Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 44

Morgunblaðið - 16.04.1999, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Eftirlits- CUm framtíðarþróun og ný sóknarfæri reglugerðafíkla. • • ORAR tækniframfarir í aldarlok vekja upp spurningar um fram- þróun upplýsinga- samfélagsins á vest- urlöndum. Ný tækni gerir að verkum að auðveldara er að fylgj- ast með þeim, sem brjóta reglur samfélagsins með glæpsamlegum hætti. En þessari sömu tækni er einnig unnt að beita til að halda uppi eftirliti með „venjulegu fólki“ og afla upplýsinga um skoð- anir þess og framgöngu. Nýrri tækni fylgja ný viðmið og ástæða er til að óttast að í krafti viðtek- innar hugmyndafræði verði sótt að réttindum einstaklingsins í nafni umdeilanlegra heildarhags- muna. Lærðir menn freistuðust sumir hverjir til að álykta sem svo að sjálf sagan hlyti að vera úr sög- unni með hruni VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson kommúnismans og endalokum kalda stríðsins. Hugmynda- fræðileg átök hefðu með þessu móti runnið sitt skeið á enda. Þeim fer raunar fækkandi, sem halda kenningu þessari á lofti enda leitun að við- líka vitleysu. Vissulega einkennast átök boð- bera miðstýringar og einstak- lingshyggju, sem mótað hafa svo mjög öldina sem er að líða, ekki af sömu heiftinni og áður. Þetta þýð- ir þó ekki að útilokað sé að fram komi ný ágreiningsefni, sem skipti þjóðum í fylkingar. Öðru nær. Þegar má greina útlínur skyldra átaka, sem næstum því ábyggilega munu setja mark sitt á þjóðlífið á vesturlöndum á næstu öld. Hér ræðir um rétt manna til að vera í friði, lifa einkalífi;um einstaklinginn og eft- irlitsþjóðfélagið. Nú þegar er unnt með aðstoð tölvutækni, sem er meðalmennum þessa heims með öllu framandi, að safna margvíslegum upplýs- ingum bæði um einstaklinga og ákveðna þjóðfélagshópa. Ný tækni gerir einnig kleift að fella saman slíkar upplýsingar á auga- bragði þannig að fá má nokkuð glögga mynd af tilteknum ein- staklingi eða hópi manna, sem eiga eitthvað sameiginlegt. Þeir, sem nýtt hafa sér inter- netið til kaupa á tilteknum varn- ingi t.d. bókum, þekkja að þar er oftlega boðið fram efni, sem talið er að höfða muni til þess, sem þar er á ferð. Veiti menn upplýsingar um áhugasvið sín, starf, fjöl- skyldugerð og tekjuhóp geta þeir hinir sömu átt von á tilboðum af ýmsu tagi, sem talið er að höfði sérstaklega til þeirra. I þessu er jafnvel talið að felist helstu mögu- leikar intemetsins sem viðskipta- miðils. Sökum þess hversu mikið við- skiptalegt gildi slíkar upplýsingar eru að öðlast færist í vöxt að þær séu seldar í ýmsu formi. Fyrir- tæki treysta t.a.m. á að slíkur fróðleikur geti gagnast markaðs- fræðingum þeirra. Er þá blásið til stórsóknar í þeim tilgangi að fá tiltekna „markhópa" til að létta peningaveskin. Erlendis færist í vöxt að opin- berir aðilar og einkafyrirtæki safni saman upplýsingum í tölvu- tæku formi, sem m.a. eru byggðar á sjúkraskrám, búsetuskrám, tekjum, fjölskyldugerð, bifi-eiða- skrám ofl. Einkafyrirtæki fella slíkar upplýsingar að þeim, sem þau hafa þegar aflað sér með þvi að selja viðskiptavinum þjónustu sína. Allt er þetta gert til að unnt sé að fá gleggri mynd af atferli og viðhorfum manna, oftar en ekki í því háleita skyni að hafa af þeim fé. Hin iðnvædda forvitni gerir og að verkum að slíkar upplýsingar geta við vissar aðstæður getið af sér gríðarlegar fjái-upphæðir. Hin iðnvædda forvitni leitar ekki þekkingai' þekkingarinnar vegna heldur setur sér ákveðin mark- mið. Miðlægi gagnagrunnurinn, sem í ráði er að koma upp á Is- landi, er beint afsprengi hinnar iðnvæddu forvitni. Þekkingarleit- in lýtur markaðinum eins og flest annað í nútímanum. I Bandaríkjunum áformar fyr- irtæki eitt í New Hampshire að koma upp miðlægum gagna- grunni andlitsmynda. Hugmyndin er sú að selja fyrirtækjum aðgang að þeim grunni m.a. í þeim