Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 18

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 LANDBÐ MORGUNBLAÐIÐ Gott kvöld! Meö skemmtilegri kvöldstund á Restaurant Óöinsvé má gera gott kvöld betra! Glæsilegur veitingastaður með spennandi rétti við allra hæfi. RESTAURANT Ó Ð I N S V É Þórsgata 1 • Sími: 552 5090 ...gerdu gott kvöld betraí Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Skoðunarstofa á Hvammstanga Hvammstanga - Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar á Hvamms- tanga og Frumherji hf., skoðun- arstofa í Reykjavík, hafa gert með sér samkomulag um rekstur á skoðunarstofu á Hvammstanga. Stöðin verður í húsnæði véla- verkstæðisins. Bjarki Sigurðsson, starfsmaður Frumherja á Sauð- árkróki, segir að skoðunarstof- unni verði þjónað frá Sauðár- króki og verði hún opin annan hvern miðvikudag kl. 8-17. Lyfta stöðvarinnar tekur allt Fjallkonan Drangsnesi - Fréttaritari Morg- unblaðsins á Drangsnesi hitti Fjaltkonu íslands á ferð sinni til fjalla í blíðskaparveðri á dögun- um. Þarna stóð hún hnarreist og stolt og bar með sér svipmót óblíðra náttúruafla hinna vest- firsku fjalla. Aðspurð um ætt og uppruna sagðist hún vera Vest- firðingxir og ekkert annað. Hvorki vildi hún tjá sig um kosn- ingarnar eða kjördæmamálið. Ekki kvaðst hún vera á leið að flytja suður. Hún tæki frelsið og fjöllin fram yfir það að standa við búðarkassa í Smáranum. Sendi hún landsmönnum öllum bestu óskir um gott sumar. að fjórum tonnum, þar með alla fólksbíla og jeppa. Stærri bifreið- ir verða skoðaðar utanhúss. Stöð- in verður tölvutengd og verður þar hægt að greiða bifreiðagjöld. Hilmar Hjailarson, fram- kvæmdastjóri og einn eigandi VHE, sagði samninga um skoðun- arstöð hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Nú geta Vestur-Húnvetn- ingar komið í skoðunarstöð í heimahéraði. Viðbrögð eru mjög góð og á fyrsta degi voru um tutt- ugu bifreiðar skoðaðar í stöðinni. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Heilbrigðisstofnunin Húsavík tekur sjúkraskrárkerfíð Sögu í notkun Engar sjúkra- skrár á pappír lengur niðm-stöður rannsókna eru einnig PAPPÍR er nánast að hverfa úr meðhöndlun og vinnslu með sjúkra- skrár á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslustöðinni á Húsavík. Heilbrigð- isstofnunin Húsavík, eins og hún heitir nú, hefur samið við hugbúnað- arfyrirtækið Gagnalind um að taka upp sjúkraskrárkerfið Sögu og segir Friðfinnur HermannSson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar- innar, að tölvuvæðingin hafi gengið hratt og vel fyrir sig en fram undir þetta hafa tölvur lítið sem ekkert verið notaðai- þar. Aðeins er rúmt ár frá því farið var að huga að aukinni tölvuvinnslu á heilsustofnuninni en nýja kerfið var tekið í notkun á heilsugæslunni fyrsta nóvember og um áramótin fyrir alla stofnunina. Friðfinnur seg- ir aðalkost nýja kerfisins vera þann að hægt sé að nota það á öllum deild- um stofnunarinnar, þ.e. sjúkrahúsi sem heilsugæslustöð og þar með úti- búunum við Mývatn og Laugum í Reykjadal. Hann segir að kerfið sé einnig notað til að skrifa reikninga fyrir læknisverk. Sigurður Guðjónsson, yfírlæknir Heilbrigðisstofnunarinnar Húsavík, segir slíka tölvuvæðingu og pappírs- laus samskipti það sem koma skuli í heilbrigðisþjónustunni. Þegar einu sinni sé búið að skrá sjúkling og til- heyrandi upplýsingar inn í kerfið geti læknir ávallt gengið að þeim burtséð frá því á hvaða deild stofn- unarinnar hann