Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk að myndinni, en of löng... endirinn... ég er ekki viss... sjá sýningar- tjaldið... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Með renn- blauta bleiu Frá Árna Helgasyni: ÉG má til með að þakka Kristni Snæland fyrir snjalla og athyglis- verða grein í Mbl. 30. mars sl. þar sem hann ræðir um „fyrirmyndir í vímu“. Þar eru orð í tíma töluð og tek ég af heilum hug undir allt sem hann segir. Hræsni þeirra, sem þykjast vilja berjast gegn vímuefnum og jafnvel leggja til þeirrar baráttu tugmilljón- ir af almannafé (sbr. Halldór Ás- grímsson) en taka sjálfir þátt í hverju drykkjusamkvæminu eftir annað og stuðla að síauknu athafna- frelsi þeirra vímuefnasala, sem með áfengi höndla, ætti að vera öllum hugsandi mönnum ljós. Ekki fer milli mála að vímuefnið áfengi veld- ur meira böli í okkar heimshluta en öll ólögleg vímuefni samanlagt. Einn þekktasti vísindamaður Norðmanna á þessu sviði, Hans Olaf Fekjær yf- irlæknir, segir að tíu sinnum fleiri Norðmenn falli í valinn vegna áfeng- isneyslu en notkunar allra annarra vímuefna. Þar að auki viti menn að þeir sem hefja neyslu ólöglegra vímuefna hafa svo að segja allir byrjað á áfengi. Einhver vitringurinn á vegum Samfylkingarinnar svokölluðu lýsti í sjónvarpsþætti í gærkvöldi svipuð- um skilningi á áfengisvörnum og þeir aumustu allra í hópi stutt- buxnaliðsins. Og framsóknarstúlkan af Seltjarnarnesinu taldi nauðsyn að færa áfengiskaupaaldur niður í 18 ár. Það reyndu nokkur ríki í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum áratugum. Afleiðingarnar urðu svo hörmulegar fyrir ungt fólk þar í álfu að þeir miða nú þennan aldur við 21 ár. Hafa þó miðað kosningarétt við 18 ár miklu lengur en við. Kosninga- réttur og leyfi til vímuefnakaupa eru nefnilega óskyldir hlutir þótt þeir sem hag hafa af aukinni drykkju reyni að spyrða þá saman og margt fjölmiðlafólk og óþroskaðir ungling- ar bíti á það agn. Mér er spurn: Get- um við ekkert lært af reynslu ann- arra? Þurfum við að gera íslenska æsku að tilraunadýrum á þessu sviði þegar fyrir liggur hvernig til tókst vestra? Er það ekki nóg fyrir þá sölumenn dauðans sem á áfengissölu græða að drykkja unglinga hefur stóraukist síðan farið var að leyfa þeim að selja bjór? Þarf nauðsyn- lega að útvega þeim fleiri fórnar- lömb? Borgarstjórn Reykjavíkur hefur breytt ásýnd miðbæjarins á þann veg að nú líkist hann helst sóðalegu hafnarhverfi. Viðskiptavinir sjoppu-; greifanna hafa fyrir löngu gert venjulegt fólk útlægt af þeim slóðum á vissum tímum sólarhrings vilji það ekki hljóta alvarleg meiðsl af þeirra hendi. Og nú á að verðlauna vímusalana með því að leyfa þeim að hafa stofnanir sínar opnar allan sól- arhringinn, lengur en þekkist í nokkru siðmenntuðu landi. Og hver borgar þrifin á miðborginni eftir sölunætur sjoppugreifanna? Gera þeir sjálfir hreint fyrir sínum dyr- um? íþróttaiðkendur klifa sífellt á því að íþróttir forði ungu fólki frá vímu- efnum. Þó er siðferðisþrek þeirra ekki meira en það að bjórauglýsing- ar blasa við á íþróttavöllum og í íþróttahúsum sem almenningur hef- ur reist í þeirri trú að þar væri unn- ið mannbótastarf. Það er víða stuttbuxnafólkið, erfitt er að sjá hver er í stystum buxunum og sumir eru greinilega buxnalausir með öllu. í mesta lagi með rennblauta bleiu. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Flóttamenn Páls Péturssonar Frá Jóni Kjartanssyni: ÞAÐ RÍKIR neyðarástand á leigu- markaði hér á höfuðborgarsvæðinu án þess margir sjái ástæðu til að nefna það, hvað þá krefjast úrbóta. Þetta er að vísu ekki nýtt, en óvenjuslæmt nú. Ástæðan er „sölu- sprenging", sem stórhækkar allan húsnæðiskostnað og skilur leigjend- ur eftir á köldum klaka í bókstaflegri merkingu. Daglega hringir íjöldi fólks vegna sölu íbúða þess og kaup- endur, seljendur eða fasteignasalar láta hótanir dynja á fólkinu ef það fer ekki helst strax, þrátt fyrir gild- an leigusamning. Oft lætur fólk und- an og fer ef það getur til að forðast álagið vegna ólögmætra krafna. Flestir verða þó að búa við hótanirn- ar því þeir geta ekkert farið. Það er hvergi leiguíbúð að fá nema þá á ok- urverði sem fólkið ræður ekkert við. Sumir taka reyndar íbúðir þrátt fyr- ir það og þá byrja fljótt vanskil og útburðarkröfur. Inní þetta „góðæri“ leigjendanna ætlar félagsmálaráð- herra að senda flóttamenn frá Kosovo samkvæmt upplýsingum form. flóttamannaráðs í Mbl. 15. þ.m. en formaðurinn er fyrrverandi aðstoðarmaður Páls Péturssonar ráðherra og meðreiðarsveinn í kjör- dæminu. Það er fallegt að taka á móti hröktum fórnarlömbum stríðsbrjál- æðinga, en ber ekki ráðherra að huga fyrst að sínum eigin flótta- mönnum? Hafa ráðherrar hér engar skyldur við íslenska flóttamenn? Eru þessir herrar kannski svo veru- leikafirrtir að þeir vita ekki að ís- lenskir leigjendur eru nú flóttamenn í eigin landi? Leigjendur eru flótta- menn Páls Péturssonar sem hælir sér af því í Mbl. 16. þ.m. að hafa „í farsælu samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn“ haft forystu um það „að hin hamslausu frjálshyggjuöfl innan flokksins“ hafa nú rústað heimilis- grundvelli fátækra íslendinga í stór- um stíl og gert alla sem þeir geta að skuldaþrælum. Það er fallegt að hjálpa hrjáðum og það var fallegt af Halldóri Ásgrímssyni að segja fólk- inu að það mætti vera eins lengi og það vill. En hvenær fá flóttamenn Páls Péturssonar slíka kveðju frá yf- irvöldunum? JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, form. leigjendasamtakanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.