Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 57 + Sigurður Hall- dór Guðmunds- son fæddist í Kópa- vogi 21. júlí 1930. Hann lést á heimili sinu hinn 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét V. Sigurð- ardóttir, húsfreyja, f. 4. nóvember 1897, d. 1985, og Guðmundur Jó- hannsson, skip- stjóri, f. 4. apríl 1886, d. 1974. Systkini Sigurðar eru Jóhann Kristinn, f. 1921; Baldur, f. 1925, d. 1999; Gísli, f. 1926, d. 1995; og Guðbjörg Ást- hildur, f. 1928. Hinn 15.febníar 1952 kvæntist Sigurður Elísabetu Maríu Víglundsdóttur, f. 28.6. 1933. Foreldrar hennar voru Þórhild- ur Sveinsdóttir, skáldkona, f.16.3. 1909, d. 1990, og Víglundur Gíslason, verkamaður, f. 23.8. 1902, d. 1977. Sigurð- ur og Elísabet María eignuðust átta börn, þau eru: 1) Ásdís, f. 28.3. 1952. Sambýlis- maður liennar er Gísli Geir Jónsson, f. 7.1. 1949. Börn Ásdís- ar eru: Sigurður Hrafn, f. 13.8. 1971, Kristinn Björn, f. 25.5. 1975, Agnes f. 2.5.1980, og Hjördís, f. 4.12. 1981. Barn Hjördísar er Breki, f. 21.8. 1997. 2) Víglundur, f. 28.5. 1953. 3) Margrét Rósa, f. 1.7. 1954. Dóttir hennar er Elísabet Ólöf, f. 14.9. 1977. 4) Þórhildur, f. 23.2. 1957. Sambýlismaður hennar er Ólafur Viðar Birgisson, f. 9.9. 1952, börn Þórhildar eru; Gréta María, f. 6.9. 1977, Kristrún, f. 1.10. 1979, Víkingur, f. 23.9. 1985. 5) Guðmundur, f. 23.8. 1958. Kona hans er Kolbrún S. Jóhannesdóttir, f. 14.2. 1960. Börn þeirra eiu Sandra Björk, f. 18.7. 1978, hennar barn er Helgi Snær, f. 7.12. 1997; Helga Ingibjörg, f.10.8. 1979; og Sig- urður Halldór, f. 30.8. 1984. 6) Guðrún Sigurlaug, f. 19.1. 1962, gift Guðmundi Þorkelssyni, f.17.12. 1961. Dætur þeirra eru: Margrét Lára, f. 27.7. 1984, og Elísabet María, f. 8.2. 1988. 7) Sigurður, f. 9.7. 1963. Kona hans er Eyrún Guðnadóttir, f. 15.3. 1968. Þeirra börn eru: Dagur Ingi, f. 22.6. 1989, og Jenna Karen, f. 18.1. 1994. 8) Halldór, f. 9.3. 1965. Sigurður ólst upp í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Flugfélagi íslands árið 1948. Hann lærði flugvirkjun og vann hjá flugfé- laginu, síðar Flugleiðum, allan sinn starfsaldur. Sigurður verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. SIGURÐUR H. GUÐMUNDSSON Við fráfall tengdaföður míns koma fram margar minningar um þennan einstaka mann. Fyrstu kynni mín af honum voru fyrir um 17 árum þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir yngstu dóttur hans. Dóttirin kynnti mig fyrir hon- um og var ekki laust við að smá kvíði og stress gerði vart við sig hjá mér, allavega varð ég þvalur í lófum og þurr í munni eins og ungra manna er sjálfsagt siður á slíkum stundum. Þessi kvíði og þetta stress hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar Súddi, eins og hann var kallaður, kom fram og heilsaði skælbrosandi og kátur og spurði hvort mér þætti ekki gaman að djassi eða Glen Mill- er. Þessi fyrstu kynni voru einkenn- andi fyrir Súdda. Hann var alltaf glaður og kátur og gat ávallt fundið spaugilegar hliðar á flestum málum, tilbúinn að hjálpa þeim sem hann gat, kenna golfreglur, segja brand- ara og ræða um hina ýmsu hluti. Stress og ólund voru orð/hugtök sem ekki fundust í orðabók Súdda. Eg tel það hafa verið inikla gæfu og forréttindi fyrir mig að hafa fengið að kynnast þessum manni og þessi ár sem kynni okkar stóðu yfir verða geymd í minningunni, minn- ingunni um einstakan mann. Hvíl í friði, Súddi. Guðmundur Þorkelsson. Afi var alltaf í góðu skapi, hlæj- andi og gantaðist oft. Þegar við kíktum í heimsókn kom hann okkur mjög oft til að hlæja. Við munum t.d. í eitt skiptið þegar við vorum í heimsókn þá lét hann geisladisk í með gamalli hljómsveit og fór að dansa út um allt gólf. Alltaf þegar við komum okkur í vandræði í tölv- unni hans kom hann og bjargaði öllu. Hann var alltaf svo góður við alla og okkur þótti mjög vænt um hann. Við munum sakna hans sárt. Margrét Lára og Elísabet María. Okkur starfsfélögum sínum að óvörum kvaddi Sigurður Halldór Guðmundsson þennan heim árla á páskadagsmorgun, hinn fjórða apríl sl., eftir aðeins fárra vikna veikindi. Ég ætla í örfáum línum að rifja upp nokkur atriði úr næstum 50 ára starfsferli Sigurðar eða Súdda, sem Erfisdrykkjur H H P E R L A N Sími 562 0200 allixixiiillllllJL var gælunafn hans meðal nánustu vina og félaga. Eftir próf úr Gagnfræðaskóla Reykjavíkur vann hann nokkur ár verkamannavinnu við Rafstöðina við Elliðaár en 1. júní 1948 réðst hann sem hlaðmaður til Flugfélags Islands. Rúmlega ári seinna hóf hann flugvirkjanám hjá Flugfélag- inu og sá Brandur Tómasson yfir- flugvirki um verklegan þátt náms- ins en bóklega hluta námsins stund- aði hann ásamt nokkrum félögum sínum á námskeiðum þar sem aðal- kennari