Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 32

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 Þ MORGUNBLAÐIÐ v o r í h a b i t a t i i i t r : t- hæð 18 - 50 sm ismmmSSÉmm allt að WmBm Æm mgm m fasEjHS'jgp Æ &r afsláttur verðdæmi: útikertBAOBAB), h. 36 sm verð: 1.850 kr. ERLENT Forseti Indlands boðar til kosninga Nýju Delhí. Reuters. K.R. Narayanan, forseti Indlands, ákvað í gær að leysa upp neðri deild þingsins og boða til kosninga síðar á árinu eftir að átta daga stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Þetta verður í þriðja sinn frá árinu 1996 sem efnt er til kosninga á Ind- landi. Sérfræðingar í indverskum stjómmálum sögðu að engin trygg- ing væri fyrir því að kosningamar yrðu til þess að hægt yrði að mynda sterka stjóm og binda enda á þann óstöðugleika sem einkennt hefur stjómmál landsins síðustu árin. Kongressflokkurinn, undir stjóm Soniu Gandhi, og andstæðingar samsteypustjórnar Atals Beharis Vajpayees forsætisráðherra urðu stjórninni að falli í atkvæðagreiðslu á þinginu 17. apríl. Hafði hún þá setið í þrettán mánuði og var fimmta ríkisstjórnin á þremur ár- um. Stjómarandstöðuflokkunum tókst hins vegar ekki að ná sam- komulagi um myndun nýrrar stjórnar. Kosið innan hálfs árs Narayanan forseti sagði að ljóst væri að hvorki stjómarflokkarnir né andstæðingar þeirra gætu myndað nýja stjórn vegna óeiningar í báðum fylkingunum. „Forsetinn hefur því komist að þeim niður- stöðu að ganga þurfi enn einu sinni úr skugga um lýðræðislegan vilja þjóðarinnar, þannig að hægt verði að mynda stjórn sem getur tekist á við brýn úrlausnarefni landsins,“ Reuters ATAL Behari Vajpayee, forsæt- isráðherra Indlands, á fundi samsteypustjómar sinnar í gær. sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu for- setans. Efna þarf til kosninganna innan hálfs árs frá þingrofinu. Manohar Singh Gill, formaður kjörstjórnar landsins, sagði að haft yrði samráð við leiðtoga allra þingflokkanna áð- ur en kjördagurinn yrði ákveðinn. Gill þykir standa frammi fyrir mjög erfiðu vali. Talið er að hann sé tregur til að efna til kosninga fyrir september vegna mikilla sumarhita og monsún-regntímabilsins á Ind- landi. Verði kosningunum hins veg- ar frestað til haustsins verður fram- kvæmdavaldið lamað í hartnær sex mánuði. Margir Indverjar eru reiðir stjómmálamönnum landsins og segja að Indverjar hafi varla efni á því að halda kosningar á hverju ári. „Kosningar eru gríðarleg sóun á al- mannafé og stjórnmálamennimir hafa án undantekninga sýnt algjört ábyrgðarleysi með því að koma okk- ur í þetta klandur," sagði indverski stjómmálaskýrandinn Sudha Kris- hnaswamy. Sérfræðingar í indverskum stjórnmálum telja ólíklegt að ein- hver flokkanna fái nógu mikið kjör- fylgi til að geta myndað sterka stjórn. Kongressflokkurinn og flokkur þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata, geti þó aukið fylgi sitt á kostnað minni flokk- anna. Gengi indverskra hlutabréfa lækkaði um 4,5% að meðaltali í gær vegna þingrofsins. Fjárfestar sögð- ust hafa áhyggjur af því að stjórn- arkreppan yrði til þess að nauðsyn- legum efnahagsumbótum yrði frestað í marga mánuði. „Hafa kallað yfir sig reiði fólksins“ Forystumenn Bharatiya Janata gagnrýndu Kongressflokkinn og vinstriflokkana harðlega og sögðust vissir um að komast aftur til valda eftir kosningarnar. „Leiðtogar Kon- gress og kommúnista bera einir ábyrgð á því að efna þarf til kosn- inga á miðju kjörtímabili," sagði talsmaður Bharatiya Janata. „Þeir hafa kallað yfir sig reiði fólksins." ) VEISTU AF HVERjU - VIÐ FÁUM HRUKKUR MEÐ ALDRINUM? Húbin hægir á framleibslu Q10, efninu sem heldur húbinni sléttri. Nú er hægt ab fá QIO í dag-, nætur og augnkremi frá Nivea Visage. Veídu þab sem hentar þér og húbinni þinni best. NIVEA QIO frá Nivea Visage andlitskrem sem virka! www.jsh.is | K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.