til- gangi að gera þjófum ómögulegt að nota fölsuð eða stohn persónu- skilríki. Starfsfólk t.a.m. í versl- unum mun þá geta kallað upp mynd af viðkomandi í gagna- grunninum þegar sá hinn sami framvísar skilríkjum eða greiðslu- korti. Hefur fyrirtækið þegar fest kaup á 22 milljónum ljósmynda frá þremur ríkjum Bandaríkjanna og ræðir þar um myndir, sem lagðar voru fram í því skyni að fá ökuskírteini. I Bandaríkjunum eru einnig uppi áætlanir um að taka lífsýni úr öllum þeim sem handteknir eru grunaðir um glæpi. Þær upp- lýsingar á að færa í miðlægan grunn og engu breytir sú stað- reynd að um 40% þeirra sem handteknir eru á hverju ári reyn- ast ekkert hafa til saka unnið. Þannig stefnir bæði markaður- inn og tækniþróunin í sömu átt. Æskilegt er talið að geta haldið uppi eftirliti með fólki m.a. til að sannreyna snimhendis þær upp- lýsingar, sem það kann að bera fram t.d. í viðskiptum eða at- vinnuleit. Jafnframt fela slíkar upplýsingar í sér nýja möguleika íýrir þá sem skilja veruleikann í súluritum og binda hann inn í meðfærilegar gormamöppur. Eftirlitsþjóðfélagið er á ýmsan hátt rökrétt framhald upplýsinga- samfélagsins. Nái það að festa sig í sessi mun því fylgja að hug- myndir um rétt og rangt atferli verða afdráttarlausari en áður. Nú þegar þykir sjálfsagt að kvik- myndavélar séu notaðar til að fylgjast með „venjulegu fólki“ ef það skyldi brjóta af sér. Ekki leikur vafi á að tækniframfarh- á þessu sviði eiga einnig eftir að verða örar. Reynslan hræðir og því ber þeim, sem umhugað er um rétt einstaklingsins til að lifa lífi sínu í friði á Islandi, að íylgjast grannt með þróuninni erlendis í átt til eftirlitsþjóðfélagsins. Forsjár- hyggjumenn á Islandi hafa óvenju ríka tilhneigingu til að stjórna lífi meðbræðra sinna og þeir munu taka fagnandi þeim auknu mögu- leikum, sem nýrri tækni fylgja. Jafnframt er þessi þróun fallin til að styrkja í sessi það kerfi, sem þegar er við lýði, er skapar fólki störf við að vilja öðrum vel og hafa eftirlit með gjörðum þeirra og atferli. Verði eftirlitsþjóðfélagið að veruleika munu fylgja því önnur viðmið og speki og þar kann mesta hættan að verða fólgin. Sóknarfæri eftirlitstrúarmanna, reglugerðafíkla og allra þeirra, sem telja sig hæfa til að móta líf annars fólks, verða fleiri en nokkru sinni íyrr í skjóli nýrrar og ráðandi rétthugsunar. SIGRÍÐUR LAUFEY ÁRNADÓTTIR + Sigríður Laufey Árnadóttir fæddist hinn 13. des. 1909 að Gröf í Eyjafjarðarsveit. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Seli á Akureyri 8. apríl siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Árni S. Jóhannsson, bóndi og síðar aðal- gjaldkeri hjá KEA, og Nikólína Sigur- jóna Sölvadóttir. Hún var elst þriggja dætra þeirra, en hinar eru Anna Stein- unn, f. 1911, d. 1985, og Erna P.M., f. 1922. Hinn 29. janúar 1939 giftist hún Kára S. Johansen, f. 10.5. 1912 og eignuðust þau tvo syni: Árna, f. 1939, d. 1980, sem kvæntur var Grétu Aðalsteins- dóttur, f. 1938, og áttu þau tvö börn, Kára f. 1965, og Her- borgu, f. 1967; og Gunnar, f. 1943 sem er kvæntur Svönu Þorgeirsdóttur, f. 1943. Að Föstudaginn 8. apríl hringdi Kári í okkur hjónin og tilkynnti okkur að Sigríður hefði látist þá um morgun- inn á hjúkrunarheimilinu Seli, þar sem hún hafði dvalið í mörg ár án þess að þekkja sína nánustu hvað þá aðra, svo að maður gat alltaf átt von á því að hún kveddi þetta líf fyrir- varalítið. Hún hafði fengið einstak- lega hlýja og góða aðhlynningu á Seli svo að til fyrirmyndar var, og skal það hér með þakkað af alhug. Þegar jafngóð kona og Sigríður var kveður þetta líf hrannast upp óteljandi minningar frá liðnum árum, en þau eru nú orðin 49 frá því er ég kom fyrst á Skólastíg 1 á þeirra fal- loknu gagnfræða- prófi starfaði Sig- ríður við fram- leiðslustörf hjá Kaffíbætisgerð Akureyrar og af- greiðslustörf hjá Brauðgerð KEA. Jafnhliða húsmóð- urstörfum