Morgunblaðið - 24.04.1999, Síða 80
80 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Heimsmeistarakeppnin
í skák í Las Vegas
SKÁK
Las Vegas, IVevada
I DAG
VKIMKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir frá nemendum
VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf:
„Fyrir nokkru var bekknum okkar boðið í veislu á
McDonalds vegna þess að við gáfum pitsusjóðinn til ■
flóttamannanna frá Kosovo.
Við viljum þakka Pétri Þ. Péturssyni fyrir frábæra
hamborgara og falleg viðurkenningarskjöl.
Við í Selásskóla gleymum aldrei hvað þetta var gam-
an.
2. KA og kennarinn okkar
Kristbjörg Asta Ingvarsdóttir.
Um fugla og ketti
ÉG vil koma því á fram-
færi, vegna umræðna
undanfarið um að kettir
sæki í fugla, að ég á þrjár
kisur og bý í Kleppsholt-
inu. í fyrravetur og í vet-
ur hef ég gefíð fuglunum
að borða í garðinum hjá
mér og hafa kisumar mín-
ar ekki snert fuglana. Ná-
grannakisur sem hafa sótt
í blessaða fuglana hafa
fengið vatnsskvettu frá
mér svo þeir láti þá vera.
Kettir nú til dags fá nóg
að borða og eiga því ekki
að þurfa að veiða sér til
matar en ef fólk hugsar
ekki nógu vel um kettina
sína og lokar þá úti, sækja
þeir kannski frekar í fugl-
ana.
Dýravinur.
Tínum rusl
LESANDI hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hann benda Breið-
holtsbúum á, að nú þegar
byrjað er að vora, væri
gott að þeir tækju til
hendinni og tíndu upp
rusl og annað sem liggur
á víðavangi eftir veturinn.
Sammála
UT af smágrein um
stríðsleikfóng sem Kol-
brún Inga Sæmundsdóttir
skrifaði í Velvakanda sl.
sunnudag, vil ég taka
fram að ég er henni hjart-
anlega sammála og hvet
ég fólk til að kaupa ekki
þessa vöru. Mér finnst
það siðlaust að bjóða
böraum upp á þetta.
Móðir.
Gott framtak
hjá Kea-Nettó
OFT er við afgreiðslu-
kassana í verslunum sæl-
gæti sem freistar bæði
barna og fullorðna. Ég
fór í KEA-Nettó á Akur-
eyri í vikunni og við kass-
ann var smápakkning af
harðfíski sem kostar 100
kr. Var ég yfir mig hrifin
og hugsaði mér að þetta
mættu fleiri stórmárkað-
ir taka sér til fyrirmynd-
ar og fór ég út með 5
pakka af harðfiski í stað-
inn fyrir 5 pakka af ópali
eða þess háttar. Vil ég
senda Kea-Nettó þakk-
læti fyrir þetta framtak
og vona að fleiri fylgi í
kjölfarið.
Anægður
viðskiptavinur.
Góð grein
LESANDI hafði sam-
band við Velvakanda og
lýsti hann yfir ánægju
sinni með greinina „Nátt-
tröll“ sem birtist í Morg-
unblaðinu þriðjudaginn
20. apríl. Er hann sam-
mála öllu því sem sagt er
í þessari grein - að ekki
eigi að kaupa frið hvað
sem það kostar. Ráðlegg-
ur hann fólki að lesa
þessa grein.
Dýrahald
Kettlingar óska
eftir heimili
GÓÐIR, bamvænir,
kassavanir 7 vikna kett-
lingar óska eftir góðu
heimili. Upplýsingar í
síma 565 3076 eða
862 8670.
SKAK
ITn.vjúii IHargeir
l’éliirvsnii
STAÐAN
stórmótinu
Hermanas á
lauk um síð-
ustu helgi.
Ungverska
stúlkan
Jddit Polg-
ar (2.677)
var með
hvítt, en
Englend-
ingurinn
Michael
Adams
(2.716)
hafði svart
og átti leik.
36. - f3+!
37. Kxg3 -
Dg4+! 38.
kom upp á
í Dos
Spáni sem
Kf2 - Dh4+ 39. Ke3 -
Df4+ 40. Kd4 - De5+ 41.
Ke3 - Rg4+ 42. Kd2 -
Dxb2+ 43. Dc2 - Dxal
44. Hg6+ Kh7 45. Hxg4 -
f2 og Júdit Polgar gafst
upp.
Michael Adams vann
góðan sigur á mótinu.
COSPER
•r wmmm
Jjjpp í tt
^|||P^
SVARTUR leikur og vinnur
MAMMA það er komin rigning, má ég leika inni í stofu
með nokkrum vinum mínum?
Víkverji skrifar...
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í
SKÁK
30. júlí-29. ágdst
HANNES Hlífar Stefánsson
verður meðal keppenda í næstu
heimsmeistarakeppni FIDE.
Töluverð óvissa hefur ríkt um
keppnina, en í
fréttatilkynn-
ingu sem
FIDE gaf út
íyrir nokkrum
dögum er
staðfest að
keppnin fari
fram í Caes-
ars Palace
hótelinu í Las
Vegas dagana
30. júlí til 29.
