Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVER þorir að taka það að sér að vera kúasmalinn?
SAA greiði bætur vegna
ólöglegrar uppsagnar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi á miðvikudag SÁÁ, Samtök
áhugafólks um áfengis- og vímu-
efnavandann til að greiða fyrrver-
andi ráðgjafa SÁÁ 600 þúsund krón-
ur í skaðabætur vegna ólöglegrar
uppsagnar hans 27. febrúar 1998.
Manninum var sagt upp á þeim
forsendum að hann hefði brotið
ákvæði siðareglna SÁÁ og jafn-
framt ráðningarsamning sinn, þar
sem segir m.a. að starfsmaður eigi
að hætta störfum þegar í stað hafi
hann óleyfileg samskipti við sjúk-
ling í meðferð eða innan árs frá lok-
um meðferðar.
Greindi SÁÁ og manninn á um
hvort umrædd samskipti við konuna
hefðu falið í sér umrætt brot og bar
maðurinn það fyrir sig að konan
hefði lokið meðferð í mars 1996 og
að hann hefði kynnst henni í janúar
1998. ,
SÁÁ studdi sýknukröfu sína m.a.
þeim rökum, að að lokinni meðferð
á sjúkrastofnun hefði konan verið á
göngudeild, sem teljist hluti með-
ferðar og hefði hún síðar verið lögð
inn til frekari meðferðar.
Dómurinn komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að orðalag í kjara-
samningi hefði ekki náð til sam-
skipta mannsins og konunnar í
byrjun árs 1998 og ennfremur því,
að manninum hefði ekki verið gef-
AÐALFUNDUR Okkar manna, fé-
lags fréttaritara Morgunblaðsins,
verður haldinn í Morgunblaðshús-
inu á morgun, laugardag, og hefst
klukkan 13. Að fundi loknum verða
afhent verðlaun í ljósmyndasam-
keppni fréttaritara.
I Okkar mönnum eru hátt í 100
fréttaritarar Morgunblaðsins á
landsbyggðinni. Félagið heldur að-
alfund annað hvert ár. Auk skýrslu
stjórnar og venjulegra aðalfundar-
starfa ávarpar ritstjóri Morgun-
blaðsins fundinn og Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, opnar um-
inn kostur á því að tjá sig um
ástæður uppsagnarinnar eða honum
veitt áminning eins og telja yrði
skylt að gera samkvæmt 44. gr. og
21. gr. laga nr. 70/1996.
Tekin hefur verið ákvörðun um
að áfrýja málinu til Hæstaréttar, að
sögn lögmanns SÁÁ.
ræður um fréttir af landsbyggð-
inni.
Okkar menn og Morgunblaðið
standa að samkeppni meðal frétta-
ritaranna um bestu ljósmyndir frá
árunum 1997 og 1998. Þátttaka er
góð og að loknum aðalfundi verða
afhent verðlaun fyrir bestu mynd-
irnar í alls níu efnisílokkum.
Sýning með verðlaunamyndunum
verður sett upp í anddyri Morgun-
blaðshússins. Sýningin verður opin
frá mánudeginum 19. apríl til
fimmtudagsins 6. maí næstkomandi,
á afgreiðslutíma.
Aðalfundur Okkar manna
Rauð fjöður á Norðurlöndum
Söfnun í þágu
aldraöra
Fjarsofnun
Rauðu fjaðrarinnar
á vegum Lions-
hreyfingarinnar stendur
nú sem hæst á Norður-
löndum. Hér á landi nær
söfnunin hámarki í dag.
Með þeim peningum sem
nú er safnað stendur til
að styðja rannsóknir á
öldrunarsjúkdómum,
einkum Alzheimer, að
sögn Daníels Þórarins-
sonar sem er formaður
landsnefndar söfnunar
Rauðu fjaðrarinnar á Is-
landi. Hvers vegna urðu
öldranarsjúkdómar fyrir
valinu núna?
„Það er vegna þess að
þjóðin er að eldast og sá
hópur sem fær þessa
sjúkdóma stækkar óðum.
Við Islendingar verðum má segja
karla og kerlinga elst í heimin-
um, en með auknum meðalaldri
koma þessir sjúkdómar meira í
ljós. Við leggjum höfuðáherslu á
að styðja rannsóknir á Alzheimer
en auk þess munum við styðja við
rannsóknir á beinþynningu og
vinna að bættum neysluvenjum
sem minnka líkur á beinþynn-
ingu. Við munum styðja framfar-
ir í umönnun aldraðra og bæta
aðstæður aldraðra til almennrar
líkamsþjálfunar. Þeir sem unnið
hafa mikið en gerast svo kyrr-
setumenn þurfa ekki síst á lík-
amsþjálfun að halda en þannig er
því háttað um margt eldra fólk í
dag.“
- Er stutt við sömu málefni í
þessari söfnun hjá hinum Norð-
urlandaþjóðunum?
