Morgunblaðið - 24.04.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 57
MINNINGAR
ALDARMINNING
SIGRÍÐUR
G UÐMUNDSDÓTTIR
HJARTARSON
+ Sigríður Guð-
mundsdóttir
Hjartarson fæddist
í Úthlíð í Biskups-
tungum 31. mars
1907. Hún lést í
Kanada 5. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Iljart-
arson og Sigrún Ei-
ríksdóttir. Sigríður
átti fímm systkini
og er eitt þeirra nú
á lífí. Útför hennar
fór fram frá útfar-
arkapellu Gimlibæj-
ar. Jarðsett var í kirkjugarði
bæjarins.
Gimli er kauptún norðan
Winnipeg í Kanada á vesturströnd
samnefnds vatns og hefur frá 1875
verið heimkynni Islendinga, sem
fiskað hafa á vatninu. Þar í bæ hef-
ur um langt skeið verið starfrækt
elliheimilið Betel. Vistlegt og dáð
athvarf hafa Kanadabúar af ís-
lensku ættemi átt í þessu heimili
aldraðra. Margir íslendingar sem
ferðast um Kanada hafa löngum
heimsótt Betel, þar sem þeir hafa
átt frændur. Þá em kunn hátíða-
höld Vestur-íslendinga sem þeir
árlega í byrjun ágúst efna til að
Gimli og nefna Islendingadaginn.
í ársbyrjun 1940 hóf sú er hér er
minnst að starfa á elliheimilinu
Betel og 1953 var hún ráðin for-
stöðukona þess. Hélt hún því starfi
til ársloka 1975. Er heilsu Sigríðar
tók að hraka fékk hún vist í Betel
og þar andaðist hún. Eftir að Auð-
björg systir hennar varð ekkja
flutti hún í Betel og annaðist syst-
ur sína en hún (Begga) lést fyrir
tveim áram.
Sigríður eða Sigga eins og hún
var nefnd greiddi götu margra Is-
lendinga, sem leituðu frænda þar
vestra, svo að hún varð því mörgum
hérlendis kunn og því þótti rétt að
minnast hennar í Morgunblaðinu.
Sigríður, sem var elst bama for-
eldra sinna, fæddist í Úthlíð í Bisk-
upstungum 31. mars 1907. Foreldr-
ar hennar voru: Guðmundur Hjart-
arson að Austurhlíð í Tungum og
Sigrún Eiríksdóttir fædd að Mið-
býli á Skeiðum. Hún var lærð yfir-
setukona. Árið 1913 fluttu þau hjón
til Kanada með þrjú börn en skildu
tvö þau yngstu eftir hjá ættingjum.
Þau voru: Guðrún, ólst upp í Aust-
urhlíð en varð síðar húsmóðir að
Dalsmynni í Biskupstungum, og
Hjörtur, ólst upp hjá föðursystur í
Reykjavík; starfaði um skeið sem
löggæslumaðm* en
lengst af sem forstjóri
Kirkjugarða Reykja-
víkur.
Þau hjón Sigrún og
Guðmundur dvöldu
fyrsta árið í Kanada í
Rauðarárdal en urðu
að flytja þaðan undan
flóði til Bay End (As-
ham Point). A árinu
1924 hélt fjölskyldan
út á skagann Peonan,
sem teygir sig út í
Winnipegvatn gegnt
kauptúninu Steep
Rock, skammt frá
Reykjavíkurbyggð. Á skaganum
stunduðu þau nautgriparækt og
veiðar í vatninu, og naut fjölskyld-
an ýmiss kaupskapar, þjónustu og
skólanáms fyrir börnin í Steep
Rock. Fyrir utan Sigríði urðu
börnin sex á heimilinu úti á skag-
anum og að vetrinum varð vegna
skólagöngu að starfrækja heimili í
Steep Rock. Sigríður varð því
snemma á ævinni að leggja fyrir
sig umönnun. Upp úr 1930 hélt hún
til vinnu og náms í Winnipeg.
Systkini Sigríðar þar vestra vora:
Ólafur, Hjörtur (annar), Auðbjörg
(Begga), Eyvindur, Eiríkur og
Guðmundur. Eins og fyn* greinir
urðu foreldrar Sigríðar að skilja
tvö böm eftir, er þau héldu til
Kanada.
