Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI VSÍ telur brýnt að bæta lír ágöllum virð isaukaskattkerfísins mest seldu fólksbíla- tegundirnarí jan.- mars 1999 ^4ári Fjöldi % % 1. Toyota 576 15,2 +26,6 2. Volkswagen 430 11,4 +87,0 3. Nissan______ 357___9,4 +62,3 4. Mitsubishi 253 6,7 +16,1 5. Subarn_______243 6,4 -12,9 6. Opel_________193 5,1 +24,5 7. Daewoo_______163 4,3_____: 8. Renault______162 4,3 +60,4 9 Suzuki 154 4,1 +0,7 10. Isuzu_______142 3,8 +1929 ILHonda 132 3,5 +6,5 12. Ford . 132 3.5 +34,7 13. Hvundai_____126 3,3 -5,3 14. Peugeot 109 2,9 +51,4 15. Daihatsu_____95 2,5 +43,9 Aðrarteg. 515 13,6 +84,6 Samtals 3.782 100,0 +46,0 Isuzu selst vel Sala á fólksbifreiðum af gerðinni Isuzu hefur veríð gríðarleg fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Selst hafa 142 bílar af þeirri gerð sem er 1.929% aukning frá mars 1998. Isuzu bifreiðar eru 10. mest seldu bílar á íslandi í dag. Toyota er sem fyrr mest seldi bíllinn á íslandi. Alls seldust 576 fólksbifreiðar af Toyota gerð fyrstu þrjá mánuði þessa árs og er það 26,6% meiri sala en á sama tfma í fyrra. Á hæla Toyota á lista yfir mest seldu bílategundimar er Volkswagen með 430 selda bíla og Nissan með 357 selda bíla. Sala á þeim bifreiðategundum hefur aukist mikið frá sama tíma í fyrra, 87% fleiri Volkswgen bílar hafa selst, miðað við mars 1998, en 62,3% fleiri bílar af Nissan gerð. Vísitölur launa og byggingakostnaðar VINNUVEITENDASAMBAND Islands og aðildarsamtök þess hafa komið á framfæri til nefndar fjár- málaráðuneytisins um endurskoð- un á framkvæmd virðisaukaskatts ýmsum ábendingum um nokkra helstu ágalla skattkerfísins sem brýnt sé að bæta úr. Að sögn Þór- arins V. Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra VSI, er um að ræða ýmis framkvæmdamál sem valda fyrirtækjum í landinu óþægindum þótt þessi mál séu kannski ekki stór hvert fyrir sig. „Eitt er það sem klárlega veld- ur miklum leiðindum, framkvæmd reglna um virðisaukaskattsbílana, en þar virðist okkur að sé enda- laus uppspretta ósættis milli fyrir- tækjanna og skattyfirvalda. Það Algeng tölvuveira á ferðinni MÁNUDAGINN 26. apríl næstkomandi verður ein út- breiddasta tölvuveira hérlend- is, W32/CIH.1003, virk, en hún verður virk þennan dag á hverju ári. Veiran getur gert sumar einkatölvugerðir óstarfhæfar og er viðbúið að einhverjir tugir tölvunotenda muni verða fyrir óþægindum af þessum sökum. Þeim sem vantar upplýsing- ar um veiruna er bent á að snúa sér til viðgerðardeilda tölvusölufyrirtækja strax eftir helgina. er haldið úti hópi manna með ljós- myndavélar til að leita uppi virðis- aukaskattsbíla og kanna hvort þeir séu staðsettir á einhverjum dularfullum stöðum að mati emb- ættismanna, sem gefi til kynna að um einhverja einkaneyslu sé að tefla. Okkur finnst að þetta sé ástæðulaust og það sé augljóst að í svo mörgum tilfellum sé það miklu haganlegra að geyma bílana heima við hús hjá þeim sem þurfa að hafa slíkar bifreiðar heldur en að skila þeim á einhverjar starfs- stöðvar fyrirtækjanna," sagði Þór- arinn. Meðal annars sem bent er á í bréfi VSÍ til nefndar fjármálaráðu- neytisins er að komið verði á einu kerfi neysluskatta og álagning vörugjalda verði afnumin í áföng- um, og hægt verði að skila með raf- rænum hætti skilagreinum og skatti. Lagt er til að íslenskum fiskiskipum sem halda til veiða á fjarlæg mið utan landhelginnar verði heimilt að telja virðisauka- skatt af fæðiskaupum til frádrátt- arbærs innskatts líkt og gerist með flutningaskip í miililandaflutning- um. Hvatt er til þess að öll matar- og drykkjarvara fari í eitt virðis- aukaskattsþrep og neyslustýring skattsins á þessu sviði verði af- numin. Þá er lagt til að leitað verði leiða til að einfalda skattalegt um- hverfi veitingareksturs og mörk milli skattstofna lægra og hærra skattþreps verði skýrð. Loks er lagt til að skattayfirvöld taki af skarið og tryggi jafna samkeppn- isstöðu hugbúnaðarfyrirtækja með því að Reiknistofnun bank- anna greiði virðisaukaskatt af þeirri hugbúnaðarþjónustu sem hún veitir. LAUNAVÍSITALA miðað við með- allaun í mars 1999 er 181,2 stig, og hækkar um 0,2% frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er 3963 stig í maí 1999. Vísitala byggingakostnaðar Vísitala byggingakostnaðar eft- ir verðlagi um miðjan apríl 1999 er 235,5 stig (júní 1987=100). Hún gildir fyrir maí 1999. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn (desember 1982=100) er 753 stig. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 0,2%, sem samsvarar 0,7% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mán- uði hækkaði vísitala byggingar- kostnaðar um 2,0% VIS með ráðstefnu um ábyrgð á umhverfinu VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands gengst næstkomandi þriðjudag fyrir ráðstefnu um ábyrgð á um- hverfinu og verður dr. Júrg Spúhler, sem er svissneskur sér- fræðingur í umhverfismálum og umhverfisábyrgð, aðalræðumaður á ráðstefnunni. Mun hann fjalla um umhverfismál m.a. í ljósi sam- starfs aðila sem tengjast um- hverfismálum, skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna og dreif- ingu áhættu, m.a. með vátrygg- ingum. Ráðstefnan verður haldin undir heitinu „Hvernig verður þitt fyrir- tæki ábyrgt fyrir umhveríinu?“, og á ráðstefnunni mun Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra fjalla um samskipti stjómvalda og atvinnulífs í umhverfismálum. í fréttatilkynningu frá VÍS segir að kröfur um verndun umhverfis- ins muni stóraukast á komandi ár- um og þær kröfur muni hafa veru- leg áhrif á rekstraramhverfi fyrir- tækja. Það séu því hagsmunir ís- lenskra fyrirtækja að taka fullan þátt í umhverfisstefnu til framtíð- ar. Sú ábyrgð sem lögð verði á at- vinnulífið þurfi að vera vel skil- greind svo áhættan sé öllum ljós. Fyrirtæki, stór og smá, þurfi að geta varast þessa áhættu með ýmsum forvamaraðgerðum, en þeim sé ekki síður nauðsynlegt að geta keypt vátryggingar gegn þeirri ábyrgð sem þau bera á um- hverfinu. Lagaumhverfinu verði því að haga þannig að þessi ábyrgð verði vátryggingarhæf, ella sé hætt við að hún geti orðið atvinnu- lífinu ofviða. Ráðstefna VÍS verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík og hefst hún kl. 14. Almennt útboð hlutabréfa Handsals hf. Sala á hlutabréfum í Handsali hf. hófst mánudaginn 19. apríl og stendur yfir til 15. maí 1999. Starfssvið: Tílgangur félagsins er verðbréfamiðlun gegn þóknun, veiting sölutrygginga á markaðsverðbréfum og að öðru leyti að annast verðbréfaviðskipti eins og þau eru skilgreind í lögum á hverjum tima, fjárvarsla fyrir einstaklinga og lögaðila og skyld starfsemi. Tilgangur útboðsins: Til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins. Á aðalfundi félagsins þann 12. mars 1999 var samþykkt heimild til að auka hlutafé Handsals um allt að 89.930.948 krónur að nafnverði. Heildarnafnverð hlutabréfa: Allt að kr. 89.930.948 að nafnverði af nýju hlutafé. Sölugengi í forkaupsrétti: 1,0 til forkaupsréttarhafa til 5. maí 1999. Sölugengi í almennu útboði: Gengi ákveðið með hliðsjón af markaðsaðstæðum á fyrsta söludegi. Gengi á almennum markaði getur breyst eftir að forkaupsréttartímabili lýkur og tekur mið af markaðsaðstæðum þar til þvf lýkur. Upplýsingar um gengi má finna hjá söluaðila. Sölutímabil: Forkaupsréttartímabil 19. april - 5. maí 1999. Almennt útboð 6. maí -15. maí 1999. Upplýsingar: Útboðslýsing liggur frammi á skrifstofu Handsals hf. Ath. Ranglega kemur fram í auglýsingu félagsins þann 16. apríl s.l. að Handsal hf. hafi umsjón með milligöngu um skráningu. Ekki stendur til að skrá bréf Handsals hf. á Verðbréfaþingi íslands. HANDSALX <l"gjr XIVSQNVH HANDSAL HF LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI sími 510 1600, fax 588 0058 kt. 550191-1729 Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Urskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála Tilboð Landssímans hafði skaðleg áhrif á samkeppni ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur staðfest úrskurð Sam- keppnisráðs í þá veru að Landssím- inn hafi haft skaðleg áhrif á sam- keppni á markaði með því að bjóða 10.000 manns endurgjaldslausa Netáskrift. Engu að síður eru felld- ir úr gildi tveir töluliðir af þremur í úrskurði Samkeppnisráðs. I ákvörðun Samkeppnisráðs, sem Landssíminn kærði 12. febrúar síð- astliðinn, fólst bann við að Lands- síminn byði endurgjaldslausa Netá- skrift gegn framvísun svonefnds Bíódisks. I öðru lagi var staðhæft að með tilboðinu misnotuðu fyrir- tækin aðstöðu sína og það hefði skaðleg áhrif á samkeppni. I þriðja lagi var tekið fram að bann Sam- keppnisráðs nr. 41/1997 við mis- notkun markaðsráðandi stöðu Landssíma Islands hf. tæki líka til Skímu ehf. í úrskurði staðfestir áfrýjunar- nefnd að boð um endurgjaldslausa þriggja mánaða áskrift að Netinu hafi haft skaðleg áhrif á samkeppni á markaði. Afrýjunamefndin sam- þykkir einnig það mat samkeppnis- ráðs að Skíma og Landssíminn hafi markaðsráðandi stöðu á Netmark- aðnum, með 37% samanlagða hlut- deild og Landssíminn yfirburðastöðu á fjarskiptamarkaðnum. Jafnframt var tekið undir það mat að Skíma gæti ekki notið raunverulegs sjálf- stæðis í markaðsstarfi gagnvart eig- anda sínum. Áfrýjunamefnd fellir hins vegar úr gildi tvo þætti í ákvörðunum Samkeppnisráðs. Orðalag 2. töluliðs ákvörðunarorða Samkeppnisráðs, í þá vera að „það hafi skaðleg áhrif á samkeppni skv. 17. gr. samkeppn- islaga“ að fyrirtækin misnoti mark- aðsráðandi stöðu sína, þykir al- mennt og er liðurinn felldur úr gildi. 3. töluliður í úrskurði Samkeppn- isráðs er einnig felldur úr gildi. Bann Samkeppnisráðs frá 1997 sem nær til Skímu er ekki talið gilt, vegna þess að formsatriða hafi ekki verið gætt. Áfrýjunarnefndin bygg- ir niðurstöðu sína á að Skímu hafi aldrei verið gefinn kostur á and- mælum við ákvörðun nr. 41/1997 á sama hátt og Landssímanum á sín- um tíma. Sú niðurstaða er þó ekki talin hafa efnislega þýðingu þar sem Landssíminn og Skíma myndi sam- an fyrirtækjasamstæðu í skilningi 4. gr. samkeppnislaga. Túlkun Landssímans á aðra lund í fréttatilkynningu frá Landssím- anum er úrskurðinum fagnað: „Landssíminn fagnar þessari niður- stöðu og ítrekar það sjónarmið að áð- umefhd íhlutun Samkeppnisráðs hafi gengið gegn hagsmunum neytenda og þjónað þeim tilgangi einum að hækka verð á Intemetmarkaðnum og fækka þeim, sem hafa tækifæri til að kynnast Intemetinu af eigin raun. Fyrirtækið mun halda áíram að veita Intemetþjónustu á lágu verði og taka þannig þátt í virkri samkeppni, neytendum til hagsbóta," segir í yfir- lýsingu Landssímans. Utboð hlutafjár Nýherja Starfsmenn keyptu fyrir 7 milljónir ÚTBOÐI á nýju hlutafé í Ný- herja lauk nýlega, en boðið var út hlutafé að nafnvirði 24 milljónir króna. Starfs- menn Nýherja skráðu sig fyrir 7,07 milljóna króna hlutafé að nafn- verði, en hefðu getað skráð sig fyrir rúmum 20 milljónum. NÝHERJI Hluthafar Nýherja sem höfðu forkaupsrétt á afgangnum keyptu fyrir 16,93 milljónir króna, eða það sem uppá vantaði. Engin óseld bréf voru að því loknu, en þau hefðu að öðram kosti ver- ið keypt af FBA til dreifðrar end- ursölu á markaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.