Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 75

Morgunblaðið - 24.04.1999, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 75 Vefsíða um Júgóslavíu BANDARÍSKA sendiráðið kunnger- ir að Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna (USIA) hefur opnað vefsíðu sem hefur að geyma nýjar og milli- liðalausar upplýsingar um ástandið í Júgóslavíu. „I grein í Washington Post frá 17. apríl er farið lofsamlegum orðum um vefsíðuna og því haldið fram að „eng- inn geti státað af þeirri tækni og þeim mannauð sem USIA hafi yfir að ráða“, segir í fréttatilkynningu frá sendiráðinu. Þai- segir einnig: „Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna vinnur einnig að því að setja upp Intemet- og tölvupóstaðstöðu í flóttamanna- búðum utan Kosovo. Islendingar eru hvattir til að heimsækja síðuna og nálgast þannig nýjustu upplýsingarnar um ástandið í Kosovo og nágrenni. Veffangið er : http://www.usia.gov/kosovo.“ Fyrirlestur um reynslusporin PYRIRLESTUR um „Eru reynslu- sporin Ieið til andlegrar eða trúar- legrar vakningar?" verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 14 í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesari er sr. Anna Pálsdóttir sem um árabil starfaði sem ráðgjafi áfengissjúklinga, fíkniefnaneytenda og fjölskyldna þeirra. Hún vann síð- an lokaritgerð sína í guðfræðideild HÍ út frá verkefni um reynslusporin. Pallborðsumræður og ljúf tónlist verða einnig í boði. Bing’ó í Grensáskirkju BINGÓ verður haldið í safnaðar- heimili Grensáskirkju sunnudaginn 25. apríl kl. 14-16 til styrktar 4. flokki Fram í fótbolta karla. Margir góðir vinningar í boði og eru allir velkomnir. Bingóspjaldið kostar 250 kr. Kvikmyndasýn- ingar í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu sunnu- daginn 25. apríl kl. 14. Sýnd verður sænska kvikmyndin um villihundinn Alban. Myndin fjallar um villihundinn Alban, sem sker sig úr hópnum, þar sem hann er með annað eyrað upp- sperrt en hitt lafandi. Annars lifir hann venjulegu hundalífi meðal hinna hundanna í flokknum. Fylgst er með Alban frá fæðingu hans og uppvexti, hann verður ástfanginn og eignast eigin fjölskyldu, og síðan tekur ellin við. Líf hans er viðburð- FRÉTTIR arríkt og margt drífur á dagana eins og gerist meðal manna. Myndin er teiknimynd með tónlist, gerð 1981. Leikstjóri og framleið- andi er Karl Gunnar Holmqvist og hefur hann einnig samið handrit og tónlist ásamt Urban Nilsson. Sýningartíminn er 24 mínútur. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Spaðadrottning- in í bíósal MÍR RÚSSNESKA óperukvikmyndin Spaðadrottningin frá árinu 1960 verður sýnd sunnudaignn 25. apríl kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er fjórða kvikmyndin af átta sem MÍR sýnir nú í aprfl og maí í til- efni þess að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rússneska þjóðskáldsins Alexanders Púshkins, en allar kvik- myndirnar eru byggðar á verkum skáldsins. Kvikmyndin, sem sýnd verður á sunnudag, er gerð eftir samnefndri óperu Pjotrs Tsjaíkovskíjs sem f'rumflutt var í Pétursborg í árslok 1890. Óperutextann samdi bróðir tónskáldsins, Modest Tjaíkvoskíj, eftm skáldsögu Púshkins. Nokkrir af fi'emstu óperusöngvurum Sovétríkj- anna um miðja öldina koma fram í kvikmyndinni sem Roman Tikhonov leikstýrði á sínum tíma. Myndin er ótextuð en stuttur efnisúrdráttur óp- erunnar, sem er í fjórum þáttum og nokkrum atriðum, liggur frammi. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni og Púshkin-sýningunni, sem sett hefur verið upp í sýningarsölu MIR, er ókeypis og öllum heimill. Safna fé með bílaþvotti STÚDENTAR við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla efna til fjáröflunar laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. aprfl með því að þvo og bóna bfla á pflaplani skólans, beint á móti Hótel Islandi. Þvotturinn kostar 990 kr. á hvern fólksbfl og 1.490 kr. á hverja jeppa- bifreið. A staðnum verða seldar veit- ingar á meðan nemendur tjöru- hreinsa, sápuþvo, þurrka og bóna bflinn að utan, segir í fréttatilkynn- ingu. Óánægja með vinnubrögð borgarstjóra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur formanna svæðafélaga Kennarasambands Islands, haldinn í Vestmannaeyjum 18. apríl 1999, lýsir yfir megnri óánægju með ummæli og vinnubrögð borgarstjórans í Reykja- vík. Borgarstjórinn blandar saman tveimur ólíkum hlutum, annars veg- ar launakröfum grunnskólakennara í Reykjavík og hins vegar drögum að Heilsuhúsið FRÁ opnun sýningarinnar Samspil manns og náttúru í Perlunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning um samspil manns og náttúru tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennara- félaganna. Þetta frumhlaup Ingi- bjargai’ Sólrúnar Gísladóttur er óskiljanlegt og gæti lagt í rúst það jákvæða starf sem fulltrúar kennara og sveitarfélaganna hafa unnið að, undir heitinu „Nám á nýrri öld“. Fundurinn telur eðlilegt að kennarar í Reykjavík fái launaauka í samræmi við það sem hefur verið samið um víða um land.“ Ættarmót Hall- bjarnarættar ÆTTARMÓT Hallbjarnarættar verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. maí nk. og hefst kl. 14. Þarna hittast afkomendur Hall- bjarnar E. Oddssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og eiga saman síð- degisstund yfir kaffispjalli og kök- um. Blaðið Hlemmur komið út FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur gefið út hverfisblað sem ber nafnið Hlemmur. Þessu blaði er dreift í öll hús í hverfinu sem miðast við Lækjargötu og Rringlumýrar- braut. Hópurinn sem stendur að útgáfu þessa blaðs kallar sig Samtaka og er samstarf Félagsþjónustunnar í Reykjavík, lögreglunnar, Austurbæj- ar-, Hlíða- og Háteigsskóla, Félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar og Hall- 'grímskirkju og hófst það á síðasta ári. Markmiðið með samstarfinu er að rækta og efla tengsl þeirra aðila í hvei’finu sem vinna að málefnum barna og unglinga. Markmið með út- gáfu hverfisblaðs er að tryggja íbúum hverfisins greiðari aðgang að upplýs- ingum og um leið að efla vitund þeirra og ábyrgð á eigin umhverfi. ÖNNUR sýningin sem haldin er undir þemanu Samspil manns og náttúru var opnuð í Perlunni sumardaginn fyrsta. Tilgangur hennar er að kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna sam- spils manns við náttúruna og sjálfan sig. Fjöldi fyrirtækja tek- ur þátt í sýningunni og kynnir EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi um málefni aldr- aðra í Hnífsdal sunnudaginn 18. aprfl sl.: „Fundur um málefni aldraðra haldinn í Hnífsdal 18. apríl 1999 tel- ur mjög brýnt að öldruðum verði tryggður nægjanlegur lífeyrir svo að þeir geti við starfslok haldið virðingu og reisn í samfélaginu. Nauðsynlegt er að hækka grunnlíf- eyri verulega og tengja hann við launavísitölu Hagstofunnar. Eirinig þarf að tryggja að tekjur annars makans hafi ekki áhrif á greiðslur til hins. Frítekjumark þarf að færa til samræmis við almenna launa- þróun. Halda þarf tekjutengingum og skattlagningu greiðslna al- mannatrygginga í lágmarki svo ekki dragi úr hvöt fólks til að afla sér viðbótartekna. Leiðrétta þarf þann mismun sem er á skattlagn- ingu lífeyrissjóða og almennra fjár- magnstekna. Aldraðir eru þeir ein- staklingar sem hafa byggt upp það allt frá umhverfisvænum bflum, gólfefnum og málningu, yfir í hreinlætisvörur, hljómlist, bæk- ur, bætiefni, matvæli og ótal margt fleira. Sýningin verður opin daglega fram til sunnudags. Það er ókeypis inn á sýningu, fyrir- lestra og í gönguferðir um Öskjuhlíð. velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag, því ber samfélaginu skylda að standa vörð um kjör þeirra. Fundurinn skorar á stjórn- málamenn að taka höndum saman, nú á ári aldraðra, og tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld.“ "slim-line" dömubuxur frá gardeur Qfuwv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Vilja hækkun lífeyris aldraðra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.