Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 62
f 62 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þarftu að eiga íbiið eða heimili? ,AÐ KOMA sér þaki yfír höfuðið hefur löngum verið markmið flestra íslendinga." Þetta er hluti af fyrstu setningu í nýjum kynningarbæklingi Ibúða- lánasjóðs sem tók til starfa um síð- ustu áramót í kjölfar mikilla breyt- inga sem orðið hafa á húsnæðislög- gjöfínni eina ferðina enn. Þessi upphafsorð lýsa mjög vel þeirri -v áherslu stjórnvalda á að hver og einn einstaklingur eigi íbúð. Það er okkur ekki nóg að eiga heimili, við verðum að eiga húsnæðið sjálft. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni um Ibúða- lánsjóð frá því að hann tók til starfa. Flestar fréttir hafa verið af seinagangi í afgreiðslu nýrra lána en minna hefur farið fyrir ábend- ingum markaðsstjóra þeirra um að aðgát skyldi höfð áður en einstak- lingar kaupa sér íbúð á almennum markaði. Það vill nefnilega þannig til að í kynningarbæklingi íbúða- lánasjóðs era gefin upp tvö dæmi um hversu auðvelt það sé að fjár- festa í 7 milljóna króna eign. I dæmunum er fullyrt að hjón með tvö börn og 180.000 króna mánað- artekjur geti keypt 7 milljóna króna fasteign og meira að segja átt 37.000 króna afgang til ráðstöfunar í aðra hluti á mánuði. Hjónin með 250.000 króna tekjum- ar eiga 77.500 krónur til ráðstöfunar eftir að hafa greitt af húsnæð- inu, fyrir rekstur bif- reiðarinnar og fram- færslu! Ekki amalegt það. Hvernig má þetta vera, hugsum við sem eram að sýsla með hús- næðismál á hverjum degi. Af hverju kaupa ekki allir sér sína eig- in íbúð og nota alla þessa afgangs- peninga í eitthvað skemmtilegt? Svör við því hafa verið að birt- ast í greinaskrifum frá íbúðalánsjóði og fleir- um. En skakkt er reiknað. A meðan Ibúðalánasjóður ætlar viðskiptamönnum sín- um, hjónum með tvö börn, framfærslu uppá kr. 75.000. á mánuði kemur í ljós að meðal- framfærslukostnaður fjölskyldu af þessari stærð er 172.817!! Þá kemur í ljós að fjöl- skylduna sem er með 180.000 kr. tekjumar vantar, yfir 60.000 krónur til að endar nái saman og fjölskylduna með 250.000 tekjumar vantar rúm- Húsnæðismál Þetta er eins og að bera saman nýja Muzzo- jeppann við gamla Land Roverinn í pláss- inu, segir Gunnar Jónatansson, og verða hissa á að nýi bíllinn skuli vera dýrari. ar 20.000 um hver mánaðamót til að endar nái saman. Er einhver hissa á skuldasöfnun heimilanna? Þessum skrifum er ekki beint gegn fólki er hugar að kaupum á eigin íbúð, hér er einungis verið að benda á að til að fjárfesting í íbúða- húsnæði standist þá þarf að reikna rétt. Fjölmargir nota Búseta sem fyrsta skrefið til kaupa á eigin hús- næði. Fjárfesting í búseturétti kallar á viðráðanlega fjárbindingu sem hægt er að fá að láni að hluta til til allt að 8 ára. Eignamyndunin sem á sér stað með þessum kaup- um er oft nægjanleg útborgun til kaupa á íbúð síðar. Af hverju ný löggjöf? Ein af aðalröksemdunum fyrir breytingunum á sínum tíma vora að þessar „félagslegu" íbúðir væra svo dýrar, sérstaklega úti á landi! Hvernig skyldi samanburðurinn hafa verið gerður? Jú, það voru teknar nýjar íbúðir í húsi sem byggt var sem félagslegt húsnæði og bornar gjarnan saman við gam- alt einbýlishús á staðnum sem oft- ast var helmingi ódýrara að sögn. Svona stærðfræði er ákaflega mikil einfóldun á staðreyndum. Þetta er eins og að bera saman nýja Muzzo jeppann við gamla Land Roverinn í plássinu og verða voða hissa á að nýi bíllinn skuli vera dýrari. Hús- næði sem byggt er sem svokallað „félagslegt" húsnæði er byggt með sömu aðferðum og gert er á „al- mennum“ markaði. Eini munurinn er á fjármögnuninni og fjármagnið er mun ódýrara, þ.e. vextir eru lægri hjá húsnæðisnefndum og Bú- seta. Það hlýtur að koma að því að endurnýja þarf húsnæði á lands- byggðinni að öðram kosti leggst byggð endanlega af. Nýtt húsnæði mun áfram verða miklu dýi-ara en gömlu, stóru einbýlishúsin. Ný húsnæðislöggjöf breytir því ekki. Hvað er í boði? Að kaupa búseturétt er fjárhags- lega mjög hagkvæmt. Ekki þarf að greiða nema 10-15% af andvirði íbúðarinnar og mánaðarlegar greiðslur eru sambærilegar við það sem gerist á leigumarkaðnum en öryggið allt annað. Samningur um búseturétt er óuppsegjanlegur af hálfu félagsins. Kaupskylda félags- ins tryggir félagsmanninum endur- greiðslu á sínu fjármagni innan 6 mánaða frá því að uppsögn lýkur. Þessi réttindi eru oft stórlega van- metin eins og þeir þekkja sem hafa reynt að selja sumar fasteignir ár- um saman. Að kaupa íbúð á al- mennum markaði er sú leið sem mest er haldið að okkur. Fáar þjóð- ir slá okkur við í séreignastefnunni. Kostir þess að kaupa sitt eigið hús- næði eru fjölmargir. Markaðurinn er gríðarlega stór og fjölbreyttur. Það má vafalaust segja að hvert einasta hús á landinu sé falt fyrir rétt verð. Það er kannski höfuð- málið, verðið. Það kostar sitt að kaupa húsnæði, sérstaklega þegar litið er til þess að fólki liggur al- mennt mikið á að eignast sem allra mest í húsnæðinu. Eg hvet lands- menn til þess að leggjast vel yfir fjármál sín þegar að því kemur að tryggja sér húsnæði. Það liggur ekkert á að eignast húsnæði, það er aðalatriðið að eignast heimili. Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta hsf. Segðu í einu orði Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins frá 1987 fram á þennan dag Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið _________ . ""£777 ' Gagnasafni Morgunblaðsins. ^^^YGagnasaín a Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi. Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is. GAGNASAFN Gunnar Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.