Morgunblaðið - 16.04.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.04.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 15 Gunnar Guðbrandsson segir boðið upp á kosningagötur á fjögurra ára fresti Bæjaryfirvöld hafa staðið sig illa í skipulagsmálum Gallerí Svartfugl Nemendur VMA sýna bútasaum NEMENDUR á mynd- og handmenntabraut Verkmennta- skólans á Akureyri efna til sýn- ingar á verkum sínum, sem unn- in voru í skapandi bútasaumi í Galleríi Svartfugli í Grófargili laugardaginn 17. apríl kl. 16. Sýningin er lokapunktur á námi þeirra nemenda sem lagt hafa stund á skapandi búta- saum. Fléttað er saman alls kyns tækni, en unnið að mestu við einlit efni sem þrykkt var á ef þurfa þykir. Mikil vinna er að baki hvers teppis, en þar hafa hugmyndaauðgi og þjálfuð hönd lagst á eitt við að skapa nytja- hluti höfundum sínum til sóma. Sýningin verður formlega opnuð kl. 16 á laugardag og eru allir velkomnir. Sýningin verð- ur opin frá þriðjudegi til fóstu- dags frá kl. 15 til 18 og um helg- ar er opið frá kl. 14 til 18. Sýn- ingunni lýkur 2. maí næstkom- andi. Nemendur verða að störf- um í galleríinu meðan á sýning- unni stendur. Gengið á Vindheima- jökul FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til skíðagönguferðar á Vindheimajökul á sunnudag, 18. apríl, en fara átti í ferðina á morgun, laugardag. Þar sem veðurspá gerir ekki ráð fyrir góðu skíðagönguveðri var ferð- in færð til. Lagt verður af stað frá skrif- stofu félagsins við Strandgötu kl. 9.30 á sunnudag en skráning í ferðina er á skrifstofunni í dag, föstudag frá kl. 17.30 til 19. Vorhátíð í Akureyrar- kirkju VORHÁTÍÐ sunnudagaskóla Alíureyrarkirkju verður á sunnudag og er öfum og ömm- um barnanna sérstaklega boðið að taka þátt. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11 á sunnudag þar sem boðið er upp á söng og skemmtilegt efni fyrir alla ald- urshópa. Sameiginleg máltíð verður í Safnaðarheimili að honum loknum og er fólk beðið að hafa með sér létta rétti til að leggja á hlaðborð, brauð, álegg, kökur eða annað en drykkir eru i boði á staðnum. Samkór Vopnafjarðar á ferð um Norðurland SAMKÓR Vopnafjarðar heldur tónleika í Glerárkirkju á morg- un, laugardag, kl. 15 og í Dal- víkurkirkju kl. 20.30. Sunnu- daginn 18. apríl syngur kórinn í Breiðumýri kl. 15. Stjórnandi kórsins er Zbigni- ew Zuchowicz. Undirleikari er Teresa Zuchowicz sem einnig mun flytja verk á pianó. Kór frímúrara KÓR frímúrara heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 17. apríl kl. 17. Auk félaga úr kór frímúrara í Reykjavík munu félagar úr kór frímúrara á Akureyri taka þátt í tónleikunum. Efnisskráin er vönduð, en einsöngvarar eru Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson. GUNNAR Guðbrandsson bygg- ingameistari segir að Síðuhverfíð á Akureyri hafí verið slys og allt of langt frá miðbæjarsvæðinu. Hann segir að í hverfinu sé jarðvegsdýpi mikið og lóðir dýrar og því hafí bærinn farið að taka þátt í kostnaði vegna þessa. „Þá var engin leið að hita upp húsin þarna því vatnið var svo kalt og það var stór ókostur. Að mínu mati hafa bæjaryfírvöld staðið sig illa í skipulagsmálum og á hverju kosningaári hefur verið boðið upp á kosningagötu á Brekkunni og þess vegna hefur Þoi-pið setið eftir.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í síðustu viku eru enn 10 ein- býlishúsalóðir lausar í Síðuhverfi, þótt tæplega 20 ár séu liðin frá því hafist var handa við að byggja í hverfínu. Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi sagði það vissu- lega slæmt að ekki hefði tekist að ljúka uppbyggingu hverfisins og þá ekki síst gagnvart þeim sem þar nú búa. Sjávargata norður í Skjaldarvík Sigurður Sigurðsson fram- kvæmdastjóri SS Byggis sagði að ef enn væru lausar lóðir í Síðuhverfi væri það vegna þess að hvorki SÉRA Birgir Snæbjörnsson, sóknarprestur í Akureyrar- kirkju, gifti par í kirkju sinni sl. miðvikudag, sem kannski þykir ekki í frásögur færandi. Að þessu sinni var þó komið danskt par alla leið frá Danmörku til þess eins að Iáta pússa sig saman og kom aðeins til greina að gifta sig í Akureyrarkirkju og að séra Birgir framkvæmdi athöfnina. Brúðhjónin heita Torben Ole Vogter og Tina Stoltenberg Vogter og á brúðkaupsduginn voru sex ár frá því þau kynntust. Torben starfar erlendis fyrir Ut- flutningsráð íslands, hann hefur margoft koinið til landsins og sagðist hafa sérstakar taugar til Islands. Tina hefur einu sinni áð- ur komið til íslands en aldrei áð- ur til Akureyrar. Torben átti fund með fulltrú- um Akva á Akureyri fyrir réttu ári og hitti þá m.a. séra Birgi. Hann hreifst rnjög af prestinum, svæðið né lóðirnar væru nógu gimi- leg, auk þess sem það væri of hátt yfír sjávarmáli. „Það sem bærinn á að gera er að byggja sjávargötu með ströndinni norður í Skjaldarvík og byggja þar sem grasið er grænna mánuði leng- ur en á Brekkunni vegna hæðarmis- munar. Við höfum verið að fara í þveröfuga átt með byggðina." Sveinn Heiðar Jónsson fram- kvæmdastjóri Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars sagði að lóðir í Síðu- hverfi hefðu verið óhentugar. „Á undanförnum árum hafa bygginga- verkatakar verið að byggja þessi hús en það hefur ekki verið nægur áhugi fyrir þeim. Og á meðan ekki er meiri þensla í bænum er ekki áhugi fyrir einbýlishúsum eða rað- húsum nema á einni hæð.“ Borgarbrautin breytir öllu Sveinn Heiðar fékk úthlutað byggingakjarna á Eyrarlandsholti og hann hyggst byggja þar 27 rað- og parhúsaíbúðir. Hann sagði að á meðan til væru íbúðir á Eyrarlands- holtinu þýddi ekki fyrir sig að byggja hús í Síðuhverfi til að selja. „Ég veit þó að Borgarbrautin á eftir að breyta öllu og Giljahverfi og Síðuhverfi eiga eftir að verða vin- kirkju hans og bænum og til- kynnti sinni heittelskuðu að hann hefði fundið rétta staðinn fyrir brúðkaup þeirra. Brúðhjónin halda til síns heima frá Reykja- vík á mánudag. Þetta ættu fleiri að gera Séra Birgir sagði þetta liafa verið mjög ánægjulegan viðburð og bætti við að þetta ættu fleiri að gera. Hann sagði að einu sinni áður hefði komið upp svipuð staða en þá óskaði par frá Sví- þjóð eftir því við Biskupsstofu að fá að gifta sig á Islandi og þá að- eins í Akureyrarkirkju og sá séra Birgir einnig um þá athöfn. -------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: KyTrð- arstund í Svalbarðskirkju sunnu- dagskvöldið 18. apríl kl. 21. sælustu hverfi bæjarins," sagði Sveinn Heiðar, sem sjálfur býr í Síðuhverfi. Sigurður sóttist eftir bygginga- kjarna á Eyrarlandsholti en fékk ekki. Hann hefur síðan fengið þar 10 einbýlishúsalóðir sem ekki gengu út og hyggst byggja einbýlishús á einni hæð, þar sem í skipulagi er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum. „Það sem byggingaraðila vantar í dag eru stórir byggingakjarnar, þar sem verktakar geta hannað hús og byggt sjálfir og haft að lágmarki verkefni til 6-10 ára,“ sagði Sigurð- ur. Auglýsa þarf lóðirnar aftur Gunnar sagði að ef ætti að fara að breyta skipulagi á Eyrarlandsholti og leyfa byggingar á einbýlishúsum á einni hæð í stað tveggja hæða, væru skipulagsmálin endanlega komin í upplausn og þá þyrfti að hreinlega að auglýsa lóðimar upp á nýtt. „I Giljahverfi eru auglýstar 40 einbýlishúsalóðir og þar af 9 undir hús á einni hæð. Það segir okkur að enn er skipulagið ekki með og þar á bæ virðast menn ekki átta sig á því sem er að gerast í bænum. Þessir aðilar sem stjórna þurfa að ræða við þá sem að byggingarmálum koma og reyna þannig að átta sig á hver þörf markaðarins er. Það væri gam- an að fá að vita það af hverju alltaf þarf að vera að breyta skipulaginu t.d. i Giljahverfi, hvemig á því standi að þessi vinna þeirra er alltaf ónýt.