Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 16.04.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 674IT ________BRÉF TIL BLAÐSINS__ Lausn á Kosovo-deilunni Frá Guðmundi Rafni Geii'dal: MÉR ER sagt af aðilum sem ég þekki innan Bandaríkjanna að ástæðan fyrir að Bill Clinton vilji halda áfram loftárásum á hernað- armannvirki Serba sé að hann sé að vonast eftir sigiá í einu utanrík- ismáli til að fá rós í hnappagatið eftir Móníku-slysið. Einnig er talið að Bretar tefli sér fram með virkum hætti í þessu máli til að korria fram sem stórveldi innan Evrópu. En aðrar þjóðir sem eiga aðild að NATÓ eru ekki eins hressar með þetta. Þannig hafa Grikkir mótmælt loftárásunum, Italir hafa hvatt til samningavið- ræðna og Frakkar fara sínar leið- ir. Viðkvæmasta atriðið í þessu er það sem Geir Waage benti á í ný- legri Morgunblaðsgrein, að vera kunni að NATÓ sé að brjóta lög um sjálft sig með því að ráðast á fullvalda ríki, og það innan Evr- ópu, og hlutast til um snúið inn- anríkismál, og persónugera vandamálið í kringum Milosevics, þegar stjórnarandstaðan og meira að segja hluti stjórnmála- manna Kosovo-Albana er á móti loftárásum. Að vísu hefur verið reynt að fara samningaleiðina í gegnum bandamenn Serba, Rússa, en það gengur hægt, eins og sjá mátti af niðurstöðu fundar utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússa á dögunum. Eðlilegast væri að gefa Sameinuðu þjóðun- um aukið rými til að hlutast til um þetta mál og að þeir séu stýr- andi aðili, líkt og í Persaflóastríð- inu. Önnur lausn er að móta alþjóð- lega samstöðu um að alþjóðalög og reglur séu virtar og sú leið sé styrkt með fjölda samþykkta margs kyns samtaka og félaga. Þessa leið hefur hið lúterska heimssamband farið og fleiri kirkjuráð eins og sr. Þorbjörn Hlynur Arnason, prófastur, hefur bent á. Ég átti þess kost að hlusta á fyrirlestur í Vermont háskólanum sem heyrir undir Noi-wich háskól- ann (sem er herskóli) í Bandaríkj- unum síðastliðið haust. Sá sem flutti fyrirlesturinn var flugliðs- foringi og hafði starfað í friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóð- anna undanfarin tvö ár í Bosníu. Hann sagði að sagan væri rótgró- in í minni fólksins á þessu svæði og jafnvel þótt sumt sem fólk hefði gripið í sig um forfeður sína væri sannanlega rangt að mati fræði- manna, þá héldi sama sagan áfram. Þannig teldu Kosovo-Alb- anir að þeir væru komnir af Alex- ander mikla þó það væri rangt og Serbar ríghéldu í að þeir vildu hefna sín á Kosovo-Albönum fyrir að hafa tapað í stríði við Tyrkja- sóldán á svonefndum Ki-ákuvöll- um (sem eru staðsettir í Kosovo) árið 1389 þrátt fyrir að veldi Tyrkja væri löngu liðið undir lok. Hans mat var að til að skilja þær flóknu deilur sem ættu sér stað á þessu svæði þyrfti að komast inn í hvernig fólk væri innrætt frá blautu barnsbeini. Hann sagði jafnfi-amt að Banda- ríkjastjórn vissi hve mikil púður- tunna Balkanskaginn í heild sinni væri. Hann rétti fram tvær skýrsl- ur því til vitnis og önnur var sér- stök forsetaskýrsla frá í fyrra. Þar var minnt á að fyrri heimsstyrj- öldin hefði hafist á þessu svæði og að hættulegasta svæðið varðandi alþjóðadeilur sem gætu magnast væri í Kosovo, Makedóníu og þar í grennd. Þegar fyrirspurnir hófust spurðu Bandaríkjamenn í salnum hvort ekki mætti leysa málið með því að senda leyniskyttu á Milos- evics eða þá sérsveit og bana hon- um. Flugliðsforinginn tók ekki undir slíka lausn þó hann tæki undir að Milosevics væri vissu- lega grimmur. Þá spurði ég hann hvort samræður milli manna hefðu verið reyndar, en slíkt væri talin góð lausn meðal lútersku kirkjunnar þegar um flókin mál væri að ræða sem tengdust ólík- um skoðunum fólks. Hann tók undir þetta og sagði að hann og flugliðsforingjar Serba og Króata hefðu hist eftir Bosníustríðið. Til að byrja með hefðu þeir hnakkrif- ist enda svarnir óvinir en smámsaman skyldu þeir sjónar- mið hver annars og enduðu sem bestu vinir. Mín tillaga er því að við íslend- ingar reynum að setja okkur inn í allar hliðar málsins, og fá til dæm- is Serba og Kosovo-Albana sem hér búa til að fræða okkur meira um deilurnar í sínum heimalönd- um. I framhaldi af því mætti at- huga hvort koma mætti á samræð- um við Serba í Serbíu og reyna að fá þá til að gera sér grein fyrir að hið alþjóðlega samfélag sættir sig ekki við ofbeldi þeirra gegn Kosovo-Albönum og að þeh- verði að finna ásættanlegar leiðir til að eiga samskipti við þá síðarnefndu. Með því mætti leysa málið innan- lands. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri. iilAGER OQ bMCPOK»«’ NÝTT KORTATIMABIL í dag og föstud. kl. Opid 9-18 HREYSTI. SportVÖRUÍlUS Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 FYRIR HEIMILIEDA SUMARBÚSTAÐINN ÚR GEGIMHEILU MAHOGNY Dekor Stóll Verð kr. 6.900 Dekor Borð 140x80 -Verð kr. 19.000 80x80 - Verð kr. 12.900 Handskorinn bekkur Verð kr. 19.900 Mikið úrval af gjafavöru Opið laugardag kl. 10.00-18.00, Sendum í póstkröfu Freemannshúsinu, Bæjarhrauni 14, Hf. Sími 565 3710. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.