Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðuneytið veitir fjölmiðlafólki viðurkenningar á Degi umhverfísins Kárahnúhavirkjun Fljótsdalsvirhjun Arnardah- og Brúarvirkjun Norðlingaóldulón Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðs- ins verðlaunuð GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra veitti Rögnu Söru Jónsdóttur blaðamanni á Morgun- blaðinu og Ragnari Axelssyni ljósmyndara á Morgunblaðinu og austflrska tímaritinu Glettingi, viðurkenningar umhverfisráðu- neytisins á Degi umhverfisins, á sunnudaginn, en viðurkenning- arnar voru afhentar á Café Flór- unni í Grasagarðinum í Laugar- dal. Starfsmenn Morgunblaðsins hlutu viðurkenninguna fyrir greinaflokkinn Landið og orkan, sem birtist í blaðinu um nokkurra vikna skeið haustið 1998. Meðal annars var um að ræða fimm greinar, sem birtust á hverjum sunnudegi frá 20. september til 18. október. í greinaflokknum er spurningum um framtíð hálendis- ins velt upp _og kynntir helstu kostir sem íslendingar standa frammi fyrir varðandi virkjana- mál og verndun hálendisins. Vakti fólk til umhugsunar Fjallað er um virkjanakosti og náttúnifar á væntanlegum lón- stæðum í máli og myndum, þar á meðal kortum og tölvuunnum myndum af viðkomandi svæði eft- ir virkjun. Það var blaðamaðurinn Ragna Sara Jónsdóttir og ljós- myndarinn Ragnar Axelsson sem unnu greinarnar, en þau ferðuð- ust m.a. vítt og breitt um hálendið til að kynna sér þau svæði sem fjallað var um, en einnig kynntu þau sér viðhorf heimamanna til virkjana og atvinnumála. Ragna Sara sagðist telja að greinarnar hefðu vakið fólk til umhugsunar um náttúruna. Hún sagði að hún og Ragnar væru mjög stolt af því að hljóta viður- kenningu sem þessa því að baki lægi gífurleg vinna. Hún sagði viðurkenninguna vera hvatningu til frekari dáða því ávallt væri ánægjulegt þegar tekið væri eftir verkum manns og þau metin að verðleikum. Fjallað um hálendi Austurlands Að sögn Guðmundar fékk aust- firska tímaritið Glettingur, sem SJtt vid urfwS M!. Ur% net lu*3i Bánírar, tCr>ii3r«ana og gat húr> ««nðbas& arM kemur út þrisvar á ári, viðurkenn- inguna fyrir ítarlega umfjöllun sína, í svokölluðu Snæfellsblaði, um náttúrufar hálendis Austur; lands og áform um virkjanir þar. í blaðinu eru yfir 20 greinar eftir ýmsa höfunda um náttúrufar norðan Vatnajökuls og hugmyndir um virkjanir og verndun svæðis- ins, en fjöldi litmynda og korta prýða blaðið. Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður veitti við- urkenningunni móttöku fyrir hönd Glettings. A umhverfisþingi árið 1996 var tekin sú ákvörðun að stofnað yrði til verð- launa fyrir umfjöll- un um umhverfísmál í fjölmiðlum, en fjöl- miðlar, sem og ein- stakir blaðamenn, dagskrárgerðar- menn, textahöfund- ar og kvikmynda- gerðarmenn, eiga rétt á verðlaunun- um. Alls komu sex verk til greina Sérstök nefnd fór yfir það efni sem kom til greina, en í nefndinni áttu sæti Hugi Olafsson, frá umhverfisráðuneyti, Fríða Björnsdóttir blaðamaður, til- nefnd af Blaða- mannafélagi Is- lands, og Þorvarður Arnason, starfsmað- ur Siðfræðistofnun- ar Háskóla Islands, en hann var til- nefndur af áhuga- samtökum um umhverfisvernd. Valið stóð á milli sex aðila, en auk vinningshafanna tveggja voru fjög- ur önnur verk tilnefnd. Morgun- blaðsgreinin Sárin í landinu, þar sem textagerð var í höndum Guðna Einarssonar og ljósmyndun í hönd- um Ragnars Axelssonar. Umfjöllun um umhverfísmál í þættinum Víðsjá á Rás 1. Þættir Ara Trausta Guð- Morgunblaðið/Arni Sæberg GUÐMUNDUR Bjarnason unihverfisráðherra afhendir Ragnari Axelssyni, ljósmyndara Morgunblaðsins, við- urkenningu á Degi umhverfisins, en Ragna Sara Jónsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, fylgist með. Virkjunarkostir á hálendi íslands nebr vcnc ncoð oe svns stjrtíx Sratno fyrir eöa á *ð s»e»a wð og ggti idOjrun* tHSI l HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Glettings. RAGNA Sara Jónsdóttir og Ragnar Axelsson, starfsmenn ritstjórnar Morgunblaðsins hlutu viðurkenninguna