“ Gunnar fékk ekki úthlutað bygg- ingareit á Eyrarlandsholti og hann er því farinn til Reykjavíkur og vinnur þar innan um stóran hóp Akureyringa. Gunnar á nýtt og glæsilegt einbýlishús við Hörpu- lund á Akureyri, sem hann auglýsti nýlega til leigu en fékk lítil við- brögð. Vantar iðnaðarhúsnæði Sveinn Heiðar sagði að bygginga- iðnaðurinn hefði verið nokkuð lífleg- ur á undanfómum árum og mikið byggt miðað við markaðinn og þá fjölgun sem á sér stað í bænum. „Það er alveg eins gott að eiga til eitthvað af lóðum því ef hér mynd- ast einhver þensla tvöfaldast bygg- ingaframkvæmdir á svipstundu.“ Sveinn Heiðar sagði að nú færi að vanta minna iðnaðarhúsnæði og því væri kominn tími til að einhverjir tækju sig til og byggðu ódýr hús undir alls kyns iðnaðarstarfsemi í bænum. Ný mynd- verk í Sam- laginu NÝ myndverk hafa verið sett upp í Samlaginu í Grófargili, en með hækkandi sól er meiri áhersla lögð á stærri verk. í tilefni þessa verður boðið upp á hressingu í listhúsinu á sumardaginn fyrsta. Samlagið er opið alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 14 til 18 en þar er að finna mikið úrval vandaðra listaverka eftir norðlenska listamenn; ker- amik, muni, vefnað og textílverk, málverk og vatnslitamyndir, teikningar og gi'afík. Vélsleða- ferð um Tröllaskaga FÉLAG vélsleðamanna í Eyja- firði gengst fyrir ferð um Trölla- skaga á sunnudag, 18. apríl. Far- ið verður fra hótelinu í Olafsfirði kl. 12 á hádegi og fjallasalir Tröllaskagans kannaðir undir leiðsögn kunnugra. Leiðarval verður við allra hæfi, en ekki væri verra að hafa 10 til 20 lítra af aukabensíni með í för. Opið hús ÍVMA OPIÐ hús verður í Verkmennta- skólanum á Akureyri á sunnu- dag, 18. apríl, þar sem hið fjöl- breytta námsframboð skólans verður kynnt og húsnæðið verð- ur til sýnis frá kl. 13 til 16. I gamla húsi Húsmæðraskóla Akureyrar við Þórunnarstræti verður kynning á hússtjórnar- sviði og einnig sumu af því list- og handverksnámi sem boðið er í VMA. Nmendur og kennarar bjóða gestum upp á veitingar. Á Eyrarlandsholti verður kynning á iðnnámi því sem skól- inn býður upp á og verða nem- endur við vinnu sína á verknáms- stofum, s.s. á málmsmíðaverk- stæði, á verkstæði í raf- og raf- eindavirkjun og vélstjórnarálmu. Til sýnis og prufu verða marg- slungin kennslugögn þessara deilda. Bóklegt nám verður einnig kynnt á Eyrarlandsholti. Utvegssvið VMA á Dalvík held- ur opið hús á Heimavist, en svo er húsnæði skólans nefnt. Þar verð- ur m.a. kynning á siglinga- og fiskveiðihermi, fjarskiptahermi og tölvustofu útvegssviðs. Á Eyr- arlandsholti munu nemendur kynna starfsemi nemendafélags- ins Þórdunu í Gryfjunni og bóka- safn skólans verður opið. Veiting- ar verða í boði. Morgunblaðið/Kristján NEMENDUR í grunndeild rafiðna við mælingar í keunslu- stund í Verkinenntaskólanum á Akureyri en starfsemi skólans verður kynnt á opnu húsi á sunnudag. T! f Morgunblaðið/Kristján DONSKU brúðhjónin Torben Ole Vogter og Tina Stoltenberg Vogter, ásaint séra Birgi Snæbjörnssyni, sóknarpresti í Akureyrarkirkju. Danskt brúðkaup í Akur eyr arkirkj u
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.