„Það er þannig að 20% af söfn-
unarfé hvers lands er ráðstafað í
sameiginlegan vísindarannsókn-
arsjóð en 80% er ráðstafað í
hverju landi fyrir sig. Það er svo-
lítið mismunandi eftir aðstæðum
í hverju landi hvað lögð er
áhersla á. En alls staðar er söfn-
unarfénu ráðstafað í þágu aldr-
aðra. Þessi söfnun er búin að
vera í undirbúníngi í fjöldamörg
ár og ákvörðun um að söfnunar-
fénu skyldi varið í þágu aldraðra
var tekin fyrir fjórum árum, það
hittist hins vegar svo skemmti-
lega á að nú er einmitt ár aldr-
aði-a.“
- Er venjulegt að svona söfnun
fari fram hjá öllum Norðurlanda-
þjóðunum?
,Nei, þetta er í fyrsta skipti
sem það er gert og ástæðan er sú
að nú eru 50 ár liðin síðan Lions-
hreyfingin hóf störf á Norður-
löndunum. Við eigum að vísu hér
ekki 50 ára starfsafmæli fyiT en
árið 2001. Starf Lions á Norður-
löndum byrjaði hins vegar í Svi-
þjóð 1948 og breiddist svo út um
Norðurlönd og nam hér land síð-
ast, eða árið 1951.
- Hvaða aðferðir eru notaðar
við söfnunina? --------
„Við höfum í fyrri
söfnunum selt fjöðr-
ina með því að ganga í
hús og standa á götu-
hornum, núna er _____________
fjöðrin hins vegar gef- “'
in ásamt kynningarbæklingi inn
á öll heimili á landinu. Að þessu
sinni notum við nýjustu tækni,
við erum með opinn söfnunar-
síma, númerið er 7505050, þar er
tekið á móti framlögum. Auk
þess nýtum við okkur Internetið í
samvinnu við Islandsbanka. Vef-
ur bankans er http://www.is-
bank.is. Allir sem hafa aðgang að
Internetinu geta farið inn á vef
bankans og skráð þar framlög
Daníel Þórarinsson
►Daníel Þórarinsson er fæddur
í Reykjavík 1947. Hann tók
stúdentspróf árið 1968 frá
Menntaskólanum í Reykjavík
og lauk prófi í viðskiptafræðum
frá Háskóla íslands 1973. Hann
hefur starfað lengst af frá
námslokum hjá Netasölunni og
er aðaleigandi hennar. Daniel
er kvæntur Ingu Norðdahl
flugfreyju og eiga þau þijú
börn.
sín. Fólk getur einnig farið inn á
heimasíðu bankans og skráð
framlög sín þar, þeir sem eru
með Heimabanka hjá íslands-
banka geta auk þess lagt beint
inn á söfnunarreikninginn. Það
má einnig gera í öllum bönkum.
Reikningsnúmer söfnunarinnar
er 515-26-505050.“
- Ottist þið ekkert að framlög
fólks verði minni með þessum
hætti en með gömlu aðferðinni?
,Nei, málstaðurinn nýtur mik-
ils velvilja meðal fólks. Við njót-
um einnig mjög góðs stuðnings
Sjónvarpsins og Landssímans.
Það verður rúmlega tveggja tíma
söfnunarþáttur í Sjónvarpinu í
kvöld og við verðum með á annað
hundrað síma í Markhúsinu og í
Ásgarði, félagsheimili Félags
eldri borgara í Reykjavík.
- Safnið þið líka hjá fyrirtækj-
um?
„Já, fyrirtæki hafa tekið söfn-
uninni mjög vel. Við höfum leitað
til fyrirtækja með gjafabréf og
óskað eftir framlögum sem fyrir-
tækin senda staðfest á faxi til
Lionsskrifstofunnar, viðtökur
hafa verið mjög góðar. Við mun-
um sýna þeim fyrirtækjum sem
styrkja okkur myndarlega ofur-
lítinn þakklætisvott með því að
færa þeim að lokinni söfnun
blómavasa með merki söfnunar-
innar.“
- Er fleira nýtt í starfsháttum
ykkar við söfnunina núna?
„Já, í fyrrnefndum kynningar-
bæklingi sem við dreifðum í öll
hús er spurningaleik-
ur frá Mjólkursam-
sölunni, tengdur fjör-
mjólk. Ástæða þess
að Lionshreyfingin
kaus að taka upp
“ þetta samstarf er sú
að í fjörmjólk er mikið kalk og
vítamín, sem er nauðsynlegt til
þess að líkaminn taki kalkið til
sín. Aukin neysla á fjörmjólk er
góð leið til þess að berjast gegn
beinþynningu og hentar því
mjög vel öldraðum. Rétt er að
geta þess að fólk getur látið
mæla í sér beinþéttni á mjög
auðveldan og sársaukalausan
hátt og hafa læknar milligöngu
þar um.“
Alls staðar er
söfnunarfénu
ráðstafað í
þágu aldraðra