er að vinna. Segir hann þetta mikinn kost enda eru læknar stofnunarinnar bæði að störfum á heilsugæslunni og deildum sjúkrahússins svo og á fyrrgreindum útibúum. Þá er kerfið notað til að senda beiðnir um röntgenmyndir og sendar um kerfið. Yfírlæknirinn segir að ákveðið hafi verið eftir talsverða skoðun að taka upp sjúkraskrárkerfið Sögu sem Gagnalind hefur þróað. Segir hann það betra en önnur kerfi sem forráðamenn stofnunarinnar kynntu sér, það sé auðvelt í notkun og ör- uggt í rekstri. Það sé ekki veiga- minnsta atriðið því útilokað sé fyrir heilbrigðisstofnun að notast við kerfi sem hætti til að bila. Sigurður segir kerfið þó ekki gallalaust og kerfi sem þetta þurfi ákveðna aðlögun á hverj- um stað og sífellt sé leitað leiða til að gera það enn betra úr garði og sé það ekki síst með góðu samstarfi við starfsmenn Gagnalindar. Heilbrigðisstofnunin Húsavík leig- ir tölvubúnað en heilbrigðisráðu- neytið leggur til Sögu-kerfið. Greiðir stofnunin einungis fyrir uppsetningu og aðlögun kerfisins en vélbúnaður- inn er tekinn á leigu hjá Opnum kerfum. Ekki gátu forráðamenn stofnunarinnar tilgreint hvort um beinan peningalegan sparnað væri að ræða með þessum nýju vinnu- brögðum en sáu ýmsa aðra kosti: „011 vinnubrögð verða betri, það er auðveldara að meðhöndla upplýs- ingar, þær verða á allan hátt að- gengilegri og kei-fið auðveldar lækn- um, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki að stunda rannsóknir og vísindavinnu eftir því sem leyfilegt er að nota upplýsingar þaðan. Þá hefur kerfið í fór með sér betri skráningu á tekjum og verður því hluti af þeim stjórntækjum sem stjórn sjúkrahússins getur notfært sér í starfi sínu,“ segja þeir Sigurður og Friðfinnur. Árshátíð Grunnskóla Fáskrúðsfj arðar Kántrýbær fær- ir út kvíarnar Skagaströnd - Rekstraraðilar Kán- trýbæjar á Skagaströnd gerðu ný- lega samning við Olís hf. um að taka að sér veitingarekstur í Blönduskálanum á Blönduósi. Verður veitingasalan þar rekin undir nafninu Kántrýgrillið í fram- tíðinni. Að undanförnu hefur rekstur Blönduskálans legið niðri vegna fjárhagsörðugleika fyrri rekstrar- aðila. Olís hf. er eigandi húsnæðis- ins sem veitingasalan hefur verið í og nú hafa náðst samningar milli félagsins og Kántiýbæjar um rekstur veitingasölu á staðnum. Stefnt er að því að opna Kántrý- grillið um næstu mánaðamót. Að sögn Gunnars Halldórssonar hjá Kántrýbæ er stefnt að sam- vinnu og samnýtingu á milli Kán- trýbæjar og hins nýja Kántrýgrills. „Auðvitað er og verður bara til einn Kántrýbær en kántrýandinn mun svííá yfír vötnum á þessum nýja stað. Þar ætlum við að þjóna þeim sem ekki hafa tíma til að bregða sér út á Skagaströnd í það skiptið til að koma í hinn eina sanna Kántrýbæ," sagði Gunnar sem er bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel. Fáskrúðsfirði - Árshátíð Grunn- skóla Fáskrúðsíjarðar var haldin í Félagsheimilinu Skrúð þar sem krakkarnir vonj með ýmsar upp- ákomur, m.a. leikritið Karnival dýranna sem myndin er af. í lok- in söng nýstofnaður kór skólans. Áhugakonur í bænum afhentu skólanum peningagjöf að upp- hæð 320.000 kr. sem söfnuðust á konukvöldi sem haldið var og Rósa Ingólfsdóttir slj'órnaði. Fjöl- menni var á árshátíðinni sem þótti takast vel. Morgunblaðið/Albert Kemp KOMATSU ZEIMOAH fyrir garðyrkjumanninn V RS5B Eiturdæla HT2300A Limgerðisklippur G415AVS Keðjusög VETRARSÓL Hamraborg 1-3, norðanmegin Sími 564 1864 etí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.