unnt verði að auka eftirlaunaréttindi sjóðfélaga um 4-5 milljarða í byrjun aldar hinn 1. janúar 2001.“ Sjóðfélögum fjölgaði um 14% Lífeyrisþegar sjóðsins voru 4.187 um síðustu áramót og sjóðfélögum fjölgaði um 14% og voru 34.405 á síðasta ári. Sjóðurinn er því sá stærsti hér á landi. Hlutabréfaviðskipti sjóðsins námu 1.177 m.kr. á liðnu ári. Fjár- fest var í hlutabréfum fyrir kr. 611 milljónir, eða sem nemur 5,2% af fjárfestingum, en seld fyrir 566 m.kr. Um síðustu áramót nam hlutabréfaeign sjóðsins 4,5 milljörð- um eða 7,6% af verðbréfaeign. I máli forstjóra sjóðsins, Þorgeirs Eyjólfssonar, kom fram að sjóður- inn er nú hluthafi í 34 hlutafélögum og að verðmæti erlendrar verð- bréfaeignar sjóðsins tvöfaldaðist á síðasta ári. „Höfuðröksemd þess að sjóðurinn á hluta af eignum sínum í erlendum verðbréfum er að ná auk- inni áhættudreifingu. Við búum við fremur einhæft atvinnulíf sem er sjávarvöruframleiðsla. Því er mikil- vægt að hluti eigna lífeyrissjóðsins sé í erlendum verðbréfum til þess að dreifa áhættu sjóðfélaganna og treysta með þeim hætti trygginga- undirstöður sjóðsins. Með alþjóð- legri dreifingu verðbréfaeignarinn- ar aukast jafnframt líkur á betri ávöxtun til lengri tíma.“ Þorgeir sagði jafnframt að stefnt væri að því að fjölga fjárvörsluaðil- um erlendis og í fjárfestingarstefnu sjóðsins væri gert ráð fyrir að 10% af því fé sem er til ráðstöfunar í ár verði varið í innlend hlutabréf og 30% í erlend verðbréf. Sátt milli kynslóða í umræðum á fundinum komu fram ábendingar og gagnrýni á nokkra þætti í starfsemi sjóðsins. Guðjón Andrésson vildi m.a. fá að vita hver ætti sjóðinn og vildi fá að vita af hverju ekki færi fram stjórn- arkjör á aðalfundi. Honum fannst núverandi ástand bera merki um ólýðræðisleg vinnubrögð. Hann fékk þau svör að sjóðurinn væri sjálfseignarstofnun og þar sem fé- lagið væri hvorki hlutafélag sjóðsfé- laga eða annarra gæti það reynst erfitt að ákveða hvert ákjósanlegt atkvæðahlutfall meðal sjóðsfélaga ætti að vera, kæmi til stjórnarkosn- inga í sjóðnum. „Sjóðurinn er sátt milli kynslóðanna," sagði Víglundur. Vigfús Pálsson hafði athuga- semdir við það að sjóðurinn væri ekki með aldurstengd réttindi. Víglundur sagði að lífeyrissjóður- inn væri með mjög sterka sam- keppnisstöðu gegn aldurstengdum sjóðum, en Lífeyrissjóður verzlun- armanna er með jafna réttindalega ávinnslu og því væri fólk undir þrí- tugu með sömu réttindi og fólk sem hefði kannski greitt í sjóðinn í 40 ár. Þess ber að geta að meðalaldur greiðandi sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna er 33 ár. Stjórnarformaður Samherja gerði fiskveiðistjórnunarkerfið að umtalsefni á aðalfundi í gær Skortir málefnalega umræðu Morgunblaðið/Kristján KÁRI Arnór Kárason, formaður stjórnar Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri bera saman bækur sínar á aðalfundi fé- lagsins í Nýja bíói, Akureyri, í gær. KÁRI Arnór Kárason formaður stjórnar Samherja gerði fiskveiði- stjórnunarkerfið hér á landi að aðal- umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Nýja bíói á Akureyri í gær, enda sagði hann eðlilegt að svo mikilvægt stjómkerfi fái mikla umræðu, ekki síst í aðdrag- anda kosninga. Sú krafa sé eðlileg að umræðan sé málefnaleg og hafi að leiðarljósi hvemig nýta megi auð- lindir sjávar með sem hagkvæmust- um hætti, en að mati stjómarfor- mannsins skortir mikið á að umræð- an undanfarin misseri fái góða ein- kunn fyrir að vera málefnaleg. Kári hóf umræðuna með því að hverfa til upphafs núverandi kerfis, til ársins 1983, en þá var ástand í sjávarútvegi ekki björgulegt, fyrir- sagnir blaðanna gáfu til kynna tap- rekstur á veiðum og vinnslu. Höfuð atvinnuvegur þjóðarinnar hafi verið að þrotum kominn eftir langvarandi taprekstur, ofveiði helstu nytjastofna og efnahagslega óstjóm í landinu. Auðlindin var ofnýtt og takmarka þurfti aðgang að henni en við þær að- stæður hafi kvótakerfinu verið komið á. „Þeir sem gagnrýnt hafa upphaf- legar úthlutanir á veiðiheimildum mættu kannski skerpa minni sitt ör- lítið í þessu sambandi," sagði Kári. Kvótasetning þýddi að atvinnu- réttindi þeirra sern stunduðu sjávar- útveg vora takmörkuð, en markmið- ið var að vernda fiskistofna og auka hagkvæmni í greininni. Frá upphafi hafi verið ljóst að þær veiðiheimildir sem stóðu til boða vora ekki nægjan- legar til að hægt yrði að sækja sjóinn eins og menn óskuðu. Þær náttúra- legu og efnahagslegu staðreyndir hafi blasað við að kvótasetningin myndi leiða til þess að einhverjir myndu hætta og aflaheimildir sam- einast. Líkt og vani er þegar nýjar leikreglur era settar orki þær tví- mælis og á þessum tíma hafi menn tekist hart á um hvernig skipta ætti hinum takmarkaða rétti. Litla gula hænan fann fræ ,Á þessum tíma voru þó ekki uppi neinar kröfur þess efnis að eðlilegt væri að skipta veiðiréttinum niður á aðra en þá sem stunduðu atvinnu- veginn og ég minnist þess ekki að blaðamenn, bankastjórar og háskóla- prófessorar hafi sýnt því mikinn áhuga að fá úthlutaðan kvóta til að hefja útgerð. Raunar held ég að hefðu slíkar kröfur komið fram á þeim tíma hefðu þær ekki fengið mikinn hljómgrunn. Sjávarútvegur- inn var í vandamálum, það þótti ekki vænlegt að hætta fé í rekstri sjávar- útvegsfyrirtækja. Það var á þessum áram sem Samherji hóf göngu sína og kannski var það líka á þessum ár- um sem litla gula hænan fann fræ.“ Nefndi Kári að niðurskurður afla- heimilda hafi fylgt lélegu ástandi fiskistofna og mörg fyrirtæki og ein- staklingar hafi ekki staðið hann af sér, orðið gjaldþrota. Þorskveiði- heimildir hafí verið skomar niður um rúmlega 100.000 tonn sem með nútíma reiknikúnstum jafngildi um 70 milljörðum króna. „Þá var ekki talað um að verið væri að taka þessa fjármuni frá útgerðinni, þótt menn tali nú um gjafir og eignatilfærslur þegar aflaheimildir era auknar á nýjan leik,“ sagði Kári. Aigjör umskipti hafi orðið á þeim 15 áram sem liðin eru frá því kvóta- kerfið var tekið upp og væri nú svo komið að íslenskur sjávarútvegui' væri til fyrirmyndar. Stórbætt stjóm- un og stöðugleiki í efnahagsmálum ættu einnig ríkan hlut að máli en stjórnkerfi fiskveiðanna ætti mestan þátt í velgengni fyrirtækjanna. „Það er búið að sá fræinu, skera hveitið, maia það, hnoða deigið og baksturinn er í fullum gangi. Nú snýst umræðan um réttlæti, nú get ég, nú get ég segja ýmsir vaíinkunn- ir menn, sem áður vildu hvergi nærri koma. Kakan í bakstrinum er sam- eign okkar allra - allir eiga nú í nafni réttlætis að fá sinn hlut. Nú era blaðamennirnir, bankastjórarnir og prófessorarnir tilbúnir. Nú finna þeir peningalykt af því sem áður var botnlaus hít,“ sagði stjórnarformað- ur Samherja og benti á að það væri orðið sérstakt réttlætismál að taka eignarnámi atvinnuréttindi þeirra sem stunda sjávarútveg til þess eins að selja þeim þau aftur. Kári spurði hvað það væri sem afhent hefði verið ókeypis og komst að því að með ærn- um tilkostnaði og stórbættum rekstrarárangri hefði greinin sjálf gert atvinnuréttindi sín verðmæt. Fráleitt væri að tala um að greininni hefðu verið færð stórkostleg verð- mæti á silfurfati. Jafnfráleitt, að það væri réttlætismál að þeir sem engu hefðu hætt, hvorki í fjármunum né fyrirhöfn eigi nú að fá sérstakan gjafakvóta í þeim tilgangi einum að selja hann til baka til þeirra sem gerðu hann verðmætan. I þessari umræðu vildu menn oft ragla saman fullveldisrétti þjóðarinnar yfir fiski- miðunum og atvinnuréttindum þeiira sem miðin nýta. Almanna- valdið færi með fullveldisréttinn og ætti að gæta almannahagsmuna, að miðin væra ekki ofnýtt. Aldrei sátt um að taka atvinnuréttindi eignarnámi „Verum minnug þess að þegar auðlind er takmörkuð er ekki hægt að veita einum meira, nema með því að taka frá öðrum. Því eru kröfur um að einhverjir eigi nú og sérstaklega að fá meiri rétt, um leið kröfur um að réttur annarra sé skertur að sama skapi,“ sagði Kári og benti á að stað- an í umræðunni nú væri sú að allir vildu borða brauðið. Aldrei yrði sátt um að taka atvinnuréttindi þeirra sem nú stunda sjávarútveg eignar- námi og selja þeim á nýjan leik, né heldur um sértæka skattlagningu á grein sem ætti í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Slíkar hug- myndir væru óraunhæfar og leiða hvorki til sátta né framfara. „Núgild- andi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur skilað árangri. Það hafa ekki komið fram hugmyndir um breytingar sem líklegar eru til að skila betri niður- stöðu,“ sagði Kári Amór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.