Morgunblaðið - 16.04.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
I
FRÉTTIR
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins hélt sinn fyrsta kosningafund á Akranesi
Kosningarnar snú-
ast um verk
ríkisstj órnarinnar
Morgunblaðið/Golli
DAVÍÐ Oddsson ræðir við Sturlu Böðvarsson en Guðjón Guðmunds-
son og Hörður Júlíusson bera saman bækur sínar.
UM eitt hundrað manns sótti kosningafund Davíðs Oddssonar í Vest-
urlandskjördæmi á miðvikudag.
Kosningabaráttan
er formlega hafin fyrir
komandi alþingiskosn-
ingar og að sögn Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra má
búast við því að hún verði snörp
héðan í frá. Fyrsti fundur hans í
skipulagðri fundaherferð um öll
kjördæmi landsins var haldinn í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi á miðvikudagskvöld en
þar sátu einnig fyrir svörum Sturla
Böðvarsson, efsti maður á lista
Sjálfstæðisflokksins í Vesturlands-
kjördæmi, Guðjón Guðmundsson,
annar maður á listanum, og Helga
Halldórsdóttir, sem skipar þriðja
sætið.
Hátt í eitt hundrað manns sótti
fundinn og eftir framsöguræðu Da-
víðs var spurt nánar út í skoðanir
hans og þriggja efstu frambjóð-
enda flokksins á Vesturlandi um
ýmis mál, svo sem tekjutengingu
barnabóta, hinn svokallaða
fallskatt í framhaldsskólum og
aukningu sóknardaga hjá dag-
röðrabátum, svo fátt eitt sé nefnt.
í upphafi gerði Davíð svolítið
grín að því að athygli hefði vakið að
lítið hefði sést til sín enn sem kom-
ið væri í kosningabaráttunni. Hann
tók hins vegar fram að það stæði
ekki til að hann færi með hlutverk
ósýnilega mannsins í baráttunni og
sagði, við mikla kátínu fundar-
gesta, að það væri heldur ekki rétt
hjá Sigmundi í Morgunblaðinu að
Kjartan Gunnarsson [fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins]
hefði ekki leyft honum að „fara út
að leika með hinum krökkunum."
I ræðu sinni lagði Davíð einkum
áherslu á árangur ríkisstjómarinn-
ar á því kjörtímabili sem nú væri
senn á enda og benti m.a. á í því
sambandi að með síðustu kjara-
samningum hefði tekist að skapa
vinnufrið, þann lengsta samfellda
sem Islendingar hefðu búið við til
þessa. Sá vinnufriður þýddi margt,
m.a. aukið öryggi fyrir atvinnufyr-
irtæki og launþega þeirra. Ríkis-
stjórnin þakkaði sér þó ekki ein-
göngu þann vinnufrið en forsenda
þess að hægt hefði verið að gera
kjarasamninga, sem launþegar og
atvinnufyrirtæki höfðu trú á, var
sú að það hafði verið búið í haginn
fyrir fyrirtækin í landinu.
Davíð fjallaði einnig um baráttu-
aðferðir annama flokka í þessari
kosningabaráttu og taldi þær ekki
til fyrirmyndar. Nefndi hann m.a.
Rúmar þrjár vikur eru
til alþingiskosninganna
8. maí nk. og óhætt að
segja að kosningabar-
átta flokkanna sé kom-
in vel á skrið. Arna
Schram fylgdist með
fyrsta kosningafundi
Davíðs Oddssonar for-
manns Sjálfstæðis-
flokksins á Akranesi á
miðvikudagskvöld.
auglýsingu Samfylkingarinnar í
þessu sambandi þar sem því væri
haldið fram að núverandi ríkis-
stjórn hefði haft hundrað milljörð-
um króna meira til ráðstöfunar en
sú síðasta. „En sú tala er algjör-
lega úr draumaheimi komin,“ sagði
hann.
Um hvað er kosið?
Davíð velti því fyrir sér um hvað
yrði kosið í komandi alþingiskosn-
ingum og taldi mikilvægt í því sam-
bandi að kjósendur litu til verka
ríkisstjórnarinnar og létu stað-
reyndir tala en ekki það sem hann
kallaði upphrópanir og fagurgala.
