Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 28

Morgunblaðið - 13.04.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ 85 ára gam- alt flösku- skeyti NÝSJÁLENDINGURINN Emily Crowhurst hefur óskað eftir því að fá í hendur flösku- skeyti sem faðir hennar skrif- aði móður hennar tólf dögum áður en hann lést í íyrri heimsstyrjöldinni. Faðir Crowhurst, Thomas Hughes, kastaði flöskuskeytinu í sjóinn á leið sinni til vígstöðva í Frakklandi fyrir 85 árum. Flaskan festist nýlega í neti sjómanns í ármynni Thames í Essex í Suðaustur-Englandi. Nýr herfor- ingi í Níger YFIRMAÐUR öryggissveita forsetans í Níger, Daouda Mallam Wanke, hefur verið skipaður í sæti forseta til bráðabirgða eftir að Ibrahim Bare Mainassara, fyrrverandi forseti, var skotinn til bana í síðustu viku. í ríkissútvarpi í Níger var skýi-t frá því að Wanke myndi einnig vera í forsæti Þjóðarráðs sem fer með sáttamál í landinu, næstu níu mánuði. Talið er að örygg- issveitir forsetans hafi orðið Mainassara að bana og að Wanke hafi tekið þátt í morð- inu. Sonur Su- hartos leidd- ur fyrir rétt RÉTTARHÖLD yfir yngsta syni Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, hófust í gær. Hutomo „Tommy“ Mandala Putra er ákærður fyrir fjármálamisferli, en talið er að eitt af fyrirtækjum Putra hafi leigt út land í eigu ríkisins og hagnast um nokk- ur hundruð milljónir króna. Suharto-fjölskyldan hefur verið ásökuð um að hafa dregið til sín verulegt fjár- magn á ólöglegan hátt í 32 ára stjórnartíð Suhartos. Er Putra fyrsti fjölskyldumeð- limurinn sem leiddur er fyrir rétt í kjölfar afsagnar föður hans. Schröder kosinn for- maður SPD GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, var í gær kosinn for- maður Jafn- aðarmanna- flokksins, SPD, með 76% at- kvæða. Schröder var eini frambjóðandinn í formanns- sætið en í síðasta mánuði sagði Oskar Lafontaine óvænt af sér. Fyrir kosningamar höfðu stuðningsmenn Schröd- ers sagst mundu verða ánægðir ef hann fengi 80% fylgi eða meira. Schröder ERLENT Indverjar skjóta á loft langdrægri eldflaug í tilraunaskyni Pakistanar ætla að svara „með tilhlýðilegum hættiu Nýju-Dehlí, Peking, W.ishington, Islamabad. Reuters. KÍNA og Bandaríkin voru meðal þeirra ríkja sem í gær hörmuðu ákvörðun indverskra stjórnvalda á sunnudag að skjóta á Ioft nýrri gerð Agni-eldflaugar í tilraunaskyni, en Agni-eldflaugin er talin geta flutt kjarnaodda. Lýstu stjórnirnar í Peking og Washington ótta sínum um að tilraunirnar gætu leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups í Suður-As- íu, og að friði og stöðugleika í heimshlutanum sé ógnað með þess- um aðgerðum. Indversk dagblöð voru á hinn bóginn himinlifandi og sögðu Indverja nú hafa yfir að ráða „endanlegri" getu til að verja fóst- urjörðina. Indverskir stjómmála- menn gerðu einnig örstutt hlé á inn- byrðis deilum sínum til að fagna ár- angrinum í þróun kjamorkueld- flauga. Á sama tíma sögðu stjórn- völd í Pakistan að þau myndu bregðast við tilraunum Indverja „með tilhlýðilegum hætti“. Pakistanar og Indverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og þrisvar sinnum á þeim rúmlega fimmtíu árum sem liðin eru, síðan ríkin tvö voru mynduð, hafa þau háð stríð sín á milli. Á sunnudag var mikill þrýstingur á stjórnvöld í Pakistan að svara tilraunum Ind- verja þegar í stað með því að skjóta einnig á loft eldflaugum sem era langdrægari en þær sem Pakistan- ar hafa áður skotið á loft, til að sýna Indverjum að þeir búi ekki einir yfir slíkum tólum. Spenna í samskiptum Pakistans og Indlands magnaðist mjög í fyrravor þegar báðar þjóðir gerðu tilraunir með kjarnorkuvopn. Hræringarnar þá ollu miklum áhyggjum og urðu einnig til þess að vesturveldin beittu viðskipta- þvingunum í því augnamiði að fá löndin til að virða bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Síðan þá hefur heldur stefnt í friðarátt, ekki síst eftir að Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, heim- sótti Pakistan í febrúar og yfirvöld í löndunum tveimur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem því var heitið að allt yrði gert til að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaátök, sem og að stefnt yrði að lausn harðvítugr- ar deilu um yfirráð yfir Kasmír- héraði í Himalaja-fjöllunum. Heim- ildir fregna reyndar að Indverjar hafi nú fylgt þeim ákvæðum yfir- lýsingarinnar frá því í febrúar að láta Pakistana vita með tveggja Reuters AGNI-flaugin stuttu áður en Indverjar skutu henni á loft undan ströndum Orissa-ríkis í austurhluta Indlands á sunnu- dag. Flaugin kom niður í Bengal-flóa og sögðu talsmenn stjórnvalda að tilraunin hefði gengið að óskum. daga fyrirvara af því að fyrir dyr- um standi tilraunir með kjarnorku- vopn. Ertu að hugsa um: • Rými • Þægindi • Gott endursöluverð • Allt þetta sem staðalbúnað: Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. | Ifj jl 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa • Litaðar rúður Samlitaðir stuðarar n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.