Morgunblaðið - 16.04.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.04.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 37 Innlegg í umræðu um gengisstefnu BÆKUR Fræðirit EVRA-AÐDRAGANDI OG AFLEIÐINGAR eftir Jón Sigurðsson. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag. 98 bls. 1999. í ÞESSU riti Jóns Sigurðssonar aðalbankastjóra Norræna fjárfest- ingarbankans eru fjórar ritgerðir sem fjalla um ýmsar hliðar sam- starfs Evrópurikja í gjaldeyrismálum. Ritið er byggt á fimm fyrir- lestrum sem höfundur hélt á árunum 1995 til 1998. Fram kemur að textinn hefur verið endurskoðaður nokkuð vegna þessarar útgáfu auk þess að vera þýdd- ur úr ensku eða sænsku. Þótt fyrirlestrarnir hafi verið sjálfstæðir er ritið heilsteypt og lítið um endurtekningar. Fram kemur að fyrir- lestramir vom haldnir á vegum fjármálafyrir- tækja eða alþjóðastofn- ana og má gera ráð fyrir að áheyr- endur hafi flestir verið vel að sér um alþjóðafjármál. Ritið ber þess merki og þótt framsetning Jóns sé skýr og nánast eins einföld og efnið leyfir er hætt við að bókin sé ekki mjög árennileg fyrir lesendur sem h'tt hafa hugað að þessum málum áð- ur. Fyrir þá sem þekkja nokkuð til er hins vegar mikill fengur að þessu riti. í fyrstu ritgerðinni skoðar höfund- ur sameiginlega mynt Evrópuríkja frá sjónarhóli íslendinga og er það sennilega áhugaverðasti hlutinn fyrh- flesta lesendur. Jón veltir sérstak- lega fyrir sér þeim kostum sem ís- lendingar hafa í gengismálum, m.a. að fylgja svipaðri gengisstefnu og undanfarin ár, láta markaðsöflin ein ákvarða gengi krónunnar, binda gengi krónunnar við gengi evm, ýmist með einhliða ákvörðun Is- lendinga eða með sam- komulagi við evrulönd- in, og svo loks að taka upp evru sem gjald- miðil. Niðui’staða Jóns er að hyggilegast sé fyrir Islendinga að halda óbreyttri gengis- stefnu um sinn. I annarri ritgerðinni fjallar Jón um aðdrag- andann að útgáfu evru og ver nokkrum tíma til að skoða myntsam- starf Evrópuríkja frá sjónarhóli Norðurland- anna. Þessi ritgerð er byggð á fyrirlestri frá 1995 og er því að stofni til elst ritgerðanna. Þótt hún sé einungis fjögurra ára gömul má sjá við lesturinn að mikið hefur gerst á þessu tímabili. I þriðju ritgerðinni eru áhrif evru á verðbréfamarkaði skoðuð og í síð- ustu ritgerðinni er spáð í það hver gengisstefnan verður á evrusvæð- inu. I þessum ritgerðum er m.a. reynt að spá um það hver staða evr- unnar verður á alþjóðafjármála- mörkuðum gagnvart Bandaríkjadal sem nú gegnir þar lykilhlutverki. Allar eru ritgerðirnar vel unnar og ljóst að höfundurinn hefur af bæði hagnýtri reynslu og fræðilegri þekkingu á viðfangsefninu að miðla. Víða er komið við í stuttri bók og því er óhjákvæmilegt að rökstuðn- ingur fyrir ýmsum niðurstöðum og fullyrðingum sé nokkuð knappur. Lesandi fær þó hvergi á tilfinning- una að höfundur sé kominn á hálan ís í fræðunum eða að efnismeðferð sé lituð af skoðunum hans á við- fangsefninu. Greining Jóns er yfir- veguð og hlutlaus og hann dregur fáar ef nokkrar róttækar ályktan- ir. Ritið er tvímælalaust ágætt inn- legg í umræðu um gengisstefnu og gjaldeyrismál á Islandi og enginn sem áhuga hefur á þeii-ri umræðu ætti að láta það fram hjá sér fara. Þótt fremur lítið hafi verið rætt um myntsamstarf íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir hingað til hefur þró- unin í Evrópu talsverð áhrif hér- lendis. íslendingar verða að taka af- stöðu til þessara mála og ákveða að hve miklu leyti við viljum verða samstiga nági-annaþjóðunum. Rit Jóns varpar góðu ljósi á það hvaða kosti við eigum. Gylfi Magnússon Jón Sigurðsson THEODÓRA