Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 13

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ kærðu afgreiðslu Brekkugerðis- málsins til umboðsmanns Alþingis, sem taldi að brotið hefði verið gegn þeim bæði af hreppsnefndinni og landbúnaðarráðuneytinu, sem stað- fest hafði ákvörðun hreppsnefndar í því máli. Bætur vegna eldra brots Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið grunnt á því góða með þeim hjónum og meiri- hluta hreppsnefndar frá því að Brekkugerðismálið kom upp. Fram er komið að það var vegna þessa of- angreinda álits umboðsmanns að landbúnaðarráðuneytið ákvað í september sl. að bæta fyrir Brekku- gerðismálið með því að leigja hjón- unum Skriðuklaustur. Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps, sem er umsagnaraðili um leigu rík- isjarðarinnar ásamt jarðanefnd sýslunnar, vildi hins vegar ekki fall- ast á að hjónin fengju þessa jörðina til ábúðar, frekar en hina fyrri. Hreppsnefndin sagði m.a. að fá- menn sveit ætti í vök að verjast með að halda uppi fjallskilum og þyrfti nýtt fólk á jörðina. Spurt var hvort samþykkt hefði verið að þau hjón hefðu lögheimili sitt utan Skriðu- klausturs, þ.e. hvort í lagi væri að þau byggju áfram á Brekku? Landbúnaðarráðherra vék við meðferð þessa kærumáls og forsæt- isráðherra fól félagsmálaráðherra meðferð þess. Hann hnekkti mót- mælum hreppsnefndarinnar á þeirri forsendu að umsögn hennar hefði ekki borist innan þess 30 daga frests sem er tilskilinn samkvæmt jarðalögum. Hreppsnefndin telur að með úr- skurðinum og meðferð málsins hafí verið brotið gegn stjómsýslulögum og að ráðuneytið hafi týnt bréfi, sem sent hafi verið í almennum pósti tæka tíð. Hefur hreppsnefndin ráðið lögmann til að gæta hags- muna sinna, var haft eftir oddvitan- um í fjölmiðlum nýlega. Eftirmál Brekku- gerðisdeilna Það er að heyra á viðmælendum Morgunblaðsins að eftirmál Brekkugerðismálsins séu talin ráða mestu um deilurnar í sveitinni að þessu sinni. Grunnt sé á því góða og þessar áralöngu deilur hafi hleypt illu blóði í sveitunga og nágranna. Málið snúist orðið um persónur og eiginleg tilefni deilna séu horfin í skuggann; önnur en þau sem leiðir af því að hagsmunir eru bundnir því að fá, við óbreytt ástand, áfram að beita og nytja slægju í landi Skriðuklausturs. HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 13 I I Linsan hefur opnaö nýja og spennandi gleraugnaverslun á Laugavegi 8. Skemmtileg gleraugu, ný gleraugu, litrík, lifandi og líka venjuleg. LINSAN Aðalstræti 9 Laugavegi 8 551 5055 551 4800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.