Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 63 Island úr NATO - her- inn á brott? Frá Þorsteini E. Jónssyni: I morgunútvarpinu rétt áðan (23. þ.m.) var rætt við hernámsandstæð- ing og síðan leikið ástralska lagið Waltzing Matilda, með íslenzkum texta,_ sem gekk út á Island úr NATÓ - herinn á brott. Eftir að hafa hlustað á þetta merkilega út- varpsefni gat ég ekki stillt mig um að hripa niður eftirfarandi hugleið- ingar. Við Islendingar getum orðið sam- mála um að mjög sé óæskilegt að hafa her hér á landi - og þá sérstak- lega erlenda. Við yrðum hæstá- nægðir ef ástandið í heiminum þró- aðist í þá átt að ástæðulaust væri að halda úti herjum yfirleitt. Á sama hátt efast ég ekki um að flestar aðr- ar vestrænar þjóðir myndu grípa það fegins hendi ef hægt væri að leggja af allt hernaðarbrölt og þar með spara þann mikla kostnað sem því fylgir. En því miður er það ekki raunhæft - hernaður hefur fylgt mannkyninu frá ómunatíð, og mun eflaust gera það um ókominn tíma. íslendingar telja sig lýðræðisþjóð og hafa því kosið að ganga í banda- lag (NATO) við aðrar lýðræðisþjóð- ir, sem vildu stemma stigu við fram- rás einræðis-skipulagi Bolsévika eftir lok seinni heimsstyrjaldar. ég held að jafnvel hörðustu andstæð- ingar NATO á íslandi muni viður- kenna að þróun í átt til einræðis- skipulags kommúnista hér á landi hefí verið óæskileg. Ástandið í lönd- um Austur-Evrópu undir þeirra stjórn ber glöggt vitni um hvað hefði getað gerzt hér ef ekki hefði notið brjóstvarnar NATO. Það blandast engum hugur um að kommúnismi, með sínum ólýðræðis- lega yfírgangi, hefði einnig lagt undir sig vesturhluta álfunnar ef ekki hefði verið samstaða á meðal þjóðanna (í samvinnu við Bandaríki Norður-Ameríku og Kanda) um að stemma stigu við þessum ófögnuði. Þjóðir þær sem sameiginlega mynda Norður-Atlantshafsbanda- lagið leggja bandalaginu til her- styrk, og er það auðvitað ærið kostnaðarsamt. Þar eð við íslend- ingar höfum ekki slíku til að dreifa hefur framlag okkar verið gróður- snauður, og áður tiltölulega ónotað- ur landskiki á Miðnesheiði, sem hef- ur verið lagður (og leigður) undir herstöð NATO. Minna gat framlag okkar varla verið. Fyrir utan að hafa stórgrætt á þessu fjárhagslega höfum við notið góðs af björgunar- sveitarþyrlum vamarliðsins, sem hafa bjargað mörgum íslendingum úr bráðum lífsháska. Að öðru leyti höfum við lítið haft af varnarliðinu að segja, og ekki get ég séð að menning okkar hafí nokkuð „meng- ast“ vegna nærveru þessarar her- stöðvar, en viðurkenni að mér kunni að hafa yfírsézt eitthvað smávægi- legt - smávægilegt ef maður miðar við það sem gæti hafa gerzt ef ekki hefði notið verndar NATO. Ekki fínnst mér að við getum borið höfuðið hátt - við höfum rakað saman fé af þeim sem hafa tryggt okkur réttinn til að viðhlda lýðræð- isskipulagi okkar. Þetta hefur verið framlag okkar til að varðveita frelsi okkar og nágranna. Nú, þegar við teljum að hættan sé liðin hjá, óska sumir okkar að bandamönnum vor- um sé sagt að hypja sig á brott. Eins og ég sagði í upphafi væri æskilegast að ekkert hemaðarástand ríkti - æskilegast að hægt væri að leggja niður öll vamarbandalög - að öll hætta væri liðin hjá. En getum við mep sanni sagt að svo sé nú? Á meðan við viljum fylkja okkur undir fána vestrænna lýðræðis- þjóða, og á meðan þessar þjóðir telja nauðsynlegt að vera með varn- arbandalag, verðum við í það minnsta að sýna áframhaldandi samstarfsvilja með okkar „stórkost- lega“ framlag. ÞORSTEINN E. JÓNSSON, ív. flugstjóri. Hotpuint TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI 5 kg •m/barka »veltir í báðar áttir. tílkoíkr. i:it.cí br. DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVEL • 12 manna «8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC 72 PE HOTPOINT ÞURRKARI 6 kg »barkalaus »m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga / htpuint TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 «491 lítra. m HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði »K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi *Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað •Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum »K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík *Jókó Furuvöllum 13, Akureyri •Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki •Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði *Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi •Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.