Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Dyslexía II Hverniff líður nemendum með lestrarörðugleika í íslenskum skólum? Hvernig er brugðist við þeim? Fáfnir Arnason hefur þurft að glíma við þessa skyntruflun. Gunnar Hersveinn ræddi við hann og kynnti sér efni sem veitir almenningi innsýn í dyslexíu og hjálpar fólki við að setja sig í spor þessara nemenda. Innsýn í lesblindu opnar augu • Vonbrigði nemenda með dyslexíu orsaka varnarstöðu þeirra • Aðferðirnar eru til en eitthvað skortir til framkvæmda: Fé, þjálfun? HVER biður blinda að skoða ljósmynd eða heyrnarlausa að fara á tónleika? Það er ekki sanngjarnt, hvað þá að spyrja síðan í smáatriðum hvað myndin sýnir og hvað var spilað á tónleikunum. Les- blindir eru hins vegar oft beðnir um að lesa og í skólum landsins eru þeir metnir með skriflegum prófum. Lestur er haldreipi einstaklinga í nútímanum. Texti í augum flestra er í beinum reglulegum línum á hvítum pappír. Hjá hinum fáu lítur út fyrir að einhver púki hafí komist í textann og hrært í honum með ausu. Nemendur með dyslexíu hafa átt erfitt uppdráttar í íslenska skólakerfínu þótt nær hundrað ár séu frá því að taugalæknar greindu þennan skyngalla. Þeir hafa oft á tíðum verið álitnir líkt og Albert Einstein og Thomas Edison af kennurum sínum: Treggáfaðir og ófélagslyndir. Núna gefst þeim kostur á takmarkaðri (m.t.t. aldurs og afbrigða) greiningu (greinandi ritmálspróf) hjá Lestrarmiðstöð KHÍ en það er undir skólunum sem þeir ganga í komið hvort þeir fá ein- hverja hjálp eða ekki. 60 grunn- skólanemendur voru í liðinni viku á biðlista eftir greiningu hjá Lestrar- miðstöðinni og 45 framhaldsskóla- nemendur. í Morgunblaðinu 21.4. sl. kom fram að skólar fá enga peninga til að starfa sérstaklega með nemend- ur með dyslexíu og að sækja þarf um styrk til Þróunarsjóðs fram- haldsskóla til að kennarar geti sótt námskeið um efnið „Stuðningur við ungmenni sem glíma við dyslexíu" - en það efni hlaut styrk frá Leon- ardo-áætlun ESB. Styrkþeginn Að- alheiður Ósk Guðmundsdóttir vill efla sjálfsmat nemenda og „forða þeim frá þeim pyttum að telja sig heimsk.“ Dyslexía og félagsleg einkenni Dyslexia (þýðing: lesvandi, les- blinda, lestrarörðuleikar, sértækur námsvandi, mislestur, orðblinda) er sjónræn skyntruflun sem hamlar einstaklingum að lesa texta. Eigin- leikinn að meðtaka upplýsingar og að koma frá sér upplýsingum er á einhvern hátt truflaður. Einkenni dyslexíu geta birst á marga vegu, m.a. í skrift og lestri. Einbeiting verður oft léleg og til- hneiging til að snúa bókstöfum og tölustöfum öfugt eða ruglast á röð þeirra (b-d, 6-9, 48-84, nál-Ián). Nemendur hafa hæfni til að svara spumingum munnlega en eiga erfítt með að svara sömu spurningum skriflega, stafa sama orðið á marga mismunandi vegu án þess að kann- ast við rétta stafsetningu orðsins, eiga erfítt með að skrifa upp texta eftir forskrift, með að taka glósur, að skilja tíðbeygingar sagna, og eiga erfítt að vinna með talnarunur (t.d. að muna símanúmer). Mörg dyslexíu-börn sýna einnig eitt eða fleiri eftirtalinna einkenna: ofvirkni, þurfa minni svefn en börn að meðaltali, einbeitingin auðtmfl- uð, óskipulag, erfítt með að sam- hæfa hreyfingar. Hannes Hilmarsson, kennari og félagsráðgjafi, vann marvisst að úr- ræðum (stuðningskerfi) fyrir dys- lexíu-nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík árin ‘94-’97, áður var hann ráðgjafi í Menntaskólanum við Sund (‘88-’91) og í vetur hefur hann hjálpað Fáfni Arnasyni, nemanda á fyrsta ári í Kvennaskólanum í Reykjavík, við stærðfræðinám. Hann hefur einnig þýtt kver (óút- gefíð hér á landi) eftir Michael V. Ryden. Hannes er kennari við Menntaskólann í Kópavogi. Hann telur að betri innsýn í dyslexíu leiði til þess að hlutur þessara nemenda verði réttur - þess vegna þýddi hann bókina. Bók Rydens varpar ljósi á dyslex- íu