Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 58
t* 58 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu benda fremur til þess að Framsóknarflokkurinn eigi á brattann að sækja í kosningunum sr 8. maí. Skoðanakann- anir ber að taka með miklum fyrirvara en þó gefa þær einhverja vís- bendingu um stöðuna þegar þær eru gerðar. Fyigi • Framsóknar- flokksins hefur alltaf reynst drýgra í kosn- ingum en í skoðana- könnunum en þó er fullkomin ástæða fyrir okkur Framsóknar- menn að íhuga stöðu okkar og nán- ustu framtíð flokksins. Sömu skoð- anakannanir og spá okkur þverr- andi fylgi frá síðustu kosningum svara því til að 70% kjósenda vilji að Framsóknarflokkurinn eigi sæti í næstu ríkisstjórn. í þessu felst undarleg þversögn. Fái Framsókn- arflokkurinn ekki góða útkomu í kosningunum tekur hann ekki sæti í næstu ríkisstjórn. Við teljum okk- ur hafa náð mjög miklum árangri á þessu kjörtímabili. Við höfum sann- anlega náð að uppfylla þau loforð og fyrirheit sem við gáfum kjósend- um fyrir síðustu kosningar. Við höf- um haft „fólk í fyrirrúmi“ og fjöl- skyldurnar í landinu búa við miklu betri kjör en fyrir fjórum árum síð- . an. Það er sama hvar á er litið, alls- staðar er bjartara framundan en fyrir síðustu kosningar. Þessu hef- ur okkur tekist að koma til leiðar í farsælu samstarfi við Sjálfstæðis- menn. Fái Framsóknarflokkurinn ekki góða kosningu er það ótvírætt merki þess að kjósend- ur vilji aðra til áhrifa og því mun Framsókn- arflokkurinn að sjálf- sögðu hlíta og ekki taka þátt í næstu ríkis- stjórn. Meirihluti Sjálfstæð- isflokks Samkvæmt skoðana- könnunum í allan vetur er mjög raunhæfur möguleiki á því að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta á næsta kjörtímabili. Það gæti hann fengið með talsvert minna fylgi en 50% enda nýt- ast ekki atkvæði greidd smáflokk- um. Ef svo færi að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi hreinan meirihluta stjórnar hann að sjálfsögðu einn næsta kjörtímabil. Þá væri mikil hætta á að hin hamslausu frjáls- Stjórnmál Framsóknarflokkurinn fer ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili, seg- ir Páll Pétursson, til að eyðileggja það sem áunnist hefur á þessu. hyggjuöfl innan flokksins losnuðu úr læðingi og það væri þjóðinni ekki til farsældar. Stjórnarflokk- arnir ganga báðir óbundnir til kosninga. Eg tel að samstarf við Sjálfstæðismenn á næsta kjörtíma- bili geti komið til greina í ljósi reynslu þessa kjörtímabils enda fái Framsóknarflokkurinn nægilegt fylgi til þess að það samstarf verði á jafnréttisgi-undvelli, annars ekki. Höfuðlaus her Sighvatur Björgvinsson hefur í formannstíð sinni unnið það ein- stæða afrek að eyðileggja Aiþýðu- bandalagið, Kvennalista og Þjóð- vaka. Krataflokkurinn býður nú fram undir heitinu „Samfylking“ og hefur fengið verulegan atkvæða- styrk úr dánarbúum fyrrnefndra flokka. Sá söfnuður er ekki fýsileg- ur kostur til samstarfs í ríkisstjórn. I forystuhópinn hafa safnast ein- staklingar fjölbreyttrar gerðar, með ólíkar grundvallarskoðanir og misjafnan reynsluheim. Það sem sameinar einna helst er vilji til að versla sig áfram til valda í þjóðfé- laginu og algjört ábyrgðarleysi í fjármálum hins opinbera. Sjálf- kjörnir foringjar eru a.m.k. sex þannig að við marga þyrfti að semja ef einhver teldi á það hætt- andi. Það væri mjög óráðlegt af Framsóknarmönnum að fara í slag- tog við Fylkinguna að loknum næstu kosningum. Á næsta kjör- tímabili úreldast væntanlega ein- hverjar af núverandi framápersón- um