var Jón A. Stefánsson. Eft- ir flugvirkjapróf 1954 gegndi Súddi vélamannsstarfi á Catalína-flugvél- um þar til hann hóf störf á mæli- tækjadeild Flugfélagsins sem var undir stjórn Sveinbjöms Þórhalls- sonar. Viðbótarnám í viðhaldi flug- mælitækja hlaut Súddi á námskeið- um hjá SAS í Kaupmannahöfn í apríl 1960 og hjá Fields Aviation í Englandi 1963 en þá tók hann við deildarstjórastarfi mælitækjadeild- arinnar. I desember 1963 var Súddi fastráðinn flugvélstjóri hjá Flugfé- laginu og var fyrstu árin á DC-6B og DC-4 flugvélum en frá 1967 einnig á Boeing 727 þotum Flugfé- lags Islands og síðan Flugleiða. Á þessum árum var Súddi oft lang- dvölum við störf í Grænlandi. Á ár- unum 1965 til 1977 tók Súddi virkan þátt í félagsmálum í Flugvirkjafé- laginu og var ýmist í aðalstjórn eða varastjórn allt það tímabil. Frá 1968 til 1984 sá hann einnig um nýþjálfun og endurþjálfun flugvélstjóra á Boeing 727 flugvélum og tækni- kennslu flugmanna á sömu ílugvél- um. í desember 1984 fékk Súddi hjartasjúkdóm, sem olli því að hann varð að láta af flugvélstjórastörfum. Hann gegndi samt kennslu og þjálf- unarstörfum áfram um tíma en réðst svo til tæknideildar Flugleiða þar sem hann stjórnaði lengst af þjálfunar- og tæknikennslumálum og síðan ýmsum öðrum verkefnum LEGSTEINAR Qpaníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is þar til hann lét af störfum við 67 ára aldursmarldð í lok júlí 1997. Eins og sjá má af þessari upp- talningu var hann lengi í forystu- sveit þeirra manna sem höfðu með fræðslu- og öryggismál að gera í fluginu. Það var ekki tilviljun að hann var valinn til þeirra starfa heldui' vegna þess að hann hafði skarpa greind og var afburða minnisgóður. Hann kunni utanbók- ar flest kerfi þeirra flugvéla sem hann vann við og hvernig bar að bregðast við hvers konar bilunum og vandamálum. Það var stundum eins og að fletta upp í gagnabanka að spyi-ja hann um einhver tæknileg mál. Hann hafði svörin jafnan á hraðbergi. Jafnan var Súddi léttur í lund og sparaði ekki að segja léttar gi-ínsög- ur, ekki síður um sjálfan sig en aðra. Allt þetta gerði hann mjög vinsælan meðal starfsfélaganna. Hann hefur. nú lokið góðu lífs- starfi og skilur eftir söknuð í hjört- um okkar vina sinna og samstarfs- manna í Flugvirkjafélaginu. Við færum honum þakkir fyrir liðna tíð og biðjum guð að blessa og styrkja eftirlifandi eiginkonu, börnin þeirra og fjölskyldur. Oddur Ármann Pálsson. ^VVAUAKSTo,,* Á>^,| J.Nt /SJ.ANDS Utfararstofa Islands sér um: Otfararsljóri tekur aö sér umsjón útfarar í samráði við prest og aöstandendur. - Fiytja hinn látna af dánarstaö í iikhús. - Aöstoða við val á kistu og líkklæöum. - Undirbúa llk hins látna I kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Staö og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö I kirkjugaröi. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aöstoðar við val á sálmum. - Ukbrennsluheimild. - Duftker ef likbrennsla á sér staö. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíö 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, JÖKULL ÆGIR FRIÐFINNSSON, andaðist fimmtudaginn 8. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 15. apríl, kl. 13.30. Laufey Rut Jökulsdóttir, Eyvíndur Árni Jökulsson, Hanna Eyvindsdóttir, Ólafur Ægir Jökulsson, Lára Hannesdóttir, Friðfinnur Guðjónsson, Sævar Friðfinnsson, Hörður Friðfinnsson, Garðar Friðfinnsson, Rut Friðfinnsdóttir, Björk Friðfinnsdóttir, Viðar Friðfinnsson og aðrir aðstandendur, Hulda Sigurðardóttir, Tómas K. Sigurðsson, Jón Óskar Hauksson, + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA K. BJÖRNSDÓTTIR, Blikastíg 7, Bessastaðahreppi, andaðist á Sólvangi laugardaginn 10. apríl. Erlendur Sveinsson, Svava Guðmundsdóttir, María B. Sveinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Auður Sveinsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HUGLJÚF JÓNSDÓTTIR, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 12. apríl. Dana Kristín Jóhannsdóttir, Lárus Þór Pálmason, Örn Jóhannsson, Karen Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, SVAVA ÁRNADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landakotsspítala laugardaginn 10. apríl. Óskar Emilsson, Birgir L. Blöndal, Hafdís Óskarsdóttir. + Ástkær sonur okkar, MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON, Birkihlíð 38, Reykjavík, lést af slysförum föstudaginn 9. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Bergmann Magnúsdóttir, Björn Björnsson. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Bala, Stafnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesjasunnudaginn 11. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.