Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 75

Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999 75 Vefsíða um Júgóslavíu BANDARÍSKA sendiráðið kunnger- ir að Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna (USIA) hefur opnað vefsíðu sem hefur að geyma nýjar og milli- liðalausar upplýsingar um ástandið í Júgóslavíu. „I grein í Washington Post frá 17. apríl er farið lofsamlegum orðum um vefsíðuna og því haldið fram að „eng- inn geti státað af þeirri tækni og þeim mannauð sem USIA hafi yfir að ráða“, segir í fréttatilkynningu frá sendiráðinu. Þai- segir einnig: „Upplýsinga- þjónusta Bandaríkjanna vinnur einnig að því að setja upp Intemet- og tölvupóstaðstöðu í flóttamanna- búðum utan Kosovo. Islendingar eru hvattir til að heimsækja síðuna og nálgast þannig nýjustu upplýsingarnar um ástandið í Kosovo og nágrenni. Veffangið er : http://www.usia.gov/kosovo.“ Fyrirlestur um reynslusporin PYRIRLESTUR um „Eru reynslu- sporin Ieið til andlegrar eða trúar- legrar vakningar?" verður haldinn laugardaginn 24. apríl kl. 14 í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesari er sr. Anna Pálsdóttir sem um árabil starfaði sem ráðgjafi áfengissjúklinga, fíkniefnaneytenda og fjölskyldna þeirra. Hún vann síð- an lokaritgerð sína í guðfræðideild HÍ út frá verkefni um reynslusporin. Pallborðsumræður og ljúf tónlist verða einnig í boði. Bing’ó í Grensáskirkju BINGÓ verður haldið í safnaðar- heimili Grensáskirkju sunnudaginn 25. apríl kl. 14-16 til styrktar 4. flokki Fram í fótbolta karla. Margir góðir vinningar í boði og eru allir velkomnir. Bingóspjaldið kostar 250 kr. Kvikmyndasýn- ingar í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu sunnu- daginn 25. apríl kl. 14. Sýnd verður sænska kvikmyndin um villihundinn Alban. Myndin fjallar um villihundinn Alban, sem sker sig úr hópnum, þar sem hann er með annað eyrað upp- sperrt en hitt lafandi. Annars lifir hann venjulegu hundalífi meðal hinna hundanna í flokknum. Fylgst er með Alban frá fæðingu hans og uppvexti, hann verður ástfanginn og eignast eigin fjölskyldu, og síðan tekur ellin við. Líf hans er viðburð- FRÉTTIR arríkt og margt drífur á dagana eins og gerist meðal manna. Myndin er teiknimynd með tónlist, gerð 1981. Leikstjóri og framleið- andi er Karl Gunnar Holmqvist og hefur hann einnig samið handrit og tónlist ásamt Urban Nilsson. Sýningartíminn er 24 mínútur. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Spaðadrottning- in í bíósal MÍR RÚSSNESKA óperukvikmyndin Spaðadrottningin frá árinu 1960 verður sýnd sunnudaignn 25. apríl kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er fjórða kvikmyndin af átta sem MÍR sýnir nú í aprfl og maí í til- efni þess að 200 ár eru senn liðin frá fæðingu rússneska þjóðskáldsins Alexanders Púshkins, en allar kvik- myndirnar eru byggðar á verkum skáldsins. Kvikmyndin, sem sýnd verður á sunnudag, er gerð eftir samnefndri óperu Pjotrs Tsjaíkovskíjs sem f'rumflutt var í Pétursborg í árslok 1890. Óperutextann samdi bróðir tónskáldsins, Modest Tjaíkvoskíj, eftm skáldsögu Púshkins. Nokkrir af fi'emstu óperusöngvurum Sovétríkj- anna um miðja öldina koma fram í kvikmyndinni sem Roman Tikhonov leikstýrði á sínum tíma. Myndin er ótextuð en stuttur efnisúrdráttur óp- erunnar, sem er í fjórum þáttum og nokkrum atriðum, liggur frammi. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni og Púshkin-sýningunni, sem sett hefur verið upp í sýningarsölu MIR, er ókeypis og öllum heimill. Safna fé með bílaþvotti STÚDENTAR við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla efna til fjáröflunar laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. aprfl með því að þvo og bóna bfla á pflaplani skólans, beint á móti Hótel Islandi. Þvotturinn kostar 990 kr. á hvern fólksbfl og 1.490 kr. á hverja jeppa- bifreið. A staðnum verða seldar veit- ingar á meðan nemendur tjöru- hreinsa, sápuþvo, þurrka og bóna bflinn að utan, segir í fréttatilkynn- ingu. Óánægja með vinnubrögð borgarstjóra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur formanna svæðafélaga Kennarasambands Islands, haldinn í Vestmannaeyjum 18. apríl 1999, lýsir yfir megnri óánægju með ummæli og vinnubrögð borgarstjórans í Reykja- vík. Borgarstjórinn blandar saman tveimur ólíkum hlutum, annars veg- ar launakröfum grunnskólakennara í Reykjavík og hins vegar drögum að Heilsuhúsið FRÁ opnun sýningarinnar Samspil manns og náttúru í Perlunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning um samspil manns og náttúru tilraunaverkefni á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennara- félaganna. Þetta frumhlaup Ingi- bjargai’ Sólrúnar Gísladóttur er óskiljanlegt og gæti lagt í rúst það jákvæða starf sem fulltrúar kennara og sveitarfélaganna hafa unnið að, undir heitinu „Nám á nýrri öld“. Fundurinn telur eðlilegt að kennarar í Reykjavík fái launaauka í samræmi við það sem hefur verið samið um víða um land.“ Ættarmót Hall- bjarnarættar ÆTTARMÓT Hallbjarnarættar verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. maí nk. og hefst kl. 14. Þarna hittast afkomendur Hall- bjarnar E. Oddssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur og eiga saman síð- degisstund yfir kaffispjalli og kök- um. Blaðið Hlemmur komið út FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur gefið út hverfisblað sem ber nafnið Hlemmur. Þessu blaði er dreift í öll hús í hverfinu sem miðast við Lækjargötu og Rringlumýrar- braut. Hópurinn sem stendur að útgáfu þessa blaðs kallar sig Samtaka og er samstarf Félagsþjónustunnar í Reykjavík, lögreglunnar, Austurbæj- ar-, Hlíða- og Háteigsskóla, Félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar og Hall- 'grímskirkju og hófst það á síðasta ári. Markmiðið með samstarfinu er að rækta og efla tengsl þeirra aðila í hvei’finu sem vinna að málefnum barna og unglinga. Markmið með út- gáfu hverfisblaðs er að tryggja íbúum hverfisins greiðari aðgang að upplýs- ingum og um leið að efla vitund þeirra og ábyrgð á eigin umhverfi. ÖNNUR sýningin sem haldin er undir þemanu Samspil manns og náttúru var opnuð í Perlunni sumardaginn fyrsta. Tilgangur hennar er að kynna vörur og þjónustu sem leiða til vist- og umhverfisvænna sam- spils manns við náttúruna og sjálfan sig. Fjöldi fyrirtækja tek- ur þátt í sýningunni og kynnir EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi um málefni aldr- aðra í Hnífsdal sunnudaginn 18. aprfl sl.: „Fundur um málefni aldraðra haldinn í Hnífsdal 18. apríl 1999 tel- ur mjög brýnt að öldruðum verði tryggður nægjanlegur lífeyrir svo að þeir geti við starfslok haldið virðingu og reisn í samfélaginu. Nauðsynlegt er að hækka grunnlíf- eyri verulega og tengja hann við launavísitölu Hagstofunnar. Eirinig þarf að tryggja að tekjur annars makans hafi ekki áhrif á greiðslur til hins. Frítekjumark þarf að færa til samræmis við almenna launa- þróun. Halda þarf tekjutengingum og skattlagningu greiðslna al- mannatrygginga í lágmarki svo ekki dragi úr hvöt fólks til að afla sér viðbótartekna. Leiðrétta þarf þann mismun sem er á skattlagn- ingu lífeyrissjóða og almennra fjár- magnstekna. Aldraðir eru þeir ein- staklingar sem hafa byggt upp það allt frá umhverfisvænum bflum, gólfefnum og málningu, yfir í hreinlætisvörur, hljómlist, bæk- ur, bætiefni, matvæli og ótal margt fleira. Sýningin verður opin daglega fram til sunnudags. Það er ókeypis inn á sýningu, fyrir- lestra og í gönguferðir um Öskjuhlíð. velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag, því ber samfélaginu skylda að standa vörð um kjör þeirra. Fundurinn skorar á stjórn- málamenn að taka höndum saman, nú á ári aldraðra, og tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld.“ "slim-line" dömubuxur frá gardeur Qfuwv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Vilja hækkun lífeyris aldraðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.