Fylkingarinnar og hugsanlega tekur þar við forystu fólk annarrar gerðar og samstarfshæfara. Framsóknarflokkurinn fer ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili til að eyðileggja það sem áunnist hef- ur á þessu. Vonarpeningur Flokkar þeirra Sverris og Stein- gríms J. eiga hvergi örugg móður- skip og því er nokkuð óvíst að þeir komi fólki á þing. Atkvæði greidd þeim flokkum kynnu því að falla dauð. I öllu falli kæmu þau í flestum kjördæmum ekki til góða frambjóð- endum flokkanna í viðkomandi kjör- dæmum heldur yrðu til að safna fyrir uppbótarþingsætum annars staðai'. Ef það er vilji kjósenda að Fram- sóknarflokkurinn taki þátt í næstu ríkisstjórn þá þarf hann á öflugum stuðningi að halda 8. maí. Höfundur er félagsmálaráðherra. Hverjum vill þjóðin fela stjdrnina? Páll Pétursson 100 milljarða hofmóður Geirs H. Haarde í Morgunblaðsgrein á *■ miðvikudag kannast Geir H. Haarde ekki við að núverandi ríkisstjóm haf! haft um 100 millj- örðum meira úr að spila á kjörtímabilinu en síð- asta stjóm á sínum tíma, eins og samfylkingar- menn hafa bent á undan- farna daga. Geir H. Ha- arde bregst við þessum tölum með hefðbundn- um hroka sjálfstæðis- flokksráðherranna, kall- ar þetta „bamalega út- reikninga“ og talar um „f'ræðimennsku“ innan gæsalappa. Sumsé ^ einsog kóngamir í Kaupinhafn: Vi alene vide. Barnaskapur Þjóðhagsstofnunar Nú mætti halda að fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins hefði svik- ist um að lesa heima. Hin barnalega fræðimennska um 100 milljarðana er ósköp einfaldlega tilvitnun í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um „Þjóðarbú- skapinn framundan“ íramvindan 1998 og horfur 1999, í töflu á blaðsíðu 53, samanber einnig blaðsíðu 82, þar sem unnið er eftir viðurkenndum staðli Sameinuðu þjóðanna um þjóð- hagsreikninga. Þar era það um það bil hundrað milljarðar sem Geir H. Haarde, gæslumaðm' almannafjái', heldur að hafi fallið af himnum ofan. Það má þó segja Geir H. Haarde til hróss að hann hefur haft fyrir því í alvöru að reikna út tekjuauka ríkis- stjórnarinnar á þessum tíma. Hann kýs hins vegar að setja tölur sínar o fram með einföldum samanburði frá árinu 1995 og fram á þetta ár og kemst að þeirri niður- stöðu að tekjurnar hafi bara aukist um helming af 100 milljörðunum - vegna þess að hann tel- ur það henta sér betur. Með þessu staðfestir Geir H. Haarde þó í raun tölurnar sem Sam- fylkingin sækir til Þjóð- hagsstofnunar. Munin- um á þessari tvenns- konar framsetningu má lýsa með því að tekjur launamanns hækki á fjórum árum um 10 þúsund krónur á ári. Tekjur hans á launa- seðlinum hafa þá hækk- að um 40 þúsund frá fyrsta ári til fjórða árs. Samtals hef- ur launamaðurinn hins vegar fengið Ríkisfjármál Hvers vegna þykir Geir H. Haarde og flokksbræðrum hans svo óþægilegt, spyr Mörður Arnason, að rætt sé um tekju- auka ríkissjóðs. 100 þúsundum króna meira í vasann á þessum fjórum árum (10 þúsund krónur fyrsta árið, 20 þúsund næsta ár, 30 þúsund þriðja árið, 40 þúsund fjórða árið). Hækkunin nemur sumsé 40 þúsund krónum en heildartekj- umar þessi fjögur ár hafa aukist um 100 þúsund. Á sama hátt hafa heild- artekjur ríkissjóðs aukist um 100 milljónir á kjörtímabilinu þótt lægii tala komi út úr því að draga niður- stöður fyrsta árs frá niðurstöðum síðasta árs. Ógleði Sjálfstæðisflokksins En hvers vegna þykir Geir H. Ha- arde og flokksbræðrum hans svo óþægilegt að rætt sé um þennan hundrað milljarða tekjuauka ríkis- sjóðs að þeir blása sig upp í hofmóð og hroka? Nú