innan frá, því hann var sjálfur greindur með þessa truflun níu ára gamall árið 1969 í London af McDonald Critchley. Hann var í framhaldinu rannsakaður af náms- sálfræðingi sem mældi og staðfesti síðar að greind hans væri vel yfir meðallagi. Skólayfirvöld könnuðust ekki við dyslexíu og höfðu stungið upp á að hann yrði settur í skóla þroskaheftra. Ryden tókst með aðstoð að ljúka stúdentsprófí með framúrskarandi árangri í stærðfræði og eðlisfræði. Hann stundaði viðskiptafræðinám um skeið en komst svo inn í háskóla í Bandaríkjunum og lauk B.S. prófí í ljósmyndun og tækniteiknun. Hann starfar nú sem ljósmyndari. „Bókin hans varð mér hugljómun," segir Hannes, „ég hef ekki áður kynnst bók sem gerir jafn flóknu og viðkvæmu efni jafn upplýsandi og skýr skil.“ Hvernig birtist texti þessum nemendum? „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu sæmræmi við eðli og þarfir nem- enda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins,“ stendur í aðal- námskrá grunnskóla (1989), og „grunnskólinn skal stuðla að mennt- un hvers og eins“. Hannes bendir á að til að ná þessum mannréttindum þurfi að þjálfa kennara. Það er for- sendan og að vinna með tækni til að kenna og hjálpa nemendum að öðl- ast þekkingu. Stærðfræði má til dæmis kenna með umræðu og hljóð- um. „Hjálpin er í raun ekki mikið fyrirtæki. Eg er með Fáfni Ái-nason einu sinni í viku í stærðfræði og í jólaprófunum fékk hann 8 í henni en lakari einkunn í öllum öðrum fógum - en þar fékk hann enga aðstoð," segir hann. Dyslexía birtist á margvíslegan hátt og er einnig einstaklingsbund- in. Prentaður texti afmyndast til dæmis á ýmsa vegu í augum nem- Morgunblaðið/Kristinn segir Fáfnir. Helga Björk móðir hans og Hannes. ,ÉG fínn ennþá fyrir kvíða við að fara í skólann, nfflTwr íjl i 1 ;| |í ^ M .■% , Á.y sóB^léfiíSuSággíWflnLbaaMSííriiöíWdací %■ vJií?i3c4éfiböþ,Jblaí<i<attaddmní(5ttbi^étft6,r<rSdd- ii^ceW^t^^áW.reediiággaaeöfiíSiíy.byíit (Í^Pe^ii»^ttíeen3SttiltsQÍíIriléh4a9íSés cftP^rtaffl^iðiHiidhsoHaídlstwiiaHfe^HÍdaa HMiSÍiSÍ1 döttttiaH ‘fflf- Mféé fof ÖM* puácd a® Gfwféé pa§t, t ímcd tÍffíS f&F SUétaincd rcading, and öf fe- eus, M well ðl Other pcrceptual tasta. Aáái*- ÍÍ8fla%» ivm of the 23 experlmenial feflfld but ttonc of th« coRtföl §m$ qfti tfeíWe ppgges, ecaih cfff ca9A?i«fdd5^Míi<toiráée^ DÆMI um hvernig texti getur Iitið út fyrir nemanda með dyslexíu. Er furða að hann forðist lestur ef hann öðlast ekki skilning annarra á vanda sínum? enda. Dæmi um lóðréttar stafatil- færslur: „Og loks tókst henni að stýra árabátnum ásamt Lynn“ verð- ur „Oggoks aóksl enni að stýra) raþeganum ásumt ynn“. (Bókstafir og heil orð birtast í línunni íyrir of- an eða neðan). Láréttar stafatilfærslur: „Áskor- unin var því öllu meiri vegna þessa ófyrirsjáanlega slyss í borgarastyrj- öldinni" verður „Ein öll því u askor- un því in. Þess vevegna sjáana slyss ófyrir meiru borg írara styrjildinni" (orð eða orðhlutar birtast á röngum stað og stafirnir raðast í andhverfa röð innan sömu línu). Annað sem gerist við lesturinn er til dæmis, 1) Fyrstu bókstafirnir eru skýrir, því næst dofna þeir og geta orðið alveg ósýnilegir. Þetta er tilviljunarkennd dofnun og getur verið á bilinu 20-100%. 2) Texti get- ur snúist í skynjun eins og lesið sé í spegli. 3) Tilviljunarkennt brottfall bókstafa. 3) Heil orð hverfa og að- eins lykilorð standa eftir. 4) Lykil- orð hverfa úr textanum. 5) Texti birtist á hvolfi. 