Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 64

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 64
64 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvar er Esjan? í Morgunblaðinu 11. apríl sl. ritar dr. Gulcher gi-ein er ber heitið: vLeitin að MS- geni á Islandi“. Þar er vaðið um víðan völl. Greinin hefst á því að lýsa þjáningum MS- sjúklinga og í fram- haldi af því er spurt: „En hvernig ætli MS- sjúklingum hafi fundist grein dr. Alfreðs Ána- sonar í Morgunblaðinu föstudaginn 12.3. 1999 þar sem hann heldur því fram að leitin að meingenum í erfðaefni MS-sjúklinga á íslandi sé tímasóun?" Og lok greinarinnar eru í svipuðum dúr en þar er ég sakaður um ónærgætni við sjúk- Erfðarannsóknir Eru þessir fjölgena- sjúkdómar kannski flóknari, spyr Alfreð Arnason, en látið var í * veðri vaka í upphafí? linga og aðstandendur þeirra. Skelf- ing hlýtur hann Alfreð að vera vondur maður! A milli þessara lýsinga má fmna gagnlegar upplýsingar um stöðuna í rannsóknum ÍE. Aðdragandi Skrif dr. Gulchers má rekja til tveggja greinarstúfa sem ég ritaði í Morgunbiaðið. Fyrri greinin bar heitið: „Nýir siðir með nýjum herr- um“ (Mbl. 16. október, 1998) og var skrifuð vegna viðtals í Mbl. 19. ágúst sl. og bar fyrirsögnina: „Þrír nýir erfðavísar á svæði MS-gens- ins.“ Ég fór einfaldlaga fram á það við viðmælanda Morgunblaðsins að hann gæfi mér tilvitnun í ritrýnda heimild sem segði frá MS-geninu. Ég hef ekki fengið svar enn. I þess- um skrifum ræddi ég líka um nauð- syn að fara eftir venjulegum siða- reglum varðandi birtingu á vísinda- legum niðurstöðum. I síðara grein- arkorninu sem nefndist: „Hvað með MS-genið og hina einsleitu þjóð?“ dreg ég stuttlega saman niðurstöð- ur bresks rannsóknarhóps, sem fjallaði um rannsóknir á MS-sjúk- dómnum í tengslum við erfðamörk (Brain, 1998). „Miklir nienn erum við, Hrólfur minn“ Dr. Gulcher reynir að gera lítið úr niðurstöðum breska hópsins á yf- irlætislegan hátt og segir að þeir dragi ályktanir af tiltölulega litlu magni upplýsinga eða 190.000 arf- gerðum. Og svo stend- ur: „Til samanburðar má nefna að þetta er sá fjöldi arfgerða sem greindur er á þrem dögum hjá Islenskri erfðagreiningu" (deCODE Genetics). Það hljóta því að liggja á færibandi rit- rýndar greinar um allt þetta magn upplýsinga, eða hvað? Eru þessir fjölgenasjúkdómar kannski flóknari en lát- ið var í veðri vaka í upphafi? Staðhæft hef- ur verið að ÍE nái að greina“ 300.000 arf- gerðir á mánuði og þar með að stað- setja 12 fjölgena (multiplex) sjúk- dóma til litninga á ári“ eins og sagt er í dreifiriti deCODE genetics, inc., júlí 1998? Stóru orðin tekin aftur Ég vil þakka Jeff Gulcher fyrir að upplýsa mig og aðra um stöðu mála. Ef ég skil rétt eru fimm gen í sigt- inu og þar af er eitt líklegast að koma við sögu MS. Hvaða hlutverk það kann að leika er ekki ljóst og við spyrjum bara að leikslokum þegar öll kurl eru komin til grafar. Þessi hógværa frásögn dr. Gulchers er gjörólík þeim stóryrtu yfirlýsingum sem birst hafa undanfarin misseri í hinum ólíklegustu blöðum, að vísu er ýjað að því að blaðamenn hafi bamað málið. Það hefðu menn ÍE getað leiðrétt ef þeir hefðu viljað. Ég er algjörlega sammála dr. Guleher að ekki eigi að birta niður- stöður áður en skoðað hefur verið í öll horn og þá séu þær sendar til vísindarita þar sem ritrýni er í heiðri höfð. Einsleitniþráhyggja í skrifum Gulchers stendur m.a.: „Hin nýja rannsóknaraðferð sem beitt er hjá ÍE felst í því að nota ættfræðiupplýsingar við mælingar á arfgerðum einsleitrar þjóðar og við trúum því að þróun þessarar að- ferðar eigi eftir að valda byitingu á rannsóknum á sjúkdómum." Þessi aðferð er ekki ný, henni hefur verið beitt hér í áratugi. Það sem er nýtt er að halda því fram að íslensk þjóð sé einsleit. Eg hef áður sýnt fram á að við séum ekki einsleit (Mbl. 12.03. 