sínum síðar hafði hún kostgangara í mörg ár og mjög gest- kvæmt var hjá þeim hjónum. Undir lok starfsævi sinnar starfaði hún nokkur ár hjá Niðursuðurverksmiðju Kr. Jónssonar hf. Sigríður bjó á Akureyri allt sitt líf og starfaði mikið að fé- lagsmálum einkum í kvenna- deild Slysavarnafélags Islands og Kvenfélagi Akureyrarkirkju og gegndi sljórnarstörfum í báðum félögunum um langt ára- bil. Utför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. lega og góða heimili, og var maður umvafinn hlýju og kærleika af allri fjölskyldunni, og fann maður þá og alla tíð að maður var velkominn, og hefur verið svo alla tíð síðan á meðan heilsan leyfði hjá þeim hjónum. Haustið 1950 leigðu þau mér her- bergi og fæði því konan mín var úti í Hrísey og við fórum ekki að halda heimili fyrr en um vorið 1951 en ég var í vinnu á Akureyri um veturinn. Vel leið mér í vistinni hjá þessum heiðurshjónum, en þar var einnig María móðir Kára, yndislega hress og skemmtileg kona, og svo voru nú drengirnir þeirra tveir þeir Árni og Gunnar til að krydda tilveruna með EINAR GUÐMUNDUR G UÐGEIRSSON + Einar Guð- mundur Guð- geirsson fæddist í Reykjavík hinn 12. október 1919. Hann lést á Landspítalan- um hinn 7. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðgeir Jónsson bókbindari, f. 25. apríl 1893 í Digranesi, sem nú er í Kópavogi, d. 7. júní 1987, og Guð- rún Sigurðardóttir, f. 25. september 1893 á Ásmundar- stöðum í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu, d. 17. ágúst 1987. Systkini Einars voru: Guðrún Jósefína, f. 6. ágúst 1917, Þor- lákur Valgeir, f. 23. janúar 1921, d. 7. júlí 1984, Sigrún, f. 25. maí 1923, Ásbjörg, f. 30. ágúst 1924, Sigurður, f. 30. maí 1926, d. 6. júlí 1983, og Jón, f. 21. ágúst 1927. Eftirlifandi eiginkona Einars er Jónína Sólveig Einarsdóttir, fædd í Miðhúsum í Eiðaþinghá hinn 16. nóvember 1919. Þau giftu sig hinn 15. júlí 1944. Börn þeirra eru: 1) Guðgeir, f. 26. desember 1944, iðnrekandi, kvæntur Sjöfn Stefánsdóttur framkvæmdastjóra. Dóttir þeirra er Að- alheiður, f. 1966, viðskiptafræðing- ur, gift Erlendi Birgi Blandon flug- manni. Dóttir þeirra er Bjarndís Sjöfn, f. 1994. 2) Sólrún, f. 15. mars 1948, hjúkrunar- fræðingur. Synir hennar eru: Einar Páll Tamimi, f. 1969, lögfræðingur. Sonur hans er Alexander Freyr, f. 1990. Árni Már Sturluson, f. 1981, og Guðgeir Sturluson, f. 1986. 3) Sigrún, f. 9. október 1953, skrifstofumaður, gift Halli Kristvinssyni innanhúss- arkitekt. Börn þeirra eru: Anna, f. 1971, nemi í innan- hússarkitektúr, Bjarki, f. 1981, og Einar, f. 1987. Einar ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í bókbandi í Gutenberg og lauk sveinsprófí 1940. Að tveimur árum frátöld- um starfaði Einar í Gutenberg þar til hann hætti störfum 1993. Utför Einars fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Þegar ég sat hjá þér þessa síðustu daga lífs þíns vitandi að hverju stefndi reikaði hugurinn hratt yfii' farinn veg en nam ætíð staðar við minnisstæðar stundir og atburði margs konar. Það hefur alltaf verið frábært að eiga þig fyrir pabba, þar sem við fjölskyldan þín vorum í algjörum forgangi og lagðir þú þig allan fram til að okkur liði sem best. Oftar en ekki var vinnu- dagurinn langur og þegar mest á reyndi, sem var reglubundið tímabil á hverju ári við frágang jólabókanna, sáum við þig varla. En aðeins með þessum hætti tókst þér að ná endum saman og framfylgja þessu for- gangsverkefni þínu. Ég varð fljótt var við að þær ákvai'ðanir sem þú tókst voru yfir- vegaðar og þaulhugsaðar og þeim fylgt eftir að festu. Átti þetta ekki hvað síst við gagnvart uppeldi okkar systkinanna. Það var t.d. ekki auð- velt að sætta sig við það að vera kominn inn klukkan átta á kvöldin sínum skemmtilegheitum, enda voru þeir vel upp aldir og nutu einstakrar móðurástar og einnig hjá ömmu sinni sem sá nú varla sólina