Af börnunum lifir Sigiíði aðeins
eitt, Eiríkur. Hann á heima í Steep
Rock en kona hans, Hilda, dvelur á
öldranarheimili. Mágkonur þrjár
aðrar lifa hana: Eygló V. Hjaltalín
(ekkja Hjartar) í Reykjavík,
Dorothy (Eyvindur) og Lára (Guð-
mundur), báðar í Winnipeg.
I þrjátíu og fimm ár innti Sigríð-
ur af hendi í Betel hjúkran, marg-
þætta þjónustu og hjálpsemi, auk
stjómunarstarfa. Sigríður var virk
í mörgum félögum t.d. kvenfélagi,
söngfélagi, Islendingafélagi. Hún
var rómaður bridsspilari. Við aldur
var hún orðin, er hún lærði að aka
bíl og varð bíleigandi. Hún nýtti
sér þessa tækni og kunnáttu með-
an heilsan leyfði, til þess að rækja
ýmsan félagsskap og tengsl við
vini. Sigríður naut margskonar
virðingar og þakklætisviðurkenn-
inga fyrir alla hennar miklu hjálp-
semi, t.d. var hún kosin Fjallkona
íslendingadagsins 1968, boðið að
heimsækja Island, sæmd heiðurs-
félagatignum o.s.frv.
Margir munu við dánarfregn
Sigríðar (Siggu) Hjartarson minn-
ast hennar sem merks Islendings.
Þorst. Einarsson.
JÓN
BJARNASON
+ Jón Bjarnason fæddist á
Hóli í Breiðdal í Suður-
Múlasýslu 21. júní 1930. Hann
lést 8. apríl síðastliðinn eftír
langvarandi veikindi. Foreldrar
lians voru Jóhanna Elísabet
húsmóðir og Bjarni Methusalem
Jónsson, bóndi, sem bæði eru
látin.
títför Jóns fór fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju 17. apríl.
Nú þegar Nonni móðurbróðir
minn er farinn frá okkur, en því
verður ekki breytt, langar mig til að
minnast hans í nokkrum kveðjuorð-
um í þakkarskyni fyrir allar þær
gleði- og ánægjustundir sem hann
veitti okkur á liðnum árum þegar
hann gisti hér á Sogaveginum, er
hann var að leita sér lækninga.
Hann hafði góðan húmor, var
skemmtilegur, hreinskilinn og sá
ávallt spaugilegu hliðarnar á tilver-
unni. Hann var mikill dýravinur og
fjárglöggur.
Lengst af stundaði Jón sjó og
beitningar í Vestmannaeyjum.
Hann var þrjá vetur við nám á Eið-
um. Þrátt fyrir erfið veikindi lét
hann aldrei bugast. Það kennir okk-
ur að meta lífið á annan hátt.
Nú er Nonni kominn yfir móðuna
miklu til afa og ömmu, Siggu móð-
ursystur og fólksins okkar sem far-
ið er á undan okkur. En við munum
öll hittast síðar.
Minning lifir um góðan mann sem
við söknum. Ég vil votta systkinum,
vinum og ættingjum samúð mína.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Sigrún Ragnarsdóttir.
GUÐRUN
MAGNÚSDÓTTIR
Keldudalur er falleg
jörð, vel í sveit sett í
miðju héraði sunnan og
vestanvert í Hegi*a-
nesi. Jörðin dregur
nafn sitt af dragi eða
dalverpi sem markast
af fallegum klettaborg-
um norðvestanvert við
bæjarhúsin. Frá þess-
um kléttum er mjúkm*
hallandi til suðurs og
suðausturs síðan í
mjúkum sveig til suð-
vesturs sem endar í
keldum og kílum sem
renna saman við Ey-
lendið austan Héraðsvatnanna.
I
hásuðri frá Keldudal rís lág kletta-
borg þar sem bærinn Egg stendur.
í klettarofinu norðan Keldudals allt
fram að Egg hefur safnast frjósam-
ur jarðvegur um árþúsundin.
Daldragið myndar mikið skjól og
liggur vel við sól og mildum sumar-
vindum. Suðvestanáttin getur þó
verið stríð þegar hún rennir sér yfir
vesturfjöllin og kemur óheft austur
yfir Eylendið. Keldudalur er vildar-
jörð í nútíma búskap en var nokkuð
erfið áður en framræslan kom til
fyrir og eftir miðja öldina. Víðsýni
er mikið í Keldudal. í suðaustri
blasir við Tungufjall eins og falleg
uppsett heyfúlga, hvergi stærri á
byggðu bóli, vel mænd sem ver sig
fyrir öllum veðram. Við viss birtu-
skilyrði verður fjallið hrífandi fag-
urt. í hásuðri skartar Mælifells-
hnjúkur. Fjallahringurinn lokast í
vestri með Staðaröxlinni séð frá
Keldudal, en í vestrinu er mest
prýðin af Grísafellinu, Kaldbak og
Sauðafelli.