fyrir greinaflokkinn Landið og orkan, sem birtist í blaðinu um nokkurra vikna skeið síðastliðið haust. mundssonar og Valdimars Leifs- sonar, I sátt við náttúrana, sem sýndir voru á Stöð 2 og að lokum þættir Omars Ragnarssonai- í Sjón- varpinu, sem bára nafnið Út vil ek. A Degi umhverfisins afhenti umhverfisráðherra einnig tveimur fyrirtækjum, þ.e. Olíufélagi ís- lands og Haraldi Böðvarssyni hf., viðurkenningar fyrir að skara fram úr í umhverfismálum. ■ Umhverfisstefnan/20 ■ Viðurkenning/20 Reynum að setja fram óvilhallar upplýsingar I^aritm <*n»r Srhlink Jrónir á loppi lisla yfir sÖluhirjílu h;rkur vrsfanhufii Metsölubók ______________ um allan heim Fjallar um sekt- ina sem þjakar jóðvería vegna helfararínnar I V i í gtrta Mití. wí't yyttAcit Ijrmtn tá i f'i á'tjfiíi í ú-rr* % itf w>* *Áki tr t*tt*í*ten- Hl a* k\iK w>'fS«r tyftr tisig MWt v**1 Un vtóa bfa Tú' |.wka iM- '&tkgw;* ii F-iíía er, l*rÍM i l$t uní I •Í&AT iykjúóreiManiCSW!® * jpTT Kö t:Ah : tfJátið tyrif vsaskasiwiiUa *ÍtíA háft úg i'mkittr *•*» vk? WWTi-a jrf* irfí* Wítt W »» 'k**** ** ,v b» tG tVÍ í: 7. apr»* xt-gjt gpt* uf(|r nísUiAíi tétjbí t iwtWaríísiéiM, _Sk» > (nti'U* mj»|» rftírtMriMnmnJt Knrtóxard íWtJ-íJk vr M ír* gvt, Jf t <*5Í vlá t-'G', ' • I !;•«.?•. Hmi jMidrsstK dfiMrj tfj&MRy&tár rMikat i Mu’wt <*•.■* M’vr tírd* mgttrkr utn AiaMstM k H*s t u'eh J«*> h*i» vm jríiýn* rnjtvJtr a5«>t tijip e<*an*r<fc*n>x»;*. Ím t •*tv ,rf, hyuhurm QQA V» r. jng »wM** ««*»»>, vtMLi kvv V*r\ K»Í át wjí ( www.mm.is GLETTINGUR tímarit um austfirsk málefni, fékk verðlaun umhverfisráðherra fyrir umfjöllun um umhverfismál á sunnudag. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður veitti verðlaun- unum viðtöku fyrir hönd aðstandenda Glettings. Sagði Hjör- leifur við það tækifæri að útgáfa Glettings væri hugsjónastarf þar eð aðstandendur ætla sér ekkert í sinn hlut. Væri slík iðja orðin næsta fágæt hérlendis en þó ekki einsdæmi. I ritnefnd Glettings sitja Helgi Hallgn'msson ábyrgðarmaður, Skarphéðinn G. Þórarinsson og Steinunn Asmundsdóttir, sem jafn- framt er ritstjóri síðasta heftis. Steinunn Ásmundsdóttir rit- stjóri segir í niðurlagi ritstjómar- spjalls síns í síðasta hefti, að Glett- ingur hafi tekist á hendur það erf- Steinunn Ásmundsdóttir, ritstjóri Glettings iða hlutverk að reyna að varpa ljósi á þá margbrotnu fleti sem felast í umræðunni um virkjanir á svæðinu norðaustan Vatnajök- uls. Steinunn sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að verð- launin væru mikils virði því þau vektu at- hygli á blaði sem hefur leitast við að birta vandað efni um Aust- urland í mörg ár. „Jafnframt skiptir þetta mjög miklu máli fyrir umræðuna um virkjanir á Austur- landi. Það hlýtur að vera mikil- vægt að þakka það þegar menn taka að sér að ná einhverri yfirsýn yfir þá umræðu sem hefur gengið hér á í svo mörg ár,“ sagði Stein- unn. Að mati Steinunnar hefur um- ræðan einkennst af því að fólk þekkir gjarnan ekki báðar hliðar á málefnum virkjana. „Fólk tekur afstöðu án þess að hafa kynnt sér hvoratveggja málstaði og það er gríðarlega mikils virði að geta komist í upplýsingar sem eru óvil- hallar. Við vorum að reyna að setja fram óvilhallar upplýsingar í þessu tímariti og svo geta aðrir dæmt um það hvernig til tókst,“ sagði Steinunn. Glettingur - tímarit um austfirsk málefni hefur verið gefið út á Egilsstöðum í átta ár og út eru komin 18 tölusett eintök. Síðasta hefti var gefið út í 1000 eintökum en að jafnaði er upplag tímaritsins nálægt 300 eintökum. „Síðasta heftið og það sem ef- laust hefur beint augum umhverf- isráðuneytisins og ráðherra að ritinu ber undirtitilinn Snæfells- blað, enda fjallar það öðru fremur um Snæfellsöræfi, Eyjabakka- svæðið, Jökulsá í Fljótsdal og hugmyndir um stóriðju á Austur- landi. Þetta rit eins og fyrri tölu- biöð er ríkulega myndskreytt og vel úr garði gert,“ sagði Hjörleif- ur Guttormsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd útgefenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.