6) Grunnhugtökum snúið við, dæmi: „Það hafa verið rúm eitt hundrað og tuttugu ár síð- an John Powell yfirhershöfðingi markaði spor í mannkynssög- una ... „ verður „Það eru tæpir eitt hundrað og tuttugu dagar áður en John Powell undirliðsþjálfi afmáði spor í mann- kynssöguna." Hvernig líður nemendum með dyslexíu í skólum? Nemendur með dyslexíu verða fyrir ým- iskonar hindr- unum í námi. Þeir hafa ekki skjótan aðgang að upplýsing- um; geta t.d. átt í erfiðleikum með að nota orðabækur séu þeir óvissir í stafsetningu. Þeir hafa til- hneigingu til að forðast kennara og atburði sem krefjast bók- legrar þekking- ar. Þeir velta frekar fyrir sér vanhæfni sinni en hæfni. Þeir líða fyrir hvað aðrir virðast eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra. Þá skortir yfirleitt sjálfstraust og hafa brotkennda sjálfsmynd því bæði kennarar og samnemendur þeirra reikna ekki með miklu frá þeim. „Við erum langt á eftir mörgum öðrum þjóðum í að styðja við nem- endur með dyslexíu,“ segir Hannes, „og skólaganga þeirra er iðulega eifið. Það skortir að kynna dyslexíu í skólum og að byggja upp stuðning. Að mínu mati hefur verið framið mannréttindabrot á þessum nem- endurn," segir hann, „nemendur eiga rétt á námi við hæfi, svo að harkaleg framkoma við þá stangast bæði á við stjórnarskrána og Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna." Hannes segir margt hægt að gera fyrir þessa nemendur og það kosti ekki svo mikið. Hins vegar er aðeins einn ráðgjafi í framhaldsskólum núna á hverja þúsund nemendur. „Það þyrftu að vera þrír ráðgjafar og einn sérkennari á hverja þúsund nemendur," segir hann og að það gefi þeim tækifæri til að búa tii stuðningskerfi og taka á vandamái- unum sem eru jafnmörg og í samfé- laginu sjálfu. Dyslexíu-nemendum líður yfir- leitt illa í skólum og í bók Michaels Rydens er meðal annars sagt frá því. Þessum nemendum finnst þeir vera vitlausari en aðrir þrátt fyrir jafngóða og stundum betri greind. En ekkert samband er milli greind- ar og dyslexíu. Líðan nemenda verður oft eftirfarandi: Alger vonbrigði með að geta ekki skilið, upplifun vangetu, vilji til að gefast upp, reiði að geta ekki það sem aðrir geta, vonbrigði eftir að hafa hafa misst stjórn á skapi sínu, ávallt í varnarstöðu, einmanaleiki, spenna, flótti frá bóknámi. Ráðleggingar handa öðrum Hannes segir margt hægt að gera til að draga úr líkum á vanlíðan nemenda með dyslexíu og hvílir það meðal annars á góðri þjálfun ráð- gjafa sem geta miðlað til nemenda, kennara og annarra um dyslexíu. Ráðgjafmn finnur orsakir reiði, vonbrigða og jafnvel fjandskapar hjá viðkomandi nemanda og kennir honum viðeigandi aðferðir til orku- losunar. Hann hlustar og setur sig í spor nemans og hjálpar honum að skilja og takast á við vandann. Hann segir öðrum frá dyslexíu og ráðleggur þeim að einþeita sér að hæfni og hæfileikum viðkomandi nemanda. Hann hjálpar þeim að rækta styrkleika sinn, að sætta sig við annmarka sína og að auka sjálfs- traustið. Hannes segir að ráðgjafí í skóla geti síðan gert margt annað íyrir nemanda með dyslexíu fái hann þjálfun, tíma og ráði'úm til þess. Hann geti til dæmis fundið bestu námsleiðina og gert prófm þannig úr gai-ði að þau séu sanngjörn. Fyr- ir nemanda með dyslexíu er t.d. mikilvægt í kennslu að leggja áherslu á: Fyi-irmæli, sýnikennslu, atriðaorðalista, spumingar til að kanna réttan skilning, og að lofa nemandanum að tala, sýna og end- urtaka lykilhugtök og æfa sig. Michael Rayn ráðleggur kennur- um að láta til dæmis tíu ára nem- endur með dyslexíu alls ekki fá námsefn fyrir 6 ára börn. Ekkert er eins niðurlægjandi fyrir þau, segir hann og að mikilvægt sé að náms- efnið sé áhugavert m.t.t. aldurs. Auðveldlega megi tengja námsefnið við áhugamál nemenda. Hann nefn- ir fleira og segir svo: „Sennilega er mikilvægasta staðreyndin að gera nemendum með dyslexíu grein fyr- ir því að lífið er ekki réttlátt og að þeir þurfa að leggja meira á sig en aðrir til að ná sambærilegum ár- angri og þeir sem eru ekki með dyslexíu." Aðrir þurfa aftur á móti að leggja sig fram við að öðlast innsýn í dys- lexíu, sigrast á fordómum sínum og læra aðferðir sem yfirstíga hindran- ir á vegi nemenda með dyslexíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.