ágúst. Heild-
arverðlaun
eru 3.000.000
dala, eða um
220 milljónir
íslenskar
krónur. .Jafn-
vel þeir sem
falla út strax í
íýrstu umferð
fá dágóða
upphæð, eða
6.000 dali í sinn hlut. Þess ber þó
að geta að 20% verðlaunanna
rennur til FIDE.
Alls taka 100 skákmenn þátt í
heimsmeistarakeppninni, sem er
útsláttarkeppni. I fýrstu umferð,
sem hefst 1. ágúst, tefla 72 skák-
menn tveggja skáka einvígi. Sig-
urvegararnir 36 halda áfram í
aðra umferð, en þá bætast jafn-
framt 28 skákmenn til viðbótar í
hópinn, þannig að 64 skákmenn
taka þátt í annarri umferð. Þeir
sem koma inn í keppnina í
annarri umferð eru 23 stiga-
hæstu skákmenn heims, auk
þeirra fimm sem lengst náðu í
síðustu heimsmeistarakeppni.
Eftir aðra umferð fækkar þátt-
takendum um helming í hverri
umferð þangað til sjálft heims-
meistaraeinvígið hefst 22. ágúst.
I iýrstu fimm umferðunum eru
háð tveggja skáka einvígi, en í
sjöttu umferð eru tefldar fjórar
skákir. Eins og í síðustu heims-
meistarakeppni FIDE verða
tefldar sex skákir í heimsmeist-
araeinvíginu, sem jafnframt er
sjöunda umferð keppninnar.
Anatoly Karpov er núverandi
heimsmeistari FIDE, en hann
sigraði Viswanathan Anand í
heimsmeistaraeinvíginu sem
fram fór í Lausanne í Sviss. Kar-
pov kom ekki inn í keppnina fyrr
en í heimsmeistaraeinvíginu, en
að þessu sinni er gert ráð fyrir
að hann hefji þátttöku í annarri
umferð.
I síðustu heimsmeistarakeppni
voru Islendingar í hópi þeÚTa
þjóða sem flesta fulltrúa áttu í
keppninni. Það voru aðeins 19
þjóðir sem áttu fleiri en einn
keppanda og einungis 6 þeirra
voru fjölmennari en Islendingar.
Það voru stórmeistaramir Jó-
hann Hjartarson, Margeir Pét-
ursson og Helgi Áss Grétarsson
sem þá héldu merki íslands á lofti
í síðustu heimsmeistarakeppni.
Að þessu sinni verður Hannes
Hlífar Stefánsson eini íslenski
keppandinn, en hann vann sér
rétt til þátttöku með glæsilegum
sigri á svæðismóti Norðurlanda í
skák, sem fram fór i Danmörku
síðastliðið haust. Hannes hefur
náð mjög góðum árangri að und-
anfómu og var kosinn Skákmað-
ur Hellis 1998 fyrir frábæran ár-
angur sinn á því ári.
Kvennamót á sunnudag
Nú á vormisseri hefur Taflfé-
lagið Hellir gengist fyrir
nokkrum skákmótum sem ein-
göngu eru fyrir konur. Félagið
hefur þegar haldið þrjú kvenna-
skákmót frá áramótum og hefur
þessu framtaki verið vel tekið af
skákkonum, bæði þeim stúlkum
sem eru virkastar svo og þeim
sem ekki höfðu tekið þátt í skák-
mótum í nokkurn tíma.
Næsta kvennaskákmót verður
haldið á sunnudaginn, 25. apríl,
og hefst klukkan 13. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Monrad
kerfí með 10 mínútna umhugsun-
artíma. Ekkert aldurstakmark
er á þessum skákmótum
Þátttaka er ókeypis. Verðlaun
verða veitt fýrir þrjú efstu sætin
á mótinu. Mótið er haldið í fé-
lagsheimili Taflfélagsins Hellis,
Þönglabakka 1 í Mjódd.
Anna Björg Þorgrímsdóttir,
Islandsmeistari kvenna 1996,
sigraði á síðasta kvennamóti
Hellis sem haldið var í mars.
Voratskákmót Hellis
hefst á mánudag
Hið árlega voratskákmót Taflfé-
lagsins Hellis hefst mánudaginn
26. apríl. Þetta er tveggja kvölda
atskákmót og því lýkur mánudag-
inn 3. maí. Umhugsunartími er 25
mínútur á skák. Mótið verður
haldið í Helhsheimilinu í Þöngla-
bakka 1, Mjódd. Samkvæmt aug-
lýstri dagskrá er gert ráð íýrir
þremur skákum hvort kvöld. Til
greina kemur þó að hafa fjórar
skákir seinna kvöldið þannig að
alls verði tefldar sjö umferðii', ef
keppendur kjósa það heldur.
Keppendur ákveða hvor leiðin
verður vahn áður en mótið hefst.