íyrir ást og umhyggju fyrir sonarsonunum. Sigríður var einstaklega flink kona og skemmtileg í öllum matartilbún- ingi og kökubakstri, og mátti heita að alltaf væri veizluborð hjá henni. Þennan vetur eignuðumst við hjónin dóttur og alltaf var hún velkomin og dekrað var við hana á allan hátt og svo fór það með öll börnin okkar þeg- ar tímar liðu fram að Sigríður og Kári væru bæði elskuð af þeim eins og þau væru afi þeirra og amma, og öll minnast þau enn í dag þeirrar ein- lægu hlýju og ástar sem Sigríður sýndi þeim meðan hennar heilsa ent- ist. Sigríður var alltaf í nánu sambandi við einhverja nemendur sona sinna úr MA til að fylgjast með skólastarf- inu og voru þær ófáar heimsóknirnar frá þeim til þeirra hjóna og öllum gerði hún þeim gott og kunnu þeir vel að meta það því hvergi fengu þeir aðrar eins móttökur og hjá henni, og fannst henni að með þessum kynnum af skólabræðrum þeirra, rifjuðust upp fyrir henni gamlar og góðar minningar frá skólanum er hún var í, og voru þau samstiga hjónin í öllu því sem að því laut að taka höfðinglega á móti þeim og með einstakri hlýju svo að allir hændust að þeim. Síðan stofnuðum við hjónin okkar heimili fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og gátum við þá launað þeim að hluta til alla þá rausn sem þau sýndu okk- ur. Og víst var um það að þáu voru okkar kærustu gestir og bamanna okkar alla tíð og aldrei bar þar skugga á. En árið 1980 urðu Sigríður og Kári fyrir þeirri miklu sorg að missa eldri son sinn, Ái'na, í blóma lífsins frá eig- inkonu og tveimur börnum, og var það þeim hjónum mjög erfitt því þá var heilsu Sigríðar tekið að hraka. Af og til komu ömmu- og afabörnin til Akureyrar og veitti það þeim mik- inn styrk og gleði. Öll þau ár sem Sigríður lá á Seli heimsótti Kári hana alltaf tvisvai- og þrisvar í viku, og einnig Gunnar sonur þeirra og Svana einfaldlega af því að lögreglusam- þykkt Reykjavíkurborgar kvað svo á um eða fá að fara í þrjúbíó aðeins annan hvem sunnudag. Þannig varst þú, barst fullkomna virðingu fyrir lögum og reglum og kenndir hóf- semi. Þetta hefur verið mér ómetan- legt farteski í lífinu. Þú varst stoltur og ekki að ástæðulausu þegar þú sagðir mér ár- ið 1961, ég þá 16 ára gamall, að við fæmm að yfirgefa Meðalholt 12 og flytjast í Stangarholt 6. Þið mamma höfðuð fest kaup á mun stærri íbúð og nú fengi ég mitt eigið herbergi. NokkmTa ára draumur var að verða að veruleika. Mikið leið mér alltaf vel í risherberginu mínu. Pabbi, þar sem við höfðum báðir verið sem drengir í sumarvist hjá frændfólki okkar að Ausu í Andakíls- hreppi í Borgarfirði, ræddum við oft þann tíma og nokkrum sinnum heim- sóttum við tveir þessar æskustöðvai' okkar. Alltaf var hún sérstaklega minnisstæð ferðin í september 1971, réttarferð frá Ausu í Oddsstaðarrétt. Þarna náðum við einstaklega vel saman og hefur spjall um þessa ferð alltaf yljað okkur. Mér fannst við verða nánari með árunum og ég átti mjög gott með að leita eftir hjálp þinni og skoðunum þínum á hinum ýmsu málefnum. Þú hafðir einstakt lag á að koma orðum fyrir þig. Það var alltaf stutt í kímn- ina, en samt var alvaran og verald- leikinn henni fremri. Þú virtist ekkert eldast. Yfirbragð þitt var einstaklega milt. Þú varst glæsilegur eldri maður. Þegar ég ásamt félögum mínum í Fóstbræðr- um sungum við stall Jóns Sigurðsson- ar að morgni 17. júni 1996 horfði ég stoltur á þig mættan við þessa athöfn að vanda. Morguninn eftir hringdi mamma, hún gat ekki vakið þig. Blóð- tappinn lokaði æðinni allt of lengi, þér vai' vai'la hugað líf. En þú varst langt í frá tilbúinn að fara þrátt fyrir allai- þær skemmdir sem átt höfðu sér stað. Smám saman komstu til baka að hluta. Umburðarlyndi, þolinmæði, þrautseigja og ást, þessir mannkostir þínir komu svo vel í ljós þau tæpu þrjú ár sem þú barst kross þinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.