Þorsteinsdóttir, Ewa Tosik-Warszawiak og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Söngtónleikar í Reykholtskirkju Einar Áskell sýndur á Hvolsvelli MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Góðan dag, Einar Áskell! í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli á morgun, laugardag, kl. 14. Leiki-itið er gert eftir hinum kunnu sögum sænska höfundarins Gunillu Bergström um Einar Áskel. Leik- gerðin er eftir Pétur Eggerz, sem jafnframt er leikstjóri og er leik- gerðin unnin í samráði við höfund- inn. Tónlist er eftir Georg Riedel, en hann er meðal annars þekktur fyrir lög sín um Línu Langsokk og Emil í Kattholti. Leikarar í sýningunni eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz. Leikritið var frumsýnt fyrir rúmu ári síðan og hefur notið vinsælda. Nú þegar hafa um fimmtán þúsund börn um land allt séð sýninguna, sem ætl- uð er börnum á aldrinum 2ja til 9 ára. -------------- Kór MH í Yest- mannaeyjum KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum á sunnudag ld. 17. Stjómandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á mánu- daginn mun kórinn heimsækja grunnskólana í Vestmannaeyjum, framhaldsskólann, Hraunbúðir, dval- arheimili aldraðra og Sjúki-ahús Vestmannaeyja. I kórnum eru 80 söngvarar sem allir eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Á dagskrá kórsins eru bæði innlend og erlend sönglög, mörg þeirra samin eða útsett sér- staklega fyi-h- Kór MH. A undanförnum árum hefur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð ái’lega farið í heimsókn út á landsbyggðina og hefur á starfstíma sínum heimsótt alla landshluta og flest stærri bæjar- félög. Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn heimsækir Vestmannaeyjar. THEODÓRA Þorsteinsdóttir sópransöngkona, Ingibjörg Þor- steinsdóttir píanóleikari og Ewa Tosik-Warszawiak fiðluleikari halda tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 18. apríl kl. 21. Á tónleikunum flytja þær m.a. ljóðaflokkinn Liebeslieder eftir Antonín Dvorák, lag eftir Borg- nesinginn Birnu Þorsteinsdóttur, sönglög eftir þekkt íslensk tón- skáld, Alleluja eftir Mozart og Ave María eftir J.S. Bach og C. Goun- od. Theodóra stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan söngkennaraprófi 1987. Framhaldsnám stundaði hún í Vín- arborg og á Ítalíu. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, hald- ið einsöngstónleika, hér á landi og erlendis, og sungið með kór ís- lensku óperunnar í mörgum upp- færslum. Hún er söngkennari og skólastjóri Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. Ingibjörg stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi. Að því loknu stundaði hún nám við Guildhall School of Musie and Drama í London og lauk þaðan einleikaraprófi 1981. Hún hefur starfað sem tónlistarkennari og kórstjóri, lengst af í Borgarnesi, komið víða fram sem píanóleikari með einsöngvurum, kónim og hljóð- færaleikurum, auk þess að halda píanótónleika. Hún er nú skólastjóri og kennari við Tónlistarskóla Stykkishólms. Ewa stundaði nám við Tónlist- arakademíu Krakárborgar í Pól- landi og lauk þaðan kennara- og einleikaraprófi í fiðluleik. Hún kenndi á fiðlu í heimalandi sínu og lék með Fílharmoníusveit Krakái- til margra ára. Hún hefur víða kom- ið fram sem fiðluleikari erlendis og hér á landi og leikm- einnig í Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Ewa kennh’ við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og stjómar jafnframt Kveld- úlfskómum í Borgamesi. Vinningaskrá 46. útdráttur 15. apríl 1999. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 29859 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2487 11042 33272 64 165 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr, 100.000 (tvöfaldur) 6865 33378 50190 56316 62336 68183 8792 38664 51932 58473 67459 70715 Húsbúnaðarvinningur Kr, 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldurl 554 13807 25427 34288 44759 52486 59980 72794 1329 15427 25988 36784 45227 53335 59986 73437 2360 16712 26179 37563 45979 55288 61219 73805 4907 16743 26908 38447 47781 55718 61839 76656 5218 16876 30556 38873 47829 56573 63632 77498 6040 16996 31521 40764 49576 57010 65260 77954 6066 18249 31662 40802 49904 57153 65982 78009 7243 18456 32118 40927 49921 58610 67434 78460 8520 22910 32522 41296 50155 58841 67998 79282 10263 24094 32694 43117 51267 58960 68391 11044 24532 33056 44370 51288 59329 68814 11257 24888 33441 44514 51912 59366 68903 11463 25420 33832 44598 52148 59678 70178 Húsbúnaðarvinningur Kr, 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 105 12776 21189 28858 37874 46807 57035 68864 532 12893 21251 28960 37959 46914 57124 69063 547 12932 21605 29027 38489 47118 58113 69178 839 13058 21657 29035 38548 47325 58227 69471 1030 13072 21714 29070 38612 47365 58239 69574 1101 13275 21978 30032 38826 47370 58311 69755 1282 13354 22065 30036 38961 47592 58533 70046 1313 14051 22236 30583 39007 47636 58545 70417 1609 14059 22285 30602 39180 47921 58652 70499 1763 14335 22333 30606 39713 48496 59001 70695 1823 14390 22616 30649 39732 48630 59047 70886 2263 14477 22643 30697 39892 49293 59145 71113 2459 14579 22782 30805 40154 49517 59214 71326 2509 14683 22787 30893 40301 49550 59260 71465 2688 14837 22792 31224 40368 50173 59927 71672 2959 14976 22833 31818 40374 50423 60143 71984 3721 15074 22868 32064 40659 50529 60509 72675 3969 15179 22924 32469 41097 50861 60527 72714 4686 15348 22953 32681 41424 50887 60590 72967 4837 15352 22971 33102 41482 51006 60841 73082 4954 15396 23087 33137 41851 51127 61020 73526 5017 15434 23165 33195 42057 51421 61128 73527 5050 15765 23194 33446 42399 51441 61193 73591 5216 15847 23550 33782 42756 51478 61323 74217 5765 15867 23793 33936 42791 51494 61401 74965 6001 15997 23928 33939 42908 51970 61987 75037 6288 16291 24008 33973 42916 52057 62180 75068 6746 16450 24240 34075 43063 52249 62277 75072 6748 16674 24422 34152 43265 52625 62327 75260 6793 16741 24491 34228 43356 52754 62488 75416 7048 17010 24602 34229 43987 52832 62857 75426 7838 17081 24839 34659 44085 53155 63156 75458 8546 17220 24993 34783 44167 53298 63680 75465 8614 17347 25074 34791 44355 53779 63681 75825 9101 17438 25138 34970 44385 53933 63786 75832 9308 17549 25558 35023 44565 54165 63839 75846 9695 18225 25562 35143 44655 54921 64094 77780 9776 18231 25699 35383 44917 54959 64419 78117 9952 18371 25941 35607 45093 55550 64674 78316 10135 18479 25955 35637 45242 55564 65458 78410 10547 19087 26109 35758 45261 55751 65592 78432 10654 20181 26439 35777 45507 56040 66305 78485 10730 20280 26625 36225 45743 56203 66346 78491 11128 20291 26646 36501 45797 56412 66445 78857 11287 20293 26927 36909 45873 56671 66756 79118 11438 20295 27619 36960 45891 56723 66856 79147 11501 20309 27920 37084 46136 56919 66971 79321 12364 20338 28167 37510 46152 56926 68345 79385 12421 20394 28397 37694 46349 56980 68487 79463 12630 20530 28528 37725 46648 57019 68632 79870 Næstu útdrættir fara fram 22 & 29. Apríl 1999. Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das I fl A4ARIA m LOVISA FATAHÖNNUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3A • S S62 6999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.