Ái’ið 1942 fluttust að Keldudal
hjónin Páll Sigurðsson og Guðrún
Magnúsdóttir. Þau gengu í hjóna-
band 1922 og hófu búskap á Berg-
stöðum í Svartárdal, síðan í Kolgröf
á Efribyggð, þá bjuggu þau í Aust-
urhlíð I Blöndudal, síðan í Dæli í
Sæmundarhlíð og í Holtskoti í
Seyluhreppi frá 1935 og þar til þau
fluttust að Keldudal. Páll var þá
tekinn að reskjast, orðinn 62 ára
gamall, en Guðrún var 19 árum
yngri og á besta skeiði. Páll var
þingeyskrar ættar, fæddur á Þór-
oddsstað í Köldukinn. Hann ásamt
bræðram sínum Árna í Ketu í
Hegranesi og Kristjáni á Brúsa-
stöðum í Vatnsdal útskrifuðust vor-
ið 1906 frá Hólaskóla. Systir þeirra
bræðra var Margrét húsfreyja á
Brenniborg, kona Stefáns Stefáns-
sonar. Foreldrar Stefáns í Brenni-
gerði, Sigurðar á Brúnastöðum og
Hólmfríðar.
Guðrún Magnúsdóttir var frá
Kleifum í Kaldbaksvík á Ströndum,
fædd 24. apríl 1899. 100 ár era því
liðin frá fæðingu hennar og tilefni
þessara skrifa. Systir Guðrúnar,
Guðbjörg, varð eiginkona Jóns Eð-
valds Guðmundssonar á Sauðár-
króki en féll frá á besta aldri frá
tveim ungum dætram. Yngsti bróð-
ir þeirra systra barst til Skagafjarð-
ar í frumbernsku og hefur gefið
„Héraðinu" líf og lit. Bróðirinn heit-
ir Óskar Magnússon í Brekku,
skógarbóndi mikill, kominn á níræð-
isaldur. Það er auðvitað skemmtileg
blanda að Páll frá Heiðarhúsum á
Flateyjardalsheiði og Guðrún frá
Kleifum í Kaldbaksvík á Ströndum
skyldu blanda blóði í miðjum
Skagafirði, en svona er lífið marg-
slungið og ófyrirséð.
Haustið 1942 fluttist móðir mín,
Lovísa Björnsdóttir, með mig,
tveggja ára gamla síðan í apríl þá
um vorið, til Sauðárkróks og var
fyrsta veturinn í því húsi í Skógar-
götunni sem Sigga Hannesar
(Björnsd.) átti lengi heima í. Vorið
1943 fluttist móðir mín í Rússland í
eitt herbergi og eldhús hjá Sigur-
geiri kaupmanni og Ásdísi konu
hans. Hún tók kostgangara, seldi
fæði við erfiðar aðstæður, sér og
sínum til framfærslu. Þetta sumar
varð það hlutskipti mitt að fara til
vandalausra, þein*a Páls og Guð-
ránar í Keldudal. Þau urðu mér sem
foreldrar og ólu mig
upp fram yfir ferm-
ingu. Guðrún varð
fóstra mín. Kærleikur
hennar var umvefjandi
og okkur samdi óskap-
lega vel. Hún varð mér
betri en besta móðir og
milli okkar bundust
strengh* djúprar elsku
og væntumþykju sem
entust meðan báðar
lifðu. Þau Páll og Guð-
rán voru ákaflega
myndarleg hjón. Páll
bar sig afar vel, mikill
á vöxt og bar persónu
er sópaði að, félagslyndur, þrifa-
bóndi, glettinn og vel greindur.
Guðrún var afar glæsileg kona,
stórvaxin, samsvaraði sér vel, afar
andlitsfríð, bar með sér traustleik-
ann og góðvildina. Eftir henni var
tekið hvar sem hún fór, með trausta
skapgerð og dagfarspráð.