„Tökum málefni öryrkja og aldr-
aðra sem dæmi,“ sagði hann. „Það
er enginn stjórnmálaflokkur í
þessu landi sem vill ekki það sem
þeim hópum ber. Það vilja þeir all-
ir. Það fullyrði ég þótt aðrir vilji
láta líta svo út sem við viljum það
ekki.“
Davíð fjallaði einnig um sjávar-
útvegsmál sem kosningamál og
sagði m.a. eftirfarandi: „Það var
talað um það að þessar kosningar
sem nú fara í hönd yrðu kosningar
um sjávarátvegsmálin [...]. Það
voru stofnaðir heilir flokkar um
þessi atriði og á tímabili voi-u það
einir þrír í stöðugum samningavið-
ræðum um sín mál. Það hafði þann
árangur að þeir voni komnir upp í
eitt og hálft prósent á tímabili, en
eru reyndar eitthvað farnir að
lækka það lágflug núna enda hafa
þeir breyst í einn eða tvo flokka en
ekki þrjá eða fjóra.“
Davíð kvaðst ekki vera að halda
því fram að sjávarútvegsmál væru
ómerkileg. „Það er kosið um þessi
mál, en það er kosið um þessi mál á
grundvelli veruleikans, ekki á
grundvelli upphrópana, ekki á
grundvelli þeirra sem reyndu að
skapa óánægju og ólund út af mál-
inu,“ sagði hann og gagnrýndi
stefnu annarra flokka í sjávarút-
vegsmálum, m.a. þá stefnu að selja
hluta kvótans á uppboði á kjör-
tímabilinu. „Og hverjir skyldu nú
hafa bestu aðstöðu til þess að
kaupa kvóta á slíku uppboði?“
spurði hann og fullyrti að það væru
vart þeir sem væni nýliðai' í at-
vinnugreininni. „Að sjálfsögðu
hefðu þeir ekki bolmagn til þess.
Allt myndi safnast á ennþá færri
hendur en nokkru sinni fyrr.“
í umræðunum á eftir voru Davíð
og frambjóðendur flokksins á Vest-
urlandi spurðir um ýmis álitamál,
m.a. hvort það hefðu verið mistök,
eins og Finnur Ingólfsson ráðhen’a
Framsóknarflokks orðaði það, að
tekjutengja barnabætur á kjör-
tímabilinu.
Davíð sagði að deila mætti um
það hvort sú ákvörðun hefði verið
mistök en minnti á aðdraganda
þeirrar ákvörðunar og að með
henni hefði jafnframt verið ákveðið
að lækka skatta. Þá var Davíð
spurður um hinn svokallaða
fallskatt og sagðist hann telja að
skólarnir hefðu frjálst val um það
hvernig staðið skyldi að slíkum
sköttum. Þá sagði hann aðspurður
að ríkið væri að fá meiri skatt af
fyrirtækjum en nokkru sinni áður
og Sturla Böðvarsson tók einnig
fram aðspurður í lokin að ekki væri
hægt að fjölga sóknardögum dag-
róðrabáta nema með því að hækka
heildaraflamarkið.
Sauðárkrókur
Fundur
með Davíð
fell niður
KOSNINGAFUNDUR Davíðs
Oddssonar formanns Sjálfstæð-
isflokksins sem halda átti á
Sauðárkróki í gærkvöld féll nið-
ur vegna veðurs. Samkvæmt
upplýsingum frá Sjálfstæðis-
flokknum í gær lá ekki fyrir
hvenær hægt yrði að halda ann-
an fund í staðinn.
Norðurlands
kjördæmi eystra
Framboðs-
listi Húman-
ista birtur
FRAMBOÐSLISTI Húman-
istaflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra fyrir alþingis-
kosningarnar í vor er sem hér
segir: 1. Jón Eyjólfsson tré-
smiður. 2. Ragnheiður Sigurð-
ardóttir tölvunarfræðingur. 3.
Guðrún Róbertsdóttir húsmóð-
ir. 4. Anna Egilsdóttir húsmóð-
ir. 5. Guðlaugur Agnar Pálma-
son verkamaður. 6. Jón Kjart-
ansson frá Pálmholti.
Samfylkingin
Austurlandi
Kosninga-
miðstöðvar
opnaðar
SAMFYLKINGIN á Austur-
landi opnar kosningamiðstöðv-
ar sem hér segir:
Á Egilsstöðum að Miðvangi
2-4 fimmtudaginn 15. apríl kl.
17, í Neskaupstað að Egilsbraut
11, fimmtudaginn 15. apríl kl.
20.30 og á Hornafirði í Hlöð-
unni föstudaginn 16. apríl kl.
17.30.
Frambjóðendur mæta. Heitt
á könnunni. Allir hjartanlega
velkomnir.
Framsóknarflokkurinn í Reykjaneskjördæmi
Frambjóðendur komu ríðandi
til síns fyrsta vinnustaðafundar
FRAMBJ ÓÐENDUR Framsókn-
arflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi hófu vinnustaðaheim-
sóknir sínar í kjördæminu á
miðvikudag með táknrænum
hætti. Þeir komu ríðandi niður
að Smáratorgi í Kópavogi og
buðu börnum á hestbak og for-
eldrum þeirra upp á framsókn-
arkaffi. Tilgangurinn var ekki
síst sá að minna á mikið hestalíf
í nágrenni Smárans.
Á myndinni eru þau galvösk,
Páll Magnússon, sem skipar
þriðja sæti framboðslista fram-
sóknarmanna í lyördæminu, Siv
Friðleifsdóttirj efsti maður list-
ans, Hjálmar Árnason, sem
skipar annað sæti, og Halldór
Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins.