Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 23 ÚR VERINU Evrópusambandið bannar innflutning á nflarkarfa Verð fyrir íslenskan karfa hækkað verulega EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur bannað innflutning á nílarkarfa úr Viktoríuvatni í Afríku og hefur verð á íslenskum karfa hækkað verulega í kjölfarið. Sala Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. á nílarkarfa til Evrópu hefur stöðvast. Innflutningsbann Evrópusam- bandsins var sett á í kjölfar þess að útflutningur nílarkarfa frá Uganda var stöðvaður af þarlendum stjórn- völdum. Innflutningur frá Tansaníu og Kenýa var síðan bannaður í fram- haldi þess. Ástæðan fyrir innflutn- ingsbanninu er einkum talin vera sögusagnir um að einstakir veiði- menn í Viktoríuvatni noti eitur til að drepa fískinn við veiðarnar. Þá hafa einnig borist fréttir af því að veru- legt magn saurgerla hafí fundist í nílarkarfanum. Innflutningsbanni á ferskum nílarkarfa var aflétt um mitt síðasta ár sem þá hafði gilt í hálft ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve lengi bannið mun gilda að þessu sinni en búist er við að það vari í eitt ár líkt og síðast. Búist er við að dýralæknaráð Evrópusam- bandsins fundi í dag með framleið- endum nflarkarfa og fulltrúum land- anna þriggja og þá verði jafnvel ákveðið hve lengi bannið muni gilda. Lítið framboð af karfa Samúel Hreinsson, framkvæmda- stjóri íseyjar, segir innflutningsbann- ið hafa leitt til verulegra verðhækk- anna á ferskum karfa á fískmarkaðn- um í Bremerhaven. „Við seldum norskan karfa í gær sem er nokkuð smærri en sá íslenski, allt að því smákarfí. Kflóið seldist á 190 krónur en vanalega fást ekki nema um 130 krónur fyrir þennan karfa. Fyrstu dagana eftir páska er vanalega lítið um að vera á markaðnum og verð í lægri kantinum. En núna fékkst mjög gott verð því framboðið er orðið svo lítið eftir að lokað var á nflarkarfann.“ Að sögn Samúels eru flestir þeirr- ar skoðunar að gildi innflutnings- bannið í eitt ár þýði það nánast enda- lok nflarkarfans á markaðnum. „Það hefur hinsvegar enginn vfljað setja sig upp á móti nflarkarfanum því enginn vill tala um saurgerla í fiski. Það kemur niður á öllum fiskiteg- undum. Þeir sem harðast börðust fyrir því innan embættismannakerf- isins að innflutningur á nflarkarfa yi-ði heimilaður að nýju eftir inn- flutningsbannið síðast sitja í súpunni nú vegna þess að því var harðlega mótmælt þegar banninu vai- aflétt. Þeir munu því væntanlega ekld mót- mæla banninu nú,“ segir Samúel. Hefur áhrif á markaðsverð Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er einn stærsti söluaðili nflarkarfa í Evrópu, bæði á ferskum og frystum fiski. A síðasta ári var heildai-sala SH af nflarkarfa vel yfir 3.000 tonn, en stærsti hluti þess var seldur á Asíu- markað. Kristján Hjaltason, fram- kvæmdastjóri markaðsmála og þjón- ustu hjá SH, segir að innflutningur SH til Evrópu hafí nú stöðvast vegna innflutningsbannsins. Enn verði hinsvegar haldið áfram að selja fros- inn nflarkarfa til Asíu og Bandaríkj- anna. „Þetta er vissulega slæmt því innflutningsbannið hefur væntanlega einnig áhrif á markaðsverð.“ Krist- ján segist eiga von á því að ákvörðun- in muni koma til endurskoðunar, enda hafí hér verið um varúaðarráð- stöfun að ræða. Umræddum löndum verði gefinn tími til að koma hlutun- um í lag. Hann segir sögur af notkun eiturefna við veiðarnar líklega hafa gert útslagið með að bannið var sett á. „Það hafa ekki fundist nein merki þess í fískinum sem seldur er í Evr- ópu. Sögusagnimar virðast hinsveg- ar hafa verið það sterkar að Evrópu- sambandið sá sig knúið til að grípa til aðgerða. Eg er nokkuð sannfærður um að slík vara fer ekki til útflutn- ings og málið sé mjög afmarkað. Það er engu að síður mjög alvarlegt og það er verið að bregðast við því með þessum aðgerðum, enda mega slíkar aðferðir ekki viðgangast,“ segir Kri- stján. ---------------- Danir veiða minna DÖNSK skip lönduðu rúmlega 1,5 milljónum tonna af fiski á síðasta ári, að verðmæti um 36 milljarðar íslenskra króna. Það er um 15% minni afli en á árinu 1997 en verð- mætið er um 0.6% meira. Ársafli Dana á helstu tegundum á síðasta ári varð mun minni en á fyrra ári. Veiðar á sandsíli drógust saman um 200 þúsund tonn frá árinu 1997 eða um 23%. Þá var þorskveiði Dana um 14% minni en á fyrra ári en verð- mæti þorskaflans jókst hinsvegar um 13%. Ennfremur jókst verðmæti brislingsaflans um 21%. mCrane/ím\ www.velaverk.is s. 568 3536 Leyfðu h jartanu aúráða! 1 Sólblóma er hátt hlutfall fjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). Fita í 100 g ■ mmu tkölcupaklci Ommu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.