hefur hluta þessa mikla tekjuaauka vissulega verið var- ið skynuglega, með því til dæmis að minnka halla á ríkissjóði einsog hver einasta ríkisstjórn með nokkum veg- inn réttu ráði hefði gert í sömu góð- ærissporum. Ogleði Geirs H. Haarde stafar af því að sjálfstæðismenn vilja skjóta sér undan því að svara til um ráðstöfun þessara tekna allra frammi fyrir brýnum vanda víðsvegar í sam- félaginu. Milljarðamir hundrað vekja til dæmis undrun þeii'ra sem heyrðu sama Geir H. Haarde boða það í þingræðu í nóvember að sjúklingar yrðu að borga meira fyrir sjúki'ahús- dvöl. Tvö hundruð kennarar sem ekki fá að fara í framhaldsnám í Kennaraháskólanum næsta vetur vegna fjársveltis í menntakerfinu spema líka eyrun. Og sá fjórðungur einstæðra mæðra í Reykjavík sem í fyrra leitaði til Félagsmálastofnunar vegna fátæktar hlustar með ótví- ræðri athygli. Geir H. Haarde skuld- ar þessu fólki önnur svör en að út- hrópa upplýsingar úr skýrslum Þjóð- hagsstofnunar. Höfundur er íslenskufræðingur, er sjötti maður á lista Samfylkingar- innar i Reykjavfk. Mörður Árnason Messías eftir ^ Hándel flutt í Isafj arðarkirkju LIÐLEGA hálf öld er liðin frá stofnun Tónlistarfélags Isa- fjarðafy og Tónlistar- skóla Isafjarðar. Fé- lagið var stofnað að Hafnarstræti 2 á Isa- firði hinn 20. maí 1948, en skólinn tók til starfa í sama húsi 11. október sama ár. Fyrst í stað voru kennarar við skólann tveir, Jónas Tómasson eldri, sem kenndi á orgel, og Ragnar H. Ragnar, sem var skóla- stjóri og kenndi á pí- anó. Segja má, að flutningur óratóríunnar Messíasar eftir Hándel nú marki endapunkt júbflárs í ísfirskri tónlistarsögu. Ragnar H. Ragnar hafði eitt sinn uppi áform um að flytja Messías á ísafirði, en af því varð ekki þá. Nú í vetur hefur verið unnið að því að láta rætast drauminn um flutning þessa mikla verks hér í faðmi fjalla blárra. Vegna uppfærslu verksins nú á Isafirði var settur saman sérstakur hátíðarkór Tónlistarskóla ísafjarð- ar, skipaður 42 konum og körlum af norðanverðum Vestfjörðum. Þá Tónleikar Skemmst er frá því að segja, segir Björn Teitsson, að uppfærsla verksins tókst frábærlega. voru fengnir að hljóðfæraleikarar, aðallega frá Reykjavíkursvæðinu, sem mynduðu 18 manna kammer- sveit. Ákveðið var að Messías skyldi fluttur einu sinni, og föstu- dagurinn langi var valinn til flutn- ingsins. Skemmst er frá því að segja að uppfærsla verksins, sem hófst kl. 20.30 og stóð í tvær klukkustundir með hléi, tókst frábærlega. Farin var sú leið, sem er mjög oft farin, að flytja verkið ekki allt, sleppt var 23 atriðum af 53, og var einkum sleppt úr miðkaflanum. Oll fegurstu og vinsælustu atriðin voru þó að sjálfsögðu flutt. Einsöngvarar í verkinu eru fjór- ir. Konurnar tvær búa hér vestra. Sópraninn söng Guðrún Jónsdóttir, Isfirðingur, sem stundaði nám við Tónlistarskóla Isafjarðar, síðar við Söngskólann í Reykjavík og loks á Italíu, en hún hefur sungið allvíða, m.a. í óperum, og er núna söng- kennari við Tónlistarskóla ísafjarð- ar og stjórnar skólakór Framhalds- skóla Vestfjarða. Guðrún hefur óvenjulega mikla útgeislun á sviði og tókst mjög vel upp nú sem oftar. Nefna má að stórglæsilegt var að heyra hana syngja aríuna How beautiful are the feet. Ingunn Ósk Sturludóttir söng altinn. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og síðar einnig í London og Amsterdam, og hefur komið fram á fjölda tónleika, auk þess sem hún hefur kennt við Tón- listarskólann á Akranesi og síðan við Tónlistarskólann hér á Isafirði, en hún er nú búsett í Vigur. Ingunn syngur af miklu öryggi og var ekki síst meðferð hennar á aríunni He was despised einkar áhrifamikil. Tvísöngsaríuna He shall feed his flock sungu Guðrún og Ingunn saman með óaðfinnanlegum hætti. Karlarnir tveir sem sungu ein- söng voru fengnir að sunnan. Snorri Wium söng tenórinn, en hann stundaði nám sitt við Söng- skólann í Reykjavík og síðar í Vínarborg, og var síðan fastráðinn við óperuna í Coburg í Þýskalandi í fjögur ár. Snorri hefur fallega rödd og stóð sig með mikilli prýði, t.d. í arí- unni Ev’ry valley shall be exalted. Bassahlut- verkið, sem var tiltölu- lega viðamikið, var í höndum Lofts Erlings- sonar, sem einmitt stundaði nám við Söngskólann í Reykja- vík á svipuðum tíma og þau hin þrjú, Guðrún, Ingunn og Snorri. Síð- an var Loftur við frekara nám í Manchester og London, og hann hefur á seinni árum sungið ein- söngshlutverk í fjölmörgum kirkju- legum verkum og mörg óperuhlut- verk. Loftur hefur sterka, tæra og einkar áheyrilega baritonrödd, sem t.d. naut sín frábærlega í hinni stór- kostlegu aríu The trumpet shall sound, næstsíðasta atriði tónleik- anna. Ekki verður annað séð en með Lofti Erlingssyni hafi Islend- ingar eignast nýjan stórsöngvara. Beáta Joó hafði æft hátíðarkór- inn, en hún er ungversk að uppruna og lauk prófi frá Tónlistarakademí- unni í Búdapest, en hefur síðustu 13 árin starfað á ísafirði sem kór- stjóri, organisti og kennari við Tón- listarskólann. Til aðstoðar við radd- þjálfun var Guðrún Jónsdóttir, sópransöngkona, áðurnefnd. Þar er skemmst frá að segja að þjálfun kórsins hafði tekist mjög vel, hann söng af styrk og öryggi; ekki síst kom þetta fram i meðferðinni á hinu undursamlega Halleluhja-kór- atriði. Hljómsveitin, sem kom frá Reykjavík, stóð sig með mikilli prýði, og má segja að þai' hafi verið valinn maður í hverju rúmi. Sér- staka athygli undirritaðs vakti hinn fagri og öflugi trompetleikur Ein- ars St. Jónssonar með söng Lofts í aríunni The trumpet shall sound. Loks skal sérstaklega nefndur aðalstjórnandi tónlistarflutnings- ins, Ingvar Jónasson, en hann er innfæddur Isfirðingur, einn þriggja sona Jónasar eldr Tómas- sonar. Ingvar stundaði tónlistar- nám sitt í Reykjavík, í London, Vínarborg og Bandaríkjunum, en hefur starfað bæði í Svíþjóð og á íslandi, og m.a. komið fram á ótal- mörgum kammertónleikum. Ekki er rúm hér til að rekja merkilegan starfsferil hans nánar. Árið 1990 gekkst hann fyrir stofnun Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna og stjórnar henni, en hún er ísfirðing- um að góðu kunn. Ohætt er að segja að mikið happ var að Ingvar skyldi taka að sér stjórnina á flutn- ingi Messíasar nú. Sú samhæfmg kórs, einsöngvara og hljóðfæraleik- ara sem þarf að eiga sér stað var með einstökum ágætum, og í lokin urðu flytjendurnir að endurtaka Halleluhja-kórinn, slík var hrifning áheyrenda. Einn úr hópi tónleika- gesta hafði sérstaklega á orði eftir hljómleikana að undir flutningnum hefði sér fundist opnast sýn til himnaríkis, svo áhrifarík var stundin. Verkið var flutt í hinni nýju ísa- fjarðarkirkju, sem að allra dómi er afburða hljómleikahús. Uppselt var, áheyrendur voru um 370. Spyrja má, hvort ekki hefði verið tilvalið að flytja verkið tvisvar. Ingvari Jónassyni og öllum flytj- endum Messíasar í höfuðstað Vest- fjarða að kvöldi föstudagsins langa 2. apríl 1999 er hér með þakkað innilega fyrir frábæra frammistöðu á ógleymanlegri kvöldstund. Höfundur er skólastjóri. Björn Teitsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.