Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.04.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 47 UMRÆÐAN Skynvillur? HVAÐ gerist með manni eins og utanrík- isráðherra Islands, þegar hann stendur upp á málþingum er- lendis með fyrirsvars- mönnum þjóða heims og predikar yfir þeim nauðsyn þess að láta af að styrkja sjávarút- veg með almannafé? Ekki mælir hann svo af því senr hann sé ókunnugur íslenzku háttalagi í málinu? Trúlega talar hann svo í skjóli þess að aðrir viti ekki betur um ís- lenzka hagi. Sé svo er það óskapfellilegt í mesta máta. Um þessar mundir stendur nefni- lega þann veg á fyrir íslenskum sjáv- arútvegi að hann nýtur meiri fyrir- greiðslu af opinberri hálfu en dæmi munu vera um á jarðarkringlunni. A,m.k. er þeim, sem hér heldur á penna, ókunnugt um þá fískveiði- þjóð, sem afhendir örfáum útgerðar- mönnum lungann úr sjávarauðlind sinni til eignar að selja og leigja íyrir eigin reikning fyrir fjárhæðir, sem numið gætu hundruðum milljóna. Eða er formaður Framsóknar- flokksins haldinn slíkri skynvillu að hann trúi því að hann hafí leyfi til að segja öðrum þjóðum til í þessum sökum eins og hér í upphafí var vitn- aðtil? í útvarpsviðtali við forsætisráð- herrann á dögunum útmálaði hann hina stórfelldu breytingu til batnað- ar, sem orðið hefði á rekstri og af- komu sjávarútvegsfyrirtækja undir ráðstjóm sinni og völdum LÍÚ und- anfarin ár. Nú væri af sem áður var að fyrirtæki færu á hausinn eitt af öðru eða hlaupið væri undir bagga með þeim í tíma og ótíma, 300 milljóna króna fyrir- greiðsla hér og 500 milljóna króna þar en fyrir lítið komið. Annaðhvort talar hér maður af fullkominni vanþekkingu eða hann fer með vísvitandi blekkingar. Saga ís- lenzkrar útgerðar síð- ustu hálfa öldina er nefnilega allt önnur í raun en þarna er verið að gefa í skyn og skrumskæla. Staðreyndin er sú, og ætti öllum að vera augljós, að hinar byltingarkenndu framfarir íslenzku þjóðarinnar á síðari hluta þessarar Sjávarútvegsmál Nú hefír Sovét-ísland - óskalandið, segir Sverr- ir Hermannsson, loks haldið innreið sína í íslenzkum sjávarútvegi. aldar eru að langmestu leyti úr sjó dregnar. Ekki var nú útvegurinn aumari en svo, þótt á ýmsu gengi, því svipull er sjávarafli. Og ástæður þess að sjávarútvegurinn var aflögu- fær sem þessu nam um farsæld þjóð- arinnar voru að þá var starfsgreinin opin fyrir ungum framtaks- og afla- mönnum. Þá máttu sjávarþorpin hringinn í kringum landið sækja sinn sjó og færðu þá björg í bú, sem fleytti okk- Sverrir Hermannsson ur fram til þeirrar farsældar, sem við búum við. Nú er öldin önnur. Nú hefir Sov- ét-ísland - óskalandið - loks haldið innreið sína í íslenzkum sjávarút- vegi. Og líkt og austur þar er hér orðinn til aðall örfárra, sem makar krókinn og gengur í sjóðinn og sæk- ir sér hnefa með góðum vilja og vit- und Æðsta ráðs. Oddvita ríkisstjórnar vex í augum sú hjálp, sem á árum áður varð að veita sjávarútveginum á tímum afla- brests og verðfalls afurða, og nefndi hundruð milljóna í því sambandi. En sú aðstoð var raunar eins og kræki- ber í helvíti á borð við þær fúlgur sem ráðamenn færa sægi-eifunum á silfurfati nú um stundir. Þrjú dæmi af mörgum: 1. Við aukningu þorskkvótans á sl. ári var einu íyrirtæki fært á fati gefins kvóti, sem virtur er á 900 milljónir króna á því rugl- verði, sem lénsherrarnir hafa komið sér upp. 2. Á sínum tíma ákvað þáverandi sjávarútvegsráðherra frá Höfn í Hornafírði að færa þremur fyrir- tækjum á bökkum svonefndan skipstjórakvóta. Á bakka Sam- herja var kvóti sem metinn er nú á nær 4 - fjóra milljarða króna - segi og skrifa: Fjögur þúsund milljónir króna. 3. I sama skipti á öðrum bakka voru Ágústi Einarssyni, auðlinda- skattsmanni og alþingismanni, færðar veiðiheimildir gefins fyrir fjárhæð sem svarar til 2.600.000.000.- tvö þúsund og sex hundruð milljónum króna. Ágúst ræður nú mestu um stefnuleysi Samfylkingarinnar í sjávarút- vegsmálum. Mönnum, sem svona stjórna, get- ur ekki verið sjálfrátt. Ánnað tveggja stjórnast þeir af ágirnd eða að auður sægreifanna hefír náð völdum yfír vilja þeirra. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. BEIMÞYN N I N G [Jeinþynning er sérstaklega vanöemál meðal aldraöra þar sem beinþéttnin rýrnar með aldri. Ætla má að um 1000 beinbrot á ári tengist beinþynningu hér á landi, þar af eru meira en 300 mjaðmarbrot og hvert slíkt brot kostar eina og hálfa milljón króna í meðferðar- kostnað. Góð lyf eru nú til gegn beinþynningu þegar það á við. Frekari rannsókna er þó þörf á hvernig best er unnt að hindra beinþynningu og beinbrot aldraðra sem virðast meira vandamál hér og á hinum Norðurlöndunum en víðast annars staðar í heiminum. Gunnar Sigurðsson, prófessor Myndin sýnir afleiðingu beinþynningar, eldri kona með herðakistil vegna samfalls á nokkrum hryggjarliðbolum. w c&f(aí ú **£&<*/ ú Bleksprautufaxtaeki með innbyggðum síma lOObls. A4 móttökupappír 5 nr. beinvalsminni 50 nr. skammvalsminni Bleksprautuprentari, skanni. Ijósritunarvél og faxtæki 1200*1200 dpi prentun 7 bls. mín/sh 3 bls. mín/lit Litaskanni 300*300 dpi Bleksprautufaxtæki, sími» prentari, skanni og Ijósritunarvél 1200*1200 dpi prentun 8 bls. mín/sh 3 bls. mín/lit Litaskanni 300*300 dpi 20 nr. beinvalsminni 50 nr. skammvalsminni Laserfaxtaeki 30 bls. arkamatari 250 bls. A4 móttökupappír 20 nr. beinvalsminni 80 nr. skammvalsminni 1 MBminni Sérstakt tilboÖsverÖ 64.900 kr. stgr. Heimilistæki SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 umboðsmenn um land allt f Urval vandaðra faxtækja fyrir vinnustaði og heimili 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.