1999). Til viðbótar við ofan- skráð vil ég vitna í rannsóknir Agn- ars Helgasonar á hvatberagenum (mt-DNA), en þar sýnir hann fram á að erfðabreytileiki er meiri meðal íslendinga en meðal Norðurlanda- búa og Breta (í „Við og hinir", 1997). Hvar er hin einsleita þjóð, hvar er Esjan? Höfundur er erfðafræðingur. Alfreð Árnason Breytingar til batnaðar MARGVÍSLEGAR lagfæringar hafa orðið á síðustu árum á starfsumhverfi land- búnaðarins. Breyting- amar hafa falið í sér minnkandi ríkisafskipti af markaðsmálum bú- vara. Leiðbeiningar- þjónustan færist til meiri skilvirkni með meiri samvinnu búnað- arsambanda í kjör- dæmum og landshlut- um. Að þessu er nú unnið hér á Norður- landi vestra. Þjónusta ráðunauta verður auk- in með meiri sérhæf- ingu hvers og eins. Framlög til bú- fjárræktar og jarðabóta eru nú skil- greind fyriríram með samningi stjórnvalda og landbúnaðarins sam- kvæmt nýjum búnaðarlögum. A síð- asta þingi voru samþykkt lög um Norðurlandsskóga, sem gefa skóg- rækt og skógarbændum í fjórð- ungnum aukna möguleika til land- og gróðurvemdar. Þá voru sam- þykkt á Alþingi lög um búnaðar- fræðslu, þar sem Bændaskólinn á Hólum fær heimild til kennslu á há- skólastigi. Þar birtist vilji ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar til þess að efla menntasetur á landsbyggð- inni en bændaskólarnir eru með stærstu menntasetrum í hreinu dreifbýli á íslandi. Loðdýraræktin Þótt flestar greinar landbúnaðar- ins hafi í nokkm notið góðs efna- hagsástands og hagur greinanna sé betri en oft áður er hann ekki viðun- andi. Verðlækkun á loðskinnum hef- ur valdið vonbrigðum eftir gott ár 1996. Nú er unnið að nýju afborg- anakerfi á lánum loðdýrabænda hjá Lánasjóði landbúnaðarins þar sem þær verði miðaðar við skinnaverð á hverjum tíma. Slíkt eykur ör- yggi í rekstri búanna og virkar sem sveiflu- jöfnun. Hækkuð lán og lengd Lánasjóður landbún- aðarins tók við af Stofnlánadeildinni á kjörtímabilinu. Breyt- ingin hefur minnkað rekstrarkostnað. Útlán jukust úr 1 milljarði ár- ið 1997 í 1,6 milljarða á síðasta ári. Því virðist sem meiri bjartsýni gæti meðal bænda um að ný upp- bygging sé hafin í mörgum greinum landbúnaðar. Framundan er gerð nýs búvöru- samnings um starfsskilyrði sauð- fjárræktarinnar. Með núverandi samningi var búgreininni skapaður fastur rammi í stuðningi en um leið innbyggður sveigjanleiki íyrir ein- staka framleiðendur til að ákveða hve mikið þeir framleiða. Nauðsyn- legt er að tryggja stöðugleika til jafns við mjólkurhlutann með samn- ingi til allmargra ára. Einnig þarf að tryggja eðlilegan tilflutning greiðslumarks milli jarða. Markaðstengdur stuðningur Formaður stjómar Bændasam- taka íslands og fleiri hafa hreyft þeirri hugmynd að hverfa tii auk- innar framleiðslutengingar í grein- inni. Þannig væri verið að færa meira af stuðningsfjármunum til þeirra bænda sem hafa fjölgað fé sínu langt umfram greiðslumark. Það væri afar misráðið. Slíkt fæli í sér afturhvarf til fortíðar. Með auk- inni tengingu landbúnaðar við inn- Landbúnaður Margvíslegar lagfær- ingar hafa orðið á síð- ustu árum á starfsum- hverfi landbúnaðarins. Hjálmar Jónsson fjall- ar um þær lagfæringar. anlandsmarkaðinn tókst að vinna á offramleiðslu og birgðasöfnun. Auk- in arðsemi í sauðfjárrækt hefur orð- ið brýnni með meiri markaðsaðlög- un. Éf aftur yrði farið að greiða samkvæmt framleiðslu óháð greiðslumarki myndi það rugla skilaboð markaðarins og valda of- framleiðslu. Stuðningurinn yrði þannig ekki markaðstengdur heldur magntengdur. Enn eina ferðina yrðu þeh- verðlaunaðir sem fram- leiða langt umfram gi-eiðslumark um leið og bændur og landsmenn allir myndu lenda í sömu vandamál- um með umframbirgðir. Eina leiðin framhjá birgðasöfnun væri að stór- auka útflutningshlutfallið. Því mið- ur er ekki útlit fyrir betra verð á er- lendum mörkuðum og því myndi meðalverð til bænda almennt lækka með aukinni framleiðslu þótt örfáir næðu hærra meðalverði. Sjálfstæð- isflokkurinn styður ekki slíkan gerning. Tryggja þarf að minnsta kosti jafn mikla fjármuni til sauð- fjárræktar og verið hefur undanfar- in ár og stefna að samningi til sjö ára eins og í mjólkurhluta búvöru- samningsins. Frelsi verður að ríkja um tilflutning greiðslumarks milli jarða í báðum greinum. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlondi vestra. Hjálmar Jónsson Framsókn, Schengen og sölumenn dauðans ÞAÐ er góðra gjalda vert að Framsóknar- flokkurinn sem farið hefur með heilbrigðis- mál á þessu kjörtíma- bili segist vilja bæta úr vanrækslu stjórnvalda í baráttunni við fíkni- efnavandann. Batnandi manni er best að lifa segir máltækið og von- andi styður Framsókn á þessu sviði við bakið á þeim sem verða í rík- isstjórn á næsta kjör- tímabili, þótt flokkur- inn kunni að fá frí frá landsstjórninni. Hitt er öllu verra að Framsóknaflokkurinn með fonnann sinn í fararbroddi leggur ofurkapp á að binda ísland inn í Schengen- kerfið sem margir telja að geri bar- áttuna gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna frá meginlandinu mun erf- iðari en eila væri. Schengen-fyrir- komulagið gerir ráð fyrir að allt eft- irlit með fólki í ferðum yfir landa- mæri í Vestur-Evrópu verði aflagt. Heimildir sem nú eru í vegabréfa- samkomulagi Norðurlandanna um að taka megi stikkprufur af ferða- mönnum verða ekki leyfðar sam- kvæmt Schengen-reglunum. Þótt tolleftirlit haldist að minnsta kosti að nafninu til hérlendis þar eð ís- land er ekki aðili að Evrópusam- bandinu, verður samspil vegabréfa- eftirlits og tollgæslu úr sögunni. Tillaga sem ekki mátti samþykkja Ég hef á tveimur þingum flutt til- lögu um úttekt á Schengen-aðild og innflutningi fíkniefna. Gerði hún ráð fyrir vandaðri athugun á líklegum áhrifum Schengen-að- ildar á ólöglegan inn- flutning fíkniefna til landsins. Þrátt fyrir já- kvæð viðbrögð um- sagnaraðila við tillög- unni hélt stjómar- meirihlutinn henni fastri í allsherjarnefnd Alþingis. Virðist sem ekki hafi mátt afgreiða tillöguna af ótta við að úttektin leiddi í ijós vaxandi erfiðleika á að koma í veg fyrir fíkni- efnasmygl til landsins eftir að Schengen-fyr- irkomulagið kæmi til sögunnar. Utanríkis- ráðherra hefur lagt kapp á að binda Island við Schengen sem fyi-st og framkvæmdir við stækkun flug- Eiturlyf Aðild að Schengen- samkomulaginn, segir Hjörleifur Guttorms- son, gæti gert barátt- una gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna frá meginlandinu erfiðari. stöðvar í Keflavík gera ráð fyrir að Schengen-farþegar renni hér út og inn úr landinu án möguleika á að koma við vegabréfaeftirliti. í umsögn dags. 23. nóvember 1998 til allsherjamefndar um tillög- una sagði lögreglustjórinn í Reykja- vík meðal annars um áhrif Schengen-aðildar: Með því verður tolleftirliti ekki haldið uppi með sama hætti og áð- ur, meðal annars leit að fíkniefn- um. Eftirlit með fíkniefnanotkun og dreifingu fíkniefna er víða slakt innan svæðisins og sums staðar eru uppi allt önnur viðhorf til fikniefna og baráttunnar gegn þeim en hér- lendis og annars staðar á Norður- löndum. I sex af aðildarríkjum Schengen hafa t.d. verið felldar niður refsingar gegn því að hafa undir höndum umtalsvert magn fíkniefna „til eigin nota“. Reynslan sýnir að takmörkuð landamæra- varsla hefur slæm áhrif, t.d. í Sví- þjóð og Danmörku, að mati hlutað- eigandi aðila. Ljóst er að stór hluti þeirra fíkniefna, sem flutt eru til landsins, kemur frá Evrópu. Mest af því sem lögreglan leggur hald á, kemur með farþegum í gegnum Keflavík- urflugvöll. Með takmörkuðu eftir- liti þar og annars staðar minnka að öllu óbreyttu möguleikar tollgæslu til eftirlits með innflutningi fíkni- efna.“ Lögreglustjóraembættið lýsti sig reiðubúið að taka þátt í úttektinni, yrði eftir því óskað. Sama viðhorf kom fram í umsögn ríkislögreglu- stjóra, sem taldi að þarft gæti verið að fram færi úttekt á líklegum áhrifum Schengen-aðildar á ólög- legan innflutning fíkniefna. Óskiljanlegt er með öllu að stjórnanneirihlutinn með utanríkis- ráðherra í fararbroddi skuli ekki einu sinni hafa viljað heimila úttekt á Schengen með tilliti til fíkniefna. Höfundur er alþingismnður. Hjörleifur Guttormsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.