Synir þeirra hjóna, Gestur,
Hólmar og Reynir, voru allir heima
í Keldudal og unnu á búinu er ég
kom í heimilið. Guðrán Gréta Tóm-
asdóttir kom til Páls og Guðránar
er þau bjuggu í Holtskoti og ólst
upp á heimilinu. Þetta lýsir þeim
hjónum vel og hjartahlýju þeirra,
þrátt fyrir lítil efni og fátækt fram-
an af árum, en börn þeirra urðu sjö,
og við fósturdæturnar tvær. Páll
hafði þrjá um sextugt er hann gekk
mér í fóðurstað, en tekinn að slakna
til heilsu. Ég fylgdi honum mikið
eftir og var honum góð snúnings
telpa. Páll hafði létta lund og var
gamansamur en síðari árin mæddu
bústörfin meira á Guðránu fóstru
minni, en hún var forkur dugleg.
I Keldudal var á þessum árum lít-
ið íbúðarhús, skiptist í eldhús, stofu,
þvottahús, tvær geymslur, lítið her-
bergi og hjónaherbergið, það þætti
lítið rými í dag, fyrir sjö sálir. Stutt
var í fjós, fjárhús og hesthúsið og
hænur voru á bænum. Mikil sam-
skipti vora við næstu bæi, ekki síst
Ketu, þar sem Árni bróðir Páls bjó.
Guðrán fóstra gerði mig læsa unga
að aldri, en í barnaskóla gekk ég í
Hróarsdal, en þar kenndi Anna Sig-
urjónsdóttir kona Þórarins Jónas-
sonar. Við vorum um tíu bömin í
skólanum og ég gekk á milli bæj-
anna sem ekki var löng leið, en und-
h- klettum að fara, sem sagt var að
byggju í álfar og huldufólk. Mikil
virðing var borin fyrir þeim byggð-
um í Hegranesi. Oft átti ég góðar
stundir hjá fóstru minni er setið var
við vatnsdæluna og vatninu dælt í
bæinn. Þá samdi ég mín eigin lög og
söng fyrir fóstra mína og lærði af
henni kvæði.
En öll ævintýri taka enda og
bemskan fljótt að baki. Árið 1955
brugðu Páll og Guðrán búi og
Hólmfríður dóttir þeirra tók við
búsforráðum ásamt manni sínum
Páli Sigurðssyni Vestfirðingi. Ég
fór suður í vinnumennsku undir
Akrafjalli, en fóstra mín sleppti
aldrei af mér hendinni með elsku
sinni og kærleika og fylgdist vel
með hvernig mér vegnaði. Velgjörð-
ai’fólk mitt brá búi 1962 og fluttist
til Sauðárkróks. Þá varð samband
mitt við Pál og Guðránu mjög náið á
ný. Ég hafði árinu áður flust á
Sauðárkrók eftir nokkurra ára dvöl
á Suðurlandi. Páll lést í hárri elli 9.
sept. 1967, en var fæddur 4. aprfl
1880. Guðrún fóstra mín lifði lengi
eftir þetta og var mér sem besta
móðir allt til hinstu stundar og var
til heimilis hjá Hólmfríði dóttur
sinni og Páli tengdasyni sínum.
Þetta heimili var sem mitt annað
heimili og Hólmfríður mér sem
besta systir.
Nú era liðin 100 ár frá fæðingu
Guðránar fóstra minnar sem ég á
svo mikið að þakka og öllu hennar
fólki. Guðrún lést 26. júní 1988. Það
var mín gæfa og gleði að eiga
sæmdarkonuna Guðrúnu Magnús-
dóttur að fóstru. Allir kærleiks-
þræðirnir sem hún óf era óslitnir.
Blessuð sé minning fóstru minnar
og Páls í Keldudal.
Ingibjörg (Stella)
Guðvinsdóttir, Sauðárkróki.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit tölvu-
sett er æskilegt, að disklingur
fylgi útprentuninni. Það eykur ör-
yggi í textameðferð og kemur í
veg fyrir tvíverknað. Þá er enn
fremur unnt að senda greinamar í
símbréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsamleg-
ast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár.
Þá eru ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju vegna and-
láts og útfarar
ÞORLEIFS EINARSSONAR
jarðfræðings.
Aðstandendur.
t
Dóttir mín og föðursystir okkar,
JÓNA JÓSTEINSDÓTTIR,
var kvödd í Fossvogskapellu miðvikudaginn
21. apríl.
Þökkum auðsýnda vináttu og samúð.
Emilía V. Húnfjörð.
Lárus, Vilhjálmur, Kristján,
Emilía og Jósep Vilhjáimsbörn.