Þátttökugjald er kr. 400 fyrir
félagsmenn og kr. 600 fyrir utan-
félagsmenn sextán ára og eldri.
Þeir yngri greiða kr. 200 ef þeir
eru í Helli, en annars kr. 400.
Verðlaunapeningar verða fyrir
þrjú efstu sætin.
Bikarkeppnin í skák
Skákfélag Hafnarfjarðar hefur
ákveðið að halda Skákþing Hafn-
arfjarðar dagana 4.-6. júní. Mótið
gildir til stiga í Bikarkeppninni í
skák sem fimm taflfélög á höfuð-
borgarsvæðinu standa fýrir.
Aðildarfélögin að keppninni eru:
Taflfélag Garðabæjar, Taflfélag
Kópavogs, Taflfélag Reykjavík-
ur, Taflfélagið Hellir og Skákfé-
lag Hafnarfjarðar.
Einu móti í keppninni er lokið,
en það var Meistaramót Hellis
sem haldið var í febrúar. Stiga-
röð efstu manna í Bikarkeppn-
inni er þessi:
1. Sigurbjörn Björnsson 15 st.
2. Björn Þorfínnsson 12 st.
3. Jón Viktor Gunnarsson 10 st.
4. Stefán Kristjánsson 9 st.
5. Vigfús Oðinn Vigfússon 8 st.
o.s.frv.
Vigfús Oðinn Vigfússon er
efstur í flokki skákmanna með
minna en 2.000 skákstig, en Guð-
jón Heiðar Valgarðsson er efstur
unglinga.
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
AÐ er ánægjulegt hvað fer
fjölgandi þeim stöðum í mið-
borginni, þar sem hægt er að setj-
ast inn og fá sér létta og góða mál-
tíð, hvort sem er í hádeginu eða á
kvöldin, án þess að kostnaðurinn
íþyngi buddunni um of. Yfirleitt
kostar máltíð vel innan við þúsund-
kallinn á mann, sem ekki getur
talist dýrt, t.d. miðað við það verð
sem sett er á heimsendar pítsur.
I grennd við Laugaveg er nú
hægt að finna allmarga staði þar
sem hægt er að setjast inn, t.d. á
sunnudagsgöngu, og fá sér annað-
hvort léttan hádegisverð eða kvöld-
verð.
Sólon Islandus er fyrir löngu bú-
inn að festa sig í sessi sem eitt af
helstu kaffihúsum borgarinnar og
yfírleitt er hægt að treysta því að
maturinn þar sé ágætur. Stemmn-
ingin á Sólon minnir um margt á
franskt bistro og eru réttir dagsins
skráðir á stóra krítartöflu er hang-
ir á vegg. Þá hefur veitingastaður-
inn Vegamót við Vegamótastíg
ávallt reynst Víkverja vel. And-
rúmsloftið er þægilegt, þjónustan
vinaleg en stundum dálítið hæg, og
ef börn eru meðal gesta er þeim
ávallt vel tekið og boðið upp á sér-
rétti fyrir þessa ungu viðskiptavini.
Maturinn er ágætlega fjölbreyttur
og réttir dagsins yfirleitt vel þess
virði að panta þá auk þess sem
verðlag er mjög sanngjarnt.
xxx
Á HEFUR Víkverji í seinni tíð
fallið fyrir Pastabarnum á
horni Skólavörðustígs og Lauga-
vegar. Þar er hægt að fá fyrir-
myndar pastarétti, salöt og fleira
auk þess sem brauðin sem boðið er
upp á eru hreinasta afbragð.
Skemmtilegur staður til að tölta
inn á og fá sér kaffibolla eða lítinn
rétt en einnig hefui' Víkverji stund-
að það nokkuð að taka með sér
matinn heim, ef hann er ekki í
skapi til að elda eftir vinnudaginn,
og aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
Það er greinilegt að staðurinn er
rekinn af miklum metnaði og að
hæfileikamenn eru við stjórn.
XXX
EN ÞAÐ er ekki einungis í
sjálfri Reykjavík, sem
skemmtilegir staðir hafa sprottið
upp á síðustu árum þótt Reykvík-
ingar gleymi stundum að horfa út
fyrir eigin sjóndeildarhring.
Þannig hefur t.d. verið rekið mjög
skemmtilegt kaffihús í Hamra-
borginni í Kópavogi, Rive Gauche,
um tveggja ára skeið þar sem
hægt er að fá eitthvert besta kaffi
bæjarins og ágætis mat. Þá upp-
götvaði Víkverji um daginn að í
Mosfellsbæ er rekið stórkostlegt
bakarí og hefur hann hvergi ann-
ars staðar á íslandi fengið betri
brauð en þar. Ostaunnendur hafa
síðan lengi vitað af Ostahúsinu í
Hafnarfirði, sem er vel þess virði
að menn leggi lykkju á leið sína.
Antikhúsgögn
Gili, Kjalarnesi, s. 566 8963
Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn.
Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna.
Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri,- og fimkvöld kl. 20.30-22.30,
eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur.
Hannes Hlífar
Stefánsson
Anna Björg
Þorgrímsdóttir