Morgunblaðið - 24.04.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 55 ‘
MINNINGAR
þetta. Petta var þó bara fyrsta
skensið og lastyrðin um mitt fólk í
mín eyru, þau áttu eftir að verða
fleiri og mun grófari en þetta.
Löngu seinna fannst mér þetta enn
sárara þegar ég áttaði mig á að
þetta voru ekki hugsanir þessara
barna, sem þau voru að tjá sig um.
Umhverfið var ekki allt skilnings-
ríkt um tilfinningarnar og hjörtun
sem undir slógu, hvað móður mína
snerti. Systkinin á Kollafjarðarnesi,
börn sr. Jóns Brandssonar og Guð-
nýjar Magnúsdóttur, voru í
nokkrum sérflokki. Þar hafði móðir
okkar dvalið í æsku með móður
sinni og átti þaðan góðar minningar,
því fólki öllu bar hún vel söguna,
það mega þau sem enn lifa og af-
komendur þeiiTa vita. Yngsti sonur
þeirra, Sigurður, varð svo nágranni
okkar eftir að aftur hafði verið flutt
að Miðhúsum eftir 15 ára veru í
Hlíð. Hann reyndist henni einstak-
lega nærgætinn og tryggur. Orð
hans bættu og styrktu nokkuð sem
aldrei verður fullþakkað.
Þegar yngsta barn móður minnar
var á fyrsta ári veiktist það alvar-
lega og þurfti að dvelja á fjórða ár á
spítala fyrir sunnan. Allan þennan
tíma sé hún ekki þessa telpu sína,
hún reyndi að afla af henni fregna
eins og hægt var en þessi ár fóru illa
með hana og hennar nánustu einnig.
Faðir okkar hafði aftm- á móti til-
einkað sér það gamla ráð að láta
þögnina hýsa harm sinn. Oft leið
okkur eins og hún kæmi aldrei til
baka og það var eins og allir reikn-
uðu með því, en einn vordaginn er
hún komin til fólksins síns, og hvílík
gleði móður og föður, og barnið hag-
aði sér undrafljótt eins og hún hefði
aðeins ski-oppið í burtu í nokkra
daga, hún festi yndi.
En móðm- okkar nægði þetta ekki
til lengdar, það voi-u komin of mörg
saltkorn í sárin. Gjafmild var hún en
hafði jafnan lítið að gefa. Núna er
þessari löngu göngu og endalausri
leit að því sem lífið frá henni tók og
hún aldrei aftur fann loksins lokið.
Leiftursnöggt ber fyrir innri augu
mín skýra mynd hennar og loksins,
loksins, loksins hefur harmur þessa
heims yfirgefið hana og ljómi ljóss-
ins bjarta lýst upp andlit hennar svo
það ljómar líkt og ég örsjaldan man
það í æsku. Engum vildi ég það hlut-
skipti að þurfa að þræða vegferðina
hennar. Og þessi fátæklegu minn-
ingarorð eru ekki síst þeim ætluð
sem mikið missa og finna fyrir hin-
um beiska sársauka og jafnvel reiði
sem á hugann sækir. Það er svo
mikilvægt að taka þeim þungu byrð-
um sem á okkur eru lagðar og um-
fram allt að sættast Guð sinn við;
Nú er tilefni til að þakka Ástu
elstu systur okkar fyrir allt það sem
hún gerði fyrir móður okkar síðustu
æviáiin, svo og Mai'geiri eiginmanni
hennar. Öllum öðimm nákomnum
sem vandalausum færi ég sömu inni-
legu þakkir fyrii’ mikið umburðar-
lyndi og góðvild í hennar garð.
Guðfinnur Finnbogason.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
MARGRET
DÓRÓTHEA
BETÚELSDÓTTIR
Margrét
Dóróthea Betú-
elsdóttir fæddist í
Görðum í Aðalvík
14. inaí 1928. Hún
lést á Landspítalan-
um 17. aprfl síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Vídalínskirkju 23.
aprfl.
í örfáum orðum vilj-
um við minnast góðrar
vinkonu okkar, hennar
Möggu Bet. eins og við
kölluðum hana alltaf.
Bai’áttu hennar við erfiðan sjúkdóm
er lokið. Hún mætti veikindum sínum
með miklu hugrekki og fram í það síð-
asta gerði hún að gamni sínu þótt hún
væri sárþjáð. Það sýnir svo vel hve
mikil kjamakona hún var.
Við mæðgur áttum yndislegar
stundir saman á Bakka
og eins á Bergþórugötu
og þær rnunurn við
geyma vel í minning-
unni. Eins erum við
þakklátar iyrir að hafa
átt góðan dag með henni
um páskana. Þessi fá-
tæklegu orð segja svo
lítið um einstaka mann-
eskju. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautir yfír,
svo mæt og góð, svo trygg og
trú,
svo tállaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifír!
(Steinn Sigurðsson.)
Elsku Birna, þú ert í huga okkar á
þessum ei'fiðu tímum.
Kristín, Inga og Nína.
Okkar ástkæra
STEFANÍA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Þangbakka 10,
andaðist þriðjudaginn 13. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Halldóra S. Jónsdóttir
Jóna Guðrún Skúladóttir, Tómas Tómasson,
Halldór Óskar Arnoldsson
og synir.
t Elskuleg móðir okkar,
MARGÉT PETERSEN ORMSLEV
lést aðfaranótt mánudagsins 19. apríl. Áslaug Gyða Ormslev, Margrét Guðrún Ormslev, Pétur Úlfar Ormslev, Jens Gunnar Ormslev.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
LOFTURJÓNSSON
forstjóri,
Blikanesi 19,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
21. apríl.
Ásta Margrét Hávarðardóttir,
Jón Loftsson,
Ingibjörg Loftsdóttir, Ágúst Arason,
Sonja Hrund og Ásta Karen Ágústsdætur.
t
Útför móður minnar, ömmu okkar og lang-
ömmu,
HALLDÓRU SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
síðast til heimilis
að Kleppsvegi 8,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 26. apríl kl. 13.30.
Ásdís Hafliðadóttir,
Hafliði Skúlason, Valdís Kristjánsdóttir,
Snorri Már Skúlason, Ragnheiður Halldórsdóttir,
Svava Skúladóttir, Skúli Þórisson
og langömmubörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KRISTBJÖRNSSON,
Víðivöllum 14,
Selfossi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldóra Kristrún Hjörleifsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
RICHARD BJÖRGVINSSON,
lést á Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 23. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Jónína Júlíusdóttir.
t
Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
dóttur og ömmu,
JÓHÖNNU EDDU SIGFÚSDÓTTUR,
Jöklaseli 23,
fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn
26. apríl kl. 13.30.
Heimir Óskarsson, Halldóra Þorgilsdóttir,
Hanna Sif Hafdal, Ögmundur Gíslason,
Árni Sigurður Hafdal, Kristín Rós Egilsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir,
Sandra, Þorgils og Frosti.
t
Ástkær eiginmaðir minn og fósturfaðir,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Birkivöllum 10,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag,
laugardaginn 24. apríl, kl. 11.00 f.h.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Matthías Viðar Sæmundsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hringbraut 57,
Keflavík.
Sigríður Júlíusdóttir,
Sólborg Júlíusdóttir,
Kristján Júlíusson,
Steinþór Júlíusson,
Bergmann Júlíusson,
Jóhanna Júlíusdóttir,
Erlingur Björnsson,
Páll Óskarsson,
Aðalheiður Gunter,
Sigrún Hauksdóttir,
Eygló Ólafsdóttir,
Hermann Friðriksson,
Kolbrún Leifsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓNS L. FRANKLÍNSSONAR
og langafabarns hans,
JÓNU ISIS ÓLIVIU LAUFEYJARDÓTTUR.
Sveinborg Jónsdóttir,
S. Laufey Ólafsdóttir, Andrea Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson,
Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Axel